Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR1. OKTÓBER1996 B 9 KNATTSPYRNA Meistari Guðjón Þórðarson Guðjón Þórðarson hefur náð einstökum árangri sem leikmaður og síðan þjálfari, og alls unnið til 23 meistaratitla í mótum KSÍ. |l| 9sinnum íslandsmeistari II 9 sinnum Bikarmeistari 1 sinni Deildarbikarmeistari 1 sinni 2. deildarmeistari 3 sinnum Meistarakeppni KSÍ B 0 1974 197 5 1977 1978 1982 1983 1984 19861987 198919901991 19921993 19941995 „Þessar kjaftasögur og þetta bull og blaður sem hefur tröllriðið nánast öllu var sett á svið til að reyna að bijóta okkur niður inn- anfrá, því ekki gátu þeir það á fótboltavellinum. Söguburðurinn var með slíkum eindæmum að það hálfa hefði verið meira en nóg. Það var einu sinni í sumar sem manni rann í skap eftir leik og ef þjálfari hefur ekki heimild til að vera reið- ur þá er illa komið fyrir íþróttinni. Það er ekki fyrir skaplausa menn að standa í þjálfun. Ég held að það sé gáfulegra fyrir menn að velta því fyrir sér hvað vel er gert en að reyna að fínna eitthvað sem miður fer. Allur þessi kjaftagangur gerði eitt að lokum sem menn hafa ekki áttað sig á. Gerði það sem þurfti - þjappaði okkur enn meira sam- an. Við vorum ákveðnir í að láta þetta ekki verða til þess að slá okkur út af laginu. Öfund er því miður of mikil í hugskotum margra. Ég held að þeir ættu að vinna vinn- una sína og einbeita sér að sínum verkum og gagnrýna aðra ekki of hart.“ Búa til grýlur Það hefur verið talað um sam- skiplaörðugleika milli þín og Ólafs Þórðarsonar, fyrirliða. Er eitthvað til í því? „Við Óli erum búnir að þekkjast í lj'ölda ára og við vitum alveg hvað til þarf. Okkar samstarf hefur ver- ið í góðu lagi. Þetta er eitt af því sem menn hafa verið að tala um til að reyna að búa til grýlur. En það er ekkert svo gott að ekki mætti gera betur og það á kannski við um samskipti okkar Ólafs. Við Óli höfum talað saman og skipst á skoðunum um það sem þarf að gera og unnið okkar vinnu báðir tveir. Niðurstaðan liggur fyrir; tveir titlar, bikar og deild. Ef menn telja sig geta gert betur bið ég þá að stíga fram.“ Verð áfram hji ÍA Hvað með framhaldið hjá þér? „Það er alveg á hreinu að ég verð áfram með Skagaliðið. Ég er samningsbundinn, gerði fjögurra ára samning í fyrra með endur- skoðunarákvæði eftir tvö ár, eða haustið 1997. Við byijum strax á morgun að huga að næsta ári og gera samninga við þá leikmenn sem eru með lausa samninga. Það hefur enginn leikmaður lýst því yfir að hann væri að fara.“ Hafa önnur félög haft samband við þig? „ísland er lítið land og það eru margir sem tala við marga. Ég er ættstór maður og þekki marga.“ Er hægt að biðja um meira Þú hefur verið með son þinn Bjarna í liðinu í allt sumar, er ekki erfitt stundum fyrir þjálfara að velja soninn í liðið? „Ég þekki þetta frá fyrri reynslu því Þórður var einnig hjá mér á sínum tíma. Bjarni hefur staðið sig mjög vel og skorar 13 mörk, er hægt að biðja um meira. Það getur oft verið erfitt að vera með son sinn, ekki fyrir mig heldur frekar fyrir þá. Oft á tíðum er ég kröfuharðari við þá. En það er nú einu sinni svo að lífið er erfitt og það þarf að takast á við það og ég hef ekki séð að það færi þeim að vera með silfurskeið í munni. Menn þurfa að takast á við lífið og það þarf að gera það snemma. Það hjálpar bara síðar á lífsleið- inni. Hins vegar er það þannig að sú vinna sem maður vinnur með sonum sínum verður oft djúpstæð- ari og sterkari. Ég hef meiri tíma til að koma einhveiju til skila við þá.“ Erfftt aö vera sonur Guðjóns „Það fengu allir ungu strákamir tækifæri til að spreyta sig í vor. Mér fannst hann hafa hæfileika sem ég_ taldi að gætu skilað liðinu góðu. Ég hef aldrei valið menn í liðið, hvorki syni mína eða aðra, öðruvísi en að hafa það jið leiðar- ljósi að liðið nyti góðs af. Það sem Bjarni gerði var að hann notaði tækifærið sem hann fékk. Hann er metnaðargjarn, skapmikill og það hjálpaði honum mikið. En hann hefur ekki alltaf átt auðvelda daga á Akranesi. Það er stundum erfitt að vera sonur Guðjóns Þórðarson- ar.