Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ i. VIÐSKIPTI Gjaldeyris- staðan ryrnar GJALDEYRISSTAÐA Seðlabankans rýrnaði nettó um 900 milljónir króna í september. Gjaldeyrisforðinn breyttist lítið þar sem bankinn tók tæplega 900 milljóna króna erlent skammtímalán og nam forðinn 23,9 milljörðum króna í lok september. í frétt frá Seðlabankanum segir að bankinn hafí selt frá því seint í ágúst og til loka september gjaldeyri nettó á gjaldeyrismarkaði fyrir um tvo milljarða. Heildareign Seðlabankans í mark- aðsskráðum verðbréfum jókst í sept- ember um einn milljarð og er þá miðað við markaðsverð við upphaf og lok mánaðarins. Eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðs breyttist lítið, ríkisbréfaeignin lækkaði um 100 milljónir en ríkisvíxlaeignin jókst um rúman milljarð. Samtals lækkuðu kröfur bankans á ríkissjóð og ríkis- stofnanir nettó um tæpan milljarð í september og voru í lok mánaðar 7,1 milljarði lægri en í árslok 1995. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir jukust um 2,2 milljarða í september og voru 800 milljónum króna lægri en um síðustu áramót. Grunnfé bankans jókst um tæpar 200 milljónir í september en hafði lækkað um 500 milljónir frá ársbyijun. Deilt um afhendingu bókbandsvélar HÉRAÐSDÓMUR í Reykjavík hefur nú til umfjöllunar í annað sinn kröfu bókbandsstofunnar Flateyjar hf. um að fá afhenda bókbandsvél sem fyrirtækið keypti af hollenskum vélakaupmönnum í febrúar í vetur, sem aftur höfðu keypt vélina af prentsmiðjunni Odda. Vélin er staðsett hér á landi í prentsmiðjunni Grafík og átti að afhendast 1. mars í vetur. Hins vegar hefur prentsmiðjan Oddi neitað að afhenda vélina til þessa. Að sögn Vilbergs Sigtryggsson- ar, framkvæmdastjóra Flateyjar hf., bókbandsstofu, er forsaga málsins sú að þeir höfðu veður af að bókbandsvélin væri til sölu í vetur og keyptu hana í febrúar fyrir 5,5 milljónir króna af hol- lenskum vélakaupmönnum sem keypt höfðu vélina af prentsmiðj- unni Odda. Helmingur kaupverðs- ins var greiddur strax, en afgang- inn átti að greiða þegar vélin væri afhent 1. mars. Þegar til kom neit- aði hins vegar Oddi að afhenda vélina og taka við kaupverðinu. I framhaldinu var kaupsamningur- inn framseldur hingað til lands og mál höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá vélina af- henta. Þar vannst málið og voru kröfur Flateyjar hf., bókbandsstofu teknar til greina í öllum atriðum, að sögn Vilbergs, og sama gilti í Hæstarétti, en þangað var málinu áfrýjað. Þegar dómur hafði gengið þar kom hins vegar í ljós að bók- bandsvélin var staðsett í prent- smiðjunni Grafík sem að langmestu leyti er í eigu Odda. Því þurfti að höfða mál á nýjan leik fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur og var það gert fyrir fáum dögum. Vilberg sagði að vonir stæðu til þess að úrskurður félli í Héraðsdómi í næstu eða þamæstu viku sem heim- ilaði þeim að ná í vélina. Um væri að ræða mjög fullkomna bókbands- vélasamstaeðu sem þeim bráðlægi á að fá afhenta, en allur þessi dráttur hefði reynst þeim mjög bagalegur. Aðeins ein önnur slík vél væri til í Iandinu, í prentsmiðjunni Odda. Ekki náðist í gær í Þorgeir Bald- ursson, forstjóra Odda. Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1986 Erlendir ferðamenn í janúar - sept. 1996 Brey>frá ■ Fjóldi % 1. Þýskaland 31.834 18,4 ■3.2% 2. Bandaríkin 24.706 14.3 +7.4% 3. Danmörk 18.657 10,8 -0,4% 4. Bretland 17.188 9.9 +27.9% 5. Svíþjóð 16.109 9,3 ><0,7% 6. Noregur 12.665 '13 +8.3% 7. Frakkland 10.121 5.9 +15.9% 8. Holland 6.495 3,8 +22,4% 9. Sviss 4.868 2,8 ■19.9% 10. Finnland 3.519 2,0 ■3.0% Önnur 26.724 i4 +19.3% Samtals 172.786 100,0 +6.8l% Námskeið Endurmennt- unarstofn- unarHI HJÁ Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands verður boðið upp á eft- irtalin námskeið næstu vikur. Meðferð eftirlauna- og tekju- skattsskuldbindinga í reikningsskil- um fyrirtækja verður viðfangsefnið 9. októkber kl. 15-19. 14.-15. október. Stefnumótun í markaðsmálum kl. 8:30-12:30. Ný- sköpunarstyrkir Evrópusambandsins, tækifæri og umsóknartækni kl. 16-19. 