Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI * Arangur Marels vegur þungt í grósku í málm- og rafiðnaði Útflutningur stefn- irí2 milljarða íár Morgunblaðið/Ásdís Á RÁÐSTEFNU Málms, samtaka málmiðnaðarins, voru mættir ýmsir forsvarsmenn sjávarútvegs og þjónustufyrirtækja hans. Ný stefnumótun Málms og Samtaka iðnaðarins fyrir skipasmíðaiðnaðinn Nái 75- 80% hlut- deild innanlands Millónir króna 1.800 Utflutningur málm- og rafbúnaðar árin 1990 til 1996 miðað við verðlag í júní 1996 +30,4% Breytingar á milli ára 0,0% +22,8% 0,4% +1,5% +0,1% Jan.- Júní +27,8% 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 MÁLMUR, samtök fyrirtækja í málmiðnaði og Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu unnið að stefnu- mótun fyrir málm- og skipaiðnaðinn. Þar hefur verið mótað það markmið að skipaiðnaðurinn nái fyrri mark- aðshlutdeild sinni innanlands, 75-80%, fyrir aldamót. Þetta yrði hliðstæð hlutdeild og greinin hafði á árunum 1980-1985, en árið 1992 var hlutdeildin komin niður í 8%, að því er fram kom á ráðstefnu Málms, samtaka fyrirtækja í málmiðnaði, sem haldin var nýlega í tengslum við sjávarútvegssýninguna. „Það er að mínu mati alis ekki óraunhæft að ætla sér að ná þessu marki,“ sagði Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri, í erindi sínu. „Það eru að vísu ekki líkur á að við munum byggja stærstu og fullkomnustu fiskiskipin en smíði smærri skipa er viðráðanlegt verkefni og eru slík verkefni nú þegar í gangi.“ „Undanfarin tvö ár hafa innlend skipaiðnaðarfyrirtæki verið að ná stærri og stærri verkefnum inn í landið en enn er það samt svo að stór stálverkefni, einkum lengingar á skipum fara út landi. Ljóst er að í mjög vinnuaflskrefjandi og þungum stálverkum erum við ekki samkeppn- isfær í verði við pólskar skipasmíða- stöðvar þar sem vinnuafl er mjög ódýrt þar í landi. Ég vil þó leyfa mér að fullyrða að í öðrum sam- keppnisþáttum erum við með sterk- ari stöðu. Vöruvöndun er meiri hér á landi en í Póllandi og tímaáætlan- ir standast mun betur. í raun er það furðulegt hversu íslenskir aðilar sætta sig hljóðalaus við að tímaáætl- anir fari úr böndum í erlendum skipasmíðastöðvum og vakna oft spurningar um hvort raunverulega sé um hagkvæmari viðgerð að ræða þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta. Ef litið er fram hjá þessum sér- stöku aðstæðum í Póllandi sýnir til- boðsmarkaðurinn að samkeppnis- staða íslenskra málm- og skipa- smiðja hefur verulega batnað og er nú allbærileg í miðlungsstórum við- gerðarverkefnum." VERÐMÆTI útflutnings á málm- og rafbúnaði stefnir í um 2 millj- arða á þessu ári sem yrði um tvö- falt meira en á árinu 1993. Þar vegur þungt góður árangur Mar- els hf. í útflutningi, en fyrirtækið flutti út búnað fyrir liðlega 600 milljónir á fyrri helmingi ársins. Þessi mál voru til umræðu á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins og Málms, samtaka fyrirtækja í málmiðnaði, sem haldin var nýlega í tengslum við sjávarútvegssýning- una í Laugardalshöll. Elías Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Meka, sagði m.a. í erindi sínu að smíðaþekking og gæði smíða væru á þokkalega háu stigi hér á landi. Þróun yrði þar sem þekking væri fyrir hendi og þess vegna væri það engin tilviljun að þróun og útflutn- ingur á íslenskum iðnaðarvörum hefðu að langmestu leyti orðið í samvinnu við þá grein þar sem þekkingin væri mest — þ.e. í tengslum við sjávarútveg. „Sjávar- útveginn hefur skort hentugar lausnir eða tækjabúnað erlendis frá og þess vegna hefur skapast hér gróskumikið þróunarum- hverfi." Tæknistigið ekki hækkað nógu mikið Svavar Svavarsson, fram- leiðslustjóri Granda hf., benti á í sínu erindi að óvíða í heiminum hefði átt sér stað jafnmikil vélvæð- ing í fiskvinnslu og á íslandi. Hins vegar hefði tæknistigið í fisk- vinnslunni ekki hækkað nógu mik- ið þegar litið væri til síðustu 15 ára miðað við þörfina í greininni. „Það hefur t.d. tekið of langan tíma að þróa nothæf tæki sem leysa af hólmi handavinnu við beingarðsskurð flaka, snyrtingu og niðurskurð. Enn í dag vinnur meira en helmingur starfsmanna í frystihúsum við þessi störf sem eru einhæf og frekar erfið og kosta mikla þjálfun. Með vélvæðingu þessara verkþátta væri hægt að lækka launakostnað í bolfisk- vinnslu um helming og til viðbótar auka verðmæti framleiðslunnar umtalsvert.“ Svavar sagði að eflaust mætti rekja ástæður þess að ekki hefði verið nægur kraftur í þróunarvinn- unni til margra þátta. „Síðasti áratugur hefur verið mjög erfiður fyrir fiskvinnsluna í landinu, þar sem dregið hefur verulega úr framboði hráefnis vegna þess að takmarka hefur þurft veiðar vegna verndunar fiskstofna.“ Þá kvaðst hann telja að sú lægð sem hefði verið í fiskvinnslunni hefði haft letjandi áhrif á þau fyrirtæki sem þróuðu og fram- leiddu nýjan tæknibúnað fyrir fisk- vinnsluna. „Þótt ástandið sé ennþá * nokkuð ótryggt eru mörg jákvæð teikn nú á lofti fyrir báðar þessar greinar. Fiskiðnaðarfyrirtæki hafa verið að renna saman í stærri ein- ingar og taka upp sérhæfingu sem er forsenda fyrir aukinni sjálf- virkni. Mörg fyrirtæki sem fram- leiða tæknibúnað fyrir fiskiðnað- inn hafa einnig eflst í kjölfar fjár- hagslegrar endurskipulagningar og aukinnar sérhæfingar." Lúxus sportbíll á tilboði! Volvo bílar eru víðfrægir fyrir mikið rými, öryggi og aksturseiginleika sem hefur gert þá að fyrirmynd annarra bílaframleiðenda um áratugaskeið. Þegar við bætist kraftmiklar vélar og mikill staðalbúnaður verður augljóst hvers vegna Volvo 850 er mest seldi bíll á íslandi í sínum flokki. Sem dæmi um staðalbúnað má nefna: • Læsivarðir hemlar • Vökva- velti og aðdráttarstýri • Fullkomin hljómflutningstæki með 8 hátölurum • Rafknúið loftnet • Þokuljós að framan • Upphituð framsæti • Innbyggður barnastóll • Loftpúði í stýri • Loftpúði fyrir farþega • Hliðarloftpúðar (SIPS) • Framdrif með spólvörn • Rafknúnar rúður • Rafknúnir og upphitaðir speglar • Fjarstýring fyrir samlæsingu • Armpúði með glasahaldara og Volvo taumottur • og margt, margt fleira! Við getum nú boðið örfáa bíla af árgerð 1996 með þessum ríkulega búnaði og sjálfskiptingu á: BIFREIÐ SEM ÞU GETUR TREYST BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.