Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Gömul vél í gömlum búningi Fegurðarsamkeppni Norðurlanda Harpa Rós í 2. sæti HARPA Rós Gísladóttir úr Garðabæ varð í 2. sæti í Fegurðar- samkeppni Norðurlanda sem fram fór í Finnlandi í gærkvöldi. Halla Svansdóttir frá Akranesi varð í 4. sæti. Tíu stúlkur tóku þátt í keppn- inni og hlutskörpust varð finnsk stúlka, Lola Odusoga, en hún varð fyrir nokkru í 3. sæti í keppninni Ungfrú Alheimur. Olafur Laufdal veitingamaður á Hótel íslandi var formaður dóm- nefndar. LANDGRÆÐSLUVÉLIN Páll Sveinsson hefur verið máluð í hinum gömlu litum Flugfélags íslands. Var það gert vegna töku kvikmyndarinnar Maríu, sem fjallar um þýzka stúlku sem kom hingað til lands eftir stríðiðtil að gerast ráðskona í sveit. A þeim tíma notaði Flugélag ís- lands þessa sömu flugvél í innan- landsflugi, en hún er af gerðinni DC-3. Vélin hefur áður verið máluð í sömu litum. Það var gert vegna kvikmyndar Stuðmanna, Hvítír mávar. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði Þórarinn Jón end- urkjörinn ÞÓRARINN Jón Magnússon var endurkjörinn formaður stjórnar fuli- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfírði á aðalfundi síðastliðið fímmtudagskvöld. Þórarinn Jón hlaut 59 atkvæði en mótframbjóð- andi hans, Kristinn Andersen, 40 atkvæði. Einn seðill var auður. Fundurinn stóð fram á nótt og ítrekaði Þórarinn Jón þá afstöðu sína að hann teldi óeðlilegt að þeir sem ættu í samstarfí við pólitíska and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins gætu á sama tíma gegnt trúnaðarstörfum í flokknum. Sagði hann ekki trúlegt að flokksmaður, sem starfaði í bæj- arstjóm sem pólitískur samheiji Al- þýðuflokksins, gæti jafnframt setið í kosningastjóm Sjálfstæðisflokksins fram að næstu bæjarstjómarkosn- ingum þvi Ijóst væri að unnið yrði af mestri hörku gegn Alþýðuflokkn- um. Sem kunnugt er klufu bæjarfull- trúarnir Jóhann G. Bergþórsson og Ellert B. Þorvaldsson sig úr bæjar- stjórnarflokki sjálfstæðismanna i fyrra og hófu meirihlutasamstarf við Alþýðuflokkinn. Vill sjá meiri skoðanaskipti umborin í flokknum Kristinn Andersen sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeir 40 sem greiddu honum atkvæði sitt vildu sjá ákveðnar breytingar í starfí flokksins. „Ég vildi leggja áherslu á að meiri skoðanaskipti verði umborin í flokknum en stundum hefur verið,“ segir hann. Hann vili ekki meina að úrslitin þýði að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfírði sé klofínn í tvær fylk- ingar og segir það verða að koma í ljós hvemig samstarfíð muni ganga fyrir sig. „Flokksstarfíð í vetur mun standa og falla með þvi hvemig for- maður fulltrúaráðsins og stjómin haga sínum störfum," segir Kristinn. Heilbrigðisnefnd samþykk undanþágu frá hávaðareglum vegna Kirkjusandshúsa Fulltrúi R-listans hyggst segja sig úr nefndinni HElLBRIGÐISNEFND samþykkti í gær að ásætt- anlegt yrði að veita undanþágu frá viðmiðunar- mörkum fyrir umferðarhávaða í mengunarvarna- reglugerð vegna nýbygginga við Kirkjusand 1-5. Nefndin samþykkti að hljóðstig mætti reiknast allt að 60 dB með 'h dB fráviki að vissum skilyrð- um uppfylltum. í mengunarvarnareglugerð frá 1994 er miðað við að hávaði fari ekki yfir 55 dB á nýbyggingarsvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og var tillagan því samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu. I heilbrigðisnefnd sitja fímm manns og veittu tveir fulltrúar R-listans tillögunni samþykki sitt. Þriðji fulltrúi R-listans, Gunnar Ingi Gunnarsson, greiddi atkvæði á móti og hefur hann ákveðið að segja sig úr nefndinni. „Það lá fyrir álit lög- fræðings hjá