Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 11
10 B ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ KMATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR1. OKTÓBER1996 B 11 KNATTSPYRNA Erum með besta liðið á íslandi Fögnuður, örvænting og gleði Morgunblaðið/Haildór RÍKHARDUR Jónsson, fyrrum lelkmaAur (A (tll vlnstrl), sagAi að eitt mark naegði ekki og reyndlst sannspár. VIA ItliA hans er Guðmundur Oskarsson, fyrrum samherjl Ríkharðs í Fram. Morgunblaðið/Halldór INGIBJÖRG Sólrún Gisladóttlr, borgarstjórl í Reykjavík var f oplnberri heimsókn á Akranesi og fylgdist með leiknum ásamt Gísla Gislasynl, bæjarstjóra á Akranesl. tími eftir,“ sagði Kristinn Jónsson, formaður KR, og skömmu síðar bjargaði Haraldur Ingólfsson á línu. „Þessi hefði mátt fara inn,“ sagði stuðningsmaður Vesturbæjarliðsins en Ágúst Gunnarsson var frekar svartsýnn. „Þetta er ekki nógu gott sagði bakarinn sem kom frá Boston um morguninn vegna leiksins og fór aftur til Bandaríkjanna í gær. Annar kunnur KR-ingur sneri baki í völlinn og hristi höfuðið. „Mér líst ekki á þetta en ég ætla að gá hvort það breytist ekki ef ég fer út í bíl.“ Veistu hvar bíilinn er, elskan?" spurði eiginkonan hughreistandi. „Ég finn hann,“ svaraði eiginmaður- inn og lét sig hverfa. Spennan var mikil og hugsanlega heyrðist lengi vei ekki mikið í 5.000 áhorfendum þess vegna en skalla- mark Haraldar þaggaði niður í stuðningsmönnum KR og hieypti nýju blóði í áhangendur ÍA. Blys voru tendruð í stúkunni og fóik fór loks að syngja. „Ólei, ólei, ólei, ólei...við viljum bikarinn heim, Skagamenn." Ríkharður minnkaði muninn og KR-ingar á pöllunum tóku gleði sína á ný, hvöttu sína menn til dáða og veifuðu blysum. „Meiri vinnslu," kallaði Guðjón út á völlinn eftir að Hilmar hafði átt skot í slá ÍA. Bjarni tók pabba sinn á orðinu og gerði þriðja markið en karlinn í brúnni hló þegar strákur- inn innsiglaði sigurinn. Hugsaði eflaust til gagnrýninnar í vor sem hann fékk fyrir að hafa soninn S byijunarliðinu en strákurinn þakk- aði traustið, var næst markahæsti maður deildarinnar og fær silf- urskóinn. Ragnar Hermannssoh, sjúkraþjálfari, gekk á milli manna við varamannaskýlið og dreifði karamellum. „í svona leikjum er nóg af þeim,“ sagði hann afslappað- ur og brosandi. Strákar, ekki hætta, aldrei að hætta,“ sagði Guðjón við sína menn þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum samkvæmt vallarklukk- unni. Gunnar formaður kom loks á bekkinn og faðmaði þjálfarann að sér. „Ég var fyrst öruggur eftir þriðja markið,“ sagði formaðurinn sem hefur stýrt skútunni í áratugi. „Meistarar, meistarar,“ söng Bjarni og dansaði eftir hliðarlínunni þegar vallarklukkan sýndi að 48 mínútur voru síðan seinni hálfleikurinn byrj- aði og 52 sekúndum siðar var flaut- að til leiksloka. „Þetta verður bara næst,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og lagaði KR-trefilinn en Skagamenn sögðust ætla að halda titlinum að minnsta kosti fram yfir aldamót. „Við eigum aðeins eitt vik- unnar mottó og það er að spila í Lottó,“ sungu leikmennimir í gulu treyjunum. „Og nú er hann tvöfald- ur.