Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 B 13 Áttum að standa betur að vígi I ekki með hjartanu Lúkas segir að þegar horft er til baka yfir leiki sumarsins þá hafi hans lið átt að vera búið að tryggja sér vænlegri stöðu áður en að þessum leik við ÍA kom. Svo góða að þessi staða hefði aldrei átt vera upp á teningnum - að KR og ÍA væru jöfn að stigum. „Við gerðum jafntefli í báðum við- ureignunum gegn Keflavík þótt við hefðum átt góða möguleika á að vinna örugglega þrátt fyrir að hafa ekki leikið sem best. í leikjun- um gegn Stjörnunni og Fylki fóru samtals tuttugu og fimm mark- tækifæri í súginn. Þá er ógetið um tapið fyrir Leiftri í Olafsfirði. Þann leik áttum við að vinna með miklum mun.“ Ennfremur hafi meiðsli Guðmundar Bene- diktssonar sett mjög stórt strik í reikninginn um mitt mót. Guðmundur hafi verið burðarásinn í liðinu og auk þess skorað níu mörk í níu leikjum. „Það var enginn í liðinu sem gat tekið hans hlutverk." Styrkjum hópinn Niðurstaðan liggur fyrir en einhvers staðar stendur að eigi skuli gráta Björn bónda heldur safna liði og hefna. Nýtt ár rennur í garð í vesturbæ Reykjavíkur eins og annars staðar eftir rúma níutíu daga og að vori þess nýja árs hefst nýtt keppnis- tímabil hér á köldu iandi ísa. Lúkas er með gildandi samning um þjálfun liðsins á næsta ári en hann ætlar sér að styrkja hópinn, á því leikur enginn vafi. „Nú sest ég niður og fer yfir stöðuna en eins og ég sagði áðan þá verðum við KR-ingar að styrkja miðjuna og fremstu víglínu okkar. Dagskrá liðs- ins á næsta sumri verður jafn erfið og nú í sumar og með reynslu þessa tímabils að leiðarljósi verður ekki hjá því komist að styrkja hópinn ef gera á betur.“ Lúkas vildi alls ekki nefna hvaða leik- menn hann vildi fá, eitt væri að hafa óskir og annað að fá þær uppfylltar. Ekki væri tímabært að nefna nein nöfn. Að hafa trú Allt frá því Lúkas tók við þjálf- un KR í nóvember í fyrra þá hef- ur hann sagt í viðtölum; „við verð- um Islandsmeistarar í sumar,“ eða „KR-ingar verða íslands- meistarar í sumar.“ Það hefur vakið athygli hversu digurbarka- lega hann hefur talað, en hvers vegna hefur hann gert það? „Ég var að reyna að koma því inn hjá leikmönnum að þeir gætu unnið íslandsmeistaratitilinn. Þetta var einn liður í því að fá menn til að trúa því að þeir gætu það. Ég hefði aldrei tekið að mér þjálfun- ina ef ég hefði ekki trú á þvi sjálf- ur að við myndum sigra. Til þess að strákarnir tryðu því að þeir gætu brotið ísinn taldi ég þetta nauðsynlegt og ég ætla að halda áfram á þessum nótum þótt þetta hafi ekki tekist nú.“ Er sár að leikslokum Lúkas segist vera mjög sár nú að leikslokum á Islandsmótinu. Hann hafi fyrirfram vonað að upp- skeran yrði betri en raun ber vitni. Raunverulega hafi liðið tapað ein- um bikar frá í fyrra. „Við lékum mjög vel í fyrri helmingi mótsins en síðan tók óheppnin völdin og annað sætið er niðurstaðan og undanúrslit í bikarkeppninni. Mér líkar mjög vel hjá KR, ég hef góð- an leikmannahóp, sterka stjórn og frábæra stuðningsmenn. Þess vegna hefði ég viljað skila þeim mun betri árangri, þeir eiga það svo sannarlega skilið.“ Morgunblaðið/Ásdís Margir töldu KR með besta lið landsins fram eftir sumri, en enn missti Vesturbæjarliðið * af Islandsmeistaratitlinum. Eftir leikinn á Akranesi ræddi ívar Benediktsson við Lúk- as Kostie, þjálfara, sem sagðist sár yfír því að árangur liðsins varð ekki betri. mönnum pistilinn. Ég tók þá ákvörðun að tala við strákana á rólegum nótum og reyna þannig að koma þeim í skilning um að það sem við höfðum verið að gera var rangt í megindráttum. Við yrðum að gera betur á öllum víg- stöðvum. í upphafi síðari hálfleiks fannst mér það hafa skilað sér að hluta til en síðan kom annað mark þeirra sem var lykilmark í leikn- um. Þá var vörn okkar galopin sökum þess að menn fóru ekki skipulega aftur í vörnina til að loka svæðum. Við náðum síðan að skora eitt mark.