Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 1
Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 1. október 1996 Blað C Líflegur markaður FASTEIGNAMARKAÐURINN hefur verið líflegur að undan- förnu, segir Grétar J. Guð- mundsson í þættinum Markað- urinn. En vaxtahækkun Seðla- bankans eykur afföll af hús- bréfum, sem dregur úr sölu, þegar fram í sækir. / 2 ► Timbur- kirkjur TIMBUR er valið sem bygging- arefni í kirkjur m. a. vegna þess, að kirkjugripir varð- veitast betur í þeim en í stein- kirkjum, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan, sem fjall- ar um Viðvíkurkirkju í Skaga- firði. / 6 ► Ú T T E K T Víkur- hverfi NU eru húsin tekin að rísa hvert af öðru í Vík- urhverfi vestan Korp- úlfsstaða og íbúamir þegar fluttir inn í nokkrar af íbúðun- um í fyrsta fjölbýlishúsinu. I viðtalsgrein við Stefán Gunn- arsson, framkvæmdasljóra byggingafyrirtækisins Hús- virki, sem byggir húsið, er fjallað um þessar íbúðir. Húsið stendur við Breiðuvík 20-24, en í því er 21 íbúð og eru ellefu þeirra þegar seldar. íbúðirnar eru ýmist 3ja eða 4ra herbergja og eru seldar fullbúnar og með gólfefnum. Verðið verður að teljast mjög hagstætt. Húsið er einangrað að inn- an á hefðbundinn hátt og múr- húðað að utan og íbúðunum er skilað máluðum og fullfrá- gengnum að utan, en gluggar úr timbri og málaðir. Þak verður klætt lituðu þakstáli. Að sögn Sigrúnar Þor- grímsdóttur, sölumanns hjá fasteignasölunni Húsakaupum, þar sem íbúðirnar eru til sölu, hefur verð á nýjum íbúðum lækkað töluvert og verðmun- urinn á nýjum og notuðum íbúðum er orðinn það lítill, að fólk leitar frekar í nýjar íbúðir nema þeir, sem eru tengdir ákveðnum svæðum. — Sala á nýjum íbúðum hefur gengið vel að undan- förnu, bæði í Víkurhverfi sem annars staðar, segir Sigrún. — Uppbygging Víkurhverfis gengur hratt og það verður ekki langt þangað til fólk flyt- ur inn í fieiri hús á því svæði og skólar og verzianir verða teknar í notkun. / 18 ► Húsbréfaútgáfan í ár nú um 9 milljarðar HEILDARÚTLÁN Húsnæðis- stofnunar ríkisins námu 183,7 miUj- örðum kr. um síðustu áramót og á síð- asta ári námu lánveitingar hennar til húsnæðismála rúml. 16,5 milljörðum kr. Kom þetta fram á ársfundi Hús- næðisstofnunarinnar í síðustu viku, þar sem Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, gerði grein fyrir rekstri hennar á árinu 1995. Húsbréfalán námu nær 12,4 miilj- örðum kr. í fyrra, sem skiptust á 1.436 íbúðir í smíðum og 3.646 notaðai- íbúð- h’. Úr Byggingarsjóði verkamanna voru veitt peningalán að fjárhæð rúml. 3,6 milljarðar kr. og úr Bygg- ingarsjóði ríkisins lán að fjárhæð 62 miljj. kr. Á þessu ári hefur Húsnæðisstofn- unin heimild til þess að gefa út hús- bréf fyrir 13,5 milljarða kr. og nú í septemberlok hafði hún gefíð út hús- bréf fyrir um 9 milljarða kr. Líklegt er, að góðærið nú muni leiða til aukninna húsbygginga og íbúðakaupa, sem síðan kemur fram í aukinni eftirspurn efth- húsbréfalán- um. Nýlegar aðgerðir Seðlabankans gegn aukinni þenslu í þjóðfélaginu kunna þó að hamla eitthvað gegn þeh’ri þróun. Það sem af er þessu ári hefur um- sóknum um húsbréfalán fjölgað um 15-20%. Afgreiðslutími húsbréfa er um þessar mundir aðeins fjórir dagar og hefur því enn stytzt. Þetta á rót sína að rekj a til breyttra starfshátta húsbréfadeildar, sem fyn- á þessu ári ákvað að grandskoða ekki lengur hvert einasta greiðslumat, sem henni berst frá bönkum og sparisjóð- um, heldur líta svo á, að þau séu full- unnin og þeim megi treysta í hvívetna. í athugun er nú að taka upp veit- ingu húsbréfalána tii byggingar á leiguíbúðum, utan við félagsíbúða- kerfið, sem yrðu til leigu á almennum markaði. Húsbréfadeild 1991 1992 1993 1994 1995 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS: Fjöldi íbúða sem lán var veitt til Byggingarsjóður verkamanna Kostir Fasteignalána Skandia Lánstimi allt aö 25 ár. Hagstæð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. Dæmi um inánaðaitegar afborganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \i‘\tír<%) lOár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta IgtJiSkandia LAUQAVEGI 170 • SlMI E5AO C5Q BO • FAX 540 30 01 VILTU SKULDBREYTA EÐA STÆKKA \/lÐ ÞIC3? Byggðu á Fasteignaláni Skandia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.