Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 3 Alfonso Paz- Andrade forstjóri Pescanova á Spáni Afiabrögð 4 Aflayfirlit og stað- setning fiskiskip- anna Evrópumál 5 íslenzkur sjávar- útvegur og Evr- ópusambandið Markaðsmál 0 Fyrirtækjastefnu- mót leitt til 140 funda á tveimur dögum GELLAÐ í SMUGUNIMI Morgunblaðið/Guðlaugur AJbertsson • TOGARINN Klakkur er ný- kominn úr Smugunni eftir þokkalegan saltfisktúr. Veiðin var afar misjöfn, en þegar ró- legt er geta menn gefið sér tíma til að nýta fiskinn betur, bæði að gella og kinna. Saitaðar kinn- ar og geilur eru ekki síður herramannsmatur en góður saltfiskur. Sótt var um úreldingu fyrir um 280 krókabáta ÞRÓUNARSJÓÐI tt i i 1 • i-i siávarútvegsins hafa Ureldingastyrkir gætu þar * boris, „m„óknir með farið í 850 millj. kr. i™k jf'S m getur allt að 850 milljónir kr. í úreldingastyrki. Hinrik Greipsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsjóðsins, segir umsóknirnar ívið fleiri en búist hafði verið við, en í sjálfu sér ekkert fleiri en menn gátu átt von á. Frestur til að sækja um úreldingu krókabáta gegn 60% og 80% styrkhlutfalli af vátryggingaverð- mæti rann út í gær. Fram til áramóta dettur styrkhlutfallið niður í 20% og síðan á stjórn sjóðsins eftir að gera tillögu til sjávarútvegsráðherra um hvaða styrkhlutföll eigi að gilda á næsta an. Af 280 umsóknum liefur stjórn sjóðsins nú þegar samþykkt 137 um- sóknir um úreldingu krókabáta fyrir tæpar 414 milljónir kr. Meðalstyrkur á bát nemur samkvæmt því um þrem- ur milljónum króna. Styrkir nema 80% af vátryggingaverðmæti sóknardaga- báta og 60% af vátryggingaverðmæti þorskaflahámarksbáta enda geta þeir selt frá sér þorskaflahámarkið. Með úreldingu afsala menn sér veiðileyfi og endurnýjunarrétti bátana, en geta ráðstafað þeim sem skemmtibátum innanlands eða selt þá úr landi. Áður en að úreldingastyrkir eru greiddir út, er þeirri kvöð þinglýst á bátana að ekki megi stunda á þeim veiðar í atvinnuskyni innan íslenskrar lögsögu. Þróunarsjóður hefur heimild til að kaupa krókabáta, sem verið er að úrelda og hefur hann nýtt sér þá heimild í átján tilvikum og greitt fyrir 20-25% af vátryggingaverðmæti þeirra, eða allt frá 400-500 þús. króna og upg í þtjár milljónir. Með aukinni útrás Islendinga í sjávarútvegi, hefur í vaxandi mæli verið falast eftir úreld- ingabátum í ýmis verkefni á fjarlægum miðum. Hinrik segir ástæður fyrir þessum mikla áhuga á úreldingu nú geta verið af ýmsum toga. Búið sé að þrengja mikið að sókn krókabáta og freisti þessi stjórnvaldsaðgerð því margra. Menn sjái nú allt í einu leið út. Gert var ráð fyrir 500 millj. kr. Hinrik sagði ljóst að Þróunarsjóður þyrfti að nýta sér fjármuni til úrelding- ar krókabáta sem ætlaðir höfðu verið í annað, en á fjárlögum á síðasta ári, var gert ráð fyrir að Þróunarsjóður fengi endurlán hjá ríkissjóði upp á 500 milljónir til úreldingar krókabáta. Úr- elding aflamarksskipa hefði endað í lægri fjárhæð en áætlað hafði verið og að sama skapi hefði farið mun minna af peningum í úreldingu fisk- verkunarhúsa og önnur þróunarverk: efni en gert hafði verið ráð fyrir. í þessu sambandi bæri einnig að hafa í huga að á sínum tíma þegar ákveðið var að verja 500 milljónunr til verkefn- isins, var styrkhlutfallið að hámarki 45%. Þegar það hefði svo hækkað í 60% fyrir þorskaflahámarksbáta og 80% fyrir sóknardagabáta, hefði ekk- ert verið bætt við af peningum. Fréttir Mikið af skipum til sölu • SJALDAN eða aldrei hef- ur verið jafnmikið framboð á skipum og bátum á sölu- skrá og nú. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er aðallega um að ræða 100-250 tonna skip, sem flest hver hafa stundað línuveiðar, en eins og kunn- ugt er hefur línutvöföldun verið afnumin og fór stærstur hluti þorskkvóta- aukningarinnar 1. septem- ber sl. í að bæta útgerðar- mönnum, sem aflað höfðu sér línuveiðireynslu, hana upp./2 Geymsluþol fisksins aukið • FYRSTU niðurstöður rannsókna Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins sýna að hægt er að auka geymsluþol ferskra karfa- flaka um að minnsta kosti tvo daga með notkun efna- blöndunnar Natural White, að sögn Gríms Valdimars- sonar, forstjóra Rf. Hann segir að rannsóknir á áhrif- um blöndunnar á frystan fisk standa nú yfir hjá Rf, en niðurstöður liggi ekki fyrir./2 Síldveiði að glæðast • SÍLDVEIÐAR eru nú farnar að glæðast á ný og síðustu nætur hafa skipin verið að fá góð köst, meðal annars suður af Hvalbak. Ægir Sveinsson, fyrsti stýrimaður á Jóni Sigurðs- syni GK, segir að mikið sé að sjá af síld, en hún sé stygg. Síldin er stór og góð, smásíld sést ekki í aflanum og fer hún því öll til fryst- ingar eða söltunar. Vitað er um 8 skip, sem farin eru til síldveiða./4 Stofnanir sameinast • VITA- og hafnamála- stofnun og Siglingamála- stofnun ríkisins hafa verið sameinaðar í eina stofnun undir nafni Siglinga- stofnunar íslands. Lög þess efnis voru samþykkt á Al- þingi í mars síðastliðnum og hefur tíminn síðan verið notaður til að undirbúa sameininguna. Stofnanirn- ar sem nú verða sameinað- ar höfðu báðar það verkefni að veita sjófarendum þjón- ustu./8 Markaðir Svipað verð á þorskinum ytra • ÞORSKVERÐ á fiskmörk- uðunum í Bretlandi hefur verið svipað undanfarna mánuði þrátt fyrir vaxandi framboð. Verð á kíló hefur verið í kringum 120 krónur frá því í maí, en það fór lægst í um það bil 110 krónur að meðaltali í marz. Verðið varð hæst að vanda í janúar, um 130 krónur á kíló og þá fór einnig mest utan, eða tæp 300 tonn. útflutningur í ág- úst var um 200 tonn, en minnstur varð hann í maí, aðeins um 50 tonn. Verð á þorski á innlendum mörkuð- um í ágúst var um 92 krónur að jafnaði. 180 Verð á þorski í Verð í (sl. kr. Bretlandi 140 | - |\i 120 lil rt \ výfyyf ■LQO iw ÁSONDJFMAMJJÁ Verðlækkun á ferskum karfa • MIKLAR sveiflur hafa ver- ið á verði á karfa á ferskfisk- mörkuðunum í Þýzkalandi. I upphafi árs fór verðið lang- lciðina í 150 krónur á kíló, en niður í um 50 krónur í júní. Verðið í ágúst síðast- liðnum var að jafnaði 99 krónur á kíló, en 119 í júlí. Verðlækkunin nemur um 17%. Meðalverð á karfa í Þýzkalandi á þessu ári er um 122 krónur á kíló, en það er svipað og fékkst fyrir karf- ann í ágúst í fyrra. Verð á karfa á innlendum fiskmörk- uðum var 69 krónur í ágúst, hækkaði um 8 krónur milli mánaða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.