Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 D 3 BILAR BILAR Tvöfalda framleióslu ÓZ3 BMW hyggst meira en tvöfalda framleiðslu sína á hinum eftirsótta Z3 og stefna að 90 þúsund bíla framleiðslu á ári um mitt ár 1998. Eftirspum eftir þessum litla, tveggja sæta sportbíl var mun meiri en BMW gerði ráð fyrir í upphafí. Verksmiðja BMW í Spart- anburg í Bandaríkjunum verður alfarið tekin undir framleiðslu á Z3. 60% af öllum Z3 fara nú til Evrópu en afgangurinn er seldur í Bandaríkjunum. Um leið og framleiðsla á Z3 verður aukin verður framleiðslu á 3-línunni hætt í Bandaríkjunum. Fram- leiðslugeta BMW í Spartanburg er nú 225 bílar á dag, þar af er 85% þeirra Z3. Ökuþór kominn út ÖKUÞÓR, málgagn Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, er komið út undir stjórn nýs ritstjóra, Þór- halls Jósepssonar. Umfjöllun um bifreiðatryggingar er fyrirferða- mikil í blaðinu en auk þess er þar að finna athyglisverðar greinar af ýmsu tagi, reynsluakstur og yfírlit um væntanlega bíla. Ný vél í Scorpio FORD hyggst bjóða færri útfærsl- ur, meiri staðalbúnað og nýja vél í Ford Scorpio til þess að hressa upp á söluna á þessum millistærð- arbíl. Tvö ár eru síðan Scorpio var frumkynntur og hefur hann ekki selst vel. Ford ætlar að bjóða bíl- inn með nýrri 2,3 lítra, 16 ventla vél í stað 2,0 lítra vélar. Ford væntir þess að það eitt að bjóða bílinn með stærri vél muni auka mjög söluna. Vélin er 147 hestöfl og togaaflið 202 Nm en meðal- eyðsla minnkar engu að síður um 10%. Samsung kaup- ir í Hyundai SAMSUNG samsteypan í Suður- Kóreu hefur keypt 5,1% hlut í Hyundai Motor. Margir eru þeirrar skoðunar að kaup Samsung séu tilraun til þess að koma í veg fyr- ir að Hyundai yfirtaki Kia Motors, sem er annar stærsti bílaframleið- andinn í Suður-Kóreu. Fyrir þrem- ur árum gerði Hyundai árangurs- lausa tilraun til þess að yfirtaka Kia. Kínverjar vilja bíla STÆRSTI einstaki markaðurinn fyrir bíla hlýtur að vera Kína. Þar búa 1,2 milljarðar manns og bíla- eign er lítil. Stórir framleiðendur Nýr Mitsubishi Pajero NJÓSNAMYND sem tekin var af nýjum og gjörbreyttum Mitsubishi Pajero, sem í Bandaríkjunum kallast Mont- ero, sýnir að bíllinn er með nýju og kraftalegra Iagi. Myndin var tekin þegar verið var að reyna bílinn við eyði- merkuraðstæður. Búist er við að bíllinn komi á markað í Bandaríkjunum síðla á þessu ári eða snemma á því næsta. HINN sérstæði bílaskúlptúr í Nebraska. Bílahenge í Nebraska ‘I 2.0 D / / f )00 300C a u- 3 su 5 Ol 90 C w - 10 - n ! ~ 00 7000 nPELw NÝJA 2.0 lítra ECOTEC vélin skilar 82 hestöflum og hefur mikið tog- afl við lágan vélarsnúning, eða allt að 185 Nm við 1.800 sn/mínútu. Vélin verður fyrst boðin í Vectra 2.0 DI í haust. FJÓRIR ventlar eru á hveijum strokki nýju ECOTEC dísilvélar- innar. Auk beinnar innspýtingar og forþjöppunnar og fjöl- margra annarra tækninýjunga er hér komin sparneytin og öflug dísilvél með miklu togafli. Opel kynnir tímamóta dísilvél í haust OPEL er fyrstur bílaframleiðenda til þess að hanna dísilvél í fólksbíla til fjöldaframleiðslu með fjögurra ventla tækni, forþjöppu og beinni innsprautun. Um er að ræða tvær vélar, svonefndar ECOTEC vélar, 2,0 lítra og 2,2 lítra. Auk fjölda tækninýjunga eykur þessi nýja tækni afl vélanna. Auk þess dregur úr útblástursmengun frá þeim og eldsneytiseyðslu. Vélarnar verða framleiddar í nýrri vélaverksmiðju Opel í Kaiserslautern í Þýskalandi. Ein nýjungin er notkun rafeinda- stýrðrar bullu og háþrýsti eldsneyt- isdælu sem Opel þróaði í samstarfi við Robert Bosch GmbH. Fyrst í Vectra Þessi nýja kynslóð ECOTEC dís- ilvéla verður frumkynnt í haust. Fyrsta vélin sem í boði verður er 2,0 lítra vélin í millistærðarbílnum Vectra. Samkvæmt evrópskum stöðlum eyðir þessi 82 hestafla vél aðeins 4,9 lítrum af eldsneyti á hveija 100 km, en þá er miðað við jafnan og tiltölulega hraðan þjóð- vegaakstur. Nýja