Morgunblaðið - 05.10.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 05.10.1996, Síða 1
80 SIÐUR B/C 227. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Norsku fjárlögin lögð fram 442 milljarða afgangur Ósló. Reuter. FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1997 var lagt fram í Noregi í gær, en það gerir ráð fyrir 40,9 milljörð- um norskra króna, jafnvirði 442 milljarða íslenskra, í tekjuafgang. Þrátt fyrir fyrirséðan tekjuaf- gang sagði Sigbjörn Johnsen, fjár- málaráðherra, að mikils aðhalds yrði gætt í ríkisfjármálum til að kynda ekki undir verðbólgu. Í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu sagði, að Norðmenn upp- fylltu mjög auðveldlega meginfor- sendur Maastricht-sáttmálans fyrir aðild að sameiginlegu myntkerfi Evrópusambandsins (ESB), sem ráðgert er að verði að veruleika árið 1999, en aðild að ESB var hafnað í þjóðaratkvæði 1994. „Áætlaður tekjuafgangur fjár- laganna 1997 samsvarar 5,1% landsframleiðslunnar (GDP),“ sagði í tilkynningunni. Væru áætl- aðar olíutekjur Norðmanna 1997 ekki reiknaðar með yrði 24,2 millj- arða norskra króna halli á fjárlög- unum. Gengið er út frá þeirri for- sendu, að fyrir fatið af olíu fáist 115 krónur á næsta ári miðað við 125 krónur á þessu ári. Norðmenn framleiða um þrjár milljónir fata á dag og er gert ráð fyrir að fram- leiðslan verði á því stigi um mörg ókomin ár. Mikill viðbúnaður í Jerúsalem MÚSLIMI gengur framhjá ísra- elskum lögreglumönnum eftir bænasamkomu i mosku í Jerú- salem í gær. 3.000 lögreglumenn voru á varðbergi í grennd við moskuna en múslimskir klerkar komu í veg fyrir að efnt yrði til mótmæla í borginni til að af- stýra átökum áður en friðarvið- ræður Palestínumanna og ísra- elsstjórnar hefjast að nýju á morgun, sunnudag. Yasser Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, ræddi í gær við ítalska ráða- menn í Napólí og Jacques Chirac Frakklandsforseta í París og kvaðst vilja að fulltrúar Evrópu- sambandsins (ESB) yrðu við- staddir viðræðurnar. Fyrr um daginn hafði Chirac rætt við Romano Prodi, forsæt- isráðherra Italíu, og þeir ákváðu að beita sér fyrir því að leiðtog- ar ESB, sem koma saman í Du- blin í dag, samþykktu yfirlýs- ingu um að sambandið gegndi auknu hlutverki í friðarumleit- unum í Miðausturlöndum. ■ Klerkar hindra átök/22 Fundað um fjárskort rússneska hersins Jeltsín rekur sex hershöfðingja tvu. Reuter. HIÐ nýja varnarmálaráð Rússlands hélt í gær fund til að ræða fjárskort rússneska hersins en engin niður- staða náðist enda meðlimir ráðsins ekki á eitt sáttir um til hvaða að- gerða skuli gripið. Stjórnvöld hafa þó þegar hafíð endurskipulagningu hersins, því í gær var tilkynnt að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefði rekið sex hershöfðingja, þ. á m. yfir- mann fallhlífahersveitanna, Jevgeníj Podkolzín. fnter/ax-fréttastofan sagði í gær að málflutningur hersins í varnar- málaráðinu hefði byggst á því að fjárskortur græfi undan varnar- mætti Rússa. Fulltrúa stjórnvalda sögðu hins vegar, að herinn væri of stór, hershöfðingjar of margir og skrifræðið of mikið. Fjölmiðlar sögðu í gær að brott- rekstur hershöfðingjanna sýndi að Igor Rodíonov, sem tók við embætti varnarmálaráðherra í júlí sl., væri reiðubúinn að láta til sín taka. Rodí- onov á sæti í varnarmálaráðinu en Jeltsín skipaði það í júlí til að hafa umsjón með umbótum innan hersins og til mótvægis við öryggisráðið og formann þess, Alexander Lebed. Olíuleit í hættuí Færeyjum OLÍU- og gasleit í Færeyjum hefur legið niðri í rúmar tvær vikur þar sem bor dönsku leit- arfyrirtækjanna festist í bas- altlögum, sem sögð eru óvenjuhörð. Harka færeysku basaltlag- anna er það mikil, að rúmlega tveggja vikna tilraunir til að losa rannsóknarborinn hafa engan árangur borið. Er jafn- vel talað um, að olíuleitin sé í hættu og kunni að verða stöðvuð. Borholan er við byggðina í Lopra en hún er fyrsta og eina reynsluborholan, sem boruð er vegna fyrirhugaðrar olíuleitar í Færeyjum og á færeyska landgrunninu. Hafist var handa í júlí og mun borinn hafa verið kominn niður á 3.000 metra dýpi er hann festist, en ætlunin var að bora a.m.k. 500 metra til viðbótar. Lee varar við árás frá Norður-Kóreu Seoul. Reuter. LEE Soo-sung, forsætisráðherra Suður-Kóreu, sagði í gær, að allt eins mætti gera ráð fyrir árás af hálfu Norður-Kóreumanna á fimm afskekktar eyjar, sem eru á valdi Suður-Kóreu, en liggja skammt undan ströndum Norður-Kóreu. Af ótta við árás af hálfu Norðan- manna á Kóreuskaga voru öryggis- ráðstafanir efldar við 395 mikil- væga staði í Suður-Kóreu, m.a. á flugvöllum, við hafnir, fjarskipt- amiðstöðvar og samgöngumann- virki og við orkuver. Sömuleiðis var eftirlit eflt við 186 byggingar erlendra sendiráða eða sendinefnda. Fyrsta merki vaxandi spennu á Kóreuskaga í gær var verðhrun á verðbréfamarkaðinum í Seoul, höf- uðborg Suður-Kóreu. Ástæður óró- ans nú eru hótanir Norður-Kóreu- manna, að hefna dauða norður- kóreskra hermanna, sem féllu eftir að hafa hlaupið á land frá strönduðum kaft)át 18. september sl. Flestir féllu fyrir hendi eigin manna en suður-kóreskir hermenn felldu nokkra er þeir leituðu kaf- bátsmanna. Einn skipveija náðist lifandi en þriggja er enn saknað. Ástandið þykir verra en nokkru sinni frá því í hittifyrra er ríkin deildu um meinta kjarnorkuvopna- áætlun norðanmanna. Stjórnvöld í Pyongyang, höfuðstað Norður- Kóreu, hótuðu þá að breyta Seoul í „eldhaf". Þeirri kreppu var eytt með tímamótasamkomulagi norð- ur-kóreskra yfirvalda og bandarí- skra stjórnvalda seint á árinu 1994. Reuter VÍGBÚNIR suður-kóreskir hermenn efldu í gær vörslu meðfram vopnahléslínunni, sem sker Kóreuskagann í tvennt meðfram 38. breiddargráðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.