Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bankar og sparisjoðir Vaxtakalli ÉG verð að segja það, það er óttalegur glannaskapur að aka eins og ljón með aðra hönd á stýri, Davíð minn . . . Ragnar Amalds verður ekki aftur í kj öri Alþingis RAGNAR Arnalds alþingismaður til- kynnti á kjördæmisráðstefnu Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi vestra um síðustu helgi að hann myndi ekki bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Hann hvatti jafnframt flokksfélaga sína til að hefja strax undirbúning að því að fínna eftirmann sinn og velja hann eigi síðar en næsta haust. Ragnar hefur lengstan þingferil að baki núverandi þingmanna. Hann var fyrst kjörinn á þing 1963, en þá var hann aðeins 25 ára gamall. Hann náði ekki endurkjöri 1967, en frá 1971 hefur hann setið samfleytt á Alþingi. Ragnar var kjörinn fyrsti formaður Alþýðu- bandalagsins 1968 og því má segja að hann hafi verið í forystusveit flokksins og for- vera þess í bráðum 30 ár. Ragnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði fyrir síðustu alþingiskosningar áformað að hætta þingmennsku, en fallist á að bjóða sig fram einu sinni enn eftir að skor- að hefði verið á hann. Með yfirlýs- ingu sinni um síðustu heigi hefði hann einungis verið að árétta þá ákvörðun sína að þetta yrði sitt síð- asta kjörtímabil. Ragnar sagði að ekki bæri að líta svo á að hann væri að hætta afskipt- um að stjórnmálum, en hann yrði ekki í framvarðasveit Alþýðubanda- lagsins að loknu þessu kjörtímabili. Hann sagðist enga ákvörðun hafa tekið um hvað hann tæki sér fyrir hendur í framtíðinni. Ákvörðun um það biði síns tíma. Ragnar er 58 ára gamall. „Ég tel einfaldlega að ég sé búinn að vera það lengi í þessu að það sé tímabært að breyta til,“ sagði Ragn- ar. Ragnar Amalds BÍLALESTIN, sem flutti sjö sumarhús frá Skejjavík við Hólmavík að Hellu á Rangárvöllum, sést hér á við Botnsskála í Hvalfirði. Sumarhús á faraldsfæti SJÖ sumarhús voru flutt frá Skeljavík við Hólmavík að Hellu á Rangárvöllum í vikunni, hátt í 500 kílómetra leið. Húsin höfðu haft eigendaskipti og munu nú taka við nýju hlutverki í ferðamanna- þjónustu á bökkum Ytri-Rangár. Húsin voru keypt úr þrotabúi í eigu Islandsbanka, en kaupandinn er fyrirtækið Rangárflúðir, sem er ferðaþjónustufyrirtæki í eigu fjögurra aðila í Rangárþingi, sér- staklega stofnað um kaupin og framtíðarrekstur húsanna. Að sögn Guðmundar Einarssonar, talsmanns fyrirtækisins, voru hús- in flutt í heilu lagi á fimm vörubíl- um, og tók flutningurinn alls um einn og hálfan sólarhring, þar sem ýmis Ijón voru í veginum. Húsunum var komið fyrir á bíl- unum á þriðjudag og lagt af stað þá um kvöldið. Að hálfu lögreglu- yfirvalda var mælzt til þess, að hin fyrirferðarmikla bílalest yrði helzt aðeins á ferðinni að nóttu til, þegar minnst umferð væri. Hvassviðri í Hvalfirði olli enn frekari töfum. Aðfaranótt mið- vikudagsins var bílalestin stödd við Akranesafleggjarann, þegar miklir sviptivindar voru við Hafn- arfjall. Þar var gert hlé á ferða- laginu, unz vind lægði tólf klukku- stundum síðar. Þegar svo loks var komið á Suðurlandsundirlendið neyddist bílalestin til að taka á sig 100 kíló- metra krók, þar sem Þjórsárbrúin var of mjó. Eina leiðin með eins fyrirferðarmikinn farm austur yfir fljótið var að aka alla leið upp fyrir Búrfellsvirkjun og aftur suð- ur eftir. Á áfangastað var komið á fimmtudagsmorgun. Nú standa húsin á bakka Ytri- Rangár í landi Ægissíðu, skammt frá Rangárflúðum, sem er einn gjöfulasti veiðistaðurinn í Rang- áuum. Þar munu húsin leysa úr aðkallandi þörf fyrir ferðaþjón- ustu á svæðinu og hýsa hópa ferða- og veiðimanna, erlendra sem innlendra. Heyrnarskertir á Norðurlöndum Aðgangur að samfélaginu mikilvægastur Svein Ludvigsen Aðgengi heymar- skertra að fram- halds- og háskóla- námi, er yfirskrift þema- daga, sem nú standa yfir í Reykjavík á vegum félags heymarskertra á Norður- löndum, NHS, en aðild að því eiga landssamtök heyrnarskertra á Norður- löndunum. Halda samtökin þemadagana á Hótel Lind en þátttakendur em um fimmtíu. Formaður NHS er Svein Ludvigsen, þingmað- ur Hægriflokksins á norska Stórþinginu. Ludvigsen segir starf fé- laga heymarskertra snúast í aðalatriðum um þrennt. „í fyrsta lagi að auka sjálf- stæði og sjálfstraust heyrn- arskertra. Fá þá til að viður- kenna og sætta sig við fötlun sína, láta hana ekki halda aftur af sér. I öðm lagi beinum við sjónum okkar að skólunum, að auka skiln- ing yfirvalda, kennara og samnem- enda hinna heymarskertu á því hvað felst í því að heyra illa. Og í þriðja lagi fylgjumst við grannt með þeim framfömm sem orðið hafa í tækjabúnaði fyrir heymar- skerta og reynum að stuðla að því að ráðgjöf sé aðgengileg sem flest- um og sem víðast.