Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 3
2 D MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Verðum að vinna Grikki með sem mestum mun Eg hef séð myndband með gríska landsliðinu í tveimur leikjum og eftir því að dæma er það svipað og ég hafði reiknað með. Grikkir leika hraðan sóknar- leik og eru baráttumenn í vörn sem þeir stilla upp framarlega,“ sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik í gærkvöldi. I kvöld leikur íslenska landsliðið fyrsta leik sinn í undankeppni HM er það tekur á móti Grikkjum í KA-húsinu klukkan 20. Liðin eigast aftur við ytra á sunnudaginn. „Það sem við verðum fyrst og fremst að vara okkur á er að hleypa þeim ekki inn í leikinn. Þetta er stemmningslið sem finnur sig vel þegar það nær frumkvæði, en á hinn bóginn brotna þeir fljótt við mótlæti." Þorbjörn sagði ennfremur að íslenska liðið færi í leikinn af full- um krafti og vanmæti gríska liðið ekki. „Við höfum síst af öllum efni á því að vanmeta andstæðinga okkar. Þetta er fyrsti leikur okkar í keppninni og þess vegna er mikil- vægt að koma til hans af alvöru o g reyna að ná sem hagstæðustum úrslitum. Við verðum helst að vinna með sem mestum mun og fá þannig gott vegnesti í síðari leikinn ytra sem verður erfiður.“ Ein breyting hefur verið gerð frá hópnum sem upphaflega var KEILA VALDIMAR Grímsson er kominn í landsliðshópinn. valinn til leiksins. Bjarki Sigurðs- son, UMFA, er meiddur og í hans stað er kominn Valdimar Gríms- son, þjálfari og leikmaður Stjörn- unnar. Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er að leika í fyrsta sinn á íslandi frá því hann lék á móti Pólveijum í desember í fyrra. „Það er alltaf gaman að koma heima og leika fyrir ísland. Það hlýtur að vera heiður fyrir alla íþróttamenn að leika með landslið- inu. Ég hlakka til leiksins og það verður ánægjulegt að spila í KA- húsinu þar sem maður hefur van- ist því að hafa vindinn í fangið, en nú snýst það við,“ sagði Geir, sem leikur með franska liðinu Montpellier. „Við vitum ósköp lítið um gríska liðið, en skoðum myndband með leik liðsins á morgun [í dag]. Grikkland er þjóð sem þarf að varast eins og hveija aðra. Við verðum að vinna og helst með miklum mun. Við duttum út úr Evrópukeppninni tvö síðustu skipti á markamun og verðum að láta það okkur að kenningu verða. Ef við ætlum okkur að vinna riðilinn þurfum við að vinna alla heima- leikina og helst útileikina líka.“ Geir sagði að það hafi gengið þokkalega hjá sér með Montpellier þessar þijár umferðir sem búnar eru í frönsku deildinni. Liðið hefur unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum. Geir hefur gert 7 mörk í þessum þremur leikjum. Liðið er einnig í Evrópukeppni og drógst gegn Sporting Lissabon. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURLIÐ Flakkara er sklpað eftirtöldum frá SIGURLIÐ Lærlinga er skipað eftirtöldum leik- vinstri: Guðný Gunnarsdóttir, Elín Óskarsdótt- mönnum f rá vinstrl: Valgeir Guðbjartsson, Jón ir, Guðný Helga Hauksdóttir, Ólafía Sigur- Helgi Bragason, Freyr Bragason, Árni Gísla- bergsdóttir og Theódóra Ólafsdóttir. son og Stefán Ingi Oskarsson. Brann Birkir við bekkinn ISLAND - RUMENIA 9. oklóberkl. 