Heilbrigðiseftirlitinu sem taldi að í þessu tilfelli væri ekki hægt að beita 53. grein mengunarvarnareglugerðar. Þar með strandar afgreiðsla málsins að mínu mati þegar í upp- hafí,“ segir Gunnar Ingi. I 53. grein mengunar- vamareglugerðar segir að heilbrigðisnefnd geti vegna „sérstakra og óviðráðanlegra ástæðna og að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins leyft að á ákveðnum afmörkuðum svæðum megi há- vaði vera yfir viðmiðunarmörkum". Þijú skilyrði tilgreind í tillögu heilbrigðisnefndar eru tilgreind þijú skilyrði fyrir því að undanþága fáist veitt, það er að hljóðstig innandyra fari ekki yfir 30 dB, að hljóðstig á lóð og svölum fari ekki yfír 55 dB og að hljóðstig utan við glugga að minnsta kosti heimings íveruherbergja hverrar íbúðar fari ekki yfír 55 dB. „Mér finnst framhaldið engu að síður óviðunandi, það er að verið sé að samþykkja að hljóðstig fyrir utan helming íveruherbergja í íbúð megi vera yfír viðmiðunarmörkum, eða 55 dB,“ segir Gunnar Ingi ennfremur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun á fundinum þar sem meirihlutinn er gagnrýndur fyrir „fljótfærni og vandræðagang“ í meðferð umsókna um byggingu Kirkjusands 1-5 og að þau vinnubrögð séu „varla næg rök til þess að víkja frá ákvæðum mengunarvarnareglugerðar". Hulda Ólafsdóttir, formaður heilbrigðisnefndar, lagði jafnframt fram bókun þar sem segir að samkvæmt skilyrðum nefndarinnar sé engin undanþága veitt fyrir hljóðstig innandyra, á lóð eða svölum. „Hér er einungis verið að veita undanþágu á hljóðstigi utan við glugga í allt að helmingi íveruherbergja hverrar íbúðar. Það liggja fyrir gögn meðal ann- ars frá Hollustuvernd ríkisins sem telja að 60 dB hávaði utan við vegg sé ásættanlegt.“ Hulda segir tillögu nefndarinnar svar við fyrir- spurn frá verktakanum, það er Ármannsfelli, og að líta megi á hana sem viljayfirlýsingu. „Verktak- inn verður síðan að meta hvort hann ræðst í að leita formlega eftir undanþágu. Þetta er ekki endapunkturinn," segir Hulda. Tilfinningar bomar á torg Morgunblaðið/Kristinn „ Anna Kristín Arngrímsdóttir túlkar prímadonnuna Maríu Callas af mikilli fagmennsku." LEIKUST íslcnska óperan Maria Callas: Master Class eftir Terrence McNalIy. Islensk þýðing: Ingunn Ásdísardóttir. Leikarar og söngvarar: Anna Kristín Amgríms- dóttir, Bjöm Karlsson, Ellen Frey- dis Martin, Marta Guðrún Halldórs- dóttir, Stefán Stefánsson. Leik- stjóri: Bjami Haukur Þórsson. Leik- mynd og búningar: Hulda KrLstín Magnúsdóttir. Ljós og hljóð: Bene- dikt Axelsson. Sýningarstjóri: Kristín S. Kristjánsdóttir. MARIA Callas: Master Class er spennandi leikverk og uppbygging þess bæði sniðug og vel útfærð hjá höfundinum, Terrence McNa- lly, sem hefur áður sannað sig sem frumlegt og gott leikskáld, til að mynda með hinu frábæra leik- verki: Koss köngulóarkonunnar. Hér eru á skemmtilegan hátt sam- nýttir hæfíleikar leikara og óperu- söngvara og útkoman er listaverk sem gleður bæði huga og heym. Rammi verksins er kennslu- stund hjá Maríu Callas þar sem þrír ungir söngvarar fá leiðsögn hennar við píanóundirleik. Dívan er miskunnarlaus við nemenduma og tekur þá í kennslustund sem þeir gleyma aldrei. En hún á einn- ig til rausn þegar henni fínnst það eiga við. Anna Kristín Arngríms- dóttir túlkar prímadonnuna Maríu Callas af mikilli fagmennsku, sýn- ir okkur konu sem man fífíl sinn fegri og er að miklu leyti fangi eigin minninga. Persónulýsing Maríu kemur á óvart, andstæður í persónu hennar em skarpar; hún á til mikla viðkvæmni og næmi en getur áður en minnst varir breyst í ragnandi klámkjaft - sem að miklu leyti má rekja til sam- bands hennar við