16. október. Tengsl starfsmanna- stjómar við almenna stjórn fyrirtæk- isins kl. 15-19. Innri gæðaúttektir fyrir stofnanir og fyrirtæki kl. 13-18 16. október og 8:30-13 17. október. Fyrri veltumet slegin á Verðbréfaþingi Velta ársins komin í 87 milljarða króna HEILDARVELTA viðskipta á Verðbréfaþingi íslands, það sem af er þessu ári nemur 87,6 millj- örðum króna. Þetta er meiri velta en áður hefur orðið á einu ári en áður varð hún mest 86,5 milljarð- ur allt árið 1994. Allt árið í fyrra nam veltan 71 milljarði króna. Að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfa- þings, nam heildarvelta viðskipta rúmlega 11 milljörðum króna í nýliðnum septembermánuði og er það næsthæsti mánuðurinn á árinu hingað til. Enn eru þrír mánuðir eftir af árinu og haldi verðbréfaviðskiptin áfram að vera jafn lífleg og þau hafa verið mun velta Verðbréfa- þingsins fara yfir 100 milljarða króna múrinn fyrir árslok. Viðskipti gætu aukist Þingvísitala hlutabréfa hefur hækkað samfara líflegum við- skiptum á árinu. í september hækkaði vísitalan um 3% frá fyrra mánuði og hefur því hækkað um 73% síðastliðna tólf mánuði. Stef- án segir að viðskiptin á árinu hafi verið mjög jöfn og flestir mánuð- irnir hafi verið nálægt tíu milljarða króna markinu. „Þessi hegðun markaðarins getur því gefið vís- bendingu um að viðskiptin eigi a.m.k. ekki eftir að minnka í þeim mánuðum, sem eftir eru af árinu. Þar að auki hafa verðbréfavið- skipti yfirleitt verið mest síðustu mánuði ársins þannig að þau gætu jafnvel aukist enn frekar." Meðalávöxtun skuldabréfa hækkaði í mánuðinum að sögn Stefáns. Mesta var hækkunin á peningamarkaði og nam áætluð ávöxtun til 1-3 mánaða 6,70% í september en var 6,37% í ágúst. Sex skuldabréfaflokkar voru skráðir á þinginu í september, þar af einn flokkur bankavíxla Lands- bankans en hann e fyrsti flokkur bankavíxla, sem skráður er þar. Stefán segir að Verðbréfaþing hafi nú til meðferðar margar um- sóknir um skráningu og megi því búast við að fleiri flokkar bætist á skrá á næstunni. I I > \ l l I : i i i i Prentmessa 96 í Laugardalshöll Yfír 40 þátttak- endur úr ýmsum áttum NÝJUNGAR í prentun, útgáfu, margmiðlun, grafískri hönnun og tölvum er meðal þess sem er til sýnis á Prentmessu 96 sem hófst í Laugardalshöll í gær. Við opnunina síðdegis í gær flutti Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, ávarp. Að sögn Hjartar Guðnasonar, framkvæmdastjóra Prenttækni- stofnunar, eru þátttakendurnir á sýningunni alls 42 og koma þeir úr ýmsum áttum. „Þar sem starfsvið prentsins hefur verið að vikka út á undanförnum árum þá býst ég við að næsta sýning verði ekki prentmessa heldur margmiðlunarmessa. Sýningin er opin öllum og við leggjum áherslu á að hún sé aðgengileg fyrir einstaklinga jafnt sem fagfólk.“ Benedikt Guðmundsson, sölu- stjóri hjá ACO, segir að ACO Morgunblaðið/Ásdís LÖGÐ lokahönd á uppsetningu sýningarinnar. leggi fyrst og fremst áherslu á stafrænar lausnir, s.s. stafræna Ijósritun, myndaljósritun með beina tengingu við tölvur, skannera, litaprentara, umbrot og tölvur. „Við höfum alltaf verið með heildarlausnir fyrir prentiðnaðinn og tilgangurinn með þátttökunni í Prentmessu 96 er að kynna og selja okkar vöru, segir hann „Okkar mark- hópur eru eigendur, fram- leiðslustjórar og verkstjórar í prentverki en hlutur almenn- ings hefur aukist mikið á síð- ustu árum með nýjustu tölvu- tækni og margmiðlun. Heimilis- tölvur bjóða orðið upp á sífellt flóknari lausnir og heimili eru í auknum mæli að kaupa litla skannera til þess að skanna inn myndir og logo, heimilistölvur litla skannera til þess að skannainn myndir og logo.“ Listaverkasýning í anddyrinu í anddyri Laugar- dalshallarinnar er sýning á verkum nemenda í grafík- deild Myndlista- og Handíðaskóla Is- lands. Einnig eru sýnd listaverk sem voru hönnuð í tei- kniforritinu Corel Benedikt Guðmunds- Hjörtur Guðnason, Draw og unnu til son, sölustjóri framkvæmdastjóri verðlauna í alþjóð- hjá ACO. Prenttæknistofnunar. iCg-ri samkeppni. Meðal sýninga- og allt upp í flóknari lausnir, raðila á Prentmessu 96 eru fleiri og fleiri heimili að kaupa ACO, Apple umboðið, Bolur, Domus Grafíka, Eureka, Félag bókagerðarmanna, Félags- prentsmiðjan, Mappa, H. Páls- son, Hans Petersen, Heimil- istæki, Hugbúnaður, Iðnskólinn, ísafold, Jóhann Ólafsson & Co, Litlaprent, Litróf, Magnús Kjar- an, Markús Jóhannsson, Merkis- menn, Morgunblaðið, Nýherji, Offsetþjónustan, Ottó B. Arnar, Ólafur Þorsteinsson, Prent- smiðjan Grafík, Prentsmiðjan Oddi, Prenttæknistofnun, Póst- ur og sími, Rauði Dregillin, Samtök iðnaðarins, Samskipti, Sturlaugur Jónsson & Co., Tæknival, Tölvusetrið, Umslag, Undur & Stórmerki Vörudreif- ing o.fl. Sýningin verður opin frá 10-18ídagogásamatímaá morgun. I .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.