Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MUSSO frá Suður-Kóreu er laglegur og verklegur bíll. Morgunbiaðið/jt Musso 602EL með díslluél Vél: 2,9 1, 5 strokka, 132 hestafla með forþjöppu og millikæli. Tengjanlegt aldrif á allt að 60 km hraða, lágt drif. Sjálfskiptur. Vökvastýri - veltistýri. Rafmagnsrúður. Rafstýrðir útispeglar. Samlæsin með fjarstýr- ingu. Þjófavarnakerfi. Leðurstýri. Viðarklæðning í mæla- borði. Geymsluhólf undir fram- sætum. Armpúðar í aftursætum. Stillanlegt bak á aftursæt- um. Útvarp og geislaspilari. Pjölstillanleg framsæti. Hæðarstilling á framsæt- um. Diskahemlar. Gasdemparar. Hemlaljós í afturglugga. Lengd: 4,64 m. Breidd: 1,90 m. Hæð: 1,73 m. Hjólhaf: 2,63 m. Þvermál beygjuhrings: 12 m. Þyngd: 1.806 kg. Meðaleyðsla: 9,3 1 á 100 km. Hámarkshraði: 162 km/klst. gg MUSSO jeppinn frá Suður- “J Kóreu hefur verið á mark- ^ aði hérlendis frá því 2 snemma í sumar en hann S er framleiddur af Ssangy- ong verksmiðjunum þar í _JI landi. Hann er öllu heldur settur saman þar því bfllinn ffj er hannaður af Breta, er ^ knúinn flg vélum frá Mercedes Benz, hefur drifbúnað frá Borg-Wamer og Dana Spicer og rafkerfi frá Bosch. Bílabúð Benna hefur umboðið með höndum og verða um mán- aðamótin komnir á göt- una um 50 bflar sem er talsvert meira en Bene- dikt Eyjólfsson ráðgerði þegar hann hófst handa. Musso er aðallega boðinn með dísilvélum, en fáan- leg er einnig fimm strokka bens- ínvél. Verðið á dísilbílunum er á bilinu 2,7 uppí tæpar 3,3 miljón- ir króna en bensínútgáfan er nokkru dýrari. Við skoðum í dag Musso 602EL sem er með fimm strokka dísilvél með forþjöppu og millikæli og sjálfskiptingu. Musso er háreistur og verkleg- ur jeppi ekki síst þegar hann hefur verið hækkaður örlítið og settur á heldur stærri hjólbarða en aðeins þannig er hann afhent- ur kaupendum. Breska hönn- uðinum Ken Greenley hefur tekist að hanna fólksbílalagað- an jeppa, þ.e. bíl með nokkuð ávölum og straumlínulöguðum útlínum. Fram- og afturendar eru útstæðir og þar leika luktir einna stærst hlutverk, stuðarar sæmilega stórir og hliðarklæðn- ing í sama lit nær næstum jafn- hátt o g hjólaskálar. Neðri gluggalínan er brotin í fremstu hliðarrúðunni og rúðumar eru stórar. Vel búinn og öf lugur Musso jeppi f rú Kóreu MENN sitja nokkuð hátt í aftursætunum og er það vel. ALLT er vel úr garði gert hvað varðar aðstöðu ökumanns. NÆGT rými er fyrir farang- ur til hvers kyns langferða. Að innan er Musso í senn glæsi- legur og rúmgóður og er síðar- nefnda atriðið ekki síst mikilvægt þar sem hér er um að ræða ferða- bfl. Sætaskipan er með hefð- bundnum hætti, tveir góðir fram- stólar með íjölbreyttum stillingum og þriggja manna aftursætis- bekkur. Þar sitja menn nokkuð hátt og má hæla Musso fyrir gott útsýni úr aftursætum. Annar góð- ur kostur aftursætanna er að hægt er að halla hvomm helmingi fýrir sig dálítið aftur og geta menn því hag- rætt sé þar að vild. Aftast má síðan fá tveggja manna auka- sæti fyrir kr. 50 þúsund. Far- angursrýmið er langt og breitt og þangað má lengi vel stafla góðum skammti af vamingi. Mælaborðið í Musso er laglegt og myndi sóma sér í hvaða lúxus fólksbíl sem er. Línurnar em ával- ar en öll uppsetning er hefðbund- in. Leðurklætt stýrið er hæfilega lítið og gott að taka á því, neðri hluti mælaborðsins er viðarklætt Rými