Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 B 7 KIMATTSPYRNA sr Morgunblaðið/Ásdís Islandsmeistararnir AKURNESINGAR, sem fögnuðu íslandsmeistaratitli á sunnudaginn eftir öruggan sigur á KR-ingum. Aftari röð frá vinstri: Guð- jón Þórðarson, þjálfari, Stefán Þórðarson, Ólafur Adolfsson, Gunnlaugur Jónsson, Haraldur Hinriksson, Viktor Viktorsson, Alex- ander Högnason, Sturlaugur Haraldsson, Halldór Jónsson jæknir, Smári Guðjónsson aðstoðarþjálfari og Ragnar Hermannsson, sjúkraþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Haraldur Ingólfsson, Ólafur Þórðarson, Jóhannes Harðarson, Kári Steinn Reynisson, Stein- ar Adolfsson, Árni Gautur Arason, Bjarni Guðjónsson, Sigursteinn Gíslason. Þórður Þórðarson liggur fyrir framan hjá bikarnum. Enn koma Skagamenn upp á réttum tíma Komum vel stemmdir „ÞETTA var mjög gott hjá okk- ur, við vorum vel stemmdir fyrir leikinn og sallarólegir. Stuðnings- menn okkar voru alveg trylltir en það er í góðu lagi þvi það er mikilvægast að við höldum ró okkar,“ sagði Ólafur Þórðarson fyrirliði Skagamanna eftir léik- inn. „Það var mikið meiri pressa á þeim og við höfðum engu að tapa. Við komum I þennan leik, gáfum allt í hann og uppskárum allt því það gekk allt vel upp hjá okkur og gat ekki gengið betur. Nú er bara meistarakeppnin næst,“ bætti Ólafur við. Ekkert venjulegur áhugi hér „NÚ ER ég kátur, þetta er topp- urinn,“ sagði Karl Þórðarson knattspyrnukappi af Akranesi, sem var meðal áhorfenda en hann gerði garðinn frægan með Skagaliðinu fyrir nokkrum árum. „Það er búin er að vera alveg ótrúleg stemmning hér á Akranesi og allt hefur snúist um leikinn og úrslitin. Fólk hefur beðið áhugasamt og alveg með á hreinu að Skagamenn myndu klára dæmið enda er þetta ekk- ert venjulegt hér á Akranesi. Fólk lifir sig inn í knattspyrnuna frá upphafi til enda, vaknar á morgnana og fer að spá og er síðan að allan daginn. Ég var aldrei hræddur um að pressa væri á Skagaliðinu, sem hefur verið að vinna að undanfarin ár, heldur var erfiðara fyrir KR- inga að vera svona nálægt tak- marki sínu.“ Lélegt hjá okkur „ÞETTA var lélegur leikur hjá okkur,“ sagði Þormóður Egilsson fyrirliði KR eftir leikinn. „Við náðum ekki að spila og þeir nýttu sín færi og því fór sem fór. Það var ekki pressa á okkur og ekki markmiðið að reyna að halda jafntefli en strax í upphafi gekk þetta ekki eins og við vildum. Það var líka slæmt að fá á sig mark á þessum tíma.“ „ÉG held að þetta hafi verið besti leikur Skagamanna á þessu keppn- istímabili og enn á ný koma þeir upp á réttum tíma og sýna sam- stöðu þegar mest á reynir en KR- ingar hafa aftur á móti verið að gefa eftir í síðari hluta mótsins," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálf- ari eftir leikinn. „Vesturbæingar skoruðu 27 mörk í fyrri umferðinni en aðeins tíu í þeirri síðari og það segir sína sögu um af hvetju þeir voru ekki búnir að klára þetta mót. Það hefur skipt máli að Guðmundur Benediktsson dettur út vegna meiðsla og þess vegna eðlilegt að hann sé ekki á sama dampi þegar hann kemur inn á ný en það er enginn maður í félaginu, sem getur tekið á sig það sem hann er að gera. Auðvitað spilar líka andlega hliðin inn í þetta en þetta hefur þróast þannig að það er nánast bara Ríkharður Daðason, sem skor- að hefur í seinni umferðinni og það mæðir að mínu mati alltof mikið á Heimi Guðjónssyni í sókninni. Það kom einnig niður á þeim að völlur- inn í dag var þungur og einnig að Einar Þór Daníelsson var ekki með í sókninni. Þetta hefur samt dugað á móti lélegri liðum en þegar kemur að svona sterkum leik eru það þýð- ingarmikil smáatriði sem telja. Skagamenn hafa einnig framyfir KR að þeir eru nánast allir héðan og sýna samstöðu á réttum tíma. Það er einnig, svo einkennilegt sem það kann að