Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Fjölgað í Meistaradeildinni KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, tltkynnti á fundi sínum i Antalya í Tyrkiandi í gær, að búið væri að ákveða að fjölga liðtim í Meistaradeild Evr- ópu úr 16 í 24, frá og með næstu leiktíð, 1997-1908. Þessi hug- mynd kom fyrst fram fajá UEF A í roaf sl. og sett á laggirnar sér- stök nef nd til að koma hug- myndinni í framkvæmd. Leikið verðnr í sex fjögurra liða riðium. Efsta liðið i h verjum ríðli kemst áfram f 8-liða úrslit og siðan tvð lið sem ná bestum árangri i öðru sæti komast i útsláttarkeppnina. Meistara- keppnin var sett á stofh 1992- 1993 ogþá voru aðeins átta lið í keppninní. Forsvarsmcn n UEFA segja að þetta nýja fy r irkoniu lag komi tíl með að gefa smærri þjóðum meiri möguieika á að koma íiði i Meistaradeildina. Átta sterk- ustu knattspyrnuþjóðirnar; ítal- ía, Spánn, Hoiland, Engiand, Frakkland, Þýskaland, Portúgai og Belgía eiga öruggt sæti! d eildinni. Þœr eiga einnig möguleika á að koma tveúnur liðum inn í deildina með breyttu fyrirkomulagi. Þessar breytingar þýða að ieikir 32 féiaga frá jaf nmorgum þjóðum i forkeppni Evrópu- mótsins þurfa að fara f ram i júíí. Þau 16 lið sem komast í gegnum forkeppnina leika siðan í ágúst og þá verða átta lið eft- ir og fara þau beint i Meistara- deildina ásamt átta iiðutn frá fyrrgreindum þjóðum sem sjálf - krafa Sðlast keppnisrétt. „ÉG mun ekkl lelka aftur meö IIAi í Frakklandl. Ég œtla að enda knattspyrnuferlllnn í Englandl og þafi gæti vel farlð svo að ég settlst þar að," sagðl Eric Cantona, sem hér er í baráttu um boltann við Dean Saunders, Nottlngham Forest. Hoddle seturnýj- ar reglur Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, hefur ákveðið að setja sínum mönnum nýjar starfs- reglur fyrir landsleiki. Hann hefur tilkynnt leikmönnum að þeir fái ekki frí til að fara heim um helgar fyrir leiki og þeim sé bannað að tjá sig við fréttamenn fyrir leiki. Þetta ger- ir hann til þess að leikmenn geti einbeitt sér að verkefninu. Undir stjórn Terry Venables, fengu leik- menn helgarfrí og þá mátti oft sjá ýmis ummæli þeirra um væntanlega landsleiki í blöðum. Eins og menn muna þá endaði ferð enska landsliðsins til Kína og Hong Kong, fyrir EM í Englandi, á sögulegan hátt. Leikmenn voru myndaðir í næturklúbbi með ölkrús- ir í hendi og unnu síðan skemmdir á flugvél á leiðinni heim. Hoddle er nú með landsliðið í æfíngabúðum fyrir leikinn á móti Pólverjum sem verður á Wembley á miðvikudaginn. „Ég veit að sumir eru ekki ánægðir með þessa ákvörð- un mína, en ég tel að þessar reglur komi á réttum tíma fyrir okkur. Við höfum verk að vinna og þurfum að einbeita okkur að einu, það er að leggja Pólverja að velli," sagði Hoddle. Eríc Cantona ætlaraðenda ferilinn í Englandi íEric Cantona, fyrirliði Manchester FOLK ¦ GUÐMUNDUR Benediktsson og Kristján Finnbogason, knatt- spyrnumenn úr KR, eru í búnir að stofna keilulið ásamt tveimur öðr- um. Þeir kalla liðið C-lið KR og leikur það i 3. deild íslaiidsmóts- ins í vetur. ¦ BOBBY Robson, þjálfarí Barc- elona, er ekki ánægður með hugs- unarhátt sinna leikmanna, sem urðu að sætta sig við jafntefli við Tene- rife, 1:1. Robson sagði að það væri eins og leikmennirnir treystu á að Ronaldo gerði út um leikina fyrir þá. ¦ „RONALDO er aðeins