Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 13 Sláturhús KASK á Höfn í Hornafirði hefur gert verulegar breytingar vinnslulínum sínum LANDIÐ Ný tækni notuð við sauðfj árslátrunina NEYTENDAUMBÚÐIRNAR sem notaður Morgunbiaðið/Stefán óiafsson eru til útflutnings. UNNIÐ við pakkningar í Sláturhúsi KASK Höfn - Sláturhús Kaupfélags Austur-Skaftfellinga hefur geng- ið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár. Nemur kostnaður tugum milljóna og eru breyting- arnar forsenda þess að sláturhús- ið geti flutt kindakjöt á markað í Evrópubandalagslöndum. Undanfarin ár hefur KASK unnið kjöt í neytendaumbúðir fyr- ir Covee-verslunarkeðjuna í Belg- íu sem þekkt er fyrir hágæðakjöt- vöru. Að sögn Pálma Guðmunds- sonar, kaupfélagsstjóra, beinir þessi belgíski verslunarkeðja við- skiptum sínum í auknum mæli til íslands en dregur að sama skapi úr innflutningi á kindakjöti frá Nýja-Sjálandi þrátt fyrir að það sé mun ódýrara en íslenska kjötið. Kindin flegin hangandi Auk mikilla breytinga á sjálfu sláturhúsinu hefur vinnslulína tek- ið stakkaskiptum. Sett hefur verið upp ný fiáningslína, smíðuð í Nýja- Sjálandi. Fláningsborðin heyra sögunni til og kindin í stað þess flegin hangandi. Að sögn Kjartans Hreinssonar, sláturhússtjóra, gerir nýja línan störfin einfaldari og léttari, gefur möguleika á hreinna kjöti og eykur afköstin til muna. „Nú er hægt að framleiða gæðavöru á hagkvæman hátt,“ segir Kjartan, „og þetta gerir mögulegt að lækka sláturkostnað og um leið framleiða vöru til út- flutnings“. Þá hefur leyfið til að flytja á evrópskan markað leitt til verðmætari afurða sem leiðir af sér hærra skilaverð til bænda. Að meðaltali er nú slátrað í húsinu um eitt þúsund fjár á dag og áætlað er að slátra a.m.k. 37000 fjár í haust. Framfara- félag Fljóts- dalshéraðs 10 ára Egilsstöðum - Haldið var upp á 10 ára afmæli Framfarafélags Fljótsdalshéraðs í Svartaskógi. Farin var gönguferð um skóginn undir leiðsögn Orra Hrafnkelsson- ar og snæddar veitingar í Hótel Svartaskógi. Félagið var stofnað 7. október 1986 og tilgangurinn að stuðla að alhliða framþróun. Á þessum 10 árum hefur félagið látið ýmis mál til sín taka, s.s. atvinnumál, skóg- ræktarmál, vegalagningu yfir há- lendið, heimspeki og hugarflug. Tvö fyrirtæki eru starfandi á Hér- aði í dag, þar sem hugmyndir um stofnun þeirra voru ræddar í félag- inu. Það eru Herðir hf., sem er þorskhausaverksmiðja, og Héraðs- verk hf., sem var stofnað af vinnu- vélaeigendum á Héraði. Félagið lét útbúa fyrir nokkrum árum greinargerð um útivistar- svæði fyrir Fljótsdalshérað, en tí- undaðir voru landfræðilegir kostir og gallar nokkurra svæða þar að lútandi. Það sem liggur fyrir af verkefnum núna er m.a. undirbún- ingur fyrir handverksþing á Aust- urlandi, opinn fundur um mögu- leika þess að reka fljótabát á Lag- arfljóti og sú hugmynd að leggja göngu- og hjólreiðastíg í kringum Lagarfljót. Útflutningur KASK á dilkajöti í neytendaumbúðum hefur stöð- ugt vaxið undanfarin ár og fyrir- sjáanleg er mikil aukning á þessu ári. Árið 1994 voru unnir 1200 skrokkar fyrir Covee, 1995 voru þeir 4300 og í ár er áætlað að vinna um 15000 skrokka. Að auki þarf að útvega um 15000 hryggi til viðbótar fyrir vinnsluna. Unnið verður úr 230-240 tonnum af hráefni og af því fara rúmlega 60 tonn af beinlausri vöru til Belgíu og að auki nokkurt magn, einkum frampartar og slög, á aðra markaði. Samtals eru framleiddar tíu mismunandi pakkningar fyrir Covee en þær voru fjórar fyrir ári. Vegna þessarar miklu aukn- ingar var ákveðið að byggja nýja pökkunarstöð á neðri hæð slátur- hússins. Húsnæðið er rúmlega 600 fermetrar, hið glæsilegasta í alla staði og fullnægir öllum kröf- um til matvælaframleiðslu. Með sérstökum kælibúnaði er þess gætt að hitastig í vinnslusal fari ekki yfir 12°C. Gert er ráð fyrir að 10-15 manns muni starfa við kjötpökkunarstöðina sem starf- rækt verður allt árið. Með þessum umfangsmiklu breytingum er nú til staðar bein flæðilína frá fjárrétt sláturhússins og niður í frystigeymslur pökkun- arstöðvarinnar sem leiðir til mik- ils hagræðis og sparnaðar. Samf- ara þessu hefur verið farið af stað með öflugt gæðaeftirlit innan fyr- irtækisins „sem er hluti af því nýja rekstrarumhverfi sem unnið er í,“ segir Kjartan. Vilja 100 tonn af unnum afurðum Að sögn Pálma byggist þessi útflutningur að verulegu leyti á góðri samvinnu við dótturfyrir- tæki íslenskra sjávarafurða í Frakklandi, Ieeland Seafood Ltd. „Við viljum nýta þau góðu við- skiptasambönd sem íslendingar hafa aflað sér með sölu á sérpakk- aðri neytendavöru.“ Er nú svo komið að KASK getur ekki fram- leitt upp í pantanir Belganna en þeir vilja fá um 100 tonn af unn- um afurðum. Pálmi gerir ekki ráð fyrir að verð í Belgíu, sem er með því besta sem fæst á erlendum mörkuðum, muni hækka mikið í framtíðinni. Hann er hins vegar bjartsýnn á vaxandi útflutning og segir að með því að auka hag- kvæmni í framleiðslunni, fækka sláturhúsum, efla þau sem eftir verða og lækka þannig vinnslu- kostnað, megi búast við að hlutur bóndans vaxi. Vaxandi eftirspurn leiði svo vonandi til þess að sauðfé muni fjölga aftur. „Nú er Súkkan orðin stór“ BALENO WAGON 4WD Vandaðtir BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins 1.580.000,-kr. BALENO WAGON með framhjóladrifi aðeins 1.450.000,- kr. MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • toppgrind • vindkljúf með hemlaljósi • þjófavörn • hæðarstiliing á ökumannssæti • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og rarþega í framsæti • vökvastýri • upphituðum framsætum • samlæsingum • veltistýri • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • tvískiptu aftursætisbaki • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • styrktarbitum í hurðum • skolsprautum fyrir framljós • samlitum stuðurum. Geturðu gert betri bílakaup? SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.