Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 C 5 Uthafsveiðikvótar verði einnig framseljanlegir SVEINN Hjörtur Hjart- arson, hagfræðingur Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, telur mikilvægt að þær veiðiheimildir, sem koma í hlut íslands vegna úthafsveiða, verði tengd- ar aflamarkskerfinu með framseljanlegum hætti, líkt og fiskveiðistjórn- unarkerfið innan landhelginnar er nú byggt upp. Sveinn H. Hjartarson hagfræðingur hjá LÍÚ Sveinn Hjörtur ræddi um efna- hagslegt mikilvægi fiskveiðistjórn- unar á ráðstefnunni og sagði í þessu sambandi m.a.: „Úthafsveið- ar okkar hófust ekki af alvöru fyrr en upp úr 1990. Einn helsti hvatinn að aukinni sókn í úthafið hefur byggst á því að útgerðir hafa notað vannýtta afkastagetu til að leita nýrra tækifæra í úthaf- inu, sem áður var notuð innan lög- sögunnar. Fiskveiðistjórnunar- kerfið hefur tvímælalaust auðveld- að útgerðum þessa sókn. Skipin hafa átt sínar veiðiheimildir á heimamiðum til góða eða framselt þær til annarra og þannig minnkað áhættuna af úthafsveiðum.“ Að mati Sveins Hjartar hefur efnahagslegur ávinningur físk- veiðistjórnunar skilað sér í ríkum mæli. Bein afleiðing af stjómkerf- inu er að rekstrareiningar í sjávar- útveginum hafa í auknum mæli verið sameinaðar, m.a. með kaup- um eða samruna, aukinni samvinnu fyrirtækja með kaupum á hluta- bréfum og sameiginlegri þátttöku í áhættuverkefnum. Hann segir að sameining þurfí aftur á móti ekki alltaf að vera besta úmæðið. „Aukin sameining fyrirtækja hefur enn ekki leitt til verulegra vandamála fyrir byggðar- lögin við sjávarsíðuna. Þvert á móti hefur hún oft haft jákvæðar afleið- ingar í för með sér. Það er aftur á móti ljóst, ef gæta á fyllsta raun- sæis, að þorpin eiga ekki öll sömu möguleika í framtíðinni. Þorpin eiga ekki sömu möguleika Það er engin málamiðlun til milli annars vegar kröfunnar um að fyrirtækin séu rekin með hagn- aði og hinsvegar að veita ákveðn- um fyrirtækjum fjárhagslega styrki vegna þess að þau starfa í ákveðnu þorpi eða landshluta. Meðal íslenskra fjárfesta er mik- ill áhugi á að fjárfesta í sjávarút- veginum. Ef höfð er í huga sú ávöxtunarkrafa, sem almennt er gerð um áhættufjármagn, er ljóst að því verður varið þar sem fjár- festar telja aðstæður bestar til þess að reka fyrirtækin. Sjávarþorp, sem uppfylla ekki nýjar og vaxandi kröfur varðandi rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, standa frammi fyrir stöðnun og fólksfækkun ef íbúum þeirra tekst ekki að byggja tilveru sína á einhverju öðru. Til þess að standast alþjóðlega samkeppni í sjávarútvegi, þar sem helstu samkeppnislönd okkar beita ríkulegum styrkjum til þess að styðja eigin fyrirtæki, eigum við ekki annan kost en þann að leggja höfuðáherslu á arðsemi í atvinnugreininni. Það er okkar eina haldreipi í harðri samkeppni á markaðnum. Þess vegna verð- um við að kappkosta með öllum tiltækum ráðum að sjávarút- vegurinn sé rekinn með arðbær- um hætti. Jafnframt verðum við að gæta þess að leikreglur innan atvinnugreinarinnar og í þjóðfé- laginu taki mið af heildarhags- munum þjóðarinnar. Þetta tel ég að sé grundvallarforsenda fyrir því að við getum haldið áfram eðlilegri uppbyggingu í landinu,“ sagði hagfræðingur LÍÚ og bætti við að það væri mikill misskiln- ingur að störf glötuðust við það eitt að leggja áherslu á arðsemis- sjónarmið atvinnugreinar. Þvert á móti teldi hann að með því að viðhalda einhvers konar óbreyttu ástandi, myndi það leiða fyrr en síðar til þess að störf glötuðust varanlega. EES-samningurínn var of dýru verði keyptur Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ ARI Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþýðu- sambands íslands, segir það vera skoðun íslenskra sjómanna og íslensks fiskverkafólks að greiðsla fyrir EES-samninginn með þijú þúsund tonnum af karfa af íslandsmiðum hafí verið mjög dýru verði keypt. Hann telur sömuleiðis að það yrði mjög erfitt fyrir íslenska stjórnmálamenn og íslenskt atvinnulíf að fara í gegnum umræðu af því tagi aftur. „Niðurstaða mín varðandi sam- skipti íslands og ESB eru því þau, að óbreytt sameiginleg sjávarút- vegsstefna ESB og áframhaldandi krafa ESB um fiskveiðiheimildir í staðinn fyrir markaðsaðgang komi í veg fyrir áframhaldandi aðlögun íslands að ESB og nánari sam- vinnu við sambandið og jafnvel aðild okkar að því.