19:00 #> Flakkarar og Lærlingar meistarar Meistarakeppni liða í keilu, „Meistarar meistaranna“ fór fram í Keiluhöllinni, laugar- daginn 28. september. íslands- og bikarmeistarar kvenna, Flakkarar úr Keilufélagi Reykjavíkur, unnu öruggan sigur á Keilusystrum úr Keilufélagi Suðurnesja með 1.935 stigum gegn 1.803. Hjá körlunum var keppni mun meira spennandi, hnífjöfn allan tímann enda réðust úrslit þar á síðasta skoti síðasta manns. ís- lands- og bikarmeistararnir, Lærl- ingar úr Keilufélagi Reykjavíkur, höfðu betur í viðureigninni við A-lið KR, sigruðu með einu stigi, 2.280 gegn 2.279. Morgunblaðið/Golli BALDUR Bjarnason úr Stjörnunni varð stigahæst- ur í einkunnagjöf Morgun- blaðsins í sumar, hlaut 21 emm. Baldur lék vel í sumar og fékk emm í öllum leikjun- um nema þremur, tveimur leikjum gegn fyrrum félög- um sínum í Fylki og síðan var hann í banni í einum leik. Hér til hægri fagnar Rík- harður Daðason, marka- kóngur mótsins einu marka sinna í sumar. ÚRSLIT Knattspyrna Þýskaland Bikarkeppnin Bochum - Schalke...............3:2 Hertha Berlin - Stuttgart......4:5 Waldof Mannheim - Freiburg.....0:1 Duisburg - Hamborg.............1:4 Hans Rostock - 1860 Munchen....2:4 England 1. deild: Grimsby - Norwieh..............1:4 Ipswich - Barnsley.............1:1 Oldham - West Bromwich.........1:1 Portsmouth - Crystal Palace....2:2 Southend - Sheffield United....3:2 Tranmere - Oxford..............0:0 Spánn Real Madrid - Espanyol.........2:0 (Raul Gonzalez 6., Davor Suker 26.). Sviss Neuchatel - Sion...............1:3 Leiðrétting Gunnar B. Ólafsson gerði tvö mörk fyrir Blika gegn Stjörnunni um helg- ina, en ekki ívar Siguijónsson. Gunnar gerði því tvö mörk í leiknum. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 D 3 ÍÞRÓTTIR Baldur Bjamason maður mótsins BALDUR Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar, varð efstur í eink- unnagjöf Morgunblaðsins, hlaut 21 M. Baldur er þar með leik- maður íslandsmótsins að mati Morgunblaðsins. Næstur Baldri kom Leiftursmaðurinn Gunnar Oddsson með 19 M. Þrír leik- menn voru jafnir með 17 M, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Ól- afur Gottskálksson, Keflavfk, og leikmaður mótsins í fyrra, Ólafur Þórðarson, fyrirliði íslands- meistara ÍA. Eftir niðurstöðunni að dæma lék Baldur mjög jafnvel í sumar. Sex sinnum fékk hann tvö M, í 1., 3., 5., 12., 15., og 18. umferð. Að að loknum níu leikjum hlaut hann 1 M en ekkert fyrir þijá leiki. Athyglis- vert er að sjá að í tveimur af þeim þremur leikjum þar sem Baldur fékk ekkert M að launum fyrir framgöngu sína voru Fylkismenn andstæðingar hans. Það var í 2. umferð er Stjarn- an lagði Árbæinga að velli, 1:0, og í 11. umferð er þessi lið mættust á ný og sættust á skiptan hiut í marka- lausum leik. Þess má til gamans geta að Baldur er fæddur og uppal- inn í knattspyrnunni hjá Fylki og lék m.a. með liðinu þegar