Morgunblaðið - 04.10.1996, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MALÞING UM LEIÐTOGAFUNDINN I HOFÐA
Morgunblaðið/Þorkell
KENNETH Adelman, samningamaður Reagans,
og Robert Bell, einn ráðgjafa Clintons.
Aðstoðarmaður
Clintons hrósar
Olafi Ragnari
Sauð á Reagíin er
hann kom úr Höfða
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
NANCY Ruwe, fyrrverandi sendiherrafrú, fyrir utan
bandaríska sendiráðið við Laufásveg.
ROBERT G. Bell, ráðgjafi Bills
Clintons Bandaríkjaforseta í
þjóðaröryggisráðinu, sagði á mál-
þingi, sem haldið var til að minn-
ast þess að tíu ár eru liðin frá því
að leiðtogafundurinn var haldinn í
Reykjavík, að Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti íslands, hefði
barist dyggilega fyrir því að alls-
heijarbannið við kjarnorkutilraun-
um, sem allsheijarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti í ágúst, næði
fram að ganga.
„Það má ekki vanmeta hlut Ól-
afs Ragnars,“ sagði Bell á málþing-
inu. Hann sagði að Ólafur Ragnar
hefði látið mikið á sér bera og eng-
inn þingmaður hefði gengið skel-
eggar fram í þágu tilraunabanns.
Bætti hann við að Clinton hefði
sérstaklega tekið til framgöngu
Ólafs Ragnars í bréfi til forsetans.
Starfi sem hófst
í Reykjavík ekki lokið
Bell, sem gegndi herþjónustu á
Grænlandi og hefur oft komið til
íslands á vegum Bandaríkjamanna,
sagði að það starf, sem hófst í
Reykjavík, væri enn verið að vinna.
Kenneth Adelman, var einn
helsti samningamaður Bandaríkja-
manna í afvopnunarmálum og í
fylgdarliði Ronalds Reagans
Bandaríkjaforseta í Reykjavík.
Timamót í sögu 20. aldar
„Þetta var viðburðaríkasta helgi
lífs míns,“ sagði Adelman. „Þetta
markaði jafnframt tímamót í af-
vopnunarmálum og í sögu tuttug-
ustu aldar."
Adelman rakti ýmsa atburði á
fundinum og kvaðst telja að sagan
væri ekki stjómlaust afl, heldur
mótuðu leiðtogar söguna.
„Það er undravert hvemig Reag-
an og Gorbatsjov mótuðu níunda
áratuginn. Þeir em meðal mestu
leiðtoga sögunnar og breyttu mjög
miklu.“
Hann sagði að það væri ekki
aðeins á sviði afvopnunar sem
Reykjavíkurfundurinn hefði skipt
máli. Hann hefði skipt sköpum í
að binda enda á kalda stríðið þótt
ekki væri hægt að rekja það alfar-
ið til eins atburðar.
Auk leiðtogafundarins var i gær
flallað um ástand afvopnunarmála
í heiminum í dag, stöðu mála í
Rússlandi og stækkun Atlantshafs-
bandalagsins.
Málþinginu í tilefni af tíu ára
afmæli leiðtogafundarins í Reykja-
vík lauk í gær.
Nancy Ruwe rifj-
ar upp leiðtoga-
fundinn í Reykja-
vík fyrir tíu árum
ÞEGAR Nancy Ruwe sendiherrafrú
frétti að Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti væri á leið til íslands hélt
hún að hún hefði tvo til þijá mánuði
til stefnu, en henni varð ekki um sel
er Nicholas Ruwe, maður hennar
heitinn, sagði að ekki væra nema
átta dagar í heimsóknina.
„Það var mikið að gerast og þetta
var spennandi," sagði Ruwe, sem
hér er stödd í tilefni af tíu ára af-
mæli leiðtogafundar Reagans og
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga
í Reykjavík 11. og 12. október. „Það
er stórkostlegt að hafa verið hluti
af þessu."
Ruwe rifjaði upp reynsluna af
Reykjavíkurfundinum í boði Reykja-
víkur í Höfða, fundarstað leiðtog-
anna, á miðvikudagskvöld og var
henni einn atburður sérstaklega
minnisstæður.
Reagan hlýr og skapgóður
„Það stendur mér lifandi fyrir
hugskotssjónum þegar Nick fylgdi
Reagan forseta aftur til sendiherra-
bústaðarins eftir margra klukku-
stunda erfiðar samningaviðræður
með Gorbatsjov forseta. Eins og all-
ir vita, sem hafa hitt hann, var Reag-
an forseti einstaklega hlýr og skap-
góður, hann gat látið birta til í her-
bergi þegar hann gekk inn í það.