“ Ríkis-, rekstrar- og fjárfest- ingastyrkir, sem eru nær óþekktir í íslenskum sjávarútvegi, skekkja mjög samkeppnisstöðu okkar gagnvart fyrirtækjum innan ESB og í Noregi í sömu grein, að sögn Ara. Þessar aðstæður ber að hafa í huga þegar litið er til tengsla og samskipta á milli íslands og ESB. „Að taka þátt í umfangsmikilli samvinnu eins og EES- samstarf- inu á þeim grundvelli að þurfa að keppa við niðurgreidda framleiðslu á sameiginlega markaðnum og njóta ekki fullkomlega eðlilegra tollakjara fyrir þessa framleiðslu er mjög erfitt fýrir litla þjóð með einhæfa framleiðslu. Sameigin- lega sjávarútvegsstefnan kemur í veg fyrir aðild að ESB þannig að við getum ómögulega komist inn í þennan styrkjaheim. Við njótum ekki sömu kjara á útflutningi okk- ar til ESB og ESB-ríkin njóta í innflutningi iðnaðarvara til okkar. Miðað við þessa stöðu mála þarf ekki að koma neinum á óvart að viðhorf almennings til ESB og aðildar að sambandinu eru frekar neikvæð,“ segir Ari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skiptar skoðanir SKOÐANIR um hugsanlega að- ild Islands að Evrópusamband- inu voru mjög skipta á ráðstefn- unni íslenzkur sjávarútvegur og Evrópusambandið. Ráðstefnan var haldin í lok síðustu viku og var Emma Bonino, fram- kvæmdastjóri sjávarútvegsdeild- ar ESB meðal ræðumanna. Hún sagðist reyndar ekki vera komin til Islands til að hvetja íslend- inga til inngöngu. Heldur benda þeim á hvað væri að gerast inn- an ESB og hve langt væri hægt að ná í samningum, væri í þá farið með jákvæðum og góðum vilja. Ari Skúlason, fram- kvæmdasljóri ASÍ, telur á hinn bóginn hina sameiginlega sjáv- arútvegsstefnu ESB koma I veg fyrir aðild okkar að sambandinu. Hér fer á eftir frásögn af erind- um fjögurra ræðumanna á ráð- stefnunni. „Ég tel það óráð að ganga í ESB“ „ÉG TEL óráð fyrir íslenskan sjávarútveg að ganga í ESB. Það er hægt að byggja sterka brú í átt til framtíðar með réttum aðgerðum. íslensk stjórnvöld geta með fáeinum pennastrikum og nokkrum útstrikunum á núverandi lögum styrkt enn frekar það frábæra kerfí, sem við höfum svo góða reynslu af. Samvinna allra íslendinga um þróun stjórnkerfis með framseljanlegum aflakvótum er okkar leið til að sigla í átt til framtíðar undir fullum seglum," sagði Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðju- samlags Húsavíkur hf. í erindi sem hann nefndi „Okkar leið. Stjórnkerfí með framseljanlegum aí'lakvótum." Hann benti á nokkur ráð handa íslenskum stjórnvöldum til að festa íslenskan sjávarútveg í sessi, önnur en aðild að ESB. í fyrsta lagi þyrfti að treysta aflamarkskerfið með auknu framsali kvóta, leggja þyrfti niður Þróunarsjóð sjávarútvegsins, hækka ætti ekki tryggingargjald á sjávarútveginn og lækka þyrfti raf- orkuverð til fiskvinnslunnar. Sam- eina þyrfti lánasjóðina og stofnaður áhættulánasjóður. Efla þyrfti ijár- magnsmarkaðinn, menntun og rann- sóknir í matvælaiðnaði. Markaðsverð skráðra fyrirtækja stefnir í 100 milljarða Einar sagði að á síðustu örfáu árum hafi komið glögglega í Ijós hversu óhemju sterkt íslenska kvóta- kerfið væri hagfræðilega. Á sama tíma og helstu botnfísktegundir hefðu verið skertar mjög verulega, hefði íslenskur sjávarútvegur lifað þrengingarnar af og aukið útflutn- ingsverðmæti. Við sambærilegar að- stæður í öðrum greinum eða öðrum löndum væri atvinnugrein sem lenti í slíku löngu dauð og gjaldþrota. Framsal veiðiheimilda væri lykillinn að þessari sterku vörn. Sveiflujöfnun ætti sér stað innan fyrirtækjanna sjálfra með stærri heildum, samruna og samstarfi. Á sama tíma hefði það gerst að íslenski hlutabréfamarkaðurinn væri að verða að alvöru markaði og hefði stutt mjög vel við sjávarútveginn. Markaðsverðmæti skráðra íslenskra fyrirtækja stefndi nú í 100 milljarða. Miðað við þróun hlutabréfamarkaða