Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR1. OKTÓBER1996 B 17 KNATTSPYRNA Keuter OLE Gunnar Solskjær, Nordmaðurinn ungi sem slegið hefur í gegn í Englandi í haust, skorar annað mark sitt gegn Tottenham á Old Trafford. Sol Campbell fær ekki rönd við reist. Markaregn í Zaragoza Barcelona lenti 1:3 undir gegn Real Zaragoza á útivelli í spænsku 1. deildinni á sunnudag en snéri leiknum sér í hag og sigraði 5:3. Leikurinn var stórskemmtiiegur en afar vafasamur vítaspyrnur, svo ekki sé fastar að orði kveðið, kom Barcelona til góða. Brasilíumaðurinn Ronaldo var heldur betur á ferðinni og lagði grunninn að sigrinum. Gustavo Lopez (tvö) og Gustavo Poyet skoruðu mörk Zaragoza, en Portúgalinn Luis Figo skoraði fyrsta mark Barcelona, bætti síðan öðru við eftir góðan samleik við Ronaldo. Rúmenski varnarleikmaðurinn Ghe- orghe Popescu, sem leikur með Rúmeníu á Laugardalsvellinum, jafnaði 3:3 úr hinni vafasömu víta- spyrnu. Luis Enrique Martinez skor- aði fjórða markið og Ronaldo það fimmta, hans fimmta deildarmark. Barcelona er efst með þrettán stig eftir fímm leiki, tveimur stigum á eftir kemur Deportivo La Coruna, sem vann Real Betis 2:1. Króatinn Robert Jarni skoraði fyrst fyrir Bet- is eftir aðeins tvær mín. - beint úr aukaspyrnu. Með Finidi George, fyrrum leikmann Ajax sem aðal- mann, réð Betis ferðinni að mesti í seinni hálfleik, en Brasilíumaðurinn Rivaldo náði að jafna og síðan tryggði Madar La Coruna sigur með skallamarki. Real Madrid vann sinn fyrsta sig- ur á útivelli á leiktiðinni, 3:2 í Ovi- edo. Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, setti sóknarleikmanninn Raul aftur á miðjuna og það gekk upp. Raul lagði upp mörkin sem Davor Suker, Predrag Mijatovic og Victor Secretario skoruðu. Raul meiddist og var tekinn af leikvelli í seinni hálfleik. Við það tvíefldust leik- menn Oviedo, skoruðu tvö mörk og voru óheppnir að jafna ekki metin. Brasilíumaðurinn Romario skor- aði tvö mörk þegar Valencia vann Compostela, 3:0. toóm FOLX Liverpool á toppnum en Ole Gunnar Solskjær maður helgarinnar í Englandi „Ótrúlegt að heyra 55 þús- und manns kalla nafn mitt“ LIVERPOOL hélt toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni með 2:1 sigri á West Ham á sunnudag og á sama tíma komust meistarar Manc- hester United upp íþriðja sætið með 2:0 sigri á Totten- ham. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, sem hefur slegið rækilega í gegn hjá United íhaust, heldur sínu striki og gerði bæði mörk liðsins á sunnudag. Stan Collymore var í byrjunar- liði Liverpool á ný og skoraði eftir aðeins þrjár mínútur. Slaven Bilic jafnaði á 14. mín. með skalla eftir hornspyrnu Michaels Hughes og síðan fékk Lundúnaliðið góð færi til að bæta við; Julian Dicks þrumaði í þverslá, Hughes átti firnafast skot að marki sem fór rétt yfir og David James í marki Liverpool þurfti að taka á honum stóra sínum eftir skot Tony Cottee og Iain Dowie. Aðalmaðurinn á bak við góðan leikkafla West Ham þarna var nýi portúgalski leikmað- urinn Hugo Porfirio. Leikmenn toppliðsins lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir að hafa átt í erfiðleikum í fyrri hálfleik og snemma í þeim síðari skoraði Michael Thomas og tryggði sigur- inn með skoti úr teignum í fjær- hornið eftir glæsilegt spil. United hefur ekki tapað á heimavelli í vetur og sigurinn á Tottenham var öruggur og sann- færandi. Solskjær hefur nú gert fimm mörk fyrir United og var kjörinn maður leiksins á sunnudag enda bæði mörkin afar falleg. Hann gerði það fyrra á 38. mín- útu eftir langa sendingu Ryans Giggs - tók knöttinn glæsilega niður og skotið var hárrétt tíma- sett. Seinna markið þótti ekki síðra; snéri knettinum með fallegu hægri fótar skoti í fjærhornið. „Þetta er með ólíkindum. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Solskjær, sem sagðist um helgina alls ekki hafa átt von á að komast í aðallið Un- ited fyrr en í fyrsta lagi í desem- ber, en hann var keyptur til meistaraliðsins í sumar. „Það er ótrúlegt að heyra 55 þúsund manns kalla nafn mitt,“ sagði hann, en áhangendur liðsins hafa tekið honum opnum örmum. Arsenal sigraði Sunderland 2:0 í sögulegum leik á laugardag. John Hartson skoraði með skalla á 73. mín. og varamaðurinn Ray Parlour gulltryggði sigurinn er tvær mín. voru eftir. En það sem þótti eftir- minnilegast var að tveimur leik- mönnum Sunderland var vikið af velli í fyrri hálfleik og Peter Reid, knattspyrnustjóra liðsins, var vís- að úr varamannaskýlinu eftir að hafa tryllst þegar seinni leikmað- urinn fékk að líta rauða spjaldið. Varnarmaðurinn Martin Scott og framheijinn Paul Stewart voru báðir reknir af velli - fengu tvær áminningar hvor, og þótti mörgum sem um minniháttar afbrot hefði verið að ræða. Scott fór út af eft- ir aðeins 21 mínútu fyrir að brjóta í annað sinn á Lee Dixon og Stew- art fékk báðar áminningarnar fyr- ir að handleika knöttinn viljandi. Hann fór út af á 39. mín. Reid trylltist af bræði sem fyrr segir og hellti sér yfir dómarann, en þegar grannt er skoðað hafði dóm- arinn rétt fýrir sér. Wimbledon, sem hóf deildar- keppnina með þremur töpum, sigr- aði nú í fimmta leiknum í röð og er meðal efstu liða. Nú varð Derby að láta í minni pokann á heima- velli, 0:2. Urslitin sem komu mest á óvart á laugardag voru hins vegar stórsigur Southampton á Middlesbrough, 4:0, en þetta var fyrsti sigur Southampton í vetur. Matthew Le Tissier gerði tvö mörk og þeir Matthew Oakley og Gor- don Watson eitt hvor. Andrej Kanchelskis kom Ever- ton á bragðið gegn Sheffield Wed- nesday á heimavelli. Hann skoraði með þrumuskoti af stuttu færi á 17. mín. en áður hafði fyrirliðinn David Unsworth klúðrað víti er hann þrumaði í þverslá. Graham Stuart gerði seinna mark Everton í 2:0 sigri. Þetta var fyrsti sigur Everton í níu leikjum. Wednesday, sem sigraði í fjórum fyrstu deildar- leikjunum í haust, hefur hins veg- ar ekki sigrað í síðustu sex leikjum í deild og bikar. Gianluca Vialli skoraði fyrir Chelsea á 51. mín. og leit út fyrir að liðið myndi sigra Nottingham Forest. Jason Lee náði hins vegar að jafna á síðustu mínútunni og tryggði Forest eitt stig. ■ STAN Collymore gerði fyrra mark Liverpool gegn West Ham en fór síðar af velli, meiddur á hné. ■ NORSKI framheijinn 01« Gunnar Solskjær hefur heldur bet- ur vakið athygli með Manchester United í haust. Eric Cantona, franski landsliðsmaðurinn frábæri hjá United, líkti Norðmanninum á dögunum við Jean-Pierre Papin; sagði Solskjær minna sig á þennan fyrrum samheija sinn þegar hann var ungur. ■ BRASILÍSKI varnarmaðurinn Luis „Lula“ Marcos hjá Porto í Portúgal fótbrotnaði á sunnudag í markalausu jafntefli gegn Estrela. ■ HOLLENSKI landsliðsmaður- inn Michael Reiziger, leikmaður AC Milan, slasaðist á hálsi í bíl- slysi á laugardag og verður frá keppni um tíma. Reiziger var aft~ keyra á æfíngu ásamt landa sínum Edgar