“ Sigursteinn Gíslason var í sjö- unda himni á Skipaskaga eft- ir að hafa handleikið bikarinn. „Ég veit ekki hvað skal segja. Þetta var frábær dagur; veðrið var gott, mikill fjöldi áhorfenda mætti til að fylgjast með og stemmningin var góð. Við áttum líka góðan leik og sýndum að við erum besta liðið á íslandi í dag. Það skiptir engu máli hvaða lið er efst þegar mótið er rétt hálfnað, heldur er það loka- staðan sem reiknast. Bæði liðin voru oft að tapa stigum og við vissum vel að við myndum tapa nokkrum. Við vissum samt alltaf að við áttum síðasta leikinn á heimavelli og við gefum ekki mörg stig frá okkur hér. Við vorum al- veg vissir um að við myndum sigra og við gerðum það líka á mjög sannfærandi hátt.“ Sigursteinn benti á að þótt Skagamenn hefðu sigrað síðustu fjögur árin á undan litu menn ekki á leikinn gegn KR sem hvers- dagslegan atburð. „Þetta var öðruvísi í ár heldur en undanfarin tímabil. Núna fengum við mikla keppni frá KR-ingum í allt sumar og þetta er í fyrsta skiptið síðustu fimm árin sem úrslitin ráðast í síðustu umferðinni. Við vorum alltaf að klára þetta í 15. til 17. umferð þannig að þetta var eigin- lega skemmtilegasti sigurinn því við þurftum að leika hreinan úr- slitaleik, en þetta var mjög sann- færandi og aldrei spurning um hvort liðið myndi sigra hér í dag. Það er í rauninni ekki hægt að hafa þetta betra,“ sagði Sigur- steinn. SKAGAMENN þekkja það manna best að fagna og gleði þeirra á myndinni fjær til vinstri leynir sér ekki enda fímmti íslandsmeistara- titillinn á jafn mörgum árum í höfn. Hér við hliðina fer örvænting stuðningsmanna KR ekki á milli mála en að neðan hafa þeir tekið gleði sína eftir að Ríkharður Daða- son hafði minnkað muninn í 2:1. Þá lifnaði von í brjóstum þeirra á ný og tóku nokkrir sig til og kveiktu í bieikum blysum að hætti knattspyrnuáhugamanna í suðlæg- um löndum. Morgunblaðið/Halldór Morgunblaðíð/Halidór ÞRÁTT fyrir sætan sigur sagði Alexander Högnason, miðvallar- leikmaður ÍA, að Skagamenn hefðu oft leikið betur. „Við vor- um ekki að spila mjög áferðarfal- lega knattspyrnu í dag, en það er ekki spurt að því að loknum átján umferðum. Það skiptir að- eins máli hveijir eru efstir. Feg- urðin skiptir ekki máli, heldur eru það mörkin sem teljast." Alexander sagði einnig að umfjöllun fjölmiðla hefði verið hliðholl KR-ingunum á liðnu tímabiii og að það hefði virkað hveljandi á lið Skagamanna. „Blöðin hafa hælt KR-ingum í hástert og haft okkur meira á bakvið. Okkur sveið það dálítið og við vorum ákveðnir í því í dag að sýna hverjir væru bestir og hveijir hafa verið bestir síðustu fimm árin.“ Að sögn Alexanders kom upp dálítill efasemdartónn um miðbik leiktíðarinnar. „Það var ef til vill eftir tapið fyrir KR í Vestur- bænum. Þá velti maður því fyrir sér hvort við værum að missa tökin á þessu. Þá kom slæmur kafli hjá KR og þá var ekkert annað hægt að gera en að bíta á jaxlinn og keyra áfram af fullum krafti.