Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VSI og borgarstjóri skrifast á Hvatt til aðgæslu í verðhækkunum Morgunblaðið/Asdís Guðríður Sigurðardóttir, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis, Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Kristín Jónsdóttir, ritstjóri Tölfræðihandbókarinnar, kynntu Tölfræðihandbók um menntun og menningu. Menntun og menning í tölum og töflum Menntaþing haldið í dag Vinnuveitendasamband íslands hefur beint þeim tilmælum til borg- arstjórnar Reykjavíkur að við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár verði miðað við það að Reykjavíkurborg geri sitt til að stuðla að sem lægstri verðbólgu. Þetta sé annars vegar hægt að gera með því að borgaryfirvöld hægi á útgjöldum borgarsjóðs en hins vegar með meiri aðgát í hækk- unum á þjónustugjöldum og skött- um en verið hefur. í erindi VSÍ, sem lagt var fram í borgarráði síðastliðinn þriðjudag, segir að Reykjavíkurborg hafi með verðlagsákvörðunum sínum ekki stuðlað að lágri verðbólgu heldur raunar þvert á móti. Þannig hafi t.d. gjaldskrá Hitaveitu Reykjavík- ur hækkað um 7,4% á árinu á sama tíma og verðlag hafi hækkað um 2,4%. Þá hafi borgarráð nýlega samþykkt nær 11% hækkun á gjaldskrá Vatnsveitu Reykjavíkur og það verið opinberlega varið með vísan til almennrar verðlagsþróun- ar. Sú fullyrðing sé beinlínis röng og til þess fallin að draga upp falska mynd af verðlagsþróun í landinu. Einnig hafi stöðumæla- gjöld og sektir hækkað frá árinu 1991 um nærfellt 70% á meðan verðlag hafi hækkað almennt um 16%, gjöld fyrir dagvist barna hafi hækkað um 30% frá ársbyrjun 1995 og Rafmagnsveita Reykjavík- ur hafi á þessu ári hækkað taxta um 3% og fylgt í því efni fyrirmynd Landsvirkjunar. Á ekki við rök að styðjast í svarbréfi borgarstjóra við er: indi VSÍ segir að þau ummæli VSÍ að Reykjavíkurborg hafi með verð- lagsákvörðunum sínum ekki stuðl- að að lágri verðbólgu heldur raunar þvert á móti eigi ekki við rök að styðjast og séu ekki samboðin landssamtökum sem vilji láta taka sig alvarlega. Bendir borgarstjóri á að síðan fyrst var heimilt að hækka og lækka verð samkvæmt gjaldskrá Hitaveitunnar í samræmi við breytingar á vísitölu byggingar- kostnaðar í júní 1987 hafi verð án 14% virðisaukaskatts hækkað um 103,2% en vísitalan um 116,9%. Raunverð hafi samkvæmt því lækkað um 11,7% og um 13,5% sé miðað við vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Hvað varðar hækkun á gjaldskrá Vatnsveitunnar bendir borgarstjóri á að auk þess sem vatnsgjaldið hafði þrátt fyrir hækkunina tekið minni breytingum en byggingar- vísitalan frá desember 1990 hafi sérstaklega verið minnt á aukinn kostnað veitunnar í kjölfar gildis- töku laga frá 1991 þar sem kveðið var á um að Vatnsveitan skyldi framvegis bera viðhaldskostnað af heimæðum sem húseigendur höfðu staðið straum af áður. Hækkunin svari til þess að álagningarstuðull vatnsgjalds færi úr 0,13% í 0,145% af fasteignamati og sá stuðull sé enn hinn lægsti á höfuðborgar- svæðinu. Frjálslega farið með staðreyndir Borgarstjóri segir VSÍ fara býsna fijálslega með staðreyndir þegar því sé haldið fram að Reykja- víkurborg hafi hækkað stöðumæla- gjöld og sektir um nærfellt 70% frá 1991. Bendir borgarstjóri á að gjaldskrá bílastæðasjóðs Reykja- víkur hafi tekið margvíslegum breytingum en í raun lækkað frá árinu 1988 sem sé eðlilegt viðmið- unarár, en þá var tímagjald í stöðu- mæla lækkað úr 100 kr. í 50 kr. Tekið er sérstaklega fram að um- ræddar breytingar á tímabilinu hafi ekki haft áhrif á vísitölu neysluverðs. Borgarstjóri segir það rangt að gjöld fyrir dagvist barna hafi hækkað um 30% frá ársbyijun 1995. Áhrif gjaldskrárbreyting- anna sem gildi tóku 1. júlí síðastlið- inn séu metin til 7% hækkunar á leikskólagjöldum miðað við dvalar- tíma barna í leikskólum borgarinn- ar þegar breytingarnar áttu sér stað, en þá hafi gjaldskráin verið í öllum meginatriðum óbreytt síðan haustið 1991. Hins vegar hafi ver- ið samþykkt að bjóða upp á al- menna heilsdagsvist fyrir 3 til 5 ára frá ársbyijun 1995 í stað þess að einskorða hana við svonefnda forgangshópa. Ákveðið hafi verið nýtt gjald fyrir almenna heilsdags- vist og áhrif þess á leikskólagjöldin í heild svarað til hækkunar um 1%. Loks bendir borgarstjóri á að gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykja- víkur hafi lækkað verulega að raunvirði. Til dæmis hafi hún eftir 3% hækkun í apríl á þessu ári lækk- að um 7,4% að raunvirði miðað við vísitölu byggingarkostnaðar síðan í janúar 1994. Segir borgarstjóri að í ljósi fram- angreinds sé það með öllu óskiljan: legt að framkvæmdastjóri VSÍ skuli fyrir hönd samtakanna leyfa sér að halda því fram að Reykja- vfkurborg hafi dregið upp verðbólg- una en ekki haldið aftur af henni. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út Tölfræðihandbók um menntun og menningu. í inngangi bókarinnar kemur fram að hún sé liður í að auka upplýsingastreymi til almennings um menntunar- og menningarmál. Handbókin er gefin út í tengslum við menntaþing sem haldið er í Háskólabíó og Þjóðarbók- hlöðu í dag. Sigríður Anna Þórðar- dóttir, þingstjórnandi setur þingið í Háskólabíó kl. 9.30 í dag. Handbókin er tvískipt. I fyrri hiut- anum er fjallað um menntamál og menningarmál í hinum síðari. Menntahlutinn skiptist í almenna lýsingu á íslenska menntakerfinu og tölulegar upplýsingar, töflur og myndir, um menntamál. I seinni hlutanum er fjallað almennt um menningarmál og töflur og myndir um fjármögnun menningarstarf- semi, úthlutun úr sjóðum, menning- arneyslu og íþróttir og tómstundir. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði við kynningu á handbók- SAMTÍMIS því sem menntaþing er haldið í Háskólabíói á vegum menntamálaráðuneytisins halda námsmannahreyfingarnar sitt eigið menntaþing í tjaldi á háskólalóðinni eftir hádegi í dag. Menntaþing námsmannanna er inni að margt hefði komið honum á óvart við lestur hennar. Meðal ann- ars þar sem menntamál á íslandi eru borin saman við menntamál 17 annarra Evrópulanda í töflum. Nefndi hann sem dæmi árlegan fjölda kennslustunda í grunnskólum en þar eru Islendingar með fæstar kennslustundir. í töflu sem sýnir fjölda klukkustunda á ári varið til kennslu einstakra námsgreina hjá 9 ára nemendum kemur fram að á íslandi eru færri kennslustundir í stærðfræði, móðurmáli og erlendum tungumálum heldur en í samanburð- arríkjunum. Ný námskrá 1998 Björn segir að undirbúningur að gerð námskrár fyrir grunn- og fram- haldsskóla sé að hefjast. „Áætlað er að hún verði tilbúin sumarið 1998. Ljóst er að við gerð hennar verða upplýsingar Tölfræðihandbókarinn- ar hafðar til hliðsjónar og alvarlega íhugað að auka tungumála- og komið tii vegna óánægju náms- mannahreyfinganna SHI, BISN, SÍNE, INSf og Félags framhalds- skólanema með þann litla hlut sem þær álíta að námsmönnum hafi verið ætlaður á menntaþingi ráðuneytis- ins. stærðfræði kennslu á grunnskóla- stigi.“ I kynningarbæklingi mennta- þings, sem verður haldið er í dag í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu, seg- ir menntamálaráðherra: „Vissulega má færa að því sterk rök að besta fjárfesting þjóða og einstaklinga sé í menntun. Án hennar mega menn sín lítils og afkoma þjóða mun í æ ríkari mæli ráðast af menntunarstigi þeirra." Á kynningarfundi Tölfræðihand- bókarinnar benti ritstjóri hennar á töflu sem sýnir skiptingu atvinnu- leysis í Reykjavík eftir menntun og aldri á fyrri hluta árs 1996. Þar kemur m.a. fram að 65% atvinnu- lausra hafa einungis lokið grunn- skólaprófi. Aftur á móti er minnst atvinnuleysi hjá þeim sem hafa lokið starfsnámi, eða 2% og 8% hjá há- skólamenntuðum. Tölfræðihandbók um menntun og menningu verður seld á menntaþinginu og bókabúð- um. Verð bókarinnar er 700 krónur. Menntaþing námsmanna hefst kl. 13 í dag og stendur fram til kl. 15.30. Dagskrá þingsins er í þremur hlut- um. Fyrsti hlutinn ber yfirskriftina „Gildi menntunar, loforð og éfndir - Snýst menntastefnan á endanum um peninga?" í öðrum hlutanum er spurt „Tryggir Lánasjóður íslenskra náms- manna jafnan aðgang að menntun óháð efnahag og búsetu?" og að lok- um verða pallborðsumræður. Fyrirlesarar á þinginu eru úr röð- um námsmanna, kennara og alþing- ismanna og taka þeir einnig þátt í pallborðsumræðunum. Þar verður meðal annars fjallað um jafnrétti til náms, launakjör og starfsskilyrði kennara, nám erlendis, fjárveitingar til menntamála og tengsl menntunar og atvinnulífs. Menntaþing námsmanna í tjaldi á háskólalóðinni í dag Gildi menntunar, loforð og efndir Prentmessa 96 í Laugardalshöllinni Opin í dag Laugardaginn 5. okt kl. 10:00 - 18:00 Tækni, tölvur og týpógrafía Prentmessa 96 er viðamesta prentsýning sem haldin hefur verið á íslandi. tr A Prentmessu 96 er að finna fagmenn og fyrirtæki sem standa hvað fremst í prent- og margmiðlun á íslandi í dag. Þar hefur þú tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í tækniþróun prent- og margmiðlunar. Sýningin er opin öllum sem áhuga hafa á að kynnast og fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í prenttækni og tölvum í dag. Opnunartímar: Föstudaginn 4. okt. 17:00-22:00 Laugardaginn 5. okt. 10:00-18:00 Sunnudaginn 6. okt. 10:00-18:00_ Aógangur 500 kr. Ókeypis fyrir börn yngri en tólf ára í fylgd meó fullorónum Nánari upplýsingar á netsíóum Prentmessu 96: http://www.apple.is/prent/messa96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.