“ Ef þú berð synina saman sem leikmenn, eru þeir ólíkir? „Það er mjög erfitt fyrir mig að bera þá saman. Þeir hafa eiginleika sem eru mikilvægir, eru báðir fljót- ir, vinnusamir og samviskusamir. Báðir reyna þeir að gera sem fyrir þá er lagt. Þetta eru kostir sem hver knattspyrnumaður getur verið stoltur af.“ Það er væntanlega talað mikið um fótbolta á heimilinu? „Já, það er óhætt að fullyrða það. Samt hef ég reynt að draga úr því en það er ekki auðvelt. Það vilja flestir sem heimsækja heimilið spjalla um fótbolta. Það er bara hluti af þessu. Þetta er eins og með sjómennina þegar þeir hittast, þá er talað um sjómennskuna." Gera betur en í gær Guðjón segir að knattspyrnufor- ustan í landinu þurfi að standa meira saman um sína hagsmuni. „Fótboltinn hefur forskot á aðrar íþróttagreinar og er og verður vin- sælasta greinin. Við eigum að keyra á fullu, ef við gerum það ekki verður ekki um framfarir að ræða. Það er ekki hægt að reka fótbolta sem félagsmálapakka. Við verðum alltaf að leita eftir því í öllum okkar störfum að gera betur en í gær. Ef menn eru ekki tilbún- ir til þess þá er komið að endalok- unum og stöðnun mun blasa við.“ Sæti formannsins Morgunblaðið/Halldór GUNNAR SigurAsson, formaður ÍA hefur lengl veriA viA stjórnvölinn. Gunnar ð sltt fasta sætl vlA hornlA á (þróttamlðstöAinni. Hann er hjátrúarfullur og fer helst ekki f stúkuna. Góður tími til að hætta sem formaður GUNNAR Sigurðsson, formaður ÍA, segir að nú sé kominn tími til að hætta. Hann hefur verið formaður í samtals15 ár og þar af sex síðustu ár. „Ég held að það sé kominn tími til að hætta núna. Þetta er góður tími til að breyta til. Aðalfundur félagsins er í jan- úar og þá reikna ég með að hætta sem formaður. Þetta er búinn að vera góður tími, en þetta ár hefur verið það erfiðasta þjá mér sem formaður. Það hefur ýmislegt gengið á hjá okkur, utanvallar sem innan. Mikið um lgaftasögur og flestar þeirra eru lognar. Við sýndum það í þessum leik að þeg- ar við stöndum allir saman er ekkert sem fær okkur stöðvað," sagði Gunnar eftir leikinn á Akra- nesi á sunnudaginn. „Leikurinn var rosalega góður þjá okkar mönnum og sigurinn sanngjarn. KR er með gott lið og það voru ýmis teikn á lofti um að KR færi nú Ioks að vinna ís- landsbikarinn. Það hlýtur að koma að því innan nokkurra ára. Það er ótrúlegt afrek l\já í A að vinna fimmta árið í röð þó svo að liðið hafl misst þijá landsliðs- menn frá því í fyrra og þar á meðal markahæsta leikmann mótsins. Það eru gömlu brýnin í liðinu; Ólamir, Alexander, Har- aldur, Þórður og Sigursteinn sem báru liðið uppi í sumar. Ungu strákarnir komu líka mjög á óvart og stóðu sig framar vonum.“ Gunnar sagði lítinn tima til að slappa af þótt íslandsmótið væri búið. Núna yrði farið á fullu í það að ganga frá samningum við leikmenn og undirbúa næsta ár. „Það er alltaf að verða erflðara og erfiðara að standa í þessu. Eftir að leikmenn fóru að fá peninga fyrir að leika hefur þetta breyst mikið. Andrúmsloft- ið er ekki það sama og var hér áður fyrr.“ Formaðurinn sagði líka mjög aðkallandi að fá innanhússvöll og nú væru menn á Skaganum að skoða hvort hægt væri að byggja yfir sandþró Sements- verksmiðjunnar. Ef það reynist hægt með góðu móti mundi það bæta aðstöðuna til muna og jafn- framt brúa bilið yfir vetrarmán- uðina. „Þó svo að knattspyrnuað- staðan á Skaganum sé sú besta á íslandi er hægt að gera betur. Við megum ekki sofna á verðin- um ef við ætlum að bæta knatt- spyrnuna hér á íslandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.