En þetta kvöld sauð á Reagan for-
seta. Ég man orðin, sem hann sagði
við eiginmann minn: „Hvað á maður
að halda um þennan mann, Nick?
Þarna var ég, reiðubúinn að undir-
rita mikilvægasta afvopnunarsátt-
mála í mannkynssögunni. Ég hafði
tekið mér penna í hönd - og Gorb-
atsjov leit upp til mín og sagði, „auð-
vitað verður þú að gefa eftir geim-
varnaráætlunina". Ég sagði við
hann, „það var aldrei til urnræðu,"
lagði frá mér pennann og gekk út.“
Þetta kvöld markaði tímamót í sög-
unni,“ sagði Nancy Ruwe.
„Ronald Reagan trúði alltaf stað-
fastlega á ákveðna hluti og það var
ótrúlegt hvernig hann fann á sér
hvað var rétt að gera,“ sagði Ruwe
í samtali við Morgunblaðið.
Ruwe lýsti manni sínum sem
vandvirkum manni, sem hafði alltaf
haldið höfði og ró sinni. Reynsla
hans af að skipuleggja leiðtogafundi
fyrir Richard Nixon Bandaríkjafor-
seta hefði komið sér vel þegar leið-
togafundinn bar að.
Ruwe mælti með Höfða
Hún sagði að hann hefði lagt sitt
af mörkum þegar velja átti fundar-
stað. Til greina hefði komið að leið-
togarnir ræddust við á Hótel Sögu,
en hann hefði bent á að Höfði væri
sýnu hentugri. Þetta yrði sögulegur
fundur og því væri við hæfi að velja
sögulegan stað.
Nancy Ruwe rifjaði einnig upp
ágreining sinn við starfsmenn for-
setans, sem áttu að tryggja að allt
væri í lagi fyrir komu hans.
Hún hefði lagt sig alla fram um
að sendiherrabústaðurinn yrði til
reiðu þegar forsetinn kæmi. Sér-
stakan metnað lagði hún í herberg-
ið, sem Reagan átti að gista í. Rúm-
ið hefði verið búið útsaumuðum
rekkjuvoðum og hlaðið púðum af
öllum stærðum. A veggjum hengu
myndir af Nancy Reagan. Uppá-
haldssælgæti forsetans var í skálum
og uppáhaldsblómin hans í vösum.
Ofnæmi og sængurföt
Klukkutíma áður en forsetinn var
væntanlegur komu aðstoðarmenn-
irnir. Einn þeirra vildi sjá herbergið,
sem forsetinn ætti að sofa í.
„Ég fýlltist gleði yfir því að fá
að sýna afrek mitt,“ sagði Ruwe.
„En sú gleði hvarf þegar maðurinn
kom inn í herbergið strangur á svip,
horfði eitt augnablik og hristi síðan
höfuðið og hrópaði: „Nei, nei, nei,
þetta gengur ekki!“
„Hvað áttu við,“ spurði ég.
Hann sagði, „þú verður að taka
öll sængurfötin af rúminu . . . For-
setinn hefur ofnæmi fyrir lituðum
sængurfötum.“
Ruwe kvaðst hafa verið æf af
bræði. Hún hefði hringt í mann sinn,
sem beið forsetans á flugvellinum,
þar sem hann átti að stjórna mót-
töku hans.
„Hann hlustaði á sorgarsögu mína
og þagði augnablik," sagði hún.
„Svo sagði hann: „Ástin mín ég sé
fyrirsagnirnar fyrir mér: „Kona
sendiherra neitar að skipta um á
rúminu; Reagan haldinn dularfullum
sjúkdómi á leiðtogafundi."
Ruwe-hjónin efuðust um að for-
setinn hefði ofnæmi, en á endanum
ákvað sendiherrafrúin að skipta um
sængurföt.
„Það má því segja að ég hafí
þurft að grípa til minna neyðarráð-
stafana á leiðtogafundinum í
Reykjavík fyrir tiu árum. Á meðan
þeir breyttu sögunni skipti ég um á
rúminu," sagði Ruwe. Hún bætti því
við að eftir að hafa flutt ræðuna í
Höfða hefði Donald T. Regan, sem
var skrifstofustjóri Reagans, komið
að máli við sig og sagt sér að forset-
inn hefði í raun og veru verið með
ofnæmi fyrir lituðum rúmfötum.
Maureen Reagan minnist þáttar föður síns
á leiðtogafundinum
Sagði Reykjavík
marka tímamót
MAUREEN Reagan, dóttir Ronalds Reagans
Bandaríkjaforseta, kom hingað til lands í til-
efni af því að tíu ár era liðin frá því að leið-
togafundurinn var haldinn í Reykjavík. Hún
kvað föður sinn alltaf hafa sagt að fundurinn
hér í Reykjavík hefði markað mikil tímamót.