vélin er því 17% sparneytnari en 1,7 lítra forþjöppu- vélin. Hún skilar sama afli en er ekki með beinni innspýtingu. Magn mengandí útblástursefna er 20% undir EU 96 staðlinum. Tvær aðrar gerðir véla Athyglisvert er að togaflið í nýju vélinni fæst við mjög lágan snúning vélar. Hámarkstogið er 185 Nm og næst við 1.800 snúninga á mínútu og helst allt að 2.500 snúningum á mínútu. Opel segir að þetta geri Vectra 2.0 DI kleift að ná mikilli hröðun og nefnir sem dæmi að hröð- un frá 80 km á klst upp í 120 km á klst í fimmta gír taki 19,0 sekúnd- ur. Opel kynnir tvær aðrar gerðir ECOTEC véla á næstu misserum, þar af 2,0 lítra vél með millikæli sem skilar 100 hestöflum og 2,2 lítra vél sem skilar 120 hestöflum og hefur hámarkstogafl 260 Nm við 2.000 snúninga á mínútu, sem er svipað og í meðaljeppa. ■ ÞÚSUNDIR manna leggja leið sína á hveiju ári til Nebraska í Bandaríkj- unum til þess að skoða nútímaút- færslu Bandaríkjamannsins Jim Reinders af Stonehenge. Listaverkið er fyrir norðan bæinn Alliance og fyrirmyndin er hið fræga Stonehenge í Englandi. í stað steina, sem fátt er af í eyði- mörkinni í Nebraska, notaði Reinders bíla og afstaðan milli skúlptúranna er hin -sama og í Stonehenge sem var reist fyrir meira en 4000 árum. Listaverkið, sem margir kalla Car- henge, gerist vart amerískara en það samanstendur af Chevrolet, Ford, Dodge, Cadillac, Chrysler og Plymo- uth bílum. ■ renna hýru auga til markaðarins. Kínverjar eru sjálfir að vakna til vitundar um þennan samgöngu- máta því á bílasýningunni Auto China 96 komu 360 þúsund kín- verskir borgarar. Fiesta innkölluð FORD hefur kallað inn ótilgreind- an fjölda af Fiesta og Courier bíl- um sem smíðaðir voru í sumar. Bíleigendur hafa kvartað undan því að hemlarnir taki ekki við sér fyrr en fetillinn sé kominn mjög neðarlega. Ford segir að ekki sé hætta á að hemlarnir virki ekki /olvo afhjúpar C70 á bílasýningunni í París sem hefst 1. október komandi, geta bílaáhugamenn um allan heim fylgst með því í „beinni ' ef þeir hafa aðgang að öflugri tölvu og alnetinu. Þetta er í fyrsta n sem afhjúpun á nýjum bíl fer fram á alnetinu. Til þess að taka þátt í herlegheitunum þarf að tengjast tölvu Volvo í Svíþjóð og geta menn þá feng- ið myndir af atburðinum beint frá París. Afhjúpunin verður 30. september ki. 18 að staðartíma. Meðan á sýningunni stendur, sem opnar fyrir fjölmiðla 1. október og stendur til 13. október, getur tölvunotandinn með tölvupósti sjálfur ráðið því frá hvaða sjónarhorni hann sér bílinn. Einnig verður hægt að leggja spurningar fyrir Peter Horbury, yfirhönnuð Volvo, og taka þáttj hönnunarsamkeppni. Tölvufang Volvo er: http:/www/car.volvo.se/ Add lce f ær nýjan Land Cruiser heldur vilji fyrirtækið skipta um nokkur rör og þéttingar. 250 millj- arðar í tekjur af bílum 17% AF heildartekjum svissneska ríkisins, eða sem svarar um 250 milljörðum ÍSK, eru af bílum og bílaumferð. Megnið er vegna bens- íngjalds. Heildarveltan í bílgrein- inni í Sviss var 2.500 milljarðar ÍSK 1995, þar af um 400 milljarð- ar vegna sölu á fólks- og atvinnu- bílum. 243 þúsund manns störfuðu innan bílgreinarinnar. ■ VOLVO frumkynnir á bílasýning- unni í París í næsta mánuði tveggja dyra sportbíl, C70. Bráðlega verð- ur hann einnig kynntur í blæjuút- færslu. Volvo hefur lengi haft þennan bíl á prjónunum og nú nýlega voru birtar fyrstu myndirn- ar af honum. Með C70 ætlar Volvo að keppa á markaði fyrir jaðarbíla, bíla sem seljast í takmörkuðu magni en á háu verði. I gegnum tíðina hafa einkum þrír framleiðendur herjað á þessum markaði í Evrópu, þ.e. Mercedes-Benz, BMW og Audi. C70 er fjögurra manna bíll. Hinn nýi stíll Volvo er áberandi í útliti C70 er tveggja manna sportbíll frá Volvo. C70 frá Volvo bílsins, mjúkar línur og straumlínu- lagaðar hafa leyst af hólmi kantað útlit fyrri bíla. Búist er við að bíll- inn muni kosta á