það var í fyrstu deild árin 1989 og 1993. Þriðji leikur- inn þar sem Baldur fékk ekkert M fyrir var er Stjarnan mætti Breiða- bliki í 9. umferð, en þá var Baldur í leikbanni og mátti þá sig ekki hrejrfa á leikvellinum. Gunnar Oddsson, Leiftri, lék einnig vel í sumar og afrakstur hans er rétt rúmlega eitt M að meðaltali fyrir leik. Hann var efstur að lokinni fyrri um- ferðinni en Baldur skaut honum ref fyrir rass áður en yfir lauk. íslandsmeistarar Skagamanna fengu flest M fyrir leiki sína. í keppn- inni um þau var eins og í stiga- keppni íslandsmótsins, úrslitin réð- ust ekki fyrr en að loknum síðasta leik mótsins. Þá fóru leikmenn IA upp fyrir KR-inga sem höfðu lengst af móts verið með flest M. Lið IA fékk samtals 136 M en KR-Jiðið fékk einu M-i færra. Liðsmenn ÍBV urðu í þriðja sæti en í fjórða sæti í mótinu og bronslið Leifturs varð í fjórða sæti með 106 M. Athyglisvert er að hvorugt þeirra liða sem féll úr 1. deild er í neðstu sætunum tveimur á lista þeirra liða sem fengu M. Fjórir fengu 3 M Fjórir leikmenn fengu hæstu eink- unn sem Morgunblaðið gefur, 3 M. Það þýðir að leikmaður hafi leikið frábærlega. Fyrstur til að hljóta 3 M var Leiftursmaðurinn Rastislav Lasorik fyrir framgöngu sína í viður- eign Leifturs og IA í Ólafsfirði í 3. umferð. í fjórðu umferð hlaut KR- ingurinn Ásmundur Haraldsson hæstu einkunn fyrir leiks sinn gegn Breiðabliki. Félagi Ásmundar, Einar Þór Daníelsson, fylgdi í fótspor hans í 8. umferð er hann þótti leika vel gegn Stjörnunni í Garðabæ og skor- aði m.a. eitt fallegasta ef ekki falleg- asta mark 1. deildar keppninnar í þeim leik. Fjórði og síðasti leikmað- urinn til að fá 3 M í einkunn var markvörður Fylkis, Kjartan Sturlu- son. Afburðaleikur hans gegn KR í 14. umferð á KR-velli réttlætti hæstu einkunn að mati Morgunblaðsins. Ríkharður markakóngur Ríkharður Daðason, sem gekk til liðs við KR fyrir nýiiðna leiktíð frá Fram, varð í fyrsta sinn markakóng- ur deildarinnar. Hann skoraði 14 mörk, einu marki fleira en Bjarni Guðjónsson, ÍA. Ríkharður skoraði strax í fyrsta leik í vor er hann kom inn á sem varamaður gegn Keflavík í 2:2 jafntefli. Ríkharður skoraði síð- an næst í 4. umferð. Hann gerði einu sinni þrennu í sumar en það var þegar KR bar 4:0 sigur sigur úr býtum í viðureign við Grindavík í Frostaskjóli. Guðmundur Benediktsson varð þriðji markahæsti leikmaður íslands- mótsins með 9 mörk. Þessi mörk skoraði hann í fyrstu sjö umferðun- um. Síðan meiddist hann í leik í 9. umferð og lék ekki með KR-liðinu á ný fyrr en í 15. umferð. Þrátt fyrir að hafa leikið og meira minna eftir það tókst honum ekki að auka inn- stæðu sína á markareikningnum. uppskera sumarsins Ai Baldur Bjarnason 4 1 Stjörnunni ^f% 0 KNATTSPYRNA deildin, lokastaðan: Hermann Hreiðarsson, IBV Óiafur Gottskálksson, Keflavik Ólafur Þórðarson, IA Haraldur Ingólfsson, ÍA 15^ Heimir Guðjónsson, KR 14®“ Einar Þór Daníelsson, KR Helgi Björgvinsson, Stjömúnni Jón Grétar Jónsson, Val Þórður Þórðarson, ÍA ÍA 136 Valur 96 KR 135 Fylkir 85 ! ÍBV 111 