Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 B 15 KNATTSPYRNA Flestar óskir upp- fylltar Nóg að gera ÞORVALDUR Jónsson er önnum kafinn sem markvörður Leift- urs og viðskiptafræðingurinn hjá útgerðarfyrirtækinu Sæ- bergi í Ólafsfirði en hann gerir ráð fyrir að hætta að spila. ÞORVALDUR Jónsson hefur ver- ið markvörður Leifturs nær óslitið síðan 1986 en íhugar nú að draga sig í hlé. „Þegar ég var polli lét ég mig ekki dreyma um að Leiftur ætti eftir að vera stórlið Norður- lands,“ sagði markvörðurinn og viðskiptafræðingurinn hjá útgerð- arfyrirtækinu Sæbergi í Olafs- firði. Hann byrjaði að ieika í marki meistarafíokks liðsins á ungl- ingsárum og hefur nánast verið í þeirri stöðu frá 1986 að frátöldu árinu 1991 þegar hann lék með Breiðabliki en hann var hjá KA 1982 til 1985. „Ég fór inná Akur- eyri til að sjá stóru liðin leika og það var stór viðburður í hvert skipti. Nú hefur þetta snúist við - ungir Akureyringar koma til ÓI- afsfjarðar í sömu erindagjörðum. Við högnumst á því að vera eina 1. deildar liðið á Norðurlandi og það er ánægjulegt en engu að síð- ur vil ég sjá Akureyrarlið uppi því Akureyri á að standa undir því að eiga lið í 1. deild.“ Þorvaldur sagði að breytingin hefði verið gífurlega mikil hjá Leiftri á undanförnum árum. „Áður vorum við bara litlir sveita- menn með malarvöll. Litið var á okkur sem slíka og við gerðum það líka, vorum alltaf litla liðið. Hins vegar hafa allir þættir styrkst á undanförnum árum og því er staða liðsins nú ekki óeðli- leg. Fyrir örfáum árum hefði hún þótt létt fáránleg en allir hafa lagst á eitt að koma Leiftri á topp- inn. Við höfum fengið góða menn til liðs við okkur, aðstaðan er allt önnur og betri en áður var sem og öll önnur umgjörð." Þrátt fyrir að aðstæður hafi batnað til muna háir það flestum landsbyggðarliðum að geta ekki æft eins og önnur lið á veturna. Þorvaldur" sagði að æfingaferðir til útlanda vor hvert hefðu skilað miklu auk æfinga og leikja fyrir sunnan en það segði sig sjálft að knattspyrnumenn hjá Leiftri þyrftu að leggja mikið á sig. „ Ann- ars kann ég því ekki illa að æfa í miklum snjó og misjöfnu veðri. Maður setur bara á sig lambhús- hettuna og fer út. Aðstæður þurfa ekki að vera stórkostlegar til að komast í líkamlegt form. Menn hafa verið að hlaupa úti á sandi með góðum árangri í tugþrautinni og ekki er verra að hlaupa í snjó en annars staðar. Svo höfum við göngin og þau geta verið ágæt ef mengunin er ekki mikil auk þess sem íþróttahúsið hefur breytt miklu." Þorvaldur hefur átt margar gleðistundir með Leiftri og er ánægður með ferilinn en segir að tími sé kominn til að hætta. „Mesta gleði sem ég man eftir í íþróttum var þegar við tryggðum okkur sæti í 1. deild í fyrsta sinn 1987. Það er merkilegasti kaflinn í sögu félagsins og gleðin var ein- læg og taumlaus. Mikil gleði fylgdi því líka að fara upp fyrir tveimur árum en þá vorum við að upplifa það sem við höfðum reynt áður. Nú höfum við enn brotið blað með því að tryggja sæti í Evrópu- keppni og það er gífurlega mikill áfangi fyrir klúbbinn. Ég get því hætt sáttur sem fyrsti markvörður en hefði samt viljað spila bikarúr- slitaleik á ferlinum. Eg hef fengið flestar óskir með liðinu uppfylltar og ekki verður á allt kosið.“ Sjómenn og landkrabbar eru í stóru hlutverki FULLTRÚAR stuðningsmannafélaganna þriggja. Frá vinstri: Haukur Sigurðsson, Ægir Ólafsson og Birkir Gunnlaugsson. SÉRSTAKUR stuðningsmanna- klúbbur er gjarnan ríkur þáttur í starfi hverrar íþróttadeildar sem á lið í fremstu röð en Leift- ursmenn eru sérstakir að þessu leyti því þeir eiga þijá öfluga stuðningsmannaklúbba í Ólafs- firði auk kraftmikils félags brott- fluttra Ólafsfirðinga á Reykja- víkursvæðinu. „Mikill metnaður er hjá öllum sem tengjast Leiftri og allir eru tilbúnir að leggja sitt af mörk- um,“ sagði Þorsteinn Þorvalds- son, formaður. „Þegar við spilum í Reykjavík og nágrenni er oft eins og við séum á heimavelli því stuðningsmenn okkar erugjarn- an stór hluti áhorfenda. í Olafs- firði eru um 200 sjómenn mjög dyggir stuðningsmenn eins og aðrir íbúar á staðnum en þrjú stuðningsmannafélög eru í bæn- um.