Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ TALSVERÐUR kraftur hefur verið í uppbygg- ingu Víkurhverfís vestan Korpúlfsstaða í sumar og nú eru húsin að rísa hvert af öðru. Enn er þar þó talsvert eftir af óbyggðum lóðum, en Víkurhverfi á að verða allstórt og fjölbreytt hverfi, þegar það er fullbyggt. Nyrzt verða einbýlishús og raðhús, en síðan koma fjölbýlishús. Skipu- lag hverfisins byggir á hringvegi, sem skiptir byggðinni að nokkru leyti í tvennt, norðurhluta og suður- hluta. Af þessum hringvegi má komast inn á öll íbúðarsvæði og þjónustu- svæði hverfisins. Höfuðkostur hringvegarins er sá, að þannig fæst gott útivistarsvæði og skólasvæði um miðbik hverfisins, sem verður laust við bílaumferð. íbúðasvæðin eru skipulögð þannig, að botnlangar liggja frá hringveginum inn að miðju og tengjast þannig útivistar- og skólasvæðinu, án þess að íbúar þurfi að fara yfir umferðargötu. í Víkurhverfí verða leikskóli, grunnskóli og gæzluvöllur og í grennd við hverfið verður ijöl- brautaskóli og verzlunarmiðstöð. Stærri leikvellir verða svo sunnan við hverfíð í tengslum við íþrótta- hús, sem þar á að rísa. Aðkoma eftir Víkurvegi Aðkoma að Víkurhverfí er eftir Víkurvegi, sem liggur frá Vestur- landsbraut til sjávar, en hverfið liggur niður með sjónum og úr því er gott útsýni í átt til Esju og upp í Mosfellssveit. Hverfíð verður í góðum tengslum við fjöruna fyrir norðan, en þar er afar skemmtilegt fjörusvæði. Undirbúningur að Víkurhverfí hófst 1993, er níu reynd verktaka- fyrirtæki og byggingaraðilar tóku sig saman og stofnuðu sérstakt fé- lag um uppbyggingu þessa hverfis. Dregur félagið nafn af hverfinu og heitir Víkurhverfi hf. Sérstakur samningur var síðan gerður milli félagsins og Reykjavíkurborgar þess efnis, að Víkurhverfí hf. taki að sér skipulag og framkvæmdir í hinu nýja hverfí í samráði við borg- ina og var teiknistofan Arkitektar sf. ráðin til þess að annast skipu- lagsvinnuna. — Reynslan af þessu fyrirkomu- lagi hefur verið mjög góð og það hefur gefízt framar vonum, segir Stefán Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Húsvirkis, sem er eitt þeirra fyrirtækja, er haslað hafa sér völl í Víkurhverfí. — Byggingafyrirtæk- in eiga að taka meiri þátt í skipu- lagningu hverfanna en tíðkazt hef- ur og ráða meiru um húsagerðir. Húsvirki var stofnað 1981 og hefur að baki sér langa reynslu á byggingasviðinu. Fyrirtækið er nú að ljúka við smíði á fyrsta fjölbýlis- húsinu, sem tekið er í notkun í Vík- urhverfí. Það stendur við Breiðuvík 20-22-24 og er með 21 íbúð í þrem- ur stigahúsum. Húsið er einangrað að innan á hefðbundinn hátt og múrhúðað að utan. Það er byggt samkvæmt teikningum teiknistof- unnar Arkitektar sf. Framkvæmdir eru langt komnar og þegar búið að afhenda sex af íbúðunum og íbúam- ir fluttir inn í nokkrar þeirra. Síð- ustu íbúðirnar verða afhentar í lok október. í stigahúsunum Breiðavík 20 og 22 eru fjórar 4ra herb. íbúðir og tvær 3ja herb. íbúðir í hvoru húsi fyrir sig. í Breiðuvík 24 eru níu 3ja herb. íbúðir. Kaupverð á 3ja herb. íbúðunum er mismunandi eftir stærð. Þær minnstu eru 74 ferm. og verð á þeim 7 millj. kr. Næst koma 79 ferm. íbúðir, en verð á þeim er 7.150.000 kr. Stærstu 3ja herb. íbúðirnar em 86 ferm. og em þær með sérinngangi, en verð þeirra er 7.250.000 kr. Fjögurra herb. íbúðirnar em 90 ferm. og verð á þeim er frá 7.950.000 kr. Sérþvottahús er í hverri íbúð og sérgeymsla í kjallara. Suðursvalir em á efri hæðum, en íbúðirnar á jarðhæð hafa aftur á móti sinn sér- garð. Fjögur bílastæði í opnu bíl- skýli eru við stigahúsið