Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Steingrímur MARKAÐIRNIR í borgunum Bishkek og Osh eru litríkir og líflegir. Er markaðurinn í Osh sagður vera einn sá mest spennandi f Mið-Asíu allri. armikil, kringlótt og með dæld í miðju líkt og venja er í Austurlönd- um nær. Yfirleitt allgróf og með ögn súru bragði. Hins vegar eru djúpsteikt brauð (ekki ósvipuð soðna brauðinu í Þingeyjarsýslun- um) og kleinur algeng sjón í suður- hluta landsins. Að öðru leyti eru súpur, hrísgrjón, lambakjöt og lambapottréttir algengustu réttirn- ir og svo að sjálfsögðu vodka og aft- ur vodka með öllu sem fram er bor- ið. Híbýli Kyrgísa voru langt fram á þessa öld stór og mikil tjöld er nefn- ast „yurta“. Jafnvel eru til þriggja hæða tjöld, þar sem hestar og önnur dýr geta hafst við á jarðhæð. Flest eru þó tjöldin á einni hæð og gólf þakin fallegum litríkum teppum og púðum. Það fyrsta sem yfirleitt var borið í mann eftir að sest var niður var te, síðan vodkastaup og loks skál af gerjaðri kaplamjólk, sem er þjóðar- drykkur Kyrgísa. Mjólk þessi er saklaus að sjá, ögn súr á lyktina og á að vera allra meina bót. Áfengis- magnið ögn minna en í bjór. Þá á hún það sameiginlegt með flestu öðni sem Kyrgísar borða að hún á að hafa einstaklega jákvæð áhrif á kyngetu karlmanna. Hún bragðast hins vegar líkt og mysa sem keyrð hefur verið með hangikjötsstykki í matvinnsluvél. Mesta furða hvað hún vandist. Kjötsúpa ag „kjöt í karrí“ Flestar máltíðir hefjast með súp- um sem yfirleitt eru líkari kínversk- um súpum en rússneskum en síðan var oftar en ekki borin fram önnur súpa, keimiík íslensku kjötsúpunni þó að kryddnotkunin sé aðeins djarfari. Þá er lambakjöt með krydduðum hrísgrjónum, einn þjóðarréttanna, grunsamlega líkur kjöti í karríi. Með því er einnig bor- in fram heimatilbúin jógúrt og yfir- leitt eru skálar með þurrkuðum ávöxtum, rúsínum og hnetum á borðum alla máltíðina. Þegar góða gesti ber að garði er sauðkind slátr- að og kjötið nýtt til hins ítrasta. Kjötið er sneitt niður samkvæmt gömlum reglum og skipt niður á diska samkvæmt virðingarstigi gestanna. Tignasti gesturinn fær höfuðið. Geitalifur með mör og núðlur með kjöti steiktar í lamba- feiti eru hins vegar öllu óíslenskari réttir. Við fyrstu sýn eru borðsiðir ólíkir því sem við þekkjum, ekki síst vegna þess að gjarnan er setið á gólfinu. Eitt kom hins vegar kunn- uglega fyrir sjónir: skálaræður. Tignasti maðurinn eða aldursfor- setinn í hópi gestgjafa nefnist „tamatan" og það sama á við um gestahópinn. Tamatan gestgjaf- anna stjórnar ræðuhöldum og í góðri veislu flytur hver maður að minnsta kosti eina ræðu og skálar fyrir góðu málefni í lokin. Síðustu ræðuna flytur tamatan gestgjafa og loks gestanna. Stundum hafði maður á tilfinning- unni að maður væri staddur á nor- rænni samkomu. Hirðingia- fæði í Hver þjóð hefur sína siði og á það ekki síst við um matarmenningu og borðsiði. Steingrímur Sigurgeirsson komst að því á ferðalagi um Mið-Asíu að þótt flest það sem fram var borið væri framandi á fæði hirðingja í Kyrgistan ýmislegt sameigin- legt með íslenskum heimilismat. HVAÐ borðar fólk eiginlega í Kyrgistan? Þrátt fyrir að hafa velt þessari spurningu fyrir mér fram og aftur áður en af stað var haldið var ég engu nær. Það er ekki auðvelt að nálgast upplýs- ingar um þetta fyrrum Sovétlýð- veldi, sem hlaut sjálfstæði árið 1991. Það er afskekkt, einangrað og í hug- um flestra einungis eitt allra þess- ara ríkja í Mið-Asíu sem heita nöfn- um er enda á „stan“. Ef hin land- fræðilega skilgreining „Langt- burtistan", sem mikið var notuð í Andrésblöðunum hér áður, á ein- hvers staðar við í dag, þá er það lík- lega varðandi Kyrgistan. Landið er helmingi stærra en ís- land að flatarmáli. Gífurlega hálent og þar búa um tvær milljónir manna. Vilji menn ekki leggja það á sig að fljúga með Aeroflot í gegnum Moskvu er eina færa leiðin tvö flug Turkish Airlines frá