Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ______________FJÁRLAGAFRUMVARPIÐÉ 1997 Utgjöld í heilbrigðismálum aukast um 2,1% þrátt fyrir spamað Aformaður niðurskurð- ur á annan milljarð kr. GRIPIÐ verður til ýmissa sparnað- araðgerða í heilbrigðismálum á næsta ári til að minnka útgjöld en á yfirstandandi ári er áætlað að útgjöldin fari um 1.400 milljón- ir króna fram úr fjárlögum ársins. Er það markmið sett að ná til baka þeim útgjöldum sem fóru fram úr áætlun á þessu ári, m.a. með 650 millj. kr. niðurskurði og öðrum spamaði í sjúkratrygging- um. Einnig verður stefnt að mark- vissari verkaskiptingu og samstarfi sjúkrahúsanna í Reykjavík en framlög til þeirra á næsta ári verða þau sömu og í fjárlögum árins 1996. í samkomulagi því sem gert var um lausn á íjárhagsvanda stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík var áætlað að ná 340 milljóna kr. sparnaði á næsta ári. Því til viðbót- ar er þeim gert að grípa til frekari hagræðingaraðgerða sem eiga að skila nauðsynlegum sparnaði til að rekstur þeirra verði innan fjárheim- ilda næsta árs. Úttekt hefur verið gerð á nýtingu sjúkrastofnana á landsbyggðinni og er áætlað að sameining stofnana og breytt verkaskipting skili 160 millj. kr. spamaði á næsta ári. Þrátt fyrir þennan niðurskurð hækka framlög til sjúkrastofnana á öllu landinu um 0,6% að raungildi á næsta ári eða um 100 milljónir kr. Heildarútgjöld áætluð 52,2 milljarðar Fjárframlög til rekstrarhagræð- ingar í heilbrigðiskerfinu verða 105 milljónir kr. á næsta ári og hækka um 51,8 rnillj. kr. Unnið verður að hagræðingarverkefnum á sviði heilbrigðis- og trygginga- mála. Gerð verður athugun á J 00 Efnahags- horfur til \ aldamóta Meðalbreyting á árí % Hagvöxtur \ 2,4 Pjóðarútgjöld 2,0 Einkaneysla 2,4 Samneysla 1,6 Fjárfesting 1,0 Útflutningur 3,6 Innflutningur 2,8 Laun 3,3 Verðlag 2,0 Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann 1,4 Atvinnuleysi sem % af mannafla 4,1 Langtímavextir innanlands 5,2 starfsemi sjúkrahúsa og hag- kvæmni sameiningar könnuð og áformað er að gera rekstrar- og fjármálaúttekt á Tryggingastofn- un ríkisins. Innbyggður vöxtur er í útgjöld- um heilbrigðisráðuneytisins og þrátt fyrir sparnaðaraðgerðir sem boðaðar eru í ljárlagafrumvarpinu eru heiidarútgjöld ráðuneytisins á næsta ári áætluð 52,2 milljarðar kr. samanborið við 50 milljarða á fjárlögum yfirstandandi árs. Jafn- gildir breytingin því 2,1% hækkun útgjalda að raungildi frá fjárlögum ársins 1996. Lyfjakostnaður skorinn niður um 400 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til á þessu ári skili viðbótarsparnaði í lífeyris- tryggingum á næsta ári. Eftirlit Áætluð tekju- og útgjaldaþróun ríkis- sjóðs til aldamóta Milljarðar kr. á verðlagi 1996 Heildarskuldir ríkissjóðs, % af VLF 48 45 44 42 40 með greiðslu bóta á t.d. að skila 100 milljóna kr. viðbótarsparnaði á næsta ári. Áætlað er að fjár- magnstekjutenging lífeyristrygg- inga skili tæplega 140 millj. kr. viðbótarsparnaði á næsta ári. Þrátt fyrir tillögur um 650 millj. kr. sparnað er talið að útgjöld til sjúkratrygginga hækki að raun- gildi um 5,7% frá fjárlögum þessa árs. Framkvæmdasjóði aldraðra er gert að fjármagna 260 millj. kr. af útgjöldum sjúkratrygginga. Ráðgert er að auka svigrúm Tryggingastofnunar til að bjóða út þjónustu og aðfangakaup til að ná niður kostnaði. Gert er ráð fyr- ir að lækka lyfjakostnað um 400 milljónir kr. frá því sem orðið hefði að óbreyttu, með því að stuðla að aukinni samkeppni í lyfjainnflutn- ingi og sölu lyfja með samningum eða útboðum. Stefnt er að því að settar verði nýjar reglur um verðlagningu lyfja og greiðsluþátttöku almanna- trygginga, en það er ekki útfært nánar í