Breiðavík 24. íbúðimar em seldar fullfrá- gengnar og með gólfefnum. Vand- aðar íslenzkar innréttingar úr kirsu- Morgunblaðið/Golli HANS Gðmundsson, húsasmíðameistari hjá Húsvirki og Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Mynd þessi er tekin fyrir framan fjölbýlishúsið Breiðavík 20-22-24, en það er fyrsta fjölbýl- ishúsið, sem flutt er inn í í Víkurhverfi. Nú eru 11 íbúðir þegar seldar af 21. Flutt inn í fyrsta fjölbýlishúsið íVíkurhverfi Byggingafyrirtækið Húsvirki hf. er nú að ljúka framkvæmd- um við fyrsta fjölbýlishúsið í Víkurhverfi og nokkrir íbúar þegar fluttir inn. Magnús Sigurðsson kynnti sér fram- kvæmdimar. Suðursvalir eru á öllum íbúðum á efri hæðunum, en íbúðirnar á jarðhæð hafa hins vegar sérlóð. Esjan og vogurinn blasa við. Nú er unnið að frágangi, en síðustu íbúðirnar verða tilbúnar til af- hendingar fyrir októberlok. Nú er unnið að lagningu Korpúlfsstaðavegar, sem ligg- ur rétt fyrir ofan Víkurhverfi og verður aðkomuvegur að Staðahverfi. Þessi vegalagning sýnir, hve hratt sam- göngur eru að þróast á þessu svæði og hversu hratt ibúðarbyggðin í Reykjavík teygir sig til norðurs. beijaviði em f íbúðun- um, baðherbergi flísa- lögð og parket á gólf- um. Hægt er að velja úr nokkmm tegundum af parketi og flísum. Ibúðunum er skilað máluðum og fullfrá- gengnum að utan, en gluggar er úr timbri og málaðir. Þak verður klætt lituðu þakstáli. Sameignarlóð verður skilað fullfrágenginni, bílastæði malbikuð og gangstéttar steyptar eða hellulagðar. Hita- iögn verður í stéttum fyrir framan húsið, en séreignarlóð fyrir íbúð á 1. hæð húsanna verður hellulögð og afmörkuð með trjá- beði. Tekur bara við lyklinum Stefán Gunnarsson var spurður að því, hvort það breytti miklu varð- andi sölu, að afhenda íbúðimar með gólfefnum, en oft em nýjar íbúðir afhentar fullkláraðar en þó án gólf- efna. — Margir telja þetta mikið hagræði, segir Stefán. — Það spar- ast með því bein peningaútlát við kaupin, þar sem kostnaðurinn vegna gólfefna fer þá beint inn í lánin. Auk þess er þá búið að setja gólfefnin á og fólk þarf ekki að gera annað en að taka við lyklinum að íbúð sinni og flytja inn. Tiltölulega fá bflskýli em í húsinu eða fyrir íjóra bfla. — Þetta skiptir miklu máli fyrir marga kaupendur, segir Stefán. — Þeir hafa ekki áhuga á bílageymslu, þar sem íbúð- imar verða óhjákvæmilega dýrari fyrir bragðið. Af þeim sökum hafa borgaryfírvöld líka fallið frá fyrri kröfum um bílageymslur. Fólk er einfaldlega ekki tilbúið til þess að kaupa íbúðir með þeim. Gatnagerð í þessum hluta Víkur- hverfís er löngu lokið, en hjá borginni er að jafnaði byijað að leggja holræsi og göt- ur og malbika þær, áður en lóðum er út- hlutað sem byggingar- hæfum. Kantsteinar og gangstéttir era svo lagðar, þegar húsin em komin upp. — Það er mikill munur fyrir kaupendur að geta ekið eftir góðum mal- bikuðum vegum upp að dyrum heima hjá sér, þegar þeir taka við íbúðum sínum. Því miður er því ekki þannig farið alls stað- ar, segir Stefán. Stefán Gunnarsson var að lokum spurður að því, hvort hann teldi, að vaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku ætti eftir að hafa varanleg áhrif á ávöxt- unarkröfu húsbréfa og þar með á nýbyggingamarkaðinn un leið. — Afföllin hækkuðu strax daginn eft- ir, að Seðlabankinn tilkynnti um vaxtahækkunina, en ég á von á því, að afföllin minnki aftur á næstu vikum, segir Stefán. Forráðamenn Húsvirkis hyggjast ekki segja staðar numið með smíði þessara íbúða. Starfsmenn fyrir- tækisins era nú um 30 fyrir utan undirverktaka og umsvif fyrirtæk- isins em