bilinu 5-6 milljón- ir ÍSK. C70 er byggður á sömu grind og 850 gerðin og hann verður með sömu vél, þ.e. fimm strokka vél með forþjöppu sem skilar 240 he- stöflum. Einnig verður hann í boði með 2,5 lítra vél með lágþrýstifor- þjöppu en fyrir Evrópumarkað verður hann með 2,0 lítra vél. Bíll- inn verður kynntur í Bandaríkjun- um næsta vor. Hann verður þó fyrst sýnilegur í endurgerð kvik- myndar um Dýrlinginn, en margir muna eftir Roger Moore sem ók Volvo P1800 í samnefndum þáttum sem sýndir voru í sjónvarpi. Á næsta ári verður kynnt blæjuút- færsla af bílnum undir sama heiti og er honum einkum ætlað að selj- ast í Bandaríkjunum, Japan, Bret- landi og Ítalíu. ■ FERÐASKRIFSTOFAN Add Ice fékk afhentan nýjan Toyota Land Cruiser 90 í tengslum við ferðakaupstefnuna Vest Norden sem haldin var á Akur- eyri fyrir skemmstu. Bíllinn er sérút- búinn til ferðalaga um hálendið og eingöngu ætluð til slíkra nota. Bíllinn var afhentur á 38 tommu Dick Cepek dekkjum og er hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi með svo veglega hjólbarða en stað- albúnaður er 30 tommur. Toyota aukahlutir, breytingaverk- stæði, sá um allar breytingar á bíln- um en þær eru umtalsverðar. Yfir- byggingin var hækkuð um 10 senti- metra, hásingin færð aftur um 11 sentimetra og brettakantar voru sér- hannaðir. Frétt um Arngrím í Bllen Bíllinn er átta manna, beinskipt með þriggja lítra dísilvél með for- þjöppu. Rúðuvindur eru rafknúnar og á bílnum er tveggja geisla Piaa ijósk- astari að framan, Piaa fiskiaugu að aftan, gijótgrind og toppgrind, svo nokkuð sé nefnt. Þá er bíllinn ríku- Lúxussendibíll MEST seldi sendibíllinn í Dan- mörku, Toyota HiAce, fæst nú í sérstakri Iúxusútgáfu og kall- ast þá HiAce Granvia. Hann er þá með búnaði sem gerir venju- legan vinnubíl að þægilegum og skemmtilegum bíl. Meðal bún- aðar er samlæsing, upphitaðar rúður, þvottakerfi fyrir fram- ljós, 15 tommu veltistýri úr áli, sæti klædd velúr og geislaspil- ari. Granvia fæst með 2,4 lítra dísilvél með forþjöppu og 2,4 lítra bensínvél. ■ I bifneiöina þma... TRIDON i/arahlutir Vatnshosur Tímareimar og strekkjarar Bensíndælur ■ Bensínlok Bensínslöngur Álbarkar Hosuklemmur Kúplingsbarkar Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunín, aðkeyrsla frá Háaleitisbraut TRJDONt*' Söluaðilar: f___________ GH verkstæðið, Borgarnesi. Pórshamar, Akureyri. og undírvagnsgormar. Vi'kingur, Egilsstöðum. Vélsmiðja Hornatjarðar, Homafirði. lega búinn ýmsum öryggistækjum. Ferðaskrifstofan Add Ice sérhæfir sig í ferðum um hálendið, aðallega með erlenda ferðamenn og er þetta annar Land Crusier bíllinn sem ferða- skrifstofan kaupir á tveimur árum til slíkra nota. Arngrímur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Add Ice, segir að vax- andi eftirspurn sé eftir hálendis- og jöklaferðum. „Bæði er um að ræða sannkallaðar ævintýraferðir um hálendið en einnig er talsvert um sérverkefni með kvik- myndatökufólk, mælingamenn og fleiri. Fyrstu árin var vertíðin ein- göngu yfir sumartímann en nú fær- ist í vöxt að útlendingar sækist einn- ig eftir slíkum ferðum á veturna," segir Arngrímur. Þess má geta að nýlega var sagt frá því í stuttri frétt í danska bíla- blaðinu Bilen að Arngrímur Her- mannsson stefndi að því að vera fyrstu í heimi til þess að aka yfir Grænlandsjökul þveran á Nissan Patrol með 1,1 metra háum dekkjum. TILBOÐ OSKAST í Chevrolet Blazer S-10 LS 4x4 árgerð '95 (ekinn 21 þús. mílur), Ford F150 XLT Super Cab 4x4 árgerð '91, Toyota 4-Runner SR-5 árgerð '90 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 1. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA HAUKUR Ármannsson, Bílasölunni Stórholti, umboðsaðili Toyota á Akureyri, afhendir Arngrími Hermannssyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Add lce nýjan Toyota Land Cruiser.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.