frumvarpinu. Þá er fyrir- hugað að ráðast í gæða- og kostn- aðarkynningu fyrir lækna sem vísa á lyf og gefa út nýja lyfjalista sem greiðsluþátttaka almannatrygg- inga miðist við. Slíkir lyfjalistar eiga að geta orðið hluti af væntan- legum þjónustusamningum við heilbrigðisstofnanir. Þá verða kostir útboða við kaup ákveðinna lyfjaflokka kannaðir auk fleiri að- gerða. Kostnaður við rannsóknir og röntgengreiningu lækkar um 100 millj. Ráðgert er að lækka kostnað vegna rannsókna og röntgengrein- ingar um 100 milljónir kr. á næsta ári og lækniskostnað um 70 millj. kr. Þeim sparnaði á að ná með endurskoðun samninga og fyrir- komulagi á greiðslum fyrir rönt- genþjónustu m.a. með strangari ákvæðum um tilvísanir á slíka þjónustu og nánari skilgreiningu á þeim verkum sem almanna- tryggingar taka þátt í að greiða. Tannlæknakostnaður lækkaður um 80 millj. Lagt er til að gjaldskrár vegna blóðmeina- og meinefnarannsókna sjúkrahúsa og einkarekinna rann- sóknarstofna verði endurskoðaðar með tilliti til raunverulegs kostn- aðar og tæknibreytinga. Þá er fyrirhugað að lækka tannlækna- kostnað um 80 millj. kr. með hertu eftirliti. Einnig verða heimildir til endurgreiðslu á kostnaði við tann- réttingar endurskoðaðar. Unnið að sam- einingn o g fækk- un stofnana SETT eru fram áform um breyttar áherslur í rekstri og þjónustu ríkisstofnana í fjár- lagafrumvarpinu sem á að leiða til fækkunar þeirra og laga starfsemina að breyttum að- stæðum, m.a. vegna tækni- framfara og bættra sam- gangna. Er reiknað með að fjárhags- legur ávinningur komi að hluta fram á næsta ári. Unnið er að sameiningu eða auknu sam- starfi sjúkrahúsa, fækkun og sameiningu minni framhalds- skóla, rannsóknarstofnana, skattstofa og sýslumannsemb- ætta. Endanleg sparnaðar- markmið eru ekki sett fram í frumvarpinu en 250 millj. kr. framlag er veitt til ráðuneyt- anna til skipulagsbreytinga á næsta ári. Þjónusturannsóknir markaðsvæddar Áformað er að spara um 200 miiljónir með skipulagsbreyt- ingum í framhaldsskólum. Breytingar á rannsóknarstofn- unum eiga að skila um 30 millj. kr. en meðal hugmynda sem sérstök nefnd vinnur að er að eftirlitsmælingar og beinar þjónusturannsóknir verði markaðsvæddar og seldar á raunvirði. M.a. verða Raf- magnseftirlit ríkisins og Lög- gildingarstofan sameinuð og ný stofnun, Löggildingarstofa, tekur við hlutverki beggja. Er gert ráð fyrir fimm milljóna kr. sparnaði vegna þeirrar breytingar. Veruleg fækkun skattstofa á að skila um 25 millj. kr. skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Sameining sýslumannsembætta Nefnd þingmanna vinnur að gerð tillagna um fækkun og sameiningu sýslumannsemb- ætta og verður frumvarp til lagabreytinga lagt fram í haust. Efla á starfssvið sýslumanns- embætta sem verði færri og öflugri en áður og eiga breyt- ingarnar að minnka útgjöld ríkissjóðs án þess að dregið verði úr þjónustu, að því er seg- ir í fjárlagafrumvarpinu. Fjárlagaáætlun til aldamóta 2-3 milljarða afgangur á ríkissjóði á ári RÍKISSJÓÐUR verður rekinn með afgangi allt, til ársins 2000 sam- kvæmt langtímaáætlun í ríkisíjár- málum sem fylgir fjárlagafrum- varpinu, miðað við ákveðnar for- sendur í efnahagsmálum. Áhersla er lögð á áframhaldandi aðhald í ríkisútgjöldum á næstu árum. Gert er ráð fyrir um tveggja milljarða afgangi á ríkissjóði 1998, 2,5 milljarða afgangi 1999 og um þriggja milljarða afgangi á alda- mótaárinu, reiknað á greiðslu- grunni fjárlaga. áætlunin var unnin sameiginlega af fjármálaráðuneyti og Þjóðhags- stofnun. „Við þessar aðstæður fara heildarskuldir ríkisins smám saman lækkandi fram til aldamóta, eða úr 48% af landsframleiðslu í árslok 1996 í 40% um aldamót,“ segir í greinargerð. Spáð 