“ Umrædd þijú félög í Ólafsfirði eru Nikulás, samtök sjómanna sem eru á og hafa verið á frysti- togaranum Sigurbjörgu, Ketilás, samsvarandi samtök sjómanna sem tengdir eru Mánabergi og Veðdeild Blíðfara, en þar er um að ræða landkrabba, sem sumir segjast aldrei hafa tengst sjósókn á nokkurn hátt, trillukarla og gamla knattspyrnurefi eins og það var orðað. Að sögn talsmanna félaganna er hlutverk þeirra fyrst og fremst að styrkja knattspyrnu- deildina en þeir láta sig allt íþróttalíf á staðnum varða. „Við leggjum pening í sjóð og fáum árlega veglegan styrk frá Ut- gerðarfélaginu MG en þó starfið snúist fyrst og fremst um að styrkja knattspyrnuna styrkjum við líka skíðastarfið á veturna," sagði Ægir Ólafsson, forseti Nikuláss. Hann sagði að ýmist væri um beinan fjárstuðning að ræða eins og að niðurgreiða ferðakostnað krakka á Andrésar andar leikana á skíðum, stuðning í formi vinnu eða ákveðnar gjaf- ir en Nikulás hefði t.d. gefið öll borð í nýja skíðaskálann. Veðdeildin er elst félaganna, stofnuð 1983. Að sögn Hauks Sigurðssonar, félagsmanns og skíðamanns, hefur Veðdeildin séð um herrakvöld Leifturs und- anfarin tvö ár og stutt deildina með margvíslegum öðrum hætti. „Stuðningsmannaklúbbarnir vinna saman að mörgum verk- efnum en svo komum við í Veð- deildinni saman vikulega og reit- um peninga hver af öðrum fyrir Leiftur." Birkir Gunnlaugsson var sjó- maður á Mánabergi og er því í Ketilási. Hann sagði að Ólafsfirð- ingar væru stoltir af því að eiga eina 1. deildar lið Norðurlands og ánægjulegt væri að það yrði í Evrópukeppni að ári. „Ég tek þátt í áheitum og fylgist með leikjum eins og mögulegt er.“ Ægir sagði að starfsemi klúbb- anna hefði aukist með hverju árinu. „Hver klúbbur reynir að gera betur en hinir og Leiftur hagnast á samkeppninni því allt kemur þetta félaginu til góða. Til þess er leikurinn gerður." Fylkismenn félluá eigin bragði Lögðum okkur ekki fram og áttum því ekkert betra skilið, sagði Þórhallur Dan „VIÐ lögðum okkur ekki fram í leiknum og þess vegna áttum við ekkert betra skilið," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylkismaður eftir að Ijóst var að hann og félagar verða að drekka þann kaleik í botn að falla í 2. deild eftir ársveru í meðal þeirra bestu. Þeir biðu lægri hlut, 5:2, fyrir Val á sama tíma og Keflvíkingar og Grind- víkingar sem stóðu verr en Árbæingar að vígi fyrir leikinn björguðu sér. „Ég er því miður orðinn vanur þessu og veit að þýðir lítt að gráta," bætti Þór- hallur við. Ivar Benediktsson skrifar Aupphafsmínútum leiksins virt- ist vera sem það væru Vals- menn en ekki leikmenn Fylkis sem voru í fallhættu. Valsarar börðust um hveija sendingu og sóttu fast fram völlinn á sama tíma og Fylkismenn voru sem álfar út úr hól og gerðu fátt sér til bjargar. Hlíðarendadrengir tóku völdin á miðjunni og það var ekki fyrr en leiktíminn var nær runninn út sem gestirnir á Vals- velli hresstust en þá var líka stað- an töpuð. Það má því segja að Fylkir hafi fallið á eigin bragði - að sýna ekki löngun til bjargar. Það kom því fáum á óvart að Vals- menn opnuðu markareikning sinn snemma leiks og höfðu gert tvö mörk er rúmlega stundarijórðung- ur var genginn af leiktímanum. Mörkin virkuðu alls ekki sem vatnsgusa til hressingar fram í andlit Fylkismanna á leikvellinum og er þeir röltu til búningsklefa síns í hálfleik höfðu þeir fengið á sig