“ -Hversu stórt hlutfall fólks á Norðurlöndum telst heyrnarskert? „Fullyrt hefur verið að um 10% séu heymarskert. í félagi heyrnar- skertra í Noregi eru um 20.000 manns og þetta er því einn stærsti hópur fatlaðra í landinu. Fæstir þeirra sem em með skerta heyrn fæðast þannig, meirihlutinn missir heyrn vegna utanaðkomandi þátta, t.d. sjúkdóma eða mikils og lang- varandi hávaða. Þessi fötlun er hins vegar ósýni- leg, það sést ekki á eyrum fólks hvort það heyrir eður ei. En hún er hindrun og marga heyrnar- skerta skortir sjálfstraust til að láta drauma sína rætast. Heymar- skertir taka t.d. oft starfsnám fram yfir bóklegt nám vegna þess að það er einfaldari leið. I bóklegu námi reynir miklu meira á hið tal- aða orð og hvernig mönnum gengur að nema það.“ -Hefur tæknin ekki nýst heyrnarskertum sem vilja sækja sér aukna menntun? „Vissulega hafa orðið miklar framfarir í gerð heymartækja, auk þess sem gjörbylting hefur orðið á sviði upplýsingatækni, t.d. hvað varðar alnetið og hún kemur heyrn- arskertum vissulega til góða. Til að hún nýtist heymarskertum, verður að auka og bæta ensku- kennslu frá því sem nú er, og auð- velda aðgang þeirra að tölvum." -Hvaðan er áhugi þinn á málefn- um heyrnarskertra sprottinn? „Eiginkona mín hefur skerta heyrn og tvö af þremur bömum okkar einnig. Þau búa við svokallað eyrn- asuð en það fyrirbæri hefur lítið verið rannsakað þar til nýlega." -Hefur seta þin á þingi nýst félag- inu við að koma málum þess á framfæri? „Það verða aðrir að segja til um. Vonandi gefur hún mér og félag- inu aukinn styrk og áhersluþunga. Við höfum lagt áherslu á að fá til liðs við okkur þekkt fólk í þjóðfé- laginu, sem er heyrnarskert, og segja frá því. Það skiptir óskaplega miklu máli að fá fólk til þess að ► Svein Ludvigsen er fæddur á Sommerny í Troms árið 1946. Hann var bankastjóri í Tromsa áður en hann var kjörinn á norska þingið árið 1989 fyrir Hægriflokkinn. Ludvigsen er varaformaður flokksins og for- maður viðskiptanefndar Stór- þingsins, sem m.a. fjallar um sjávarútveg. Ludvigsen er for- maður samtaka heyrnarskertra í Noregi og jafnframt formaður NHS, Norrænnar samstarfs- nefndar heyrnarskertra. Ludvigsen er kvæntur heymar- skertri konu og eiga þau þijú börn, þar af eru tvö þeirra heyrnarskert. sýna fram á að það geti náð langt, staðið í fremstu röð þrátt fyrir að vera með skerta heyrn. Þá höfum við fengið þekkta tónlistarmenn til liðs við okkur í tengslum við forvarnarstarf, til að fá fólk til að gera sér grein fyrir hættunni á heymarskemmdum vegna lang- varandi hávaða, t.d. í rokktónlist." -Snýst barátta ykkar, eins og fiestra annarra, ekki fyrst og fremst um peninga, að veitt verði meira fjármagn til þjónustu við heyrnarskerta? „Hún snýst um peninga og um að breyta afstöðu fólks til heym- arskertra. Þetta tvennt tengist á vissan hátt. Þær breytingar sem þyrftu að verða em ekki allar svo fjárfrekar, því þær snúast ekki síður um aukinn skilning á þörfum heymarskertra. Vissulega hefur hann aukist en allt of hægt. Takmarkið er að heymarskertir hafí fullt aðgengi að samfélaginu og einangrist ekki.“ íslendingar eiga bandamann í Ludvigsen en hann lagði til fyrir nokkmm árum, er Smugudeila Norðmanna og íslendinga stóð sem hæst, að íslendingar fengju kvóta í Smugunni. Ludvigsen er formaður viðskiptanefndar Stór- þingsins, sem fjallar einnig um sjávarútvegsmál, og ávann hann sér litlar vinsældir með tillögu sinni, síst af öllu í heimafylki sínu, Troms í Norður-Noregi. „Þetta vakti mikla reiði en nú hefur kom- ið á daginn að það er rétta leiðin til að koma í veg fyrir að þorsk- stofninn hrynji og allir tapi; Norð- menn og íslendingar." Ætlar þú að ræða fiskveiðar við íslensk stjórnvöld eða þingmenn á meðan dvöl þinni stendur? „Nei, ég ætla að einbeita mér að málefnum heyrnarskertra og þemadögunum hér.“ Sést ekki á eyrum fólks hvort það heyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.