umtalsverð. Á öðmm stað við Breiðuvík er Húsvirki með fímm raðhús í smíðum og er nú að byija framkvæmdir við 22 íbúða fjölbýlis- hús við sömu götu. Við Lækjar- smára í Kópavogi er Húsvirki með 70 íbúðir í smíðum í tveimur fjölbýl- ishúsum og verður fyrsti áfangi afhentur í júní á næsta ári, en í honum verða 30 íbúðir. Ellefu íbúðir seldar Ibúðirnar við Breiðuvík em til sölu hjá fasteignasölunni Húsa- kaupum og að sögn Sigrúnar Þor- grímsdóttur, sölumanns þar, hefur sala á þeim gengið vel og em 11 íbúðir nú þegar seldar af 21. — Mjög margir hafa áhuga á þessum íbúðum, en þær em afhentar full- búnar og með gólfefnum og áhugi fólks er greinilega mun meiri af þeim sökum, segir Sigrún. — Kaupendur að þessum íbúðum em bæði ungt barnafólk en líka eldra fólk, segir Sigrún ennfremur. — Margt af þessu eldra fólki hefur átt stærri eignir fyrir og vill nú minnka við sig. Verð á þessum íbúð- um Húsvirkis er líka mjög hag- stætt miðað við það, að þama er um algerlega fullfrágengnar íbúðir að ræða og það í háum gæða- flokki, en þetta em virkilega vand- aðar íbúðir. Þriggja herb. íbúðirnar em rúm- góðar, en fjögurra herb. íbúðimar em fremur litlar. — Við höfun kynnt 4ra herb. íbúðimar sem 3-4ra herb. íbúðir, en í þeim er eitt herbergi með léttum millivegg inn af stofu, segir Sigrún. — Þennan millivegg er auðvelt að taka niður og stækka með því stofuna. Sigrún segir, að það hafí komið sér á óvart, að fólk setji þennan stað alls ekki fyrir sig, því að enn er hann svolítið út úr. — En sam- göngur þama eru mjög greiðar, segir hún. — Víkurvegurinn, sem er aðal umferðaræðin á þessu svæði, liggur skammt fyrir neðan fjölbylishúsið og þessi vegur á að tengjast brúnni, sem fyrirhugað er að leggja yfir Elliðavoginn. Bein- asta og greiðasta leiðin að Víkur- hverfí neðan úr miðbæ Reykjavíkur nú er eftir Vesturlandsvegi upp að Víkurvegi. Umferðarálag um Gull- inbrú er aftur á móti meira og því er hún ekki eins heppileg. Að sögn Sigrúnar hefur verð á nýjum íbúðum lækkað töluvert og verðmunurinn á nýjum og notuðum íbúðum er orðinn það lítill, að fólk leitar frekar í nýjar íbúðir nema þeir, sem em tengdir ákveðnum svæðum. — Þess vegna hefur sala á nýjum íbúðum yfirleitt gengið vel að undanfömu, bæði í Víkurhverfí sem annars staðar, segir hún að lokum. — Uppbygging Víkurhverfís gengur líka hratt og það verður ekki langt þangað til fólk flytur inn í fleiri hús á því svæði og skólar og verzlanir þar verða teknar í notk- un. Góð útivistar- aðstaða íbúðir Húsvirkis við Breiðuvík em í næsta nágrenni við Staða- hverfí, sem er næsta bygginga- svæði Reykjavíkur og verður fyrir norðan Víkurhverfí. Líklegt er, að golfáhugamenn á meðal íbúanna í Breiðuvík hugsi sér gott til glóðar- innar, en í Staðahverfí verður einn sérstæðasti golfvöllur landsins. Jafnframt er þama stutt í Korpúlfs- staðaá, sem er laxveiðiá. Nú er unnið að gatna- og hol- ræsaframkvæmdum við Korpúlfs- staðaveg og síðasta áfanga Strand- vegar. Korpúlfsstaðavegur verður aðkomuvegur að Staðahverfí, en Strandvegur liggur meðfram sjón- um og á að tengja saman íbúða- byggðina í Víkur- og Engjahverfí við Staðahverfí og síðan áfram og tengjast við fyrirhugaða íbúða- byggð í Mosfellsbæ austan Korp- úlfsstaðaár. Gert er ráð fyrir, að þessi hluti Strandvegar verði tekinn í notkun haustið 1997 og áformað er að taka Korpúlfstaðaveg í notkun í haust. Lagning þessara vega sýnir glöggt, hve hratt samgöngur eru að þróast á þessu svæði og hversu hratt íbúð- arbyggðin í Reykjavík teygir sig til norðurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.