Breiðablik 79 Leiftur 106 1 Keflavík 75 Stjarnan 101 Grindavík 71 Guðmundur Benedikts., KR Hlynur Stefánsson, IBV Kjartan Sturluson, Fylki Kristján Finnbogason, KR Albert Sævarsson, Grindavík Bjarni Guðjónsson, ÍA Bjarni Sigurðsson, Stjörnunni Friðrik Friðriksson, ÍBV Hajreudin Cardaklija, Breiðabl. ívar Bjarklind, ÍBV Þórhaliur Dan Jóhannss., Fylki 11 Amar Grétarsson, Breiðabliki Auðun Helgason, Leiftri Brynjar Gunnarsson, KR Finnur Kolbeinsson, Fylki Ingi Sigurðsson, (BV Lárus Sigurðsson, Val Pétur Björn Jónsson, Leiftri 10 Hilmar Björnsson, KR Jóhann B. Guðmunds., Keflav. Júlíus Tryggvason, Leiftri Kristinn Tómasson, Fylki Ríkharður Daðason, KR Salih Heimir Porca, Val Steinar Adolfsson, ÍA Sigþór Júlíusson, Val Sigursteinn Gísiason, ÍA Sverrir Sverrisson, Leiftri Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Þormóður Egiisson, KR Markahæstu leikmennirnir í 1. deildinni © 14 mörk Ríkharður Daðason, KR 13mörk Bjarni Guðjónsson, IA 9 mörk Guðmundur Benediktsson, KR 8 mörk Haraldur Ingólfsson, IA Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 7 mörk Einar Þór Daníelsson, KR Mihajlo Bibercic, ÍA Kristinn Tómasson, Fylki 6 mörk i Baldur Bjarnason, Stjörnunnj Þórhallur Dan Jóhannss., Fylki Salih Heimir Porca, Val Sverrir Sverrisson, Leiftri Ratislav Lazorik, Leiftri 5 mörk ?; mmw Goran Kristófer Micic, Stjörn. Alexander Högnason, ÍA Bjarki Pétursson, Fylki Grétar Einarsson, Grindavík Ólafur Ingólfsson, Grindavík Steingrímur Jóhannesson, ÍBV Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV Baldur Bragason, Leiftri Gunnar Már Másson, Leiftri SKVASS Kim Magnús tapaði ekki leik Kim Magnús Nielsen vann alla sína leiki á Evrópumóti smá- þjóða í skvassi sem fram fór í Búdapest fyrir skömmu. ísland sendi lið í karla- og kvennaflokki. Karlaliðið vann einn leik, á móti Mónakó, og hafnaði í 6. sæti af 7 þjóðum. Kvennaliðið vann einnig eina þjóð, Lúxemborg, og varð í 5. sæti af 6. Ungverjar unnu í karlaflokki og Kýpur í kvenna- flokki. Ungveijar tóku þátt í mót- inu sem gestir í fjórða skipti. Keppnin stóð yfir í fimm daga og vann Kim Magnús alla leiki sína og er það í fyrsta sinn sem íslend- ingur nær þeim áfanga. Ungur og efnilegur spilari, Jón Auðunn Sigurbergsson, tók í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegu móti og stóð sig vel. Tveir ísfirðingar voru í íslenska liðinu; Hjálmar Björnsson og Rós- mundur Baldursson. Kim Magnús sagðist vera ánægður með árangurinn. „Ég sagði í samtali við blaðið ykkar að ég ætlaði ekki að tapa leik og það gekk eftir. Menn voru að stríða mér með þessum ummælum á sín- um tíma, en þeir gera það ekki framar," sagði Kim Magnús, sem tekur þátt í Evrópukeppni lands- meistara sem fram fer á Spáni í byrjun nóvember. Fyrsta punktamót vetrarins af fimm verður um næstu helgi. ÍÞRÚmR FOLK ■ RAY Wilkins, fyrrum knatt- spyrnustjóra QPR, var boðið að taka við skoska liðinu Hibernians. Hann sagði hins vegar: „Nei, takk.