Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 C 5 VIÐSKIPTI Upplýsingar um Alþingi á alnetinu Allt að sjö þúsund fyrir- spumir á viku Alþingi hlaut viðurkenningu fyrir bestu upp- lýsingasíðuna frá Samtökum tölvu- og fjar- skiptanotenda í síðustu viku. Með tilkomu síðunnar hefur aðgangur almennings að upplýsingum um þingið verið auðveldaður til muna. Guðrún Hálfdánardóttir kynnti sér upplýsingaþjónustu Alþingis. Morgunblaðið/Ásdís FRIÐRIK Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, og Ólafur G. Einarsson, forseti þingsins, við nýja tölvubúnaðinn. HAUKUR Arnþórsson með skjámynd af heimasíðu Alþingis en slóðin er http://www.althingi.is. VALGEIR Sigurðsson, yfirmaður skjalavörslu Alþingis, hjá sneisafullum hillum af þingskjölum. ALÞINGI var að öllum lík- indum fyrst evrópska þjóðþinga til að veita þjónustu á veraldarvefn- um. Upplýsingasíða Alþingis hefur verið starfrækt á alnetinu síðan haustið 1994. Allar götur síðan hefur upplýsingasíðan verið í stöð- ugri uppbyggingu. Aðgangur að upplýsingasíðunni er öllum heimill en þar er hægt að nálgast m.a. þingskjöl og þingræð- ur. Að sögn Hauks Arnþórssonar, forstöðumanns upplýsinga- og tæknisviðs skrifstofu Alþingis, þá er þjónustan töluvert mikið notuð og fyrirspurnirnar eru allt að sjö þúsund á viku. „Það hefur dregið úr áskriftum að Alþingistíðindum með tilkomu síðunnar. Mörg fyrir- tæki notfæra sér vefþjónustuna, sér í lagi stór fyrirtæki þar sem starfsmenn vinna við tölvur og hafa aðgang að alnetinu. Notkun alnetsins sparar fyrirtækjum bæði áskriftarkostnað vegna Alþingist- íðinda og dýrmætt hillupláss. Um leið verða fyrirtækin umhverfis- vænni." Á alnetinu eru öll þingskjöl og þingræður frá haustinu 1991. Þing- skjöl eru yfirleitt komin á vefínn sama dag og þau eru lögð fram í þingsal. Ræður þingmanna eru oft- ast komnar á netið innan viku frá flutningi á þingfundi. Á vegum Al- þingis er unnið að innslætti aðalefn- isyfirlits Alþingistíðinda aftur í tím- ann, þannig eru nú komin inn gögn um þingmenn, skjöl og ræður allt aftur til ársins 1972. Að sögn Hauks er einungis um yfirlit að ræða en þau geta sparað mikla leit í Alþing- istíðindum. Þingskjöl og áskriftir að Alþing- istíðindum eru seld með hefðbundn- um hætti í skjalavörslu Alþingis í Skólabrú 2. Bein tenging við gagnagrunn þingsins Af upplýsingasíðunni er bein tenging við gagnagrunn Aiþingis og þar má frá fram upplýsingar um feril þingmála. Stöðu þingmála má skoða á hverjum tíma og t.d. hvaða umsagnaraðilar hafa fjallað um þingmál. Þar er einnig að finna upplýsingar um hvernig alþingis- menn hafa greitt atkvæði við af- greiðslu einstakra frumvarpa. Að sögn Hauks er gagnagrunnurinn í raun innanhússkerfi starfsmanna Alþingis og þingmanna sjálfra, en er opið öllum án gjaldtöku. „Að vísu er stundum kvartað undan því að erfitt sé að leita í gagnagrunnin- um. Það skýrist af því hversu flók- in þinsköp Alþingis eru þannig að notendur verða helst að hafa ein- hverja þekkingu á þeim áður en notkun gagnagrunnsins hefst." Hann segir að kostnaður sem hið opinbera hefur lagt út í vegna dreifingar á prentmáli hafi iðulega ekki skilað sér með áskriftargjöld- um, jafnvel svo að ekki nægi fyrir dreifingarkostnaði. „Ef opinberar stofnanir geta dregið úr prentun þá þýðir það mikinn sparnað í rekstri þeirra en tölvukerfi flestra opinberra stofnana býður upp á dreifingu gagna með veraldarvef.“ Að sögn Hauks hafa þingmenn verið duglegir að tileinka sér notk- un tölva við störf sín. „Það er tölvu- net á milli bygginga þingsins og til allra skrifstofa þingmanna. Unn- ið er að því að beintengja tölvur heim til þingmanna þannig að þeir geti nálgast tölvupóst, skjalasöfn og alnetið heima hjá sér.