að innan Staðalbúnaður Fjöðrun og framan við farþegasætið er handfang, hanskahólf á sínum stað og lítil geymsluhólf í stokkn- um milli framsæta. Gírstöng er vel staðsett en í mælaborði er rofi fyrir drifskiptingu en ekki hefðbundin stöng í gólfí. Musso er einn af þessum bílum sem bjóða af sér góðan þokka strax við fyrstu kynni, ökumaður kann strax vel við sig og þarf ekki lang- an tíma til að ná góðum tökum á öllu sem máli skiptir. Dugleg vél í þessum bíl var 2,9 lítra, fimm strokka og 132 hestafla dísilvél með forþjöppu og millikæli en vélin er eins og fyrr segir frá Mercedes Benz. Þetta er ágætlega hljóðlát vél og meðaleyðslan er aðeins 9,3 lítrar sem teljast verð- ur mjög gott fyrir svo stóra vél í 1,8 tonna þungum bfl. Á jöfnum 80-90 km hraða fer hún niður í um 7 lítra. Sjálfskiptingin fer mjúklega milli gíra og til að setja í framdrif þarf aðeins að snúa rofa í mælaborði. Má tengja drif- ið á allt að 60 km hraða sem er mjög til þæginda. Með sama rofa er bíllinn einnig settur í lága drif- ið. Musso er ekki síður verklegur bíll í akstri en útliti. Hann virkar þungur þegar fyrst er tekið í hann en fljótlega lærist að það má bú- ast við miklu. Bæði er vinnsla hörkugóð og viðbragðið allsæmi- legt, tekur að vísu 15,5 sekúndur að ná 100 km hraða. En ökumað- ur tekur Musso strax í sátt því hann getur rótað sér áfram ef á þarf að halda og hann er góður á ferðahraða á þjóðvegi. Skiptir nánast ekki máli á hvers konar vegi er ekið. Á mölinni og gróf- ustu vegum finnst vel hversu fjöðrun- in er bæði nógu mjúk og nógu stöðug til að halda bílnum vel rásföstum. Að framan er sjálf- stæð fjöðrun með snúningsstöng- um og að aftan heill öxull með gormum með fimm festingum á grind og er fjöðrunin mjög slag- löng. Enginn hávaði Á þjóðvegi er því bara þægi- legt að eiga við Musso og hann verður ekki hávaðasamur þótt hratt sé farið yfir. Verður hvorki hávaði af vindi né vél. í bæjar- snattinu er Musso einnig með- færilegur. Bíllinn er 4,64 m langur sem er svipað og margir fólksbílar í millistærð og hann leggur sæmilega á - ekkert meira en það þó. Og eins og er með dísilbíla þá er eins og menn hagi sér oftast öðruvísi undir stýri í þeim, þeir eru hægari og menn gera aðrar kröfur til þeirra en bens- ínbíla. Musso kemst samt mjög nálægt því að sýna snögg og góð viðbrögð og það leiðist engum undir stýri, hvort sem um er að ræða borg eða sveit. Verðið á Musso er tæpar 3,3 milljónir með sjálfskipt- ingu en sé henni sleppt og tekin fimm gíra hand- skipting er verðið 200 þúsund krónum lægra. Þetta verður að teljast gott verð miðað við stað- albúnað bílsins og þessa öflugu vél. Sé tekin aflminni dísilvélin, 5 strokka og 100 hestafla er verðið tæpar 2,8 milljónir fyrir bíl með handskiptingu. Á þessu verði er bfllinn afhentur á 31 þumlunga hjólbörðum og með eins þumlungs upphækkun. Vilji menn frekari búnað er ýmislegt að hafa: Sóllúga á kr. 120.000, leðuráklæði á sætum kr. 250.000, drátt- O arbeisli með ásetningu kr. 22.000 og hraðastillir kr. 37.900 svo nokkuð sé nefnt. Musso er með öðrum orðum fáan- legur í ýmsum tilbrigðum i vél- um, skiptingum og öðrum búnaði og hann er tvímælalaust skemmtilegur kostur í öllu jeppa- ríkinu sem fáanlegt er hérlendis og mun blanda sér ákveðið í harða samkeppnina. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.