Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ |§ 1997 Heildarlántökur ríkisins, fyrirtækja o g sjóða áætlaðar 47,7 milljarðar 1997 Stefnt að 2,3 milljarða lækknn skulda ríkisins Lánsfjárþörf hins opinbera 1986-1997 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu io%—---------------- I Ríkisfyrirtæki og sjóðir r- Ríkissjóður 87 ’88 '89 '90 ’91 ’92 '93 '94 ’95 '96 ’97 HEILDARLÁNTÖKUR ríkisins, rík- isfyrirtækja og sjóða eru áætlaðar 47,7 milljarðar kr. á næsta ári. Af- borganir eldri lána eru áætlaðar 36 ! milljarðar. Hrein lánsfláröflun er áætluð 11,7 milljarðar og er það 7,7 i"milljörðum kr. lægri ijárhæð en á yfirstandandi ári. Horfur í ríkisfjármálum á næsta ári benda til þess að ríkissjóður lækki skuldir sínar um 2,3 milljarða kr. á árinu 1997 en í ár eru þær taldar aukast um rúma 15 milljarða kr. Á minni lánsfjárþörf hins opinbera að gefa svigrúm til aukinnar fjárfest- ingar atvinnufyrirtækja án þess að raska jafnvægi á fjármagnsmarkaði, skv. kafla fjárlagafrumvarpsins um lánsfjármál. Greiddar afborganir 14,2 milljarðar Áætlað er að á næsta ári verði nýr peningalegur spamaður öilu meiri en í ár, um 46 milljarðar kr. eða 8,8% af landsframleiðslu. Heildarlántökur A-hluta ríkissjóðs eru áætlaðar 11,9 milljarðar kr. sam- Ríkið dregur úr fjár- festingu FJÁRFESTINGAR ríkisins minnka um 300 milljónir sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu og verða 9,4 milljarðar. Minnkunin kemur fyrst og fremst fram í vegamálum. Fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu verð- ur 1,8% á næsta ári, en á árunum 1991-1994 var þetta hlutfall 2,8-3,2%. Tæpir 7 milljarðar til vegamála Heildarframlög til Vegagerð- innar verða tæplega 7 milljarðar árið 1997, þar af fara 3,1 millj- arður til viðhalds vega, 2,4 millj- arðar til nýframkvæmda og til- rauna og 460 milljónir til rekst- urs feija og afborgana af bygg- ingalánum þeirra. Á síðustu 10 árum hafa 67,5 milljarðar farið til vegamála, en það er 1,5 milljarðar umfram lög- bundar tekjur Vegagerðarinnar. í ár renna hins vegar 637 milljón- ír af mörkuðum tekjum stofnar- innar í ríkissjóð og gert er ráð fyrir að samsvarandi upphæð í ár verði 856 milljónir. Horfur eru á að fjárfesting landsmanna aukist um 24% á þessu ári. Mestu máli skiptir 50% aukning í fjárfestingu atvinnu- veganna, en tæplega helming hennar má rekja til stækkunar álvers og Hvalfjarðarganga. Því er spáð að fjárfesting aukist á þessu ári um 8,5% og verði sam- ,-tals 98 milljarðar. Á þessum tveimur árum er því búist við ríf- lega 30% aukningu á fjárfest- ingu. Það þýðir að fjárfesting sem ' hlutfall af landsframleiðslu verð- . ur um 19% sem er svipað og í ( OECD-ríkjunum. Á árunum i 1994-95 fór þetta hlutfall niður ! í 15%. anborið við 43,9 milljarða kr. á þessu ári. Greiddar afborganir af teknum lánum eru taldar munu nema 14,2 milljörðum kr. Greiddar afborganir af teknum HALLI ríkissjóðs á yfirstandandi ári er nú talinn geta orðið 2,7 milljarðar kr., eða 1,2 milljörðum kr. minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum., skv. endurskoðaðri áætlun ársins. Að vaxtagjöldum frátöldum er af- koman jákvæð um 5,5 milljarða kr. á árinu og er það í fyrsta sinn síðan árið 1984 að aðkoma ríkissjóðs að vöxtum frátöldum er jákvæð en frá 1985-1995 var afkoma ríkissjóðs á þennan mælikvarða neikvæð um 3,5 milljarða að jafnaði á ári. Tekjur 5,1 milljarði hærri en í fjárlögum Nú er talið að heildartekjur ríkis- sjóðs á árinu 1996 geti orðið um 126 milljarðar kr. eða 5,1 milljarði hærri en á fjárlögum. Talið er að tekju- skattar verði rúmlega 3 milljörðum kr. meiri en gert var ráð fyrir í fjár- lögum