Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eitt stærsta málverkauppboð í manna minnum haldið hjá Gallerí Borg á morgun Kj arvalsmálverk metið á um þrjár milljónir króna LESIÐ á gullbók, verðmætasta Kjarvalsmálverk sem boðið hef- ur verið upp um langt árabil, er á málverkauppboði Galleris Borgar sem fram fer á morgun, sunnudag, í Gullhömrum, húsi Iðnaðarmannafélagsins að Hall- veigarstíg 1 kl. 20.30. Hér er um að ræða eitt stærsta málverka- uppboð sem haldið hefur verið hér á landi, svo sem Pétur Þór Gunnarsson hjá Gallerí Borg kemst að orði, en þar verður jafn- framt boðið upp síðasta málverk Jóns Stefánssonar. Lesið á gullbók, sem Jóhannes S. Kjarval málaði árið 1961, er 150x205 cm að stærð og er, að sögn Péturs, metið á um 3 millj- ónir króna. „Sem er að okkar áUti ekkert ofmat." Segir hann verkið ekki einungis stórt að flat- armáli heldur jafnframt með til- liti til listfræðilegs gildis. „Það er mjög óvanalegt að verk af þessari stærðargráðu komi inn á uppboð hér á Iandi.“ Siðasta málverk Jóns Stefáns- sonar er 130x190 cm að stærð en hann náði ekki að ljúka við verkið áður en hann lést árið 1962. Er það metið á rúmar tvær milljónir króna. „Sú mynd er frá ættingjum Jóns komin og er ekki síður merkileg, ekki síst þar sem hún er ekki kláruð og gefur því innsýn í vinnubrögð Jóns Stef- ánssonar.“ Pétur segir að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg glæsiverk gömlu meistaranna verið á upp- boði hér á landi. Megi þar nefna átta verk eftir Ásgrim Jónsson, fleiri verk eftir Kjarval, auk verka eftir Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts, Jóhann Briem, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Scheving, Þórarin B. Þorláksson, Morgunblaðið/Ásdís JÓHANNES S. Kjarval: Lesið á gullbók, 1961 Alfreð Flóka, Snorra Arinbjam- ar, Karólínu Lárusdóttur, Pétur Gaut og tvö stór málverk eftir Karl Kvaran. Að sögn Péturs er vitaskuld mikil eftirvænting í loftinu en einn galli sé þó á gjöf Njarðar. „Þessi verk eru bara sýnd í þijá daga en síðan eru þau boðin upp og seld. Maður hefði hins vegar viljað halda sýningunni í tvær vikur.“ ) Orkulaganefnd skilar tillögum til ráðherra eftir helgi Komið verði á sam- keppni í orkuöflun Éyrarbakki Vélar- vanabát bjargað BÁTUR með þremur mönn- um innanborðs varð vélar- vana við innsiglinguna að Eyrarbakkahöfn rétt fyrir kl. 19 í gærkvöldi. Bátsveijar hringdu í neyð- arsíma Björgunarsveitar Slysavamafélagsins á Eyrar- bakka og um 10 mínútum síðar var slöngubátur þeirra kominn á vettvang. Engansakaði Að sögn Guðjóns Guð- mundssonar, formanns björg- unarsveitarinnar, sakaði eng- an en báturinn var dreginn til Þorlákshafnar með bilaða olíudælu. „Betur fór en á horfðist, myrkrið var að skella á og töluvert brim var í innsigling- unni sem er talin með þeim hættulegri á landinu," sagði Guðjón Guðmundsson. í DRÖGUM að nefndaráliti, sem liggja fyrir hjá svokallaðri orku- laganefnd, er lagt til að heimiluð verði samkeppni í orkuöflun og að einkaréttur Landsvirkjunar á að virkja verði afnuminn. Drögin gera ráð fyrir að það verði alfarið mál stjórnvalda hvernig staðið verður að jöfnun á orkuverði, en orkufyrir- tækin sjálf keppi innbyrðis um sölu á raforku. Orkulaganefnd heldur sinn síð- asta fund nk. mánudag. Á honum verða nefndarmenn að taka afstöðu til fyrirliggjandi draga að áliti en að því búnu verða tillögumar sendar iðnaðarráðherra. Hann áformar að leggja fram frumvarp til nýrra orkulaga á þessu þingi. í orkulaganefnd eiga sæti fulltrú- ar allra stjórnmálaflokka, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga fyrirtækja og stofnana á sviði orku- öflunar og orkudreifingar. Samtals sitja nítján menn í nefndinni en formaður hennar er