Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 1
UPPLÝSINCAR Alþingi öílugt á alnetinu/5 FYRIRTÆKI Búri vex fiskur um hrygg/8 SAMSKIPTI Sinn er siöur í landi hverju/10 Vöruskipti Fluttar voru út vörur fyrir 82,9 milljarða króna fyrstu átta mán- uði ársins, en inn fyrir 78,2 millj- arða fob. Afgangur var því á vöruviðskiptunum við útlönd sem nam 4,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 9,9 milljarða á föstu gengi. 2 Einkaleyfi Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. hefur sótt um einkaleyfi í tæp- lega 200 löndum vegna nýrrar aðferðar til að búa til svonefnda harða hulsu á gervifætur. Fyrst var sótt um einkaleyfi í Banda- ríkjunum og þegar umsóknin var samþykkt þar í síðasta mánuði var hafist handa annarstaðar. 3 Hugbúnaður Islensk forritaþróun hf. og syst- urfyrirtæki þess í Skotlandi, Atl- antic Information Systems (AIS), hafa að undanförnu gert nokkra stóra samninga um sölu ópusallt- viðskiptahugbúnaðar til fyrir- tækja í Skotlandi. _ SÖLUGENGI DOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur Breytingar á gengi hlutabréfa frá síðustu áramótum Leiðrétt gengi . ,.. hlutabr. Hlutafelag 3i.des. ___________ -íaas- Hraðfr.h. Eskifjarðar hf; Marel hf. Uffl Vinnslustöðin hf. j§§ Síldarvinnslan hf. Har. Böðvarsson hf. Tæknival hf. Skinnaiðnaður hf. ísl. sjávarafurðir hf. Plastprent hf. Skagstrendingur hf. 3 Olíuverslun íslands hf. Pharmaco hf. SR-Mjöl hf. Hampiðjan hf. Grandi hf. Þormóður rammi hf. Skeljungur hf. SÍF hf. Útgerðarfélag Ak. hf. Lyfjaverslun ísl. hf. Eimskip hf. Olíufélagið hf. Auðlind hf. Alm. hlutabréfasj. hf. ísl. hlutabr.sjóðurinn hf. Sjóvá-Almennar hf. Jarðboranir hf. Ehf. Alþýðubankinn hf. Sæplast hf. íslandsbanki hf. Hlutabr.sj. Norðurl. hf. Hlutabr.sjóðurinn hf. Flugleiðir hf. Samein. verktakar hf. KEAhf. Ármannsfell hf. Hlutfallsleg breyting á gengi hlutabréfa, 31.12 1995 - 30.9 1996 Hækkun Þingvísitölu hlutabréfa frá 1. jan. til 30. sept. 1996 var 57,35% Viðskiptí með hlutabréf hafa þrefaldast VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð- bréfaþingi íslands og Opna tilboðs- markaðnum tæplega þrefölduðust fyrstu níu mánuði ársins samanbor- ið við sama tímabil í fyrra. Viðskipt- in námu samanlagt rúmum 5,5 millj- örðum króna fram til loka septem- ber samanborið við rúmlega 1,9 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 1995. Viðskipti með hlutabréf hafa aldrei áður verið jafnmikil og eru nú þegar í ár orðin tæpum tveimur milljörðum króna meiri en allt árið í fyrra, þegar þau námu rúmum 3,6 milljörðum króna. Sala á hlutabréfum á Verðbréfa- þinginu hefur numið 4.115 milljón- um króna það sem af er þessu ári, en á sama tíma í fyrra námu við- skipti með hlutabréf 1.577 milljón- um króna. Sala á hlutabréfum á opna tilboðsmarkaðnum hefur auk- ist enn meira hlutfallslega. Það sem af er þessu ári hafa hlutabréf fyrir 1.397 milljónir króna verið seld, en á sama tímabili í fyrra nam salan 328 milljónum króna. Allt árið í fyrra námu viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi 2.858 milljónum króna og á Opna tilboðsmarkaðnum 763 milljónum króna. Metár Viðskipti með hlutabréf í septem- ber á Verðbréfaþinginu námu 670 milljónum króna, sem er mjög svip- að og viðskiptin voru í júlí- og ágúst- mánuði, en nær tvöfalt meira en viðskiptin voru í júnímánuði. Heild- arviðskiptin í septembermánuði á þinginu námu rúmum ellefu millj- örðum króna, sem einnig eru svipuð viðskipti og verið hafa síðustu mán- uði. Ljóst er að hvað heildarvið- skipti á Verðbréfaþinginu varðar verður um metár að ræða í ár, þar sem viðskiptin fyrstu níu mánuðina nema nú þegar tæpum 85 milljörð- um króna, sem er næstum sömu viðskipti og voru allt árið 1994, þegar fyrra met var sett. Til saman- burðar námu viðskiptin á Verðbréfa- þingi í fyrra rúmum 70 milljörðum króna. Ef litið er til viðskipta með hluta- bréf í einstökum félögum í ár hafa mest viðskipti verið með hlutabréf í íslandsbanka og Flugleiðum, rétt um 500 milljónir króna í hvoru fé- lagi. I septembermánuði voru hins vegar mest viðskipti með hlutabréf í Plastprent hf., eða fyrir rúmar 122 milljónir króna. Þá voru viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum fyrir 63 milljónir króna og í SR-mjöli fyrir tæpar 60 milljónir króna. Á öllu árinu 1995 seldist mest af hiutabréf- um í Flugleiðum, eða fyrir rúmar 344 milljónir króna, en næst mest seldist af hlutabréfum í Hlutabréfa- sjóðnum hf., fyrir 324 milljónir króna. Hraðfrystihús Eskifjarðar hækkað mest Hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar hafa hækkað mest það sem af er þessu ári, en þau hafa nær fjórfaldast í verði frá áramótum. Þá hafa hlutabréf í Marel hf., Vinnslustöðinni hf., Síldarvinnsl- unni hf., Haraldi Böðvarssyni og Tæknivali hf., nær þrefaldast í veðri á sama tímabili. PENINGAMARKAÐSSJÓÐUR Engin binding. Með nýjum peningamarkaðssjóði VÍB, Sjóði 9, getur þú ávaxtað fé þitt eða fyrirtækis þíns haftalaust. 1 einn sólarhring, eða lengur ef því er að skipta. Það er enginn kostnaður. Enginn binditími. Enginn munur á kaup- eða sölugengi. Tvö símtöl nægja - eitt til að kaupa og annað til að selja. Sjóður 9 fjárfestir einkum í skammtímaskulda- bréfum og víxlum ríkis og banka. Lágmarkseign í sjóðnum eru 250.000 krónur. Til að auðvelda bókhald sendum við tvö viðskiptayfirlit á ári. Mánaðarhækkun þingvisitölu borin saman rið mánaðartiækkun verðlags á ársgrundveUi FORYSTA í FJÁRMÁLLM! VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.