og tryggingagjald er talið skila 250 millj. kr. viðbótartekjum. Hins vegar hafa tekjur af virðisauka- lánum ríkissjóðs eru áætlaðar 14.240 milljónir kr. á næsta ári samanborið við 28.750 millj. kr. á þessu ári. Inn- lausn spariskírteina er áætluð um 5,4 milljarðar á næsta ári og afborg- skatti hækkað minna en nemur veltubreytingum í þjóðfélaginu, þrátt fyrir að aukning þjóðarutgjalda verði um 9% og einkaneysla aukist um 7%. Telur fjármálaráðuneytið að ýmsar skýringar geti verið á því, m.a. miklar fjárfestingar fyrirtækja, innflytjendur hafi birgt sig upp vegna væntinga um aukna eftir- spurn og fyrirtæki hafi lækkað álagningu sína vegna mikillar sam- keppni á markaðinum að undan- förnu. Endurmat á útgjaldahorfum árs- ins leiðir í ljós 3,9 milljarða kr. hækkun frá fjárlögum. Horfur eru á að útgjöld til heilbrigðismála fari allt að 1.400 milljónum kr. fram úr fjárlögum og vegur þar þyngst auk- in fjárþörf sjúkratrygginga um 900 millj. kr. samkomulag um verka- skiptingu sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur einnig í för með sér 430 millj. kr. viðbótarfjárveitingu til sjúkra- húsanna úr ríkissjóði á þessu ári. anir af erlendum lánum dragast sam- an milli ára um 1,8 milljarða m.a. vegna skuldbreytinga yfir í lán á betri kjörum. Lán vegna flugstöðvar greidd af tekjustofnum flugmálaáætlunar Á árinu 1997 er ráðgert að veita ný lán að fjárhæð 6.190 milljónir kr. til fyrirtækja og sjóða í B-hluta ríkis- sjóðs. Á móti koma innheimtar af- borganir af eldri lánum sem eru áætlaðar samtals 8.240 millj. kr. Á næsta ári koma til greiðslu 1.470 milljóna kr. lán sem ríkissjóður end- urlánaði Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Til viðbótar þarf á næsta ári að fjár- magna fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar að fjárhæð 525 milljónir kr. Fjárþörf flugstöðvarinnar verður mætt með nýrri lántöku ríkissjóðs að fjárhæð 1.950 millj. kr. sem áformað er að greidd verði af tekjustofnum flug- málaáætlunar á næstu árum og ára- tugum, ásamt öðrum lánum sem hvíla á flugstöðinni. í öðru lagi er talið að framlög til fjárfestinga fari tæplega 700 millj. kr. fram úr fjárlögum. Fram- lag til vegagerðar er talið hækka um 227 millj. kr. vegna hækkunar á tekjustofnum og bættrar inn- heimtu á þungaskatti. Ennfremur hafa verið teknar ákvarðanir um ýmis verkefni sem ekki var ætlað fyrir í fjárlögum, s.s. flugvélakaup fyrir flugmálstjórn, kostnað fyrir embætti forseta íslands og fram- kvæmdir á vegum Alþingis en alls er talið að þessi útgjöld nemi um 300 millj. kr. Talið er að almenn vaxtagjöld hækki um 750 millj. á þessu ári. Þá hafa útgjöld vegna reksturs grunnskóla verið talin verða um 240 millj. kr. umfram heimildir fjárlaga. Einnig hefur verið unnið að upp- gjöri á skuldbindingum ríkissjóðs vegna snjóflóðanna á Súðavík og Flateyri og er talið að fjárþörf vegna þeirra nemi 250 millj. kr. Endurskoðun tekjuskattskerfis Engin áhrif á tekjur rík- issjóðs NEFND sem skipuð er fulltrú- um stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins vinnur nú að end- urskoðun tekjuskattskerfisins og á að skila tillögum sínum fyrir áramót. Er henni m.a. falið að leita leiða til að draga úr jaðaráhrif- um tekjuskatts og ýmissa bóta- greiðslna en ekki er gert ráð fyrir að tillögur nefndarinnar leiði til neinna breytinga á tekjuöflun ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum- varpinu. Þá er ekki gert ráð fyrir að skattlagning fjármagnstekna skilar tekjum á árinu 1997, að því er segir í frumvarpinu. Málefni fatlaðra Framlög hækka um 190 milljónir ÁÆTLAÐ er að fjárveiting til málefna fatlaðra á næsta ári