“ Þá segist Lúkas hafa ákveðið að taka þá áhættu að færa Óskar Hrafn Þor- valdsson framar á völlinn í von um að hressa upp á sóknina, en auðvitað gerði hann sér grein fyr- ir að um leið var hann að veikja vörnina. En nauðsynlegt hafi verið að gera sóknina beittari, liðið hafí verið undir. Bamaleg mistök „Nánast um leið og ég gerði þessa breytingu þá fengum við á okkur þriðja markið eftir barnaleg mistök varnarmanna sem voru ekkert að íylgjast með því sem var að gerast. Þar með var spilið endanlega tapað. „Ég sannast sagna veit ekki hvað skal segja, ég held helst að menn séu hræddir við að verða meistarar. Auðvitað er hefðin sterk á Akranesi og menn þar vita hvað það er að vera meistari. En við höfum verið að leika góða og árangursríka knattspyrnu í sumar sem því miður tókst ekki að sýna hér í dag. Þess vegna er annað sætið okkar hlutskipti." Vantar breidd hjá KR Nú þegar Lúkas horfir til baka á sumarið segir hann að komið hafi ljós að þrátt fyrir að eiga Vonbrigði ÞAÐ mátti glöggt lesa vonbrigöi í augum Lúkas- ar Kostlc eftir aö flautað var tll lelksloka á sunnu- daginn enda draumurlnn um íslandsmeistaratitil farlnn út í veður og vlnd. Einn lærisvelna hans, Brynjar Gunnarsson, hef- ur sest vlö hllð hans og hylur andllt sltt. Von- brlgðl með orðlnn hlut eru mlkil. góðan hóp leikmanna þá vanti breiddina til þess að geta tekið við áföllum, s.s. meiðslum, leikbönn- um og miklu álagi sem fylgi því að vera með mörg jám í eldinum eins og verið hefur hjá KR í sum- ar. „Fyrir þennan leik þurfti ég meðal annars að fá Ásinund [Har- aldsson] heim frá Bandaríkjunum til að vera í hópnum. Fyrir næsta sumar verður að styrkja KR-liðið, okkur vantar sóknar- og miðju- menn, það er alveg ljóst ef betri árangur á að nást. Þessi hópur sem ég er með núna er of lítill, ég verð að hafa sautján til átján sterka leikmenn. Frá því í fyrra höfum við misst átta leikmenn, þar af fjóra leikmenn sem voru í byijunarliðinu, Mihajlo Bibercic, Heimir Porcha, Daði Dervic og Steinar Adolfsson. Fyrir tímabilið fengum við fimm leikmenn, þannig að hópurinn sem ég hafði úr að velja minnkaði á milli ára.“ „MÍNIR menn léku alls ekki eins og rætt var um fyrir leikinn. Auk þess vantaði löngun í þá, hjartað var ekki á réttum stað. Það er ótrúlegt þegar horft er til þess að félagið hefur ekki orðið íslandsmeistari í tutt- ugu og átta ár að hungrið í titil skuli ekki vera meira þegar á hólminn er kornið," sagði Kostic og átti erfitt með að leyna miklum von- brigðum með frammistöðu sinna manna. „Þegar í svona ieik er komið breytir engu þótt menn hafi verið að leika í Evrópukeppni eins og við vorum að gera í vik- unni. Þreyta eftir þann leik er engin afsökun. Þegar íslandsmeistaratitill er í húfi eiga menn að leggja sig alla fram hvað sem á undan er gengið. Hugsi menn í þá veru hafa þeir ekki mætt í leikinn á réttum forsendum." Lúkas segir undirbún- inginn fyrir leikinn hafa verið eins hefðbundinn og frekast var kostur, ekki ósvipað og fyrir leikina í Evrópukeppni bikarhafa gegn Mozyr og AIK á dög- unum. Hópurinn hittist kvöldið áður og borðaði saman og þá var farið yfir stöðu mála. Síðan hafi hver leikmaður séð um að koma sér upp á Akranes á eigin spýtur, líkt og venjulega. „Við ætluðum ekki bara að verjast og halda jafn- tefli. Það átti líka að sækja. Auðvitað átti að veijast af skynsemi og forðast óþarfa aukaspyrnur fyrir framan okkar vítateig og allt sem gaf háu leikmönnum þeirra möguleika á færum. Við vorum sammála um að það ætti að geta tekist líkt og gegn AIK sem einnig er með há- vaxið lið sem okkur tókst að veij- ast vel að því leyti. Þetta gekk ekki eftir. Einnig átti að sækja, en þar náðum við okkur heldur ekki á strik.“ Einn leikmaður barðist Lúkas segir að þegar hann renni yfir leikinn í huganum þá komi hann aðeins auga á einn leikmann í sínu liði sem hafi bar- ist af fullum krafti allan leiktím- ann og það sé Hilmar Björnsson. Aðrir hafi því miður ekki komið með réttu hugarfari í leikinn. í svona leik sé ekki hægt að hugsa um meiðsli eða þreytu. „Menn verða að leika með hjartanu og nota alla sína orku í það verkefni sem svona leikur er. Sé það ekki gert verður niðurstaðan eins og sú sem varð í dag.“ Það gerðist einmitt það sem ekki mátti gerast að mati Lúkas- ar, Skagamenn náðu að stjórna leiknum frá upphafi. „Eftir það gerast mistök í vörninni, hurð skellur nærri hælum og loks skora þeir fyrsta markið rétt fyrir leik- hlé.“ Hvað sagði Lúkas við sína menn inni í búningsklefa í leik- hléi? Enginn æsingur í leikhléi „Þrátt fyrir það sem á undan var gengið gat ég ekki komið brjál- aður inn í búningsklefann og lesið KR-liðið lék alls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.