Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 227. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Norsku fjárlögin lögð fram 442 milljarða afgangur Ósló. Reuter. FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1997 var lagt fram í Noregi í gær, en það gerir ráð fyrir 40,9 milljörð- um norskra króna, jafnvirði 442 milljarða íslenskra, í tekjuafgang. Þrátt fyrir fyrirséðan tekjuaf- gang sagði Sigbjörn Johnsen, fjár- málaráðherra, að mikils aðhalds yrði gætt í ríkisfjármálum til að kynda ekki undir verðbólgu. Í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu sagði, að Norðmenn upp- fylltu mjög auðveldlega meginfor- sendur Maastricht-sáttmálans fyrir aðild að sameiginlegu myntkerfi Evrópusambandsins (ESB), sem ráðgert er að verði að veruleika árið 1999, en aðild að ESB var hafnað í þjóðaratkvæði 1994. „Áætlaður tekjuafgangur fjár- laganna 1997 samsvarar 5,1% landsframleiðslunnar (GDP),“ sagði í tilkynningunni. Væru áætl- aðar olíutekjur Norðmanna 1997 ekki reiknaðar með yrði 24,2 millj- arða norskra króna halli á fjárlög- unum. Gengið er út frá þeirri for- sendu, að fyrir fatið af olíu fáist 115 krónur á næsta ári miðað við 125 krónur á þessu ári. Norðmenn framleiða um þrjár milljónir fata á dag og er gert ráð fyrir að fram- leiðslan verði á því stigi um mörg ókomin ár. Mikill viðbúnaður í Jerúsalem MÚSLIMI gengur framhjá ísra- elskum lögreglumönnum eftir bænasamkomu i mosku í Jerú- salem í gær. 3.000 lögreglumenn voru á varðbergi í grennd við moskuna en múslimskir klerkar komu í veg fyrir að efnt yrði til mótmæla í borginni til að af- stýra átökum áður en friðarvið- ræður Palestínumanna og ísra- elsstjórnar hefjast að nýju á morgun, sunnudag. Yasser Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, ræddi í gær við ítalska ráða- menn í Napólí og Jacques Chirac Frakklandsforseta í París og kvaðst vilja að fulltrúar Evrópu- sambandsins (ESB) yrðu við- staddir viðræðurnar. Fyrr um daginn hafði Chirac rætt við Romano Prodi, forsæt- isráðherra Italíu, og þeir ákváðu að beita sér fyrir því að leiðtog- ar ESB, sem koma saman í Du- blin í dag, samþykktu yfirlýs- ingu um að sambandið gegndi auknu hlutverki í friðarumleit- unum í Miðausturlöndum. ■ Klerkar hindra átök/22 Fundað um fjárskort rússneska hersins Jeltsín rekur sex hershöfðingja tvu. Reuter. HIÐ nýja varnarmálaráð Rússlands hélt í gær fund til að ræða fjárskort rússneska hersins en engin niður- staða náðist enda meðlimir ráðsins ekki á eitt sáttir um til hvaða að- gerða skuli gripið. Stjórnvöld hafa þó þegar hafíð endurskipulagningu hersins, því í gær var tilkynnt að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefði rekið sex hershöfðingja, þ. á m. yfir- mann fallhlífahersveitanna, Jevgeníj Podkolzín. fnter/ax-fréttastofan sagði í gær að málflutningur hersins í varnar- málaráðinu hefði byggst á því að fjárskortur græfi undan varnar- mætti Rússa. Fulltrúa stjórnvalda sögðu hins vegar, að herinn væri of stór, hershöfðingjar of margir og skrifræðið of mikið. Fjölmiðlar sögðu í gær að brott- rekstur hershöfðingjanna sýndi að Igor Rodíonov, sem tók við embætti varnarmálaráðherra í júlí sl., væri reiðubúinn að láta til sín taka. Rodí- onov á sæti í varnarmálaráðinu en Jeltsín skipaði það í júlí til að hafa umsjón með umbótum innan hersins og til mótvægis við öryggisráðið og formann þess, Alexander Lebed. Olíuleit í hættuí Færeyjum OLÍU- og gasleit í Færeyjum hefur legið niðri í rúmar tvær vikur þar sem bor dönsku leit- arfyrirtækjanna festist í bas- altlögum, sem sögð eru óvenjuhörð. Harka færeysku basaltlag- anna er það mikil, að rúmlega tveggja vikna tilraunir til að losa rannsóknarborinn hafa engan árangur borið. Er jafn- vel talað um, að olíuleitin sé í hættu og kunni að verða stöðvuð. Borholan er við byggðina í Lopra en hún er fyrsta og eina reynsluborholan, sem boruð er vegna fyrirhugaðrar olíuleitar í Færeyjum og á færeyska landgrunninu. Hafist var handa í júlí og mun borinn hafa verið kominn niður á 3.000 metra dýpi er hann festist, en ætlunin var að bora a.m.k. 500 metra til viðbótar. Lee varar við árás frá Norður-Kóreu Seoul. Reuter. LEE Soo-sung, forsætisráðherra Suður-Kóreu, sagði í gær, að allt eins mætti gera ráð fyrir árás af hálfu Norður-Kóreumanna á fimm afskekktar eyjar, sem eru á valdi Suður-Kóreu, en liggja skammt undan ströndum Norður-Kóreu. Af ótta við árás af hálfu Norðan- manna á Kóreuskaga voru öryggis- ráðstafanir efldar við 395 mikil- væga staði í Suður-Kóreu, m.a. á flugvöllum, við hafnir, fjarskipt- amiðstöðvar og samgöngumann- virki og við orkuver. Sömuleiðis var eftirlit eflt við 186 byggingar erlendra sendiráða eða sendinefnda. Fyrsta merki vaxandi spennu á Kóreuskaga í gær var verðhrun á verðbréfamarkaðinum í Seoul, höf- uðborg Suður-Kóreu. Ástæður óró- ans nú eru hótanir Norður-Kóreu- manna, að hefna dauða norður- kóreskra hermanna, sem féllu eftir að hafa hlaupið á land frá strönduðum kaft)át 18. september sl. Flestir féllu fyrir hendi eigin manna en suður-kóreskir hermenn felldu nokkra er þeir leituðu kaf- bátsmanna. Einn skipveija náðist lifandi en þriggja er enn saknað. Ástandið þykir verra en nokkru sinni frá því í hittifyrra er ríkin deildu um meinta kjarnorkuvopna- áætlun norðanmanna. Stjórnvöld í Pyongyang, höfuðstað Norður- Kóreu, hótuðu þá að breyta Seoul í „eldhaf". Þeirri kreppu var eytt með tímamótasamkomulagi norð- ur-kóreskra yfirvalda og bandarí- skra stjórnvalda seint á árinu 1994. Reuter VÍGBÚNIR suður-kóreskir hermenn efldu í gær vörslu meðfram vopnahléslínunni, sem sker Kóreuskagann í tvennt meðfram 38. breiddargráðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.