“ SKAGAMENN ÍSLANDSMEISTARAR í SAUTJÁNDA SINN „GULLALDARLIÐIГ deiid 2. deild lo K. io 8 § ^ ^ ^ ^ >- K fí K Tfr N. 15 co K R R 0> O) V— o> ð> 'r** t*** t- >2 O) o> Y- o> o> t— o> •t— o> ■t— o> 1** 0> 0> t- t— „Blöðin hældu KR-ingum í hástert" Morgunblaðið/Golli IMúerhann tvöfaldur á Skaganum Eitt er að horfa á knattspymuleik og annað að fylgjast með úrslitaleik ÍA og KR um íslandsmeistaratitilinn. Steinþór Guðbjarts- son upplifði það ásamt rúmlega 5.000 manns á Akranesi á sunnudag. egar dagskrá íslandsmótsins lá fyrir á vordögum litu margir tii lokaleiks ÍA og KR og áttu sér þann draum að um yrði að ræða úrslitaleik um íslandsmeistaratitil- inn. Draumurinn rættist og í liðinni viku var viðburðurinn heista um- ræðuefni íþróttaáhugamanna. Spennan magnaðist með hveijum deginum og margir voru órólegir skömmu áður en flautað var til ieiks I góða veðrinu á Skaganum. „Þetta verður erfitt," sagði Gunnar Sig- urðsson, formaður Knattspyrnufé- lags ÍA, og gekk fram og aftur til hliðar við Iþróttamiðstöðina nokkr- um mínútum fyrir leik. Bæði lið höfðu misstigið sig að undanfömu en þau vom jöfn að stigum fyrir leikinn og þar sem markatala KR var betri nægði liðinu jafntefli til að verða meistari. Mörg- um þótti það verra en að þurfa að sigra. Eins var bent á að Evrópu- leikur KR-inga í Svíþjóð sl. fimmtu- dag sæti í leikmönnunum. Jafn- framt var talið ÍA til tekna að liðið hefði ekki tapað tveimur leikjum í röð siðan 1994 og þá hefði það ekki skipt máii þar sem titillinn hefði þegar verið í höfn. KR-ingar höfðu haft betur í síðustu þremur viðureignum liðanna og Skagamenn sættu sig ekki við þá staðreynd og vildu snúa blaðinu við auk þess sem þeir vildu verða fyrstir til að sigra á íslandsmótinu fimm ár í röð. „í svona leik munar um minna en Ein- ar Þór Daníeisson," sagði KR-ing- urinn Aðalsteinn Dalmann Októs- son en fyrrnefndur leikmaður var í banni. „Ég spái ekki um úrsiit en sagði við vini mína í KR að Skaginn hefði tvennt framyfir KR - heima- völlinn og Guðjón Þórðarson," sagði Eyleifur Hafsteinsson. Guðjón er besti þjálfari landsins og svo virtist sem uppstiiling hans hefði stuðað KR-inga, en hann tefldi Sigursteini fram á miðjunni eins og í seinni hálfleik í Eyjum í 17. um- ferð, var með Steinar S vinstri bakvarðarstöðunni og Harald Hin- riksson í fremstu víglínu en þetta var nýr leikur hjá þjálfaranum. „Guðjón er klókur og veit hvað hann er að gera,“ sagði einn stuðn- ingsmaður ÍA úti við girðingu. Gunnar formaður var samt ekki í rónni og á stöðugri ferð alian fyrri hálfleikinn. Eftir hálftíma ieik fór um stuðn- ingsmenn ÍA þegar heimamenn höfðu nær gert sjálfsmark og KR- ingar fengu S magann þegar Har- aldur Ingólfsson skaut í siá úr auka- spyrnu. Skömmu síðar vildu gest- imir fá vítaspyrnu en Skagamaður- inn Haraidur Sturlaugsson var sam- mála dómaranum. „Leikmenn mega ekki henda sér eftir að þeir hafa dottið.“ í næstu sókn skoraði Ólafur Adolfsson fyrir ÍA og stuðnings- menn liðsins kættust tii muna. „Nú verða KR-ingar að skora," sagði Haraldur. „Við megum bara ekki fá á okkur mark strax,“ sagði for- maðurinn, sneri sér frá leikvellinum og gekk enn einu sinni að girðing- unni. „Þetta er bara hálfnað," sagði Guðjón þjálfari þegar hann gekk til búningsklefa í hléinu. En svipur hans sagði meira og giottið allt. „KR vinnur ekki deildina með svona spilamennsku," sagði Skagamaður- inn Árni Sveinsson en Ríkharður Jónsson var varkárari fyrir hönd Skagamanna. „Þetta er ekki búið. Þeir verða að gera fleiri mörk.“ 2.500 miðar seldust í forsölu í Reykjavík og KR-ingar voru áber- andi á pöllunum en þeir virtust ekki bjartsýnir í hálfleik. „Það er nógur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.