Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Blikum var ekkiætlað að sigra Fengu mörg marktækifæri gegn Stjörnunni en tókst ekki að skora íÞRúm FOLK ■ JÓHANN B. Guðmundsson, leikmaður Keflvíkinga, var kallað- ur sérstaklega heim frá Bandaríkj- unum, þar sem hann er í skóla, til að spila hinn mikilvæga leik á móti IBV á laugardaginn. ■ TRYGGVI Guðmundsson, markahæsti leikmaður Eyja- manna, lék ekki með liði sínu á móti Keflvíkingum vegna þess að hann tók út leikbann. ■ STJÖRNUMENN léku án þriggja lykilmanna á laugardaginn því Bjarni Sigurðsson markvörð- ur, Ingólfur Ingólfsson og Birgir Sigfússon voru meiddir. ■ BJARNI Sigurðsson, hinn síungi og óþreytandi markvörður Stjörnunnar tilkynnti eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks á laugardaginn að nú væri hann end- anlega hættur. Það verður sannar- lega sjónarsviptir að honum. ■ SIGURÐI Grétarssyni hinum dagfarsprúða þjálfara Vals var vís- að burtu af varamannabekk liðsins á 85. mínútu leiksins gegn Fylki. Hann hafði nokkru sinnum sent dómara og aðstoðardómurum leiks- ins óblíðar kveðjur meðan á leiknum stóð en steininn tók úr að mati Gylfa Orrasonar dómara er Sig- urður mótmælti vítaspyrnudómi hans, er Þórhallur Dan féll við eftir viðskipti við Bjarka Stefáns- son Valsmann. ■ GYLFI Orrason vísaði Sigurði burt af varamannabekknum, sagði hann hafa sýnt óprúðmannlega framkomu og yrði hann að gjalda fyrir með því að horfa á leikinn frá áhorfendastæðunum þar til yfir lyki. ■ ÞÓRHALLUR Dan Jólmnns- son leikmaður Fylkis sagðist ekki vera viss um hvort hann héldi áfram í herbúðum liðsins nú þegar fall í 2. deild væri staðreynd. „Ég ætla nú að fara heim og leggjast undir feld, hugsa minn gang gaumgæfi- lega,“ sagði hann. Þess má geta að drengurinn er fæddur og uppal- inn Fylkismaður og hefur fylgt lið- inu í gegnum súrt og sætt. Kvenna- lands- liðid úr leik í EM Kristinn hættir með landsliðið Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Þjóðveijum 4:0 í síðari leik þjóðanna um laust sæti í 8- liða úrslitum Evrópukeppninnar í Koblenz í Þýskalandi á sunnudag- inn. íslenska liðið tapaði fyrri leiknum 3:0 á heimavelli og því samanlagt 7:0. Leikurinn í Ko- blenz var síðasti leikur Kristins Björnssonar sem þjálfara liðsins. Kristinn sagði útkomuna í leikn- um viðunandi. „Þessi leikur var betri hjá okkur en á Laugardals- vellinum. Við vorum meira inn í þessum leik og úrslitin gefa ekki aiveg rétt mynd að gangi hans. Staðan var 1:0 í hálfleik og síðan fengum við á okkur tvö mög ódýr mörk í upphafi síðari hálfleiks. Við fengum sannkallað dauðafæri í fyrri hálfleik og hefðum átt að jafna þegar Sigrún Óttarsdóttir komst inn fyrir vörn Þjóðveija eft- ir góðan undirbúning Ásthildar Helgadóttur," sagði Kristinn. íslenska liðið lék með þriggja manna vörn og þijá framlínu- menn, 3-4-3. Þjálfarinn sagði að stúlkurnar hafi náð að halda bolt- anum ágætlega á köflum innan liðsins, voru ekki eins fastar í varn- arhlutverkinu og í fyrri leiknum. Kristinn sagði að Sigrún Óttars- dóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdótt- ir, Ragna Lóa Stefánsdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir hafi leikið best íslensku kvennanna. „Það er ljóst að íslensk kvenna- knattspyrna á nokkuð í land með að standast þeim bestu snúning. Það þarf meiri hraða til að liðið geti farið að banka á dyrnar hjá þeim bestu. Við erum nánast í sömu sporum og áður, en liðið er ungt og það þarf að virkja þessar stúlkur í framhaldinu.“ BLIKUM var ekki ætlað að bjarga sér frá falli í 2. deild því í síð- asta leik liðsins í sumar, sem háður var gegn Stjörnunni í Garða- bænum á laugardaginn, gekk ekkert upp þrátt fyrir mörg færi á meðan heimamenn gernýttu sín færi. Kópavogsbúum tókst samt að krækja sér í 3:3 jafntefli á síðustu stundu en það dugði ekki til. Morgunblaðið/Golli Niðurlútir Blikar BLIKAR voru niðurlútir eftir tapið fyrir Stjörnunni á laugardaginn. Hér bursta Ivar Slgurjóns- son, sem er nær á myndinni, og Hákon Sverrisson skóna eftir leíkinn. ar. „Þetta er ekki fyrsti leikur okk- ar í sumar, sem við erum að mínu mati betri og meira með boltann en það gengur ekki að skora. Að vísu komu þijú mörk núna, sem þó er ekki mikið miðað við færin okk- ar, en þeir fengu tvö færi fyrir hlé og skoruðu úr báðum,“ sagði Arnar Grétarsson, Breiðabliki, eftir leik- inn. „Aðalatriðið í sumar er að við höfum ekki nýtt færin og höfum fengið á okkur ódýr mörk þó að við höfum verið meira með boltann. Það lýsir einnig vandanum í liðinu að við erum íjórir sem erum búnir að skora fjögur mörk hver og erum markahæstir. Það er allt óráðið með næsta sumar en ég vona að strák- arnir yfirgefi ekki hið sökkvandi skip og hafi manndóm til að koma því á flot á ný - þetta er alltof gott lið til að falla,“ bætti Amar við. Stjarnan betri Stjömumenn léku betur enda pressan öll á mótheijum þeirra. Leik- menn spiluðu oft skemmtilega sín á milii og þó að þeir hafi þurft að bakka meira í vöm, voru þeir fljótir fram þar sem Goran Kristófer Micic og Baldur Bjamason léku aðalhlut- verkin. „Við nýttum færin í fyrri hálfleik en ekki þeim síðari en það er alveg óþolandi að tapa niður þremur mörkum,“ sagði Baldur eftir leikinn. „Við ætluðum að mæta þeim framar og stýra leiknum en hvað gerðist get ég ekki skýrt. Þeir kom- ust að vísu á bragðið við fyrsta mark sitt og við fórum þá að hugsa um að halda okkar hlut, sem er hættulegt. Markmið okkar var að ná í 25 stig og ná fímmta sæti sem hefði gengið upp með sigri, en mér sárgremst að ná því ekki.“ Sigurður Halldórsson þjálfari Blika sagði eftir leikinn að nýting færa hefði verið vandamál sumars- ins. „Þetta var dæmigerður leikur fyrir sumarið, við erum mun meira með boltann og fáum færi en það er einhver óheppni yfir liðinu. Nýt- ing færa hefur verið slæm og það þarf að nýta færi til að fá stig. Þetta lið er að spila ágætan fót- bolta og þarf ekki að örvænta ef mannskapurinn verður áfram. Ég hef verið að hlusta á strákana og heyrist á þeim að þeir verði áfram og standi því stutt við í 2. deild,“ bætti Sigurður við. í leiknum á laugardaginn voru það ekki bara færin, heldur var doði yfir Blikum. Jafnteflin dýrkeypt Spurður um hvað hafi farið úr- skeiðis í sumar segir hann: „Um Morgunblaðið/Golli Mikil spenna SIGURÐUR Halldórsson þjálfari Breiðabliks var ekki kátur á laugardaginn þegar llð hans féll endanlega niður í 2. delld. Strax í byijun ráku Blikar Stjörnumenn í vörn svo að Goran Kristófer Micic var einn eftir 1 framlínunni. Samt Stefán gekk hvorki né rak Stefánsson hjá Kópavogsbúum skrifar og þag var ekki fyrr en Garðbæingar höfðu gert þijú mörk að Blikar náðu sér á strik um tíma. Þeir náðu fljótlega að skora tvívegis en þrátt fyrir fjölmörg færi tókst þeim að- eins að skora einu sinni til viðbót- vorið gat ég notað sama liðið leik eftir leik en í mótsbyijun raskaðist það vegma meiðsla og leikbanna. Það þurfti því að færa menn í nýj- ar stöður og fyrri umferðin fór í að raða liðinu saman. Seinni um- ferðin spilast vel hjá okkur en öll jafnteflin reynast okkur dýrkeypt í lokin,“ bætti Sigurður við en hann er með þriggja ára samning við Breiðablik og reiknar með að hann haldi. IIAÁ 13. mínútu sendi Heimir Erlingsson stungusendingu inn ■ l#á Goran Kristófer Micic, sem rakti boltann í rólegheitun- um inn I teig. Varnarmaður Breiðabliks reyndi að komast að boltanum og Hajrudin Cardaklija markvörður kom út á móti en Goran lyfti bolt- anum framhjá honum. 2B#^Goran Kristófer var aftur á ferðinni á 17. mínútu þegar ■ l#hann fékk sendingu að hægra vítateigshorninu og lék á varnarmann. Cardaklija kom út á móti honum en þá sendi Goran boltann fyrir markið á Rúnar Pál Sigmundsson, sem skoraði í autt markið. 3B^%Strax eftir leikhlé, á 47. mínútu, var Goran enn á ferðinni ■ \#þegar hann rakti boltann upp vinstri kantinn og lék sér þar um tíma uns hann gaf fyrir markið á Baldur Bjarnason, sem skoraði. H ^jj ívar Sigurjónsson, sem kom inn á sem varamaður í fyrri 63. hálfleik, stýrði fyrirgjöf framhjá markverði Stjörnunnar á mínútu. 3a^fcSjö mínútum síðar, á 70. mínútu, átti Sævar Pétursson ■ aLgott skot af 25 metra færi, boltinn fór fyrst í vinstri stöng- ina, síðan þá hægri og loks út í markteig þar sem Ivar Siguijónsson var fyrstur á vettvang og þrumaði í markið. 3a 88. mínútu átti Sævar enn gott langskot að marki Stjöm- ■ ■#unnar, sem Sigurður Guðmundsson varði í hom. Gunnar B. Ólafsson, sem einnig hafði komið inná sem varamaður, stökk síð- an manna hæst í teignum þegar hornspyman var tekin og jafnaði leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.