Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 C 3 _______________________________VIÐSKIPTI________________ Búnaðarbanki íslands skilar betri afkomu í ár en á sama tíma í fyrra Hagnaður 132 milljónir króna á fyrri árshelmingi HAGNAÐUR Búnaðarbankans fyrstu sex mánuði ársins nam alls um 199 milljónum króna fyrir skatta samanborið við 77 milljónir á sama tíma- bili í fyrra. Að frádregnum sköttum nemur hagn- aður nú 132 milljónir en var 42 milljónir árið áður. Eiginfjárhlutfall bankans í lok júní sl. var 10,6% samkvæmt nýjum útreikningsreglum sem tóku gildi á þessu ári en 10,9% samkvæmt fyrri reglum. Vaxtatekjur bankans á fyrri hluta ársins voru 2.438 milljónir króna samanborið við 2.029 millj- ónir á sama tíma í fyrra. Vaxtagjöldin eru hins vegar 1.287 milljónir nú samanborið við 946 milljónir í fyrra. Hreinar vaxtatekjur eru því 1.151 milljón, en voru 1.083 í fyrra. Aðrar rekstrartekjur eru 633 milljónir en voru 480 milljónir í fyrra, launakostnaður 686 milljónir en var 620 milljónir króna. Önnur rekstrargjöld eru 636 milljónir króna en voru 600 milljónir á fyrri hluta ársins í fyrra og framlag á afskriftar- reikning nemur nú 263 milljónum samanborið við 266 milljónir í fyrra. Tekju- og eignaskattur nemur nú 67 milljónum en var 35 milljónir í fyrra. Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri í Búnaðar- banka íslands, segir að þessi útkoma sé betri en útkoman í fyrra. Hins vegar verði að taka svona milliuppgjöri með ákveðnum fyrirvara, þar sem það segi ekki jafn mikið og endanlegt upp- gjör fyrir allt árið. Þannig séu rekstrartekjur á fyrri hluta þessa árs að hluta til óeðlilegar há- ar, en á móti komi að afskriftaframlög á seinni hluta ársins verði að líkindum hlutfallslega minni en á fyrri hluta ársins. Þá væri vaxtamunur á árinu svipaður og í fyrra. Launakostnaður hefði hins vegar vaxið aðeins vegna launahækkunar samkvæmt kjarasamningum í upphafi ársins. Jón Adolf sagði að tvennt réði mestu um bætta afkomu bankans í ár samanborið við í fyrra. Annars vegar væru skuldabréf í eigu bank- ans nú gerð upp á markaðsgengi sem ekki hefði verið áður og hins vegar væri það veruleg útlána- aukning á þessu ári, bæði til fjárfestinga og neyslu, í samanburði við árin 1994 og 1995 og hún yrði til þess að auka aðrar rekstrartekjur töluvert. Samvinna Chrysler ogBMW París. Reuter. BMW í Þýzkalandi og Chrysler í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að fyrirtækin muni leggja fram 500 milljónir dollara í því skyni að koma á fót sameignarfyrirtæki í Suður- Ameríku til að framleiða vélar í litla bíla. Stjórnarformennirnir Bernd Pisc- hetsrieder og Robert Eaton sögðu á bílasýningunni í París að sameign- arfyrirtækið mundi framleiða 400.000 fjögurra strokka vélar á ári og ætti að taka til starfa fyrir árslok 1999. Verksmiðjunni hefur ekki verið fundinn staður. Vélarnar verða not- aðar í bíla úr Rover deild BMW og í Chrysler Neon, sem er smíðaður í Bandaríkjunum. BYKO kaupir IBM tölvur BYKO hf. hefur fest kaup á öflugum IBM AS/400 tölvumiðl- ara frá Nýherja hf. af gerðinni 50S. Þessi kaup eru hluti af end- urnýjun fyrirtækisins á þeim búnaði sem þar er fyrir en BYKO notar nú sjö AS/400 vélar sem teknar voru í notkun á árunum 1990-1993, segir í frétt frá Byko. Nýja IBM vélin hjá BYKO mun þjóna öllum deildum fyrirtækis- ins og leysa fyrri vélar af hólmi í áföngum. Einnig var undirrit- aður samningur við Nýherja um kaup á afgreiðslukerfum fyrir verslanirnar Járn og skip í Reykjanesbæ og Habitat í Borg- arkringlunni sem báðar eru í eigu BYKO. Um er að ræða OMRON kassakerfi, tölubúnað, rekstrarvörur, ISDN búnað o.fl. Frá undirritun samnings BYKO og Nýherja, frá vinstri: Finnur Thorlacius og Frosti Sig- urjónsson, forsljóri frá Nýherja og þeir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og Hannes Smárason frá BYKO. Afgreiðslutimar Verslanir og timbursala Mán.idag. Lnucaitíaj Lokaú er i imt* I háctegínu' VQf?lun BMjRihni: MánuflSídj^^/J utíaga Lok Mf- Mgf Mjj l - WBgk '*'■ / / j Rafræn við- skipti auðvelda skattaeftirlit AUKIN rafræn viðskipti auðvelda eftirlit skattyfirvalda á einstakling- um og fyrirtækjum, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar, skattrann- sóknarstjóra. Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt er öllum skylt að láta skattyfirvöldum í té allar nauðsyn- legar upplýsingar og gögn sem beðið er um og unnt er að láta í té. Skipt- ir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila, sem beiðninni er beint til, eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra aðila eða eftirlit með henni. Ríkisskattstjóri og skatt- rannsóknarstjóri hafa enn fremur heimildir gagnvait þeim aðilum sem ekki eru framtalsskyldir, s.s. öllum stofnunum, bönkum, sparisjóðum og öðrum peningastofnunum. Að sögn Gunnars Bæringssonar, framkvæmdastjóra Eurocard á ís- landi, eru það einungis skattyfirvöld sem geta án dómsúrskurðar farið fram á að sjá debet- og kreditkorta- færslur, bæði einstaklinga og fyrir- tækja, hjá greiðslukortafyrirtækjun- um. „Það kemur fyrir alltaf af og til að skattayfirvöld fara fram á að fá upplýsingar um kortafærslur bæði einstaklinga og fyrirtækja. Það er auðvelt að rekja kortaviðskipti því að þau eru bæði skráð á viðskiptavin- inn og þann sem verslað er við.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru uppgjör á greiðslukorta- viðskiptum og tékkum í flestum til- vikum í góðu lagi hjá fyrirtækjum. Aftur á móti vekur athygli ef fyrir- tæki, s.s. veitingahús, hefur litlar sem engar tekjur af viðskiptum með peningum. Enda mjög sjaldgæft að einhveijir viðskiptavinir veitingahúsa greiði ekki með peningum. Á sama hátt er hægt að rannsaka hvort eyðsla einstaklinga með kort- um og tékkum sé óeðlilega mikil sé miðað við árstekjur einstaklingsins. Össur hf. með nýja aðferð við framleiðslu á hulsum á gervifætur Sækir um einkaleyfi í tvö hundruð löndum STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ Össur hf. hefur sótt um einkaleyfi í tæplega 200 lönd- um vegna nýrrar aðferðar til að búa til svonefnda harða hulsu á gervifætur. Fyrst var sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum og þegar umsóknin var samþykkt þar í síðasta mánuði var hafist handa annarstaðar. Fram kemur í frétt frá Össuri að gert ráð sé fyrir að einkaleyfi fáist samþykkt í öllum löndum á næstu tveimur árum. Nem- ur áætlaður kostnaður um 50 miiljónum vegna þessara leyfisumsókna. Einkaleyfi á þessari aðferð fæst þó að forminú til frá þeim degi þegar sótt er um þannig að IceX- nýjungin nýtur nú þegar verndar. Lögfræði- skrifstofan Bacon and Thomas í Washing- ton, sem sérhæfir sig í einkaleyfum og vörumerkjaskráningu hefur annast þessa vinnu fyrir Össur. Aðferðin sem gengur undir heitinu IceX hefur verið í þróun hjá Össuri í tæp 2 ár. Þessi tækni byggist á eins konar móta- tækni sem þróuð hefur verið hjá fyrirtæk- inu, svo og sérstakri koltrefjablöndu sem þróuð hefur verið í samvinnu við bandaríska stórfyrirtækið 3M. Þessar koltrefjar hafa þann eiginleika að harðna á stuttum tírna ef þær eru vættar. Við það ná trefjarnar styrk sem jafnast á við gæðastál. Ein heimsókn til sérfræðings nægir Hingað til hefur verið beitt þeirri tækni að gera gifsmót af stúfnum og steypa huls- una á módelið. Þetta krefst vandasamrar handavinnu og sérþjálfaðs starfsfólks með mikla reynslu. Þar að auki þarf sjúklingur að koma margoft til sérfræðings áður en unnt er að utvega honum gervifót. Algengt er að þetta ferli taki 2-3 vikur. Með hinni nýju tækni Össurar hf. þurfa sjúklingar aðeins að koma einu sinni og hægt er að útvega gervifót á einni klukkustund. Það kemur fram hjá Össuri hf. að þessi nýjung muni væntanlega koma í góðar þarfir á stríðshrjáðum svæðum eins og i lýðveldum Júgóslavíu fyn-verandi. Mun minni tækniþekkingu þurfi til að búa til gervifót en áður og afköst séu margföld miðað við það sem áður hefur þekkst. IceX er ekki sérstaklega ódýr lausn, en kostnað- urinn er að mestu sambærilegur við þær lausnir sem fyrir voru. Þó er hægt að sýna fram á nokkurn sparnað. Langstærstu markaðirnir verða því væntanlega í Banda- ríkjunum og Evrópu, eins og raunin hefur orðið á með aðrar vörur fyrirtækisins. Einkaleyfið seinkar keppinautunum Um þessar rnundir er verið að setja IceX á markað í Evrópu og í lok október verður hafist handa á Bandaríkjamarkaði. í tengsl- um við þetta hefur fyrirtækið hrint af stað sérstakri þjálfunaráætlun í Evrópu undir stjórn dótturfyrirtækja Össurar í Lúxem- borg og á Englandi. Fyrirtækið rekur sér- staka þjálfunarstöð í Manchester. Dóttur- fyrirtæki Össurar í Santa Barbara í Kali- forníu í Bandaríkjunum mun stýra þjálf- unaráætlun þar í landi. Að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar hf., er hér um að ræða mikla nýj- ung og ljóst að fyrirtækið mun standa eitt að þessari framleiðslu í einhvern tíma. Hann vildi hins vegar engu spá um hvaða tekjum þessi afurð kynni að skila fyrirtæk- inu í framtíðinni. „Það er ljóst að þessi markaður er gríðarlega stór, en það er aldr- ei hægt að segja fyrir um viðbrögð keppi- nauta. Einkaleyfið er til þess að gera þeim erfiðara fyrir og seinka því að þeir finni nákvæmlega þessa lausn, en útilokar ekki um alla framtíð að menn noti þessa tækni,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.