Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 24
24 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
íslandskort
á geisladisk
Útgáfa ýmissa gagna á tölvuqeisladiskum er vaxandi um
allan heim, enda er notagildið yfirleitt augljóst, ekki síst
þegar um er að ræða sjó- oq landakort. Radíómiðun
reið ó vaðið í útgáfu gagna ó geisladiskum hér á landi
fyrir þremur órum oq heldur útqáfunni ófram, því fyrir
stuttu kom út nýr diskur frá fyrirtækinu, að þessu sinni
með 4.500 fermetrum af landakortum Landmælinga íslands.
KRISTJÁN Gíslason hjá Rad-
íómiðun segir að fyrsti gagnadisk-
ur Radíómiðunar hafi komið út
1993, en á honum voru sjókort
af íslandi og Færeyjum og að
auki valin landakort af íslandi.
Diskurinn, sem er víða notaður
um borð í skipum hér við land,
var gefinn út í samvinnu við Sjó-
mælingar íslands og var fyrsti
gagnadiskurinn sem gefinn var
út hérlendis. Til að nota diskana
þarf hugbúnaðinn MaxSea og
MaxLand, sem hvort tveggja er
til fyrir Macintosh eða PC sam-
hæfðar tölvur. Diskurinn er gefínn
út af Radíómiðun í samvinnu við
Landmælingar íslands og
Mapmedia, en það er franskt fyrir-
tæki sem Radíómiðun á hlut í, en
það sérhæfir sig í að gefa út landa-
og sjókort á geisladiskum. Sjálf
skannavinnan tók ekki langan
tíma frá því kortin fengust, um
það bil hálft ár. Kristján segir að
hugbúnaðurinn hafí verið fullmót-
aður þegar vinna hófst, en það tók
tvö ár að ganga frá útgáfusamn-
ingi við Landmælingar íslands.
Á disknum er eitt kort í mæli-
kvarðanum 1:500.000, níu kort í
mælikvarðanum 1:250.000 og
hundrað og tvö kort í mæli-
kvarðanum 1:50.000. Síðan getur
notandinn valið kvarðann nokkuð
fijálst, stækkað til að mynda
1:50.000 kort upp í 1:25.000 án
þess að missa skerpu, en þegar
farið er lengra, til að mynda
1:10.000 tapast skerpa. Kortið er
líka hægt að minnka, niður í
1:1.000.000. Þrepin eru mismun-
andi og mun fleiri en þau þrjú sem
skönnuð eru inn á diskinn. Þannig
sér tölvan um að skjóta inn korti
í réttri stærð, stækkar eða minnk-
ar, eftir því sem þörf er á.
4.500 fermetrar
af kortum
Alls eru á disknum 4.500 fer-
metrar af kortum, samsett og sjást
hvergi samskeytin. Fletta má við-
stöðulaust eftir öllum kortunum,
þ.e. renna bendlinum eftir kortinu
án þess að tölvan hiksti eða sam-
skeyti sjáist. Kristján segir að
mestu skipti að kortin eru öll
ósnert, þ.e. að ekkert er átt við
kortin eftir að búið er að skanna
þau inn, litasamsetningu eða
smátriðum sé ekkert breytt. Hann
segir öryggisatriði að þau séu sem
minnst unnin, en sumir þeir sem
gefíð hafa kort út á geisladiskum
víða um heim hafa farið þá leið
að breyta litasamsetningu eða
draga úr upplausn til að koma sem
LRNDRKORT/FJRRFUNDIR
Upplýsinga-
og gagnabanki
Eftir því sem útbreiðsla kort-
anna hefur aukist hafa menn safn-
að upplýsingum, til að mynda um
gangnamannakofa og aðbúnað í
þeim enda henta þau afskaplega
vel sem undirlag fyrir frekari upp-
lýsingar eins og áður er getið.
Kristján segir að allir sem á annað
borð þurfa á landakortum að halda
hafi gagn af útgáfunni, enda kosti
diskurinn ekki nema 59.900 kr.
Aukinheldur hafa menn aðgang
að upplýsingabanka. „Við rekum
svonefndan upplýsinga-
banka skipstjórans í
kringum sjókortaútgáf-
una, og erum að byggja
upp álíka skipan varð-
andi iandakortadisk-
inn. Segjum svo að
viðkomandi sé stadd-
ur úti á sjó og vanti
upplýsingar um
skyndilokanir. Þá
getur hann hringt
inn og kallað upp
til að mynda upp-
lýsingar um
reglugerðarlok-
anir frá Fiski-
stofu, lesið þær
inn á tölvuna
sína, keyrt
því sem
kort breytast fá
kaupendur leiðréttingar á diskl-
ingum sem settar eru inn á harða
diskinn í viðkomandi tölvu. Þau
verða sjálfkrafa forgangskort, en
með þessu móti þarf ekki að end-
urútgefa geisladiskinn eins ört og
annars yrði.
