Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA VINNINOSTOLUR MIDVIKUDAOINN 25. 09.1996 KNATTSPYRNA Ánægjulegur sólar- hringur hjá Haraldi Eg er í skýjunum. Síðasti sólar- hringur hefur veitt mér mikla hamingju, það hálfa væri nóg,“ sagði Haraldur Ingólfsson, lands- liðsmaður á Akranesi, eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns í gær. Strákurinn, sem var tæpar sextán merkur og 54 sm, er annað barn hans og Jónínu Víglundsdótt- ur, eiginkonu hans, sem eiga fyrir Islandsbikarinn á sunnudag, sonur í gær tveggja ára stúlku, Unni Ýr. Haraldur átti mjög góðan leik með Skagamönnum og fagnaði fimmta meistaratitli sínum á jafn mörgum árum. Það getur svo farið að hann yfirgefi herbúðir Skagamanna, þar sem danska liðið Lyngby hefur sýnt áhuga að fá hann til sín. „Ég get ekkert sagt um þetta mál að svo stöddu,“ segir Haraldur, sem hefur áhuga að breyta til, víkka sjóndeild- arhringinn og leika knattspyrnu í útlöndum. „Það er draumur allra knattspyrnumanna hér á landi að leika með liði í útlöndum." Haraldur sagðist ekki koma til með að breyta um iið verði hann áfram hér á landi. „Það er gott að vera á Akranesi." Stefán til Öster Stefán Þórðarson, annar meistari Skagamanna, hefur fengið boð frá sænska liðinu Öster að koma til liðs- ins. Stefán mun fara til Svíþjóðar eftir leik ÍA og ÍBV í Meistara- keppni KSÍ. Fylkismenn ræða við Ólaf Þórðarson ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði íslandsmeistara ÍA, sem hefur áhuga að snúa sér að þjálfun, ræddi við forráðamenn Fylkis í gærkvöldi. Fylkir féll niður í 2. deild á elleftu stundu á laugardagmn. Skagamenn ræða við Ólaf í dag, þeir vilja hafa hann áfram í sínum her- búðum. Vanda með landsliðið VANDA Sigurgeirsdóttir, sem hefur leikið með og þjálfað kvennalið Breiðabliks undanfar- in ár, verður samkvæmt heim- ildum Morgunblaðins næsti landsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu. Kristinn Björnsson hef- ur verið með landsliðið sl. tvö ár stjórnaði liðinu í síðasta sinn á móti Þjóðverjum á sunnudag- inn. Vanda, sem hefur náð frá- bærum árangri með Breiðablik, er nú í Þýskalandi í fríi og er reiknað með að gengið verði endanlega frá ráðningu hennar þegar hún kemur heim. Morgunblaðið/Golli ADAI TOLUn Heiidarvlnnlnus upphft>ó. 44.101.886 1.001.886 UPPLÝSINGAR • Bónusvinningamlr í laugnrdagslottoinu voru scldir á eftlrfarandi sölustöö- um: Effolturninum viö Leirubakka. Söluturninum Örnólfi við Snorra- braut. Söluturninum í Glæslbœ og Gerplu i Roykjavik. Hornlnu a Sel- lossi og Essóskálanum á Grundar- firði. „Við erum meistarar!" AKURNESINGAR urðu Islandsmeistarar í knattspyrnu fimmta árið í röð er þeir sigruðu KR-inga 4:1 í síðustu umferð 1. deildarinnar á Akranesi á sunnudag. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, KR-ingar með liagstæð- ara markahlutfail þannig að þeim dugði jafntefii en Vesturbæingarnir náðu sér aldrei á strik og áttu ekki möguleika gegn kraftmiklum Skagamönnum. Kári Steinn Reynisson og Bjarni Guðjónsson taka hér siguriag að leik loknum, en KR-ingarnir Guðmundur Benediktsson, í baksýn og Hilmar Björnsson, til hægri, eru niðurlút- ir. Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík björguðu sér bæði með eftirminnilegum hætti frá falli á laugardag en leikmenn Fylkis og Breiðabliks urðu að bíta í það súra epli að falla. ■ íslandsmótið / B2, B4-B13 og B18. 5 Vertu viðbúin(n) vinningi Lmrwm v\\ mikfis að v-,ne® 1. vinningur er áætlaður 40 milljónir kr. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: VALA SETTIHEIMSMET UNGLIIMGA / B20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.