á Norðurlöndum gæti þessi tala fimmfaidast á næstu tíu árum. Nýtt áhættufjármagn kæmi þannig inn í sjávarútveginn og hjálpaði til við að gera fyrirtækin sterkari og betur undir það búin að taka á sig náttúru- legar sveiflur og sveifmr á heims- markaði sjávarafurða. Breyttar forsendur skapa umræðu á ný UMRÆÐA um hugsanlega aðild ís- lands að ESB hefur orðið minni en skyldi vegna deilna um ESB, að mati Þórarins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasambands íslands, sem segir að sannast sagna hafi hún lagst af í kjölfar úrslita þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild í Noregi. „Við tökum nú við stærstum hluta af reglusafni Evrópusam- bandsins og lútum þeim án þess að eiga minnstu möguleika á að hafa áhrif á innihald reglnanna eða þróun. Þórarinn Y. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ Þessi staðreynd hlýtur að vera okkur um- hugsunarefni og raunar stöðugt tilefni til að gaumgæfa á hvern veg hagsmuna íslensks sam- félags verði best borgið. Ég hygg þó að um- ræða um kosti og galla hugsanlegrar aðildar íslands að ESB muni ekki komast á dagskrá á nýjan leik fyrr en mikið breyttar samkeppnisfor- sendur blasa við þeim, sem standa utan Évrópu- samstarfsins. Eins og sakir standa nú verður það fyrst þegar meta má hvaða ávinning aðild- arríki ESB og atvinnulíf þeirra kann að hafa af sameiginlegri mynt og því nána samstarfi á sviði efnahags- og ríkisfjármála sem ein mynt hlýtur óhjákvæmilega að kalla á.“ Mismunandf áherzlur Þórarinn skýrði í framsögu sinni mismun- andi áherslur í sjávarútvegsstefnu okkar ís- lendinga annars vegar og ESB hins vegar og staldraði við forsendur, sem stæðu í vegi aðild- ar íslendinga. Tvímælalaust bæri þar hæst hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB sem byggðist á þeirri grunnforsendu að fiski- stofnar utan 6-12 mílna marka væru sameig- inleg auðlind bandalagsins, sem sæta skyldi sameiginlegri stjórnun og afar sérkennilegum reglum um skipulag veiða og sölu á sjávar- fangi. Þá miðuðust reglurnar við afar um- fangsmiklar millifærslur og styrki við sjávar- útveg, bæði veiðar og vinnslu. Reglur þessar væru okkur um margt framandi enda miðaðar við allt annan efnahagslegan veruleika en þann, sem við byggjum við. Sérstaða íslendinga Ef leiðir íslands og Evrópusambandsins eiga að liggja saman á næstu árum væri, að mati Þórarins, áhugavert fyrir sambandið að hafa íslenska kerfið óbrenglað áfram svo sem til hliðsjónar við mótun almennra reglna fyrir önnur hafsvæði fyrir ströndum aðildarríkjanna. Samkeppni um árangur af mismunandi stjórn- kerfum yrði báðum aðilum örvun til að gera betur. „Við fáum ekki séð að fiskveiðistefna ESB hafi náð að skila sama árangri og við sjáum nú hér við land þar sem fiskistofnamir rétta nú óðum við eftir að nýtingin færðist nær náttúrulegri afkastagetu stofnanna. Við horf- um einnig til þess að fiskistofnar við landið eru að langmestu leyti staðbundnir og ekki sameiginlegir með ESB og fiskveiðilögsagan liggur ekki saman. Allt markar þetta sérstöðu, raunar afar mikla sérstöðu frá þeim sjávarút- vegshagsmunum, sem Evrópusambandið hefur að veija í dag. Fyrir liggur að endurskoða beri hina sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB fyrir árið 2002. Verulegum fjármunum er nú varið til að auka arðsemi veiða og vinnslu í Evrópu- sambandinu. Takist það er þess vænst að sjáv- arútvegsstefnunni verði sett ný markmið og dregið verði úr vægi styrkja og stuðningsað- gerða. Það jafnar þá samkeppnisstöðu ís- lensks sjávarútvegs frá því sem nú er og ætti að draga úr ótta manna hérlendis við að leyfa fjárfestingar útlendinga í íslenskum' sjávarútvegsfyrirtækjum. Raunar hafa íslenskir sjávarútvegsmenn ekki óttast samkeppni í því efni heldur hitt að opinberir styrkir geri samkeppni um hrá- efni eða aðstöðu ójafna. Þegar þeirri hættu er bægt á braut er fátt sem mælir gegn því að afnema takmarkanir á heimildum annarra Evrópumanna til að fjárfesta í íslenskum sjáv- arútvegi," sagði Þórarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.