Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ j FRÉTTIR Ovenjumikið af línubátum til sölu SJALDAN eða aldrei hefur verið jafnmikið framboð á skipum og bátum á söluskrá og nú. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins er aðal- lega um að ræða 100-250 tonna skip, sem flest hver hafa stundað línuveiðar, en eins og kunnugt er hefur línutvöföldun verið afnumin og fór stærstur hluti þorskkvótaaukningarinnar 1. sept- ember sl. í að bæta útgerðarmönnum, sem aflað höfðu sér línuveiði- reynslu, hana upp. Hætta eftir að hafa fengið línutvö- földunina bætta ÞORSKURIIMIM FÓÐRAÐUR Auk þess hefur verð á varanleg- um þorskkvóta aldrei verið hærra en nú, en skv. upplýsingum frá Birni Jónssyni, kvótamiðlara hjá LÍÚ, hefur hann verið að bjóða varanlegan þorskkvóta á 680-700 krónur kílóið síðustu tvær til þrjár vikurnar. Hinsvegar hafi engin eftirspurn verið á þessu verði. „Það er ekki einu sinni hringt til að spá og spekúlera. Ef mönn- um finnst verðið of hátt, hvet ég þá til að gera tilboð svo ég sjái hvað þeir treysta sér til að borga fyrir kvótann. Það hefur reynst erfitt að toga það út úr mönnum," segir Björn og bætir við að fjöldi auglýsinga, sem auglýsi línuskip með beitningavél til sölu, beri því vitni að menn vilji selja bæði skip og kvóta nú þegar þeir eru búnir að fá línutvöfölduna inn á borð til Sjá sér hag í að selja „Þeir hljóta að sjá sér hag í því að selja þegar kvótaverðið er svona hátt. Megnið af þessu eru einstakl- ingsútgerðir með einn og einn bát. Sumir hafa einfaldlega kosið að hætta. Aðrir hafa verið að gera það gott með því að selja í núver- andi kerfi, kaupa í staðinn þorsk- aflahámarksbát undir sex tonnum og fara að róa á línu eða hand- færi án þess að vera bundnir neinu aflahámarki í öðrum tegundum en þorski. Það hlýtur að vera gott að gera svona í dag.“ Verðið hefur enn ekki lækkað „Það er óvenjumikið af línu- veiðiskipum til sölu núna. Mér telst til að þau séu um fimmtán. í mörg ár hefur framboðið ekki ver- ið svona mikið og það hefur ekki verið svona mikið til sölu af skip- um með veiðiheimildum _ eins og búið er að vera núna. Ég tengi þetta línutvöfölduninni, sem menn eru nú búnir að fá upp í hendumar. Margir eru einfaldlega að selja til að hætta. Ef framboðið verður eins á næstunni, hlýtur að koma að því að verðið lækkar eins og alltaf gerist þegar framboð er meira en eftirspurn. Ég er þó ekki farinn að sjá það gerast ennþá. Eldri skipin hafa verið að fara á matsverði og þau nýrri jafnvel yfír matsverði," segir Björgvin Olafsson, skipasölumaður hjá BP- skipum. Hann segir mörg stærri útgerðarfyrirtækin hafa verið að kaupa þessa báta með veiðiheim- ildum og jafnvel selt skipin síðan aftur án veiðiheimilda. • ÞORSKURINN vex vel í sjókvium í Dýrafirði. Sigfús Jóhannsson og félagar í Unni ehf. fengu snurvoðarbát til að veiða fyrir sig þorsk og setja í kvína í ágúst. í kvínni eru nú tæplega 2000 þorskar, samtals um 3 tonn að þyngd. Þeim er gefin loðna og geta ekki leynt græðginni eins og sést á þessari mynd þar sem Siguijón Hákon Kristjánsson er við fóðrun. Þorskurinn á það jafnvel til að narta í Morgunblaðið/RAX hanska eldismannsins. Áætl- að er að þorskurinn tvöfaldi þyngd sína fram i janúar þegar slátrun fer fram. Ættu þá að koma 6 tonn upp úr sjónum. 