“ Alex Miller var í gær rekinn frá Edinbogarliðinu. ■ ROBBIE Fowler, framherji Liverpool, er meiddur á ökkla og ekki víst að hann geti leikið með enska landsliðinu á móti Pólverjum í næstu viku. ■ SUNDERLAND, sem tapaði 2:0 fyrir Arsenal um síðustu helgi, hefur fengið flest spjöld það sem af er tímabilinu; 19 gul og 3 rauð. ■ JOE Royle, knattspyrnustjóri Everton, hefur hækkað tilboð sitt í Uwe Rösler, sem leikur með Manchester City, í 2,8 milljónir punda. Duncan Ferguson leikur ekki með Everton næsta mánuðinn vegna þess að hann þurfti að fara í uppskurð. ■ AÐDÁENDUR Tottenham eru ekki ánægðir með gengi liðsins og vilja nú að eigandinn, Alan Sugar, taki upp budduna og kaupi leik- menn. Tottenham, sem er nú í 14. sæti deildarinnar, hefur eytt minni peningum en Wimbledon í nýja leikmenn fyrir þetta tímabil. ■ ANDREI Kanchelskis, leik- maður Everton, segist vera ánægð- ur hjá félaginu og því ekki tiibúinn að yfirgefa það. Fiorentina hefur boðið Everton 5 milljónir punda fyrir Kanchelskis eða sama og Everton borgaði Manchester Un- ited fyrir liann. Kanchelskis var markahæsti leikmaður Everton í fyrra með 16 mörk. ■ JOHAN Neeskens fyrrum * landsliðsmaður Hollendinga í gull- aldarliði þeirra á áttunda áratugn- um hefur verið ráðinn aðstoðar- landsliðsþjálfari Hollands. Honum er ætlað að vera Guus Hiddink til aðstoðar við að stjórna landsliðs- skútunni framhjá brimsorfnum klettum á leið þeirra í úrslitakeppni HM í Frakklandi árið 1998. Nees- kens sem lék með Ajax og Barcel- ona á ferli sínum á knattspyrnuvöll- unum býr um þessar mundir í Sviss gerði tveggja ára samning við hol- lenska knattspyrnusambandið. Hann hefur einnig umsjón með uppbygggingu á ungmennaliðum Hollendinga. ■ LOTHAR Matthiius verður ekki - í liðið Bayern Miinchen í kvöld er það mætir „Gladbach" í bikar- keppninni. Mario Basler verður einnig ijarri góðu gamni í leiknum. Báðir eru þeir meiddir eftir kapp- leik síðustu helgar. ■ RICO Steinmann hefur verið seldur frá FC Köln til Herthu Berlín fyrir 800 þúsund mörk. Honum er ætlað að styrkja miðjuna í liði Eyjólfs Sverrissonar. ■ LEIKMENN þýska stórliðsins Bayern Miinchen komu saman til fundar í gær í þeim tilgangi að reyna að að bæta liðsandann. fjálfarinn Giovanni Trappatoni, Frans Bec- kenbauer, forseti félagsins né nokk- ur annar af stjórnendum var boðað-' ’ ur til fundarins. ■ OLIVER Kahn markvörður sagði að samkomunni lokinni að hún hefði verið mjög mik- ilvæg og hann vonaðist til að skilaði sér í bættum árangri utan vallar sem innan. Næsti leikur Miinchen er gegn Borussia Mönchengaldbach í bikarkeppninni í kvöld. ■ MANCHESTER United hefur sýnt áhuga á að kaupa ítalska iandsliðsmanninn Fabrizio Ravan- elli frá Middlesbrough. United er tilbúið að greiða 16 miHjónir punda til Middlesbrough og sömu upp- hæð til Ravanellis fyrir fjögurra ára samning að sögn ítalskra blaða í gær. „Tilboðið freistar mín,“ sagði Ravanelli, sem var keyptur til Middlesbrough frá Juventus á 10,8 milljónir punda í júlí. United neitaði þessu í gærkvöldi og sagði þetta hugarburð ítalskra blaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.