Þórður Frið- jónsson, forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa samstöðu innan nefndarinnar um þær tillögur sem hún kemur til með að leggja fram. Skiptar skoðanir hafa hins vegar verið í nefndinni um hve langt eigi að ganga í breytingum á núverandi kerfi. Landsvirkjun skipt í grundvallaratriðum gera drögin ráð fyrir að heimiluð verði sam- keppni í orkuöflun, en að áfram verði óbreytt fyrirkomulag í flutn- ingi og dreifíngu á raforku. Þetta þýðir að Landsvirkjun verður skipt upp í tvö fyrirtæki. Annað rekur og byggir virkjanir, en hitt sér um flutning á orkunni. Aðskilnaðurinn er talinn nauðsynlegur til að tryggja að Landsvirkjun geti ekki notað arð af öðrum þættinum til að niður- greiða verð á hinum. Bókhaldslega mun þessi aðskiln- aður gerast um næstu áramót og er það óháð nefndarstarfmu og hugsanlegum breytingum á orkulög- um. Ný tilskipun Evrópusambands- ins, sem nær til Evrópska efnahags- svæðisins, um orkumál gerir þessa breytingu nauðsynlega. Segja má að með þessari skiptingu verði fyrsta skrefíð stigið að varanlegri skiptingu Landsvirkjunar, þ.e.a.s. ef orkulög- um verður breytt í samræmi við til- lögur orkulaganefndar. Ekki mun vera mikill ágreiningur innan nefndarinnar um þessa skipt- ingu á Landsvirkjun. Hins vegar hefur verið tekist á um hversu langt eigi að ganga í að skapa skilyrði fyrir nýja aðila til að keppa við Landsvirkjun um orkuöflun. Nefiid- in tekur ekki afstöðu til þess hve- nær opnað verði fyrir samkeppni. Ekki er heldur fjallað um breyting- ar á eignarhaldi Landsvirkjunar. Það mál er nú til umfjöllunar milli eigenda fyrirtækisins, ríkisins, Reykjavíkur og Akureyrar. Samkeppni í orkuöflun þýðir að ekki verður hægt að viðhalda óbreyttu núverandi orkujöfnunar- kerfi þ.e. að heildsöluverð á raf- magni sé það sama alls staðar á landinu. Nefndardrögin gera ráð fyrir að það verði alfarið mál Al- þingis og ríkisstjórnar að fjalla um orkujöfnun á landinu, en í dag er það sameiginlegt verkefni Lands- virkjunar og stjómvalda. \ Morgunblaðið/Golli YFIRMENN almannavarna skoða aðstæður á Skeiðarársandi. Frá vinstri: Einar Hafliðason yfirverk- fræðingur Vegagerðar, Páll Björnsson sýslumaður á Höfn, Sólveig Þorvaldsdóttir framkvæmda- s^jóri Almannavarna, Sigurður Gunnarsson sýslumaður í Vík, Rögnvaldur Gunnarsson verkfræðing- ur Vegagerðar og Reynir Gunnarsson starfsmaður yegagerðarinnar. Varnargarð- arnir styrktir YFIRMENN almannavarna í Skaftafellssýslum og framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins fund- uðu með verkfræðingum Vegagerð- ar ríkisins í Freysnesi í gær. Að þeim fundi loknum var farið að sandinum þar sem Einar Hafliða- son yfirverkfræðingur Vegagerðar- innar skýrði aðstæður og fyrirhug- aðar aðgerðir til varnar brúnum. Sigurður Gunnarsson sýslumaður í Vík í Mýrdal sagðist eftir fundinn hafa traust á aðgerðum Vegagerð- arinnar. Starfsmenn Vegagerðarinnar og verktakar á hennar vegum unnu í gær áfram að því að styrkja varnar- garða við brýrnar á Skeiðarár- sandi. Að sögn Einars Hafliðasonar er þetta verk sem ólokið var eftir síðasta hlaup í ánni. í dag verður haldið áfram að vinna efni til að eiga á lager þegar fylla þarf aftur í skörðin. Hugsanlega verður keyrt meira efni út á garðana á morgun en að öðru leyti er biðstaða hjá vegagerðarmönnum eins og öðrum. Einar telur að búið sé að gera það sem hægt er til að varna tjóni á brúnum en vill þó ekkert um það segja þvort staðan sé slæm eða góð. „Eg hlýt að svara því játandi," segir hann spurður að því hvort hann gerði sér vonir um að geta varið brýrnar með þeim aðgerðum sem ákveðnar hafa verið, en tekur jafnframt fram að það sé von en ekki vissa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.