90.000 tonn af laxi voru „svelt“ burtu NÆSTUM 90.000 tonn af laxi voru „svelt burtu“ í norskum lax- eldisstöðvum á fyrstu sjö mánuð- um þessa árs. Var það gert með því að draga úr eða hætta fóðrun tímabundið. Þrátt fyrir þennan hemil á fram- leiðslunni hefur salan í laxinum aukist um 22% miðað við sama tíma í fyrra og það, sem af er árinu, hefur líkiega verið slátrað í Noregi 300.000 tonnum. Virðast horfurnar vera góðar til áramóta og á næsta ári en ásakanir sumra keppinauta Norðmanna í Evrópu- sambandinu um að þeir hafi stund- að undirboð geta þó sett strik í reikninginn. Talið er, að aftur verði að auka fóðrunina til að anna eftirspurn- inni í Evrópu en útflutningstölur sýna, að salan þangað hefur auk- ist um 20% á árinu og langmest til Danmerkur. Útflutningur á ferskum laxi til Bandaríkjanna hefur hins vegar minnkað um helming. Efnablanda úr rosmarin eykur geymsluþol fisks Natural White, náttúrleg vöm gegn þránun, mislitun og innþornun Vita- og hafnamálastofnun og Siglingamálastofnun ríkisins eru komnar y sömu höfn: i J FYRSTU niðurstöður rannsókna Rann- sóknastofnunar fisk- iðnaðarins sýna að hægt er að auka geymsluþol ferskra karfaflaka um að minnsta kosti tvo daga með notkun efnablöndunnar Natural White, að sögn Gríms Valdimarssonar, forstjóra Rf. Hann segir að rannsóknir á áhrifum blöndunnar á frystan fisk standa nú yfír hjá Rf, en niðurstöður liggi ekki fyrir. Sambærilegar rannsóknir hafa verið unnar á frystum alaskaufsa í Bandaríkjunum. Niðurstöður hafa ekki verið gefnar út, en þær munu vera mjög jákvæðar. Alaskaufsi er þegar stærsti keppinautur þorsks á markaðnum í bandaríkjunum, en helzti veikleiki hans hefur ver- ið stutt geymsluþol. Natural White er hrein náttúru- afurð unnin úr rósmarin og hefur hún meðal annars verið notuð til að auka geymsluþol afurða úr kjúklingi í Bandaríkjunum, enda er notkun hennar samþykkt af þar- lendum yfirvöldum. Gæðin skili sér á disk neytandans Niðursuðufræðingurinn Jóhann- es Arason, sem hefur þróað þessa efnablöndu til notkunar í fisk- vinnslu, segir að þarna sé ekki um svokallaða íblöndun að ræða, heldur yfírborðsmeðhöndlun er veiji fítu- vefi fisksins og sannanlega lengi geymsluþol afurðanna verulega. „Islendingar vanda mjög til allra verka við veiðar og vinnslu á fiski. Ný stofnun hefur orðið til með sameiningu Siglingamálastofnunar ríkisins og Vita- og hafnamálastofnunar. Lög þess efnis tóku gildi 1. október. Ný stofnun mun taka yfir öll verkefni eldri stofnananna og sinna þeim áfram í lítt breyttri mynd. Siglingastofnun er staðsett að Vesturvör 2, Kópavogi þar sem áður var aðsíaða Vita- og hafnamálastofnunar. SIGLINGASTOFNUN ÍSLANDS VESTURVÖR 2 • 200 KÓPAVOGUR StMI 560 0000 ■ FAX 560 0060 Blað allra landsmanna! fflnrðtmW&íiiti -kjarni málvinv! Fiskurinn er mjög gott hráefni, þegar hann er frystur og fer inn á frystigeymslur og í kæli- og fryst- borðin. I honum er hins vegar eng- in vörn gegn þomun eða þránun eftir frystingu og því getur hið bezta hráefni orðið slæmt eftir nokkum geymslutíma. Fiskur er mjög misfeitur eftir tegundum og árstíma og pakkningar eru einnig mjög misgóðar fyrir lengri geymslu. Frystur fiskur, sem hefur verið skolaður upp úr Natural White hef- ur haldizt í fyrsta flokks ástandi í tvö ár í frysti. Þegar vara er fram- leidd, er ómögulegt að segja til um hvenar hennar verður neytt, hvort sem hún fer seint eða snemma frá framleiðandandum. Það er ekki nóg að hráefnið sé gott, gæðin verða að halda þar til fiskurinn er kominn á disk neytandans," segir Jóhannes. Kostar krónu á kíló Jóhannes leggur áherzlu á að Natural White sé hrein náttúraaf- urð og með henni sé aðeins verið að verja fiskinn skemmdum. Ekki sé um að ræða íblöndun eins og polyfosfat, sem fyrst og fremst sé notuð til að halda vatni í fískinum og auka þannig þyngd hans. „Sú þygd hverfur síðan í gufu, þegar fiskurinn er eldaður. Ég er á móti notkun slíkra efna. Hins vegar tel ég sjálfsagt að nota nátturulegt efni eins og Natural White til að varðveita gæði fískafurðanna. Efn- ið er einfalt og ódýrt, kostar aðeins eina króna á kíló af fiski. Það er ekki mikil kostnaður til að tryggja ánægju viðskiptavina úti í hinum stóra heima og renna þannig frek- ari stoðum undir fískneyzlu í fram- tíðinni," segir Jóhannes Arason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.