Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagvöxtur íra eykst um 5% 1997 IMFnefnd bjart- sýn á ástand og horfur í heiminum Hörð samkeppm a stöðnuðum bíla- markaði íEvrópu Washington. Heuter. NEFND á vegum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, IMF, hefur látið í ljós ánægju með ástandið í efnahags- málum heimsins og telur að horfur á næsta ári virðist eins góðar af því að þjóðir heims reyni að lifa ekki um efni fram Voldug bráðabirgðanefnd, sem hefur áhrif á stefnumótun gjald- eyrissjóðsins, samþykkti aðstoð við snauð og skuldum vafin ríki og lagði blessun sína yfir nýja íjárveit- ingu í því skyni að snúast gegn hættum sem steðja að fjármála- kerfi heims. „Efnahagsbati er staðreynd í Japan,“ segir í tilkynningu frá nefndinni. „í Vestur-Evrópu er kyrrstaða á enda og skilyrði fyrir hendi til að ná ásættanlegri vexti.“ Um leið tók nefndin undir yfir- lýsingar framámanna á ársfundi IMF um að það yrðu mistök að slaka á verðinum. Nefndin sagði að það sem aðallega ógnaði stöð- ugleika í fjármálum og varanlegum vexti væru áframhaldandi skortur á jafnvægi í fjármálum, óhóflega miklar opinberar skuldir og þrýst- ingur á raunvexti í heiminum. Aðstoð við skuldug ríki Samykkt var áætlun um aðstoð við mjög fátæk skuldug ríki, en samkomulag var um að fresta megi einum umdeildasta þætti áætlunarinnar, gullsölu IMF. Nefndin fagnaði árangri í þeirri viðleitni að tvöfalda sameiginlegan sjóð IMF til að veija fjármálakerfi heimsins óvæntum áföllum og hvatti ríki, sem safna eiga 54 millj- örðum dollara í sjóðinn, að ljúka starfi sínu hið fyrsta. Lýst var yfír stuðningi við út- gáfu á sérstökum yfirdráttar- heimnildum, SDR, til handa nýjum aðildarlöndum sem hafa ekki feng- ið dráttarréttindi. Framkvæmdastjóri IMF, Miehel Camdessus, kvað iðnríki hafa náð árangri í baráttu gegn verðbólgu og kvða hann „meiriháttar afrek.“ Hann varaði við sjálfumgleði, þótt tekizt hefði að ráða við verð- bólguna. Peningayfirvöld yrðu að vera vel á verði og grípa til for- varna ef hætta léki á auknum verð- bólguþrýstinmgi. Fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, Robert Rubin, fullvissaði nefndarmenn um að Bandaríkja- menrt svæfu ekki á verðinum í baráttunni gegn verðbólgunni. Efasemdir um stuðning Banda- ríkjanna við baráttu gegn verð- bólgu hafa vaknað vegna þeirrar ákvörðunar bandaríska seðlabank- ans að halda vöxtum óbreyttum. IMF hvatti til hærri vaxta í Banda- ríkjunum í skýrslu um efnahags- ástand í heiminum vegna þess að of ör hagvöxtur fæli í sér hættu á verðbólgu. Dregið úr verðbólgu Þýzki íjármálaráðherrann, Theo Waigel, hvatti einnig til gætni á fundinum. Hann sagði að Þjóðveij- ar hefðu þegar dregið verulega úr verðbólgu, en sumir sérfræðingar segja að meira verði að gera til að vega á móti áhrifum fyrirhug- aðs niðurskurðar á ijárlögum í samræmi við Maastricht sáttmál- ans um sameiginlegan gjaldmiðil 1999. Rubin fagnaði árangri margra Evrópuþjóða í niðurskurði ríkis- halla, þótt slíkar aðgerðir krefðust erfiðra ákvarðana. Yves-Thibault de Silguy úr framkvæmdastjórn ESB sagði að æ fleiri Evrópuríki kynnu að upp- fylla skilyrði um sameiginlegan gjaldmiðil eftir mikið átak til að minnka fjárlagahalla. „Ég held að verulegur fjöldi verði tilbúinn 1997,“ sagði hann. ítalir og Spánveijar hafa lagt fram fjárlagafrumvörp, sem miða að því að tryggja aðild að mynt- bandalagi Evrópu (EMU) í ársbyij- un 1999. Samningar tókust um Evrógöngin París. Reuter. ENSK-franska fyrirtækið Euro- tunnel sem rekur Ermarsunds- göngin segir að samkomulag hafi náðst í meginatriðum um skuldbreytingu á 12.55 millj- arða dollara láni sem vextir hafa ekki verið greiddir af síðan 1995. Að sögn fyrirtækisins verður áætlunin lögð fyrir sljórn þess og banka fyrir helgi og má bú- ast við að skýrt verði frá ein- stökum atriðum samkomulags- ins í næstu viku. Síðan verða viðskipti með hlutabréf í fyrir- tækinu leyfð að nýju, en þau hafa verið stöðvuð. Samkomulagið á enn eftir að fá samþykki allra banka, sem Eurotunnel skuldar, og tilskil- inn 66% meirihluta 750.000 hlut- hafa í fyrirtækinu. Eurotunnel, sem hefur átt í hörðu fargjaldastríði við feiju- fyrirtæki síðan göngin voru tek- in í notkun 1994, stöðvaði af- borganir af skuldum við 225 banka í september 1995 því að kostnaður við lagningu gang- anna reyndist meiri en ætlað hafði verið. París. Reuter. HELZTU