2% verðbólgu á ári til aldamóta Skv. þessum spám eykst fjárfest- ing verulega á næstu árum. Heild- arútflutningur vöru og þjónustu er talinn aukast um 3,5% á ári en heild- arinnflutningur nokkru minna, eða um tæplega 3%. Viðskiptahallinn muni því aftur snúast í afgang og erlenda skuldir þjóðarbúsins fara lækkandi og verða nálægt 43% af landsframleiðslu um aldamót, sam- anborið við 58% árið 1993. Hagvöxtur er talinn verða um 2,5% á ári, störfum fjölgar og kaup- máttur eykst ár frá ári. Verðbólga er talin verða um 2% á ári. Þá er talið að vextir muni smám saman fara lækkandi. Bent er á í greinargerð áætlunar- innar að meðalaldur þjóðarinnar fari stöðugt hækkandi á næstu áratug- um og því fylgi versnandi fjárhags- staða hins opinbera vegna lífeyris- skuldbindinga, ellilífeyrisgreiðslna og rýrari skattstofna. Taiið er að árið 2030 verði hlutfall 67 ára og eldri hér á landi um 30% þeirra sem eru á aldrinum 20-67 ára, saman- borið við um 16% nú. Þetta jafngild- ir því að árið 2030 muni einungis þrír einstaklingar á vinnufærum aldri standa á bak við útgjöld til hvers ellilífeyrisþega, samanborið við sex til sjö einstaklinga í dag. STUTT Lánasýsl- an út af eftir- markaði • STARFSEMI Þjónustumið- stöðvar ríkisverðbréfa verður lögð niður á næsta ári og gerðar verða breytingar á starfsemi Lánasýslu ríkisins. Lánasýslan mun í framtíðinni eingöngu sjá um fjáröflun ríkissjóðs á frum- markaði með útboðum ríkisverð- bréfa og hverfa frá eftirmark- aðsviðskiptum en þau viðskipti munu færast til annarra verð- bréfafyrirtækja. • ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella niður greiðslur ríkisins vegna veiða á refum þar sem skaði af völdum refa er talinn hverfandi og lækka rekstrartilfærslur veiðisljóra um 19 milljónir kr. á næsta ári af þeim sökum. • FRAMLAG til Byggingarsjóðs verkamanna lækkar úr 400 millj- ónum kr. í 300 millj. á næsta ári vegna fækkunar útlána til kaupa á húsnæði úr 250 í 180 íbúðir. Áætlað er að vaxtagreiðslur sjóðsins á næsta ári nemi 2.290 milljónum kr. og greiddar af- borganir 2.415 millj. kr. Fjárþörf sjóðsins er því 4.496 millj. kr. • GJALDSKRÁR Ríkisútvarps- ins og fleiri fyrirtækja á svoköll- uðum B-hluta fjárlaga breytast ekki á næsta ári. Sinfóníuhljóm- sveit Islands er gert að afla eft- ir því sem kostur er sjálfstæðra tekna af hljómleikahaldi og ráð- gert er að Þjóðleikhúsið afli auk- inna sértekna sem hækki um 6% frá fjárlögum yfirstandandi árs. • VEITTAR verða 85 milljónir kr. til mannvirkjagerðar að Bessastöðum á næsta ári. Gengið verður frá lóð í kringum íbúð- arhús forseta, gera á við undir- stöður suðurálmu Bessastaða- stofu, halda áfram viðgerð á kirkju o.fl. Endurnýjun mann- virkja á Bessastöðum hófst 1989 og nemur kostnaður til loka þessa árs rúmum 800 milljónum kr. • FJÁRVEITING til embættis forseta íslands verður 60,8 millj- ónir kr. á árinu 1997 og hækkar um 14%. Ástæðan er m.a. flutn- ingur embættisins í húsnæði að Staðastað. Þá er lagt til að veitt- ar verði 600 þúsund krónur til gerðar fræðsluefnis um Bessa- staði vegna væntanlegra heim- sókna almennings á staðinn. Tryggingagreiðslur o.fi Hækkaum , CSp’ 9ian '''' Frumvarp ,Br.frá .< 1997' áætl.’96 milljomr kr. millj.kr. % Lífevristryqgingar 18.087 +1,6 Sjúkratryggingar 11.285 +0,8 Slysatrygglngar 410 +5,1 Atvinnuleysistr.sj. 2.860 -5,9 Uppbætur á lífeyri 1.105 +7,3 Lífeyrissj. bænda 322 +7,3 Gr. v. búvöruframl. 5.057 -3,7 Framleiðnisj. landb. 274 +31,7 Ábyrgðasj. launa MÉÉi +5,9 Húsaleigubætur - - Niðurgr. á rafhitun 437 +9,3 LÍN 1.500 +3,4 Framl. í Jöfn.sj. sv.f. 2.380 +7,1 Framl. v. grunnskóla Annað 1.229 6.694 +11,2 Samtals: 51.820 +4,3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.