„Hann er einn af þessum yndislegu mönnum
með framtíðarsýn og gat séð lengra en vanda-
mál hversdagsins," sagði Maureen Reagan.
„Faðir minn kom hingað með það markmið í
huga að hefja afvopnun. Margir vissu það
ekki. Hann hafði áram saman verið mjög
gagnrýninn á það að í mörg ár hefði vopnum
verið fjölgað áður en farið var að skera niður
í hvert skipti sem Bandaríkjamenn og Sovét-
menn komu saman til að ræða afvopnun.
Þetta fannst honum bijálæði."
Reyndu að koma aftan að honum
Reagan sagði að hafa þyrfti hugfast að
faðir hennar hefði í upphafí iagt fram þær
tillögur, sem Gorbatsjov bar fram í Reykjavík.
„Reagan hefði skrifað undir þessa sáttmála
ef Sovétmenn hefðu ekki reynt að koma aftan
að honum,“ sagði Maureen Reagan. „Þeir
misreiknuðu sig. Ég er viss um að þeir héldu
að hann væri ekki jafn snjall og hann er. Ég
held að þeir hafí talið að hann mundi ekki
vilja fara heim tómhentur eftir að hafa náð
svo langt.“
Reagan og Gorbatsjov höfðu orðið ásáttir
um að fækka langdrægum kjarnorkuflaugum
um helming og útrýma meðaldrægum flaug-
um, þegar viðræðurnar strönduðu á ósam-
komulagi um geimvamaáætlun Bandaríkja-
manna.
„En Ronald Reagan gerði hlutina ekki af
pólitískum ástæðum,“ sagði Maureen Reagan.
„Hann gerði það, sem hann vissi að var rétt.
Hann hafði innri áttavita sem var óskeikull
þegar taka þurfti ákvarðanir."
Maureen Reagan sagði að þegar faðir sinn
hefði komið heim frá Reykjavík hefði hún
spurt hvað hefði farið á milli þeirra Gorbatsj-
Morgunblaðið/Ásdís
MAUREEN Reagan, dóttir Ronalds Re-
agans, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.
ovs við bifreiðarnar fyrir utan Höfða. Reagan
svaraði þá að Gorbatsjov hefði sagt: „Það er
ekki of seint.“ Svaraði Reagan þá: „Það er
of seint fyrir mig.“
Maureen Reagan hefur komið einu sinni
áður til Islands. Það var í júlí 1986, aðeins
þremur mánuðum áður en leiðtogafundurinn
var haldinn og kvaðst hún hrifín af landinu.
Maureen Reagan sagði að föður sínum hefði
fyrst eftir Reykjavíkurfundinn þótt sem Rúss-
ar hefðu reynt að notfæra sér hann en eftir
því sem frá leið hefði hann komist að þeirri
niðurstöðu að þeir hefðu aldrei náð svo langt
í Höfða ef þeir væra ekki sammála um margt.
Því væri ráð að reyna aftur og loks gerðist
það í Genf sem hefði verið hægt að ganga frá
í Reykjavík.
Hún sagði að faðir sinn hefði ljómað í hvert
skipti, sem hann heyrði minnst á Reykjavík,
þótt það hafí ef til vill ekki átt við fyrstu
dagana eftir leiðtogafundinn.
Reagan hefði hins vegar hvorki látið þenn-
an árangur stíga sér til höfuðs, né gortað af
honum, enda hefði hann haft skilti á skrif-
borði sínu í Hvíta húsinu, sem á var letrað:
„Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo
lengi sem verkið er unnið.“
Við góða heilsu
Ronald Reagan er með Alzheimer-sjúkdóm-
inn, en fer enn til skrifstofu sinnar daglega
og leikur golf. Sagði Maureen Reagan að
heilsa hans væri góð.
Hún sagði að arfleifð hans yrði sú að hann
átti þátt í að járntjaldið féll, en einnig það
að gefa þjóð, sem hafði orðið fyrir áföllum á
borð við morðið á John F. Kennedy, Víetnam-
stríðið og Watergate-hneykslið, nýja von.
„En af öllu því sem hann mun skilja eftir
sig stendur eitt orð upp úr: Reykjavík," sagði
Maureen Reagan.
Maureen Reagan heldur fyrirlestur klukkan
15.30 í dag í Tjamarsal Ráðhúss Reykjavíkur
og nefnist hann „Hin þögla kvennabylting:
skýrsla úr framlínunni".