tuttugu ára. Þó að hann sé góður, á hann ekki einn að vera lykilinn að velgengni liðsins," sagði Robson. ¦ RONALDO fékk mann á sig strax í upphafi leiksins og náði ekki að skora, eins og hann hefur gert í þremur fyrstu leikjum Barcelona. ¦ JOHANN Cruyff, fyrrum þjálf- ari Barcelona, sem var rekinn sl. keppnistímabil, hefur verið að setja út á leik liðsins. Joan Gaspart, varaforseti Barcelona, ver Robson og segir að það sýni hve Cruyff sé lítill persónuleiki, að vera með stöð- ugar árásir á sitt gamla lið. ¦ MARK Fish, landsliðsmaður Suður-Afríku, sem leikur með Lazíó á ítalíu, fær fá tækifæri með liðinu. Hann kemst ekki að fyrir Alessandro Nesta og Jose Cha- mot, sem eru miðherjapar liðsins. „Nesta og Chamot eru mjög góðir íeikmenn. Deildarkeppnin hér er sterk. Ég er ekki nema 22 ára og er hér til að læra," segðir Fish. ¦ FISH lék frábærlega þegar S- Afríka vann Afríku-keppnina sl. sumar og þá höfðu lið eins og Man. Utd., Everton og Bordeaux áhuga á að fá hann, Fish valdi Lazíó. ¦ MANUEL Amoros, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, hefur lagt skóna á hilluna, þar sem hann er með liðagigt. Amoros, sem lék 82 landsleiki — fleiri en nokkur annar Frakki, er 34 ára, leikmaður með Marseille. ¦ ENZO Scifo, miðvallarleikmað- ur hjá Mónakó, og fyrirliði belgíska landsliðsins, mun ekki leika með lið- inu gegn San Marinó í næstu viku, vegna meiðsla á fæti. ¦ CARLOS Alberto Silva var í gær ráðinn þjálfari brasilíska liðs- ins Guarani. Það er kannski ekki í frásögur færandi, en aftur á móti er ráðning hans söguleg, því hann er tíundi þjálfari liðsins á árinu. United, var í París í vikunni, þar sem hann sagði í sjónvarpsvið- tali að hann ætlaði sér að enda knatt- spyrnuferil sinn í Englandi, jafnvel að snúa sér að þjálfun. „Ég mun ekki leika aftur með liði í Frakk- landi. Ég ætla að enda knattspyrnu- feril í Englandi og það gæti vel far- ið að ég settist þar að," sagði Can- tona. Cantona sagðist vera tilbúinn að ,Jeika á ný með franska landsliðinu. „Þeir sem hafa deilt á mig hafa átt þá ósk, að ég myndi segja að ég gæfi ekki kost á mér framar í lands- liðið. Þeim verður ekki að ósk sinni. Ég er tilbúinn að leika ef eftir því verður leitað." Þessi umdeildi knattspyrnumaður, sem hefur leikið 45 landsleiki fyrir Frakkland, síðustu leikina sem fyrir- liði, sagðist hafa áhyggjur af þróun knattspyrnunnar í Frakklandi, þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram 1998. „Það er eins komið fyrir okk- ur og Dönum og Norðmönnum, að bestu leikmenn okkar leika með lið- um utan Frakklands. Áhorfendur mæta á völlinn til að sjá einn til tvo mjög góða leikmenn leika, enda er það hluti af leiknum að lið séu með snjalla leikmenn. Flestir landsliðs- mann Frakklands leika með liðum á ítalíu og Spáni, þannig að þeir gleðja ekki augu knattspyrnuunnenda í Frakklandi, sem mæta á völlinn," sagði Cantona. HNEFALEIKAR Þeir mætast í hringnum 9. nóvember Reuler MIKE Tyson (t.v.) og Evander Holyfleld mætast i hnefalelkahringnum f Las Vegas 9. nóvem- ber. Don King umboðsmaður stendur hór á milli hnefalelkakappanna á blaðamannafundl þar sem hann tllkynntl bardagann sem marglr bfða eftlr. Tyson mun fi 1.600 mllljónlr króna í sinn hlut fyrir bardagann en Holyfield 780 mllljónlr kröna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.