þriðja markið og staðan var orðin slæm. Þeirra eina von virtist fóigin í því að leikmönnum Kefla- víkur og Grindavíkur yrði fótaskot- ur í leikjum sínum, en eins síðar kom í ljós var því ekki að heilsa. Ekki hresstist Eyjólfur úr Ár- bænum í upphafi síðari hálfleiks og Valsmenn héldu sínu striki og sóttu frekar en hitt. Er líða tók á og breytingar höfðu átt sér stað á liði Fylkis tókst þeim að klóra í bakkann með marki Enes Cogic á 67. mínútu og í kjölfarið átti Þór- hallur Dan skot sem fór rétt fram- hjá. Voru Fylkismenn að rétta úr kútnum? Nei, sögðu leikmenn Vals með því að gera sitt fjórða mark aðeins tveimur mínútum eftir að Fylkismenn komust fyrst á blað og eftir það lék enginn vafi á hveij- ar lyktir leiksins yrðu. í þann mund sem Fylkismenn voru að ganga af leikvelli bárust þau tíð- indi frá Ólafsfirði að Grindavík skoraði eina mark leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. Þar kom saltið í sár Fylkis. „Það var engin ástæða til þess að sýna miskunn,“ sagði Jón Grét- ar Jónsson, fyrirliði Vals að leiks- lokum. „Menn verða að standa sína plikt þegar þeir eru í þeirri aðstöðu sem Fylkismenn voru í í dag, það þýðir ekki að treysta á aðra. Við vorum ákveðnir í að vinna og ljúka keppnistímabilinu með reisn og sýna hvað býr í okkar hóp.“ Fylkisliðið náði sér aldrei á strik í leiknum og vera kann að leik- menn hafi ekki þoiað álagið, að minnsta kosti var það mat þjálfara liðsins, Þóris Sigfússonar, er niður- staðan lá fyrir. „Menn voru tauga- spenntir fyrir leikinn því þeir vissu að þetta gæti orðið niðurstaðan. Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem Fylkismenn lenda í því að falla. Eftir að ég tók við vann liðið sig upp úr þremur stigum upp í átján en það nægði ekki, svona er knattspyrnan.“ 1:0 Hörður Már Magn- rétt utan vítateigs Fylkis vinstra megin, lék glæsilega á tvo varn- armenn, komst inn í teiginn og rétt innan við teighornið skaut hann með vinstri fæti framhjá Kjartani Sturlusyni markverði sem kom út á móti. Þetta gerð- ist á 7. mín. 2« ^\Knötturinn barst í átt ■ ^#að vítateig Fylkis og Ómar Valdimarsson virtist eiga knöttinn en Kjartan markvörður kom út og hugðist taka knött- ** inn. Vegna misskilnings á milli Ómars og Kjartans tók hvorugur boltann og Anthony Karl Gregory nýtti sér það. Hljóp á milli Ómars og Kjartans tók boltann og spyrnti honum í tómt markið á 16. mínútu. 3.#\Á min- komst ■ \jHörður Már einn inn fyrir vörn Fylkis vinstra megin í teignum, Kjartan kom út á móti og varði skot Harðar, en boltinn hrökk upp í loft og fyrir markið þar sem Heimir Porca- var og hafði lítið fyrir því að skalla hann í autt markið. 3:1 Eftir aukaspymu Fylkis frá vinstri kanti á 67. minútu fór boltinn á markteig Vals hægra megin þar sem Enes Cogic skaut við- stöðulaust í vinstra markhornið. 4. rM Heimir Porca vann ■ I boltann á miðjunni á 69. mín. og lék inn á vallarhelm- ing Fylkis miðjan. Þar sendi hann rakleitt út á hægri kantinn þar sem Sigþór Júlíusson tók við boltanum og stakk honum inn á vítateig Fylkis. Þar kom ívar Ingimarsson aðvífandi og hann tvínónaði ekki, heldur skaut rakleitt yfir Kjartan mark- vörð sem reyndi að bjarga með úthlaupi sem dugði skainmt því boltinn fór í markið. 4:2 Á 85. mín. voru iBjarki Stefánsson og Fylkismaðurinn Þórhallur Dan Jóhannsson að kljást um boltann á vítateigshorninu vinstra megin og engin hætta var á ferðum. Þórhallur féll við og dæmd var vítaspyma. Úr henni skoraði Aðalsteinn Vígiundsson af ör- yggi, sendi Tómas Ingason í hægra hornið en skaut í það vinstra. 5a Sigurbjörn Hreiðars- ■ áCison sendi knöttinn fyrir markið á 89. mín. þar sem Arnljótur Daviðsson kastaði sér fram og skailaði í vinstra hornið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.