verði 2.314 milljónir kr. og hækki um 190 millj. kr. Útgjöld aukast m.a. vegna útskrifta vistmanna af Kópa- vogshæli yfir á sambýli hjá svæðisskrifstofunum í Reykja- vík og á Reykjanesi og kostn- aður við stuðningsfjölskyldur eykst um 19 milljónir kr. Gerð- ur hefur verið samningur við Akureyrarbæ um að taka að sér framkvæmd þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu og framlag til þess er 252 millj- ónir kr. Útgjöld til landbúnaðar minnka ÚTGJÖLD landbúnaðarráðu- neytis eru áætluð 6.924 millj- ónir kr. á næsta ári og lækka um 57 millj. á milli ára. Greiðslur vegna sauðfjár- ræktar lækka um 230 millj. kr., úr 2.727 millj. kr. á fjárlög- um í ár í 2.497 millj. á næsta ári, í samræmi við búvörusamn- ing ríkisins og bænda. Uppkaup á fullvirðisrétti eru áætluð 313 millj. kr. og lækka um 282 millj. kr. milli ára. í samningi ríkisins og Bændasamtakanna eru uppkaup áætluð 402 millj. kr. en vegna verulega færri umsókna um sölu á fullvirðis- rétti munu um 90 millj. kr. greiðslur frestast til síðari tíma. Hagræðing í löggæslu KANNAÐIR verða möguleikar á útboði á rekstri Kvíabryggju á næsta ári og lokun Siðumúla- fangelsisins á að leiða af sér 20 milljóna kr. sparnað árið 1997. Þá verða færðar 30 millj- óna kr. sértekjur á liðinn „ýmis löggæslukostnaður" hjá dóms- málaráðuneytinu en um er að ræða ósundurliðaðan sparnað sem ætlað er að ná með hag- ræðingu í löggæslu. Kostnaður vegna samræmdrar neyðarsím- svörunar hækkar um 10 millj- ónir kr. Útgjöld ríkissjóðs eftir ráðuneytum 1988-1997 Milljónir kr. á verðlagi lands j^ ’ 7 framleiðslu 1997 -jggg 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Áætlun Frumvarp 1996 1997 Æðsta stjórn r. 1.211 1.229 1.342 1.292 1.188 1,234 1.292 1.466 1.488 1.363 Forsætisráðuneyti 689 1.336 932 922 395 423 772 864 707 529 Menntamálaráðuneyti 20.723 20.187 19.314 20.573 19.003 18.690 19.162 18.299 20.016 14.62751 Utanrikisráðuneyti 1.439 1.503 1.686 1.825 1.660 1.767 1.850 1.970 1.991 1.972 Landbúnaðarráðuneyti 5.160 5.791 4.618 6.431 6.500 8.72721 7.694 7.373 7.249 6.924 Sjávarútvegsráðuneyti 2.890 3.162 1.177 1.232 1.175 1.256 1.010 1.187 1.274 1.210 Dóms- og kirkjumálar. 6.491 5.937 5.785 5.952 5.902 6.176 6.542 6.495 6.267 6.264 Félagsmálaráðuneyti 5.640 4.481 4.795 5.899 5.670 5.983 9.37531 10.155 9.370 9.301 Heilbrigðis- og trvggingar. 48.154 48.120 50.7141’ 53.449 53.015 53.199 51.40831 52.478 52.594 52.224 Fjármálaráðuneyti 18.172 18.665 15.430 18.222 15.018 15.769 16.312 17.534 29.7114) 18.916 Samgönguráðuneyti 8.383 8.593 9.078 8.994 8.941 10.486 10.199 9.944 8.910 8.557 Iðnaðarráðuneyti 2.124 2.164 1.536 1.545 1.155 1.148 1.226 1.285 1.202 1.117 Viðskiptaráðuneyti 6.453 6.844 6.986 6.191 5.939 1902' 195 209 203 195 Hagstofa íslands 152 141 141 168 166 154 170 157 163 154 Umhverfisráðuneyti - - 44 632 669 727 640 803 984 988 Samtals 127.682 128.153 123.579 133.326 126.399 125.930 127.846 130.220 142.131 124.340 1.1 upphafí árs 1990 breyttist verkaskipting rikis og sveitarfélaga sem jók útgjöld heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. 2. Niðurgreiðslur búvötu ftuttar trá viðskipta- ráðuneyti til landbúnaðarráöuneytis. 3. Atvinnuleysistryggingasjóður fluttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. 4. Innköllun spariskirteina hækkar vaxtagjölkd um 10.100 milljónir króna árið 1996. 5. Flutningut grunnskólans til sveitarfélaga lækkasr útgjöld menntamálaráðuneytis um 5.213 milljónir króna árið 1997. Spáð er 2,7 milljarða halla á ríkissjóði á árinu 1996 Heilbrigðismál 1.400 millj- ónir umfram fjárlög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.