gríska skipa- kónginn Aristoteles Onassis, ef marka má verkið. Reyndar er gefið í skyn að samband Maríu við Onassis sé harmleikur lífs hennar, leiðarstef verksins er að fyrir hann hafi hún öllu fórnað. Óhætt er að segja Anna Krist- ín skapi persónu sem er ekki allt- af mjög aðlaðandi í veikleikum sínum og hégómagirnd. Engu að síður tekst henni afdráttarlaust að öðlast samúð áhorfenda og verður það að teljast nokkuð af- rek að túlka á svo næman hátt manneskjuna í öllum sínum lit- brigðum. Áhorfendur kunnu vel að meta frammistöðu Önnu Krist- ínar og fögnuðu henni sem sannri Dívu við leikslok. Tónlistarfólkið stendur sig allt með prýði. Þorsteinn Gauti naut sín vel sem undirleikarinn; með látlausum en hárréttum áherslum náði hann að kitla hláturtaugar áhorfenda. Stefán Stefánsson var „tenórinn“ holdi klæddur, raunar jaðrar það við paródíu hversu „te- nór-legur“ hann er, bæði í útliti og framkomu. Söngur hans var skemmtilegur og röddin falleg. Aðeins mátti þó greina að um óvanan leikara var að ræða því honum hætti til að brosa um of að eigin töktum. Eða kannski var persónan bara svona sjálfumglöð? Hvernig sem því er varið, var Stefán yndislega kátlegur. Ellen Freydís Martin er í nokkuð erfiðu hlutverki þar sem hún fær lítið ráðrúm til söngs vegna yfirgangs Dívunnar. En hún skilaði sínum hlut vel og mann langaði til að heyra meira í henni en Callas leyfði það ekki. Marta Guðrún Halldórsdóttir var frábær í sínu hlutverki og það var unun að heyra hana syngja. Ekki var að sjá að hér færi óvön leikkona því Marta átti mjög góða takta í mótleik sínum við Dívuna. Nemendurnir þrír voru skemmtilega ólíkir og aríumar sem þeir sungu kölluðust á klókan hátt á við atburði þá úr lífi Callas sem hún rifjaði upp með sönginn í bakgrunninum. Ástæða er einnig til að minn- ast á hlut Ingunnar Ásdísardóttur þýðanda, en þýðing hennar klikk- ar hvergi og á vafalaust stóran þátt í að gera textann eins áhrifa- mikinn og raun ber vitni. Björn Karlsson er í litlu hlut- verki sviðsmanns og skapaði hann skemmtilega andstæðu við aðrar persónur. Sviðmynd Huldu Kristínar Magnúsdóttur er einföld og lát- laus og hæfír uppfærslunni vel. Ekki var ég hins vegar alls kostar sátt við búninga hennar, sérstak- lega voru búningar söngnemanna of ýktir. Ljós og hljóð eru í umsjón Benedikts Axelssonar og átti hann stóran þátt í að skapa sýn- ingunni rétta stemningu. Að Master Class standa ungir, nýútskrifaðir listamenn sem greinilega láta sér fátt fyrir bijósti brenna. Leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson er menntaður bæði sem leikari og leikstjóri og lauk hann námi í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári. Hann og félagar hans hafa sett verkið upp með góðu fulltingi íslensku óperunnar og er þeim sómi að. Einu verð ég þó að kvarta yfir og það er leikskráin. Hún er afar lítilfjörleg og hæfir illa sýning- unni sem að öðru leyti er stór í sniðum. í leikskrána vantar til dæmis bitastæða grein um per- sónuna Maríu Callas og einnig hefði verið fengur að umfjöllun um verk Terrence McNally, þ.e. annað og meira en upptalning á verkum og verðlaunum. Ljóð er í leikskránni sem ég get ekki séð að hafi nokkurn snertiflöt við verkið og er tilvist þess í skránni furðuleg. Af leikskránni mætti jafnvel álykta að leikararnir, söngvararnir og aðrir aðstand- endur sýningarinnar væru aðal- atriði hennar en efni leikverksins aukaatriði. Þar fyrir utan eru bæði villur í stafsetningu og stað- reyndum í skránni. En til að gæta allrar sanngirni má segja að leikskráin sé aukaatriði - sýn- ingin er góð. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.