“ Forseti þingsins, Ólafur G. Ein- arsson, og skrifstofustjóri Alþingis, Friðrik Ólafsson, hafa nýlega tekið í notkun nýtt grafískt hugbúnaðar- kerfi í þingsal. Haukur segir að með hugbúnaðinum sé hægt að stjórna atkvæðagreiðslum, fylgjast með viðveru þingmanna og setja inn breytingar á mælendaskrá ef þingmenn biðja um orðið á þing- fundi. í kerfinu er klukka sem stýr- ir tímatöku í umræðum þar sem ræðutími er takmarkaður og munu áhorfendur, hvort sem þeir eru staddir í þingsal, á áhorfendapöll- um eða fyrir framan sjónvarpið, geta fylgst með því hvort ræðu- menn fara út fyrir leyfilegan ræðu- tíma,“ segir Haukur. Sjónvarpað beint frá Alþingi í vétur verða beinar útsendingar frá föstum þingfundum í Ríkissjón- varpinu. Útsendingarnar verða til klukkan fimm síðdegis. Því til við- bótar verða stefnuræða forsætisráð- herra, eldhúsdagur og e.t.v. fleira í beinni útsendingu í Ríkissjónvarp- inu. í textavarpinu á bls. 230 birtist daglega dagskrá næsta þingfundar. Þegar þingmenn ræða mál sem hafa valdið hita í þjóðfélaginu er yfirleitt þétt setinn bekkurinn á áhorfendapöllum Alþingis. Þar er hægt að fylgjast með dagskrá yfir- standandi þingfundar. Haukur segir að alltaf verði al- gengara að félagasamtök og skólar hafi áhuga á að kynna sér Alþingis- húsið og þá starfsemi sem þar fer fram. Upplýsingafulltrúi Alþingis tekur á móti hópum sem þess óska, sýnir þeim húsið og muni þess, rekur sögu þingsins og segir frá starfsemi þess. Yfir sumartímann er boðið upp á skipulagðar skoðun- arferðir með leiðsögumönnum um Alþingishúsið. „Það er allra hagur að upplýs- ingar um störf Alþingis séu öllum aðgengilegar en ekki lokaðar með einhveijum hætti almenningi í land- inu sem á rétt á að fylgjast með löggjafarþinginu landsins að störf- um,“ segir Haukur Arnþórsson. íslensk forritaþróun hf. með marga stóra samninga erlendis Félag bókhalds og fjárhagsraögjafa Skartgripakeðja velur ópusallt ÍSLENSK forritaþróun og systurfyr- irtæki þess í Skotlandi, Atlantic In- formation Systems , hafa að undan- förnu gert nokkra stóra samninga um sölu ópusallt-viðskiptahugbúnaðar til fyrirtækja í Skotlandi og víðar. Meðal nýrra erlendra notenda ópu- sallt er Martin Groundland, sem er keðja 13 skartgripaverslana í Mið- Skotlandi. Stór samningur hefur verið gerður við RW Caims, keðju 17 hót- ela, verslana og veitingastaða í Vest- ur-Skotlandi. í þeim lausn er í fyrsta skipti, fyrir utan Japan, notuð ný teg- und TEC afgreiðslukassa _með sner- tiskjám, að sögn Bergs Ólafssonar, sölustjóra íslenskrar forritaþróunar. Meðal annaira samninga er sölu- samningur við fyrirtækið Simplicity Pattems sem starfar á sviði vefnað- arvöruiðnaðar. Simplicity Pattems rekur útibú í fjölda landa og verður ópusallt-kerfið m.a. sett upp í Bret- landi, S-Afriku og Ástralíu. Þessir samningar hljóða upp á nokkra tugi milljóna króna. Það kemur fram hjá Bergi að þessi árangur sé góður í ljósi þess að um 800 hugbúnaðarfyrirtæki beijast að jafnaði um athygli þeirra fjölmörgu sem árlega ákveða að fjárfesta í við- skiptahugbúnaði. Ástæður velgengni ópusallt á þessum harða markaði má m.a. rekja til þess að fyrri upp- setningar AIS á ópusallt hafa gengið snurðulaust fyrir sig og núverandi notendur ópusallt á Bretlandseyjum gefa hugbúnaðinum og þjónustuaði- lanum sín bestu meðmæli. Ráðstefna um reikningshald, fjármál og skattamál verður haldin dagana 11.-12. október nk. á Hótel Selfossi. Aðalfundur félagsins verður haldinn á sama stað laugardaginn 12. október kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kynnt drög að frumvarpi um réttindamál félagsmanna. Sent hefur verið út fréttabréf til félagsmanna með nánari upplýsingum um ráðstefnuna. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um félagið og ráðstefn- una hafi samband við Ármann Guðmundsson, formann félagsins, í síma 565 8833. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.