Davids, sem slapp ómeiddur. ■ ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Man. Utd. segir það martröð fyrir sig að velja ellefu manna lið, því hann hafí svo marga snjalla leik- menn í herbúðum liðsins. Jordi Cruyff var t.d. varamaður gegn Tottenham en kom inná og stóð sig mjög vel. ■ DIEGO Marndona var heiðurs- gestur á ieik Rayo Vallecano gegn Celta Vico á sunnudag og skv. frétt blaðsins Marca hafa forráðamenn Vallecano áhuga á að fá hann til að leika með liðinu. ■ GERRY Francis, knattspyrnu- stjóri Tottenham, hældi Man. UtG. í hástert eftir leikinn um helgina. „United er besta lið landsins og það sem önnur verða að sigrast á ætli þau sér meistaratitilinn. Að veija titilinn gæti þó orðið erfitt því þátt- taka liðsins í Evrópukeppninni tekur sinn toll.“ ■ SIÐARA mark Liverpool gegn West Ham, sem Michael Thomas gerði, kom eftir glæsilega sókn; markvörðurinn David James hóf hana og fimmtánda snerting Li- verpool-manns í röð var skotið sem Thomas skoraði úr! ■ FIMMTÁN ár voru liðin á sunnudag frá dauða Bills Shank- lys, mannsins sem bygggði upp Liverpool stórveldið, og sagði Roy Evans, stjóri liðsiris í dag, að mark Thomas hefði verið vel við hæfí á þessum degi. „Þessi sókn var ná- kvæmlega eins og Shankly vildi láta spila. Einfált og hratt spil.“ • Þrenna Yorke dugði ekki í Newcaslle l%rjú mörk frá Dwight Yorke, miðheija Aston Villa, fyrsta markið eftir aðeins fjórar mín., dugði ekki til að leggja Newcastle að velli á St. Jam- es’Park, þar sem heimamenn svöruðu með fjórum mörkum og unnu 4:3. Les Ferdinand skoraði tvö mörk fyrir heima- menn, fyrra eftir fimm mín. Ugo Ehiogu kom í veg fyrir að Ferdinand skoraði sitt þriðja mark, er hann bjargaði skoti hans á marklínu. Newcastle er komið í annað sæti í ensku úr- valsdeildinni. Eftir að Yorke skoraði, svör- uðu leikmenn Newcastle með þremur mörkum, Ferdinand tveimur, hefur skorað átta mörk, og Alan Shearer bætti því þriðja við á 38. mín. Yorke skoraði, 3:2, á 59. mín., en Steve Howey skoraði fjórða mark heimamanna á 67. mín. og tveimur mín síðar skoraði Yorke þriðja mark sitt. Aston Villa lék allan seinni hálfleikinn með tíu menn, þar sem Mark Draper svar rekinn af leikvelli á 43. mín. eftir að hafa fengið að sjá tvö gul spjöld. Parísarliðið fékk á sig fyrstu mörkin Leikmenn Parísarliðsins St Germain, sem hefur ekki tapað í níu fyrstu leikjum sínum í frönsku 1. deiidarkeppninni, fengu tvö fyrstu mörkin á sig er þeir mættu Guingamp, sem komst óvænt yfir, 2:0, eftir aðeins fjórtán mín. Bjargvættir liðsins voru enn einu sinni Brasilíumennirnir Rai og Leonardo, sem náðu að jafna með mörkum á 25. og 64. mín. Stephane Camot skoraði fyrra mark Guingamp með þrumuskoti á áttundu mín. og sex mín. síðar náði Lionel Rouxel að skora eftir varnarmistök Parísarliðsins. Rai skoraði mark sitt úr víta- spymu, mark Leonardo var afar glæsilegt, beint úr aukaspyrnu. Bastia, sem er þremur stigum á eflir Parísarliðinu, og Bordeaux, sem er fjórum stigum á eftir, gerðu jafntefli í leikjum sínum. Jean- Pierre Papin lék með Bordeaux gegn Marseille, liðinu sem hann lék mað áður en hann fór til Ítalíu og Þýskalands. Papin, sem skoraði 180 mörk fyrir Marseille á sex ámm, náði ekki að skora í markalaus- um leik. Það eina sem gladdi Papin, var að Bordeaux hefur ekki enn tapað eftir að hann hóf að ieika með liðinu. Bastia gerði jafntefli við Nancy, 2:2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.