hijóma, að Skaga- menn hafa verið handhafar titilsins síðastliðin fjögur ár en alltaf skal pressan vera á KR. Það er einkenni- legt í íþróttasögunni og nú var það svo fyrir þennan leik að KR-ingum dugði að ná jafntefli en þá togast á í mönnum; hvort eigum við fara í leikinn til að sigra eða halda fengn- um hlut. Þeir tóku greinilega þá ákvörðun að fara í leikinn og spila sinn venjutega leik en lenda síðan undir og ná sér aldrei á strik eftir það. Þeir fá fyrsta mark ÍA á sig á erfiðum tima og þurfa að koma inn eftir hlé til að jafna. Þannig var pressan meiri á KR á meðan ÍA var með hreinna borð því þeir þurftu bara að sigra. í sambandi við Evrópuleik KR í síðustu viku kemur tvennt til. Ann- ars vegar hefur hann haft líkamleg áhrif á þá þannig að þeir eru ekki eins frískir þegar til leiks kemur en hinsvegar fá þeir þarna eitthvað til að gleyma þessum leik á meðan Skagamenn voru með hann í hugan- um í rúma viku. Þeir sýndu í dag að biðin eftir leiknum kemur ekki illa niður á þeim og þeir voru af- slappaðir. Þeir undirbjuggu sig þannig að pressan var öll á KR og Skagamenn höfðu allt að vinna og engu að tapa. Ég kom hér á Akra- nes í vikunni og gat ekki annað séð en Skagamenn væru afslappaðir á meðan það var mikið stress í Reykjavík. Það var því tilhlökkun fyrir Skagamenn að mæta hér í dag, þeir vissu að mörg þúsund manns kæmu til að fylgjast með og þeir hafa það einnig fram yfír KR-inga að þeir hafa staðið í þess- um sporum ár eftir ár og staðið uppi sem sigurvegarar og þannig fá menn sjálfstraust." Breytingar hjá meisturunum IA Helstu mannabreytingar á meistaraárunum fimm, 1992 til 1996 Nvir leikmenn Famir 1992 Þjálfari: Sigurður Jónsson kemur heim frá Englandi, þar sem hann lék með Sheffield Wed. og Arsenal. 1993 Þjálfari: Guðjón Þórðarson Mihajlo Bibercic, Serbíu Ólafur Þórðarson, Lyn Arnar Gunnlaugsson, Feyenoord Bjarki Gunnlaugsson, Feyenoord Heimir Guðmundsson, hættur 1994 Þjálfari: Hörður Helgason Bjarki Pétursson, KR Karl Þórðarson, byrjar aftur Zoran Miljkovic, Serbíu Haraldur Hinriksson, Skallagrímur Kristján Finnbogason, KR Lúkas Kostic, Grindavík Þórður Guðjónsson, Bochum 1995 Þjálfari: Arnar Gunnlaugsson, Nurnberg (júlí) Bjarki Gunnlaugsson, Nurnberg (júIQ Dejan Stojic, Jugóslavía Karl Þórðarson, hættur Mihajlo Bibercic, KR Logi Ólafsson ^ Dejan Stojic Sigurður Jónsson, Örebro Arnar Gunnlaugsson, Sochaux Bjarki Gunnlaugsson, Mannheim Bjarki Pétursson, Fylki Pálmi Haraldsson, Breiðablik Theódór Hervarsson, Breiðablik 1996 Þjálfari: Guðjón Þórðarson Mihajlo Bibercic, KR Steinar Adolfsson, KR Haraldur Hinriksson, Skallagrímur Mihajlo Bibercic (rekinn í ágúst) Ekki komnir á sama plan „ÉG verð að segja að þetta var lélegasti leikur okkar á tímabilinu og það er alitaf þannig með okkur að þegar mikið liggur við er eins og við skítum í brækurnar,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, besti varnarmaður KR-inga, eftir leik- inn. „Það var alls ekki pressa á okk- ur og þar sem ég tók út leikbann í Evrópuleiknum í síðustu viku get ég ekki sagt_ um hvort hann hafi haft áhrif. Ég held samt að sá leikur hafi ekki gert okkur neitt illt, við vorum ekki þreyttir og ferðalagið var ekki langt svo að hann hefði ekki átt að sitja í okk- ur. Málið núna var að við spiluðum ekki okkar knattspyrnu, það var lítil hreyfing og engin barátta. Þeir eru aftur á móti í góðu formi, vita hvað þeir eiga að gera og hvernig á að vinna, enda veit Guð- jón Þórðarson þjálfari þeirra hvernig á að koma mönnum í ham fyrir leiki. Skagamenn eru búnir að vinna þetta núna fimm ár í röð og þeir eru bara sigurvegarar - málið er ekki flóknara en það og við erum enn ekki komnir á. sama glan og þeir, því miður,“ sagði Óskar Hrafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.