Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 E 29 UIÐSKIPTI FRETTIR Fjármálaupp- lýsingakerfi Dow Jones DOW JONES & Company er leið- andi fyrirtæki á sviði alþjóðlegra fjármálaupplýsinga. Fyrirtækið rekur skrifstofur í meira en 80 löndum og starfa þar um 10 þús- und manns. Meginhlutverk og stefna fyrirtækisins er að miðla hvers konar viðskiþtaupplýsingum hvert sem er og hvenær sem er. Heildarvelta Dow Jones á síðasta ári var yfír 150 milljarðar króna, en fyrirtækið hefur miðlað við- skiptaupplýsingum um víða veröld allt frá árinu 1882. Fyrir þremur árum hóf Stengur hf. samstarf við Dow Jones Telerate um að miðla flármálaupplýsingum hingað til lands. Dow Jones Telerate er hluti af upplýsingadeild Dow Jones & Company og í fréttatilkynningu frá Streng kemur fram að það er leiðandi í miðlun viðskiptaupplýs- inga um leið og þær verða til, hvaðanæva og hvert sem er í heim- inum. Þá býður fyrirtækið forrita- lausnir til ákvarðanatöku á upplýs- ingagrundvelli, viðskiptakerfí fyrir markaði og millifærsluþjónustu fyrir fjármálastofnanir. „Meðal viðskiptavina Dow Jon- es Telerate má nefna leiðandi banka og fjármálafyrirtæki víða um heim,“ segir í tilkynningunni. „Telerate er nú keyrt á meira en 100 þúsund útstöðvum og færslur eru taldar í milljónum daglega. Höfuðáhersla er Iögð á að miðla hágæðaupplýsingum sem eru ein- stakar í sinni röð, nýjustu tækni í samskiptum og fyrsta flokks þjónustu við viðskiptavini." Beintenging við fjölda markaða „Rauntímaupplýsingar Dow Jones Telerate eru sóttar til 130 alþjóðlegra fjármálamarkaða og 2500 sérhæfðari markaða að auki. Fréttir og fréttaskýringar koma m.a. frá 3500 fréttamönnum Associated Press-fréttastofunnar (AP), AP-Dow Jones og Dow Jon- es Telerate, auk þess sem yfir 100 utanaðkomandi aðilar koma upp- lýsingum á framfæri gegnum Tel- erate. Áskrifendur að kerfínu hafa aðgang að meira en 60 þúsund blaðsíðum af viðskiptatengdum upplýsingum. Samhliða Telerate í upplýsinga- deild Dow Jones & Company er að fínna upplýsingaþjónustuna Dow Jones Newswire. Þar er m.a. miðlað fréttum af ljármálamörk- uðum, fréttum fyrir Qárfesta auk frétta frá AP. Dow Jones Telerate Margmiðlunar- kennsluefni CÖ»- í ensku. Ármúla 40,108 Reykjavík, Iceland Tel: +354568-9750, Fax: +354568-9754, Email: brefask@ismennt.is hefur einkarétt á dreifíngu mikils hluta upplýsinga Newswire. Gegnum Dow Jones Business Information Services, sem er hluti af upplýsingadeild fyrirtækisins, má slá upp í og skoða fjölbreytt útgáfuefni er tengist íjármálum. Mest notuð er hin svonefnda News/Retreival-þjónusta þar sem nálgast má efni og leita í meira en 2900 titlum.“ Flaggskip útgáfudeildar Dow Jones „Hið víðlesna ijármálablað The Wall Street Joumal er flaggskipið í viðskiptaútgáfudeild Dow Jones & Company. Að meðtöldum The Wall Street Joumal Europe sem gefið er út í Bmssel og The Asian Wall Street Joumal sem gefið er út í Hong Kong, er heildarupplag blaðsins 1,9 milljónir eintaka á dag. Af öðrum viðskiptaritum sem Dow Jones gefur út má nefna Barrons, Far Eastem Economic Review, National Business Employment Weekly, The Asian Wall Street Joumal Weekly, the Wall Street Joumal Classroom Edition, SmartMoney og American Demographics. Þá gefur dóttur- fyrirtæki Dow Jones út 21 al- mennt dagblað í 11 ríkjum Banda- ríkjanna. Dow Jones & Company hefur látið til sín taka í sjónvarpi og rekur m.a. Asian Business News, sem er fyrsta gervihnattasjón- varpsstöðin í Asíu sem einvörð- ungu flytur viðskiptafréttir. í Bandaríkjunum er starfrækt Dow Jones Business Network, sem miðlar sérstöku fréttatengdu efni, svo sem viðtölum við forstjóra og stjómmálamenn, Ijármálafréttum og fréttatilkynningum. í Evrópu er starfrækt European Business News (EBN) og miðlar það m.a. upplýsingum úr Dow Jones Teler- ate í sjónvarpi, ásamt fréttum og viðtölum." ipnj m GRAFÍ K UMBROT SETNING ÚTKEYRSLA MAC / PC FILMU OG PLÖTUGERÐ ÖLL ALMENN PRENTUN BÓKBANO PAPPÍRSSALA LJÓSRITUNARPAPPÍR TÖLVUPAPPÍR REIKNIVÉLARÚLLUR FAXRÚLLUR GRAFIK Sími: 554 5QOO ■UNIX er ekki síst vinsælt fyr- ir öflugan innbyggðan öryggis- þátt. Framleiðendur Unix eru aftur á móti fjölmargir og þó grunnþættir séu þeir sömu er víða brugðið útaf, endaþykir hverjum sinn fugl fagur. Santa Cruz Operation, SCO, framleið- ir UnixWare og hefur gert allt frá því Novell gaf það frá sér. Það var SCO nokkurt áfall að komast að því fyrir skemmstu að gat var á öryggisneti stýri- kerfisins, því í ljós kom að hver sem hafði á annað borð aðgang að kerfinu gat komist í kerfis- skrár eða skrár annarra not- enda. SCO hefur gefið út leið- réttingarviðbót sem finna má á slóðinni ftp://ftp.sco.COM/ UW2—l/ptf3063.txt, en þetta á við um SCO UnixWare 2.0.x og 2.1.0. ■SHARP hefur stórsókn inn á fistölvumarkaðinn á næstu dög- um þegar fyrirtækið kynnir nýja gerð af fistölvum með stór- bættum kristalskjá sem er að auki mun breiðari en skjáir á sambærilegum tölvum. Að sögn talsmanna fyrirtækisins er ætl- unin að notandi geti til að mynda skoðað tvær vefsíður samtímis, en hlutföll skjásins eru 16:9 og minna á kvikmynda- tjald. Fyrstu tölvurnar byggjast á 133 MÍHz Pentium örgjörvum, en Sharp byijar á tveimur gerð- um með mismunandi skjátækni, ýmist Passive eða Active Matr- ix. Viltu styrkja stöðu þína Námið er 260 kennslustunda skipulagt starfsnám og er sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Nemendur útskrifast sem tölvu- og rekstrartæknar að námi loknu. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun, bókhaldi, tölvubókhaldi og rekstri Námið hentar þeim sem vilja : r Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum O Annast bókhald fyrirtækja ||;1? Öðlast hagnýta tölvuþekkingu WWKOMUffAÐ © Auka sérþekkingu sína cnviidu rajl Starfa sjálfstætt Umsagnir nemenda um námið: Var byrjandi á tölvur, vinn nú í tolvuumhverfi“ ..Frábært nám og frábær kennsla" Tölvu- og rekstrarnámið gerði mér kieift að skipta um starf “ ..Ég sýndi lokaverkefnið mitt í viðtaiinu og fékk vinnuna" ..Sé um bókhald i' fyrirtækinu, gat það ekki áður" hafin 'fyrír vorönn 1997 Boðið er upp á morgun- og kvöldtíma. Sveigjanleg greiðslukjör. Upplýsingar og innritun enj hjá: Rafiðnaðarskólinn VIDSKIPTASKÓLINN Sími 568 5010 Sími 562 4162

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.