Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA Ánægjulegur sólar- hríngur hjá Haraldi Eg er í skýjunum. Síðasti sólar- hringur hefur veitt mér mikla hamingju, það hálfa væri nóg," sagði Haraldur Ingólfsson, lands- liðsmaður á Akranesi, eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns í gær. Strákurinn, sem var tæpar sextán merkur og 54 sm, er annað barn hans og Jónínu Víglundsdótt- ur, eiginkonu hans, sem eiga fyrir íslandsbikarinn á sunnudag, sonurígær tveggja ára stúlku, Unni Yr. Haraldur átti mjög góðan leik með Skagamönnum og fagnaði fimmta meistaratitli sínum á jafn mörgum árum. Það getur svo farið að hann yfirgefi herbúðir Skagamanna, þar sem danska liðið Lyngby hefur sýnt áhuga að fá hann til sín. „Ég get ekkert sagt um þetta mál að svo stöddu," segir Haraldur, sem hefur áhuga að breyta til, víkka sjóndeild- arhringinn og leika knattspyrnu í útlöndum. „Það er draumur allra knattspyrnumanna hér á landi að leika með liði í útlöndum." Haraldur sagðist ekki koma til með að breyta um lið verði hann áfram hér á landi. „Það er gott að vera á Akranesi." Stefán til Öster Stefán Þórðarson, annar meistari Skagamanna, hefur fengið boð frá sænska liðinu Öster að koma til liðs- ins. Stefán mun fara til Svíþjóðar eftir leik ÍA og ÍBV í Meistara- keppni KSÍ. 1 Vinningar Fjöldl vinninga Vinnings-upphæfl 1 1. 6a!6 1 43.100.000 í o 6a'6 0 281.376 13. 5a'6 3 73.690 ¦ 4. 4a(6 184 1.910 1 r 3al6 H ö. + bónus 740 200 ¦ Samtals: 928 44.101.886 Fylkismenn ræða við Ólaf Þórðarson ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði íslandsmeistara ÍA, sem hefur áhuga að snúa sér að þjálfun, ræddi við forráðamenn Fylkis í gærkvöldi. Fylkir féll niður í 2. deild á elleftu stundu á laugardaginn. Skagamenn ræða við Ólaf í dag, þeir vilja hafa hann áfram í sínum her- búðum. Vanda með landsliðið VANDA Sigurgeirsdóttir, sem hefur leikiðmeð og þjálfað kvennalið Breiðabliks undanfar- in ár, verður samkvæmt heim- ildum Morgunblaðins næsti Iandsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu. Kristinn Björnsson hef- ur verið með landsliðið sl. tvö ár stjórnaði liðinu í síðasta sinn á móti Þjóðverjum á sunnudag- inn. Vanda, sem hefur náð frá- bærum árangri með Breiðablik, er nú í Þýskalandi í fríi og er reiknað með að gengið verði endanlega frá ráðningu hennar þegar hún kemur heim. Morgunblaðið/Golli „Við erum meistarar!" AKURNESINGAR urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu fimmta árið í röð er þeir sigruðu KR-inga 4:1 í síðustu umferð 1. deildarinnar á Akranesi á sunnudag. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, KR-ingar með hagstæð- ara markahlutfall þannig að þeim dugði jafntefli en Vesturbæingarnir náðu sér aldrei á strik og áttu ekki móguleika gegn kraftmiklum Skagamönnum. Kári Steinn Reynisson og Bjarni Guðjónsson taka hér sigurlag að leik loknum, en KR-ingarnir Guðmundur Benediktsson, í baksýn og Hilmar Björnsson, til hægri, eru niðurlút- ir. Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík björguðu sér bæði með eftirminnilegum hætti frá falli á laugardag en leikmenn Fylkis og Breiðabliks urðu að bíta í það súra epli að falla. ¦ íslandsmótið / B2, B4-B13 og B18. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: VALA SETTIHEIMSMET UNGLINGA / B20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.