Kristján segir að kortin sé fyrir-
taks undirlag fyrir ýmsar upplýs-
ingar, færa megi inn viðmiðunar-
punkta og reikna vegalengdir og
meta ferðahraða, búa til eigið kort
af landsvæðum og bæta inn alls-
kyns upplýsingum eftir því sem
við á. Hann nefnir sem dæmi að
einn velunnari verkefnisins hafi
farið í Þórsmerkurgöngu með
staðsetningartæki sem hafi sent
viðmiðunarpunkta og tölvan hafi
teiknað leiðina.
upp MaxSea og skoðað
kort af viðeigandi svæði með nýj-
ustu upplýsingum um lokanir sem
eru í gildi.“ Kristján segir að um
300 skip hafí fengið sér þennan
búnað og hafí aðgang að þessum
gagnabanka, en inni í honum eru
einnig ýmsar upplýsingar aðrar
en tengjast beint MaxSea-kortun-
um. Kristján nefnir sem dæmi að
Póstur og sími leggi ljósleiðara
eftir GPS-mælingum og skrái í
MaxLand gagnagrunn, RARIK
skrái staðsetningu sæstrengja og
færi inn í MaxSea gagnagrunn,
lokið sé skráningu allra hálendis-
skála og björgunarskýla á landinu
á tölvutækt form og þær upplýs-
ingar sé hægt að nýta með Max-
Land og Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík fylgist með ferðum
ferðalanga á Islandskorti Land-
mælinga á skjá stjórnstöðvar
sinnar.
Kristján Gíslason kynnir
MaxSea og MaxLand á sjávar-
útvegssýninguni í Laugar-
dalshöll.
mestu fyrir.
Hægt er að kaupa aðgang að
hluta af disknum og reyndar eftir
þörfum, því hlutum hans er læst
með lykilorði og þegar kaupandi
ákveður að nota meira af disknum
en hann hefur greitt fyrir gefur
hann upp greiðslukortsnúmer og
fær leyniorðið um hæl.
Meðal kosta disksins segir
Kristján vera að hægt er að vista
kort á hörðum disk tölvunnar eftir
því sem þörf krefur, þ.e. ef við-
komandi er til að mynda að fara
út á land og vill hafa kort eða
merkingar við hendina í tölvutæku
formi getur hann vistað viðeigandi
kort á fartölvu og tekið með sér.
Tölvan sér líka um að skeyta sam-
an kortum eftir þörfum, til að
mynda eru sjókort á einum disk,
eins og áður er getið, en landakort-
in á öðrum og með aðstoð tölvunn-
ar er hægt að búa til samsett
kort úr efni af báðum diskum, til
að mynda ná fram nákvæmari
mynd af innsiglingu en er að finna
á landakortadisknum. Einnig er
hægur leikur að búa til sérkort,
til að mynda af bæjarfélagi eða
friðlandi, og vista á hörðum disk
viðkomandi notanda, og sér tölvan
um að skjóta því inní þegar viðeig-
andi mælikvarði er valinn. Eftir
Nýir möguleik-
ar í fjarfunda-
þjónustu
Fjarfundur með nýrri tækni.
UPPLÝSINGABYLTINGIN hefur
á margan hátt breytt starfsháttum
manna. Þannig opnast nýir mögu-
leikar til sendinga þar sem tölvu-
gögn, mynd og hljóð fara saman
með tilkomu aukinnar bandbreidd-
ar í tengingum milli tölva og sam-
netsins, ISDN. Þar með gefast
tækifæri til breytinga á starfshátt-
um og aukinnar hagkvæmni í sam-
skiptum.
I fréttatilkynningu frá Nýheija
segir að gert sé ráð fyrir veru-
legri söluaukning á næstu árum
„á búnaði sem flytur tölvugögn,
mynd og hljóð á milli einstaklinga,
stofnana og fyrirtækja. Ýmsar
útfærslur eru hugsanlegar á þess-
um flutningi:
Mynd af viðmælanda
á skjánum
Myndsíminn líkist venjulegum
síma, en hefur innbyggða mynda-
vél og lítinn skjá. Sá sem hringir
getur fengið mynd af viðmælanda
sínum á skjánum er hann ræðir
við hann. Viðmælandinn hefur á
sama hátt mynd af þeim sem
hringir á sínum síma. Hér er um
einföldustu útfærslu á tal- og
myndflutningi, en með þessu móti
eru möguleikar til gagnaflutninga
takmarkaðir.
Annar möguleiki er að hafa
uppsettan á einkatölvunni fjar-
fundabúnað. Búnaðurinn er sam-
settur af samskiptaspjaldi, mynda-
vél, hljóðnema, hátalara eða hát-
alarasetti og forriti, sem komið
er fyrir í tölvunni. Síðan er hringt
í ákveðið fjarfundasímanúmer og
gæti það verið gert í gegnum
lykiaborð með símvalsmöguleik-
um. Hafi viðmælandinn áþekkan
búnað birtist mynd af honum á
tölvuskjánum, hugsanlega ofaní
þá mynd, sem uppi er, og viðræð-
ur geta hafist. Þetta hentar ágæt-
lega, er samskipti fara fram milli
tveggja aðila en fyrst og fremst
er þetta heppilegt, er tveir aðilar
á mismunandi stöðum þurfa að
fjalla um sömu tölvugögn. Þess
má geta, að Nýherji býður Compu-
phone 2000 tölvulyklaborð með
símvalsmöguleikum, sem gera
hinn hefðbundna takkasíma óþarf-
an. Þetta hentar vel þeim, sem
vinna mikið í tölvu og við símann
samtímis.
Þriðji möguleikinn er ætlaður
fyrir stærri fundi með þátttöku
allmargra fundarmanna á hvorum
stað. Bezt er að skýra fyrirkomu-
lagið með dæmi:
Kynning í tveimur
landshlutum
Fyrirlesari heldur kynningu í
Reykjavík á 20 manna fundi. Á
Akureyri er sami fjöldi manna
mættur til sama fundar. Fyrir-
lesarinn hefur kynninguna, sem
er með myndrænu ívafí úr mynda-
bók. Hann hefur sér til aðstoðar
skjalamyndavél og fjarfundaþúnað
með tveimur tölvuskjáum. Á öðr-
um skjánum hefur hann mynd af
fundarmönnum á Akureyri og á
hinum skjánum hefur hann mynd
af því, sem hann setur í skjala-
myndavélina. Þeirri mynd getur
hann víxlað með mynd af sjálfum
sér eftir því sem við á þannig að
tvær myndir eru á skjáunum sam-
tímis. Þá hefur hann möguleika á
að fella smækkaða mynd af því
sem sést á öðrum skjánum inn í
þá mynd, sem er á hinum. Enn-
fremur eru hugsanlegir ýmsir
möguleikar við að teikna upp skýr-
ingar og senda inn í kerfið, gera
teikningar, sem birtast á skjánum,
breyta myndhorni myndavélar og
setja á kröftuga aðdráttarlisnu
eftir því sem ástæða er til. Þessu
stýrir fyrirlesarinn frá stjórnborði.
Á Ákureyri sést mynd af
fundarmönnum í Reykjavík, fyrir-
lesaranum og þeirri myndrænu
kynningu, sem hann hefur á
tveimur skjáum. Hægt er að hafa
einn skjá á hvorum stað, en það
takmarkar möguleikana að sjálf-
sögðu nokkuð. Fundarmenn á báð-
um stöðum geta síðan gert fyrir-
spurnir og athugasemdir til fyrir-
lesarans og hann svarað þeim
spurningum, þannig að heyriset
og sjáist á báðum stöðum. Allir
fundarmenn geta því verið virkir
á sama fundinum þótt þeir séu
staddir á mismunandi stöðum.
Samtengt
um ISDN-netið
Fjórði möguleikinn er, að margs
konar búnaður sé samtengdur um
ISDN-netið og geta þá þátttak-
endur á mörgum stöðum tekið
þátt í einum og sama fundinum
(Multipoint). Hér er um nokkuð
flókið fyrirkomulag að ræða en
opnar aftur á móti fyrir mikla
möguleika í samskiptum og um-
fjöllun margra funda um tiltekið
efni með tilheyrandi gagnaflutn-
ingum á milli allra staðanna.
Allir þessir möguleikar þessir
eru síðan útfæranlegir svo vítt sem
ISDN-netið nær utanlands sem
innan.
Því hefur verið haldið fram, að
þessi fundatækni þýði í raun um-
talsverða lækkun í ferðakostnaði
starfsmanna fyrirtækja og stofn-
ana. Ætla má þó, að mest not
verði af þessari nýju tækni með
virkari samskiptum, bættri túlkun
upplýsinga og farsælli ákvarðana-
töku.
Innan skamms mun Nýheiji
opna fjarfundaver á Nýheija Rad-
íóstofu, Skipholti 37. Þar verður
GPT-búnaður með tveimur skjáum
til taks fyrir þá sem kjósa að nýta
sér þessa þjónustu."