bílaframleiðendur heims sýna tugi nýrra og athyglisverðra bifreiða á bílasýningunni í París til að reyna á ná undirtökunum í harðri samkerpnni á stöðnuðum bílamarkaði Evrópu. Reynt er að lokka trega kaup- endur með mörgum nýjum gerðum á sýningunni, allt frá nýjum Ka smábíl Fords Motors til hins nýja og sportlega Boxster frá Porsche. Samtök franskra bílaframleið- enda, CCFA, hafa skýrt frá því I sambandi við sýninguna að sala nýrra bifreiða í Frakklandi hafi aukizt um 86% í september. Reyndar er söluaukningin talin stafa af því að tilboð til franskra kaupenda um ríkisafslátt vegna skipta á gömlum bílum og nýjum rann út 1. október og söluhorfur eru taldar slæmar. “„Dökkt útlit“ Bílaframleiðendur búast við að verulega muni draga úr sölu fran- skra bifreiða á næstu mánuðum. Einnig er talið að bílasala muni Dyflinni. Reuter. HAGVÖXTUR á írlandi verður líklega um 6% 1996 og 5% 1997 að sögn írsku efnahags- og fé- lagsrannsóknarstofnunarinnar, ESRI. Stofnunin sagði að þótt hag- vöxtur á írlandi væri heldur minni en 1994 og 1995 væri hann tals- vert meiri en í flestum aðildarlönd- um Efnahagssambandsins, þar sem hagvöxtur væri innan við 2% að meðaltalæi. minnka annars staðar í Evrópu. „Útlitið er mjög dökkt á næsta ári og er ekki búizt við nokkurri aukningu," að sögn stjórnarform- anns PSA Peugeot Citroen í Frakklandi, Jacques Calvet. Hann kvað aðalskýringuna á þrýstingnum aðhaldsstefnu í allri Evrópu vegna tilrauna ríkisstjórna til að uppfylla ákvæði Maastricht sáttmálans um sameiginlegan evr- ópskan gjaldmiðil. „Þessi stefna kann að lokum að auka efnahagsbata í Evrópu,“ sagði Calvet, „en í bráð veldur hún áreiðanlega stöðnun.“ Ráðgjafafyrirtækið DRI/McGraw Hill gerir ráð fyrir að bílasala í Vestur-Evrópu muni aukast um aðeins 0,6% á næsta ári, en í ár er áætlað að salan aukist um 5,8% í 12.7 milljónir. Búizt er við að markaðirnir í Bretlandi og á Ítalíu aukist um rúmlega 2% og þýzki markaðurinn um 1,3%, en sá franski minnki um tæplega 6% 1997. M Á L Þ I N G •Útflutningur* Hvað er fémœtt íframtíðinni ? í tilefni af 10 ára afmœli Útflutningsráðs íslands er þér boðið til að sitja málþing um útflutningsmál. Þingið verður haldið 10. október nœstkomandi á Scandic Hótel Loftleiðum og hefst það klukkan 12.00. Tilgangur Að auka umrœður um útflutningsmál ogfáfram niðurstöður sem stjórnvöld og fyrirtœki geta nýtt til að móta stefnu í þessum mikilvcega málaflokki. Fyrir hverja er málþingið hugsað? Ahersla er lögð á aðfá framkvœmdastjóra, markaðsstjóra, framleiðslustjóra og aðra forsvarsmenn íslenskra útflutningsfyrirtœkja auk annars áhugafólks um atvinnumál til að sitja þingið. Vinnuhópar Meginhluti starfsins fer fram í vinnuhópum. Hlutverk þeirra er að rœða um þá umrœðupunkta sem settir eru fram í svokallaðri „grænhók" sem tekin hefur verið saman fyrir þingið. Gerðar verða tillögur um meðferð og forgangsröðun þeirra. Eftirfylgni Útflutningsráð mun sjá um að vinna úr niðurstöðum málþingsins. Þœr niðurstöður verða gefnar út í svonefndri „hvíthók" sem kynnt verður stjórnvöldum og fyrirtœkjum. Þeim, sem áhuga hafa á að siíja þingið, er bení á að skrá sig á skrifstofu Útflutningsráðs og taka fram íhvaða vinnuhópi þeir vilja starfa. Strax eftir skráningu verður þátttakendum send „grœnbókin” sem vert er að kynna sér fyrir þingið. Nánari upplýsingar um málþingið veitir Jóhanna Magnúsdóttir á skrifstofu Útflutningsráðs í síma 511 4000. Þinggjald er 2.500 krónur. 12.00 12.15 13.00 13.10 13.25 14.00 16.00 17.00 /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS 10 ám Dagskrá málþingsins Þingstjóri: Jón Ásbergsson framkvœmdastjóri Útflutningsráðs íslands Skráning Hádegisverður Setning málþings Pall Sigurjónsson, formaður stjórnar Útflutningsráðs Islands Ávarp Olafur Ragnar Grímsson,forseti Islands Erindi flytja: GeirA. Gunnlaugsson, Marel hf. Friðrik Pálsson, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Guðjón Guðmundsson, OZ hf. Vinnuhópar hefja störf: I) Aukin verðmœtasköpun Fundarstjóri: Þorkell Sigurlaugsson II) Alþjóðavœðing Fundarstjóri: Sigfús Jónsson III) Bœtt samkeppnisstaða Fundarstjóri: Halldór J. Kristjánsson IV) Menntun i hágu útflutnings Fundarstjóri: Þráinn Þorvaldsson V) Hlutverk stjórnvalda Fundarstjóri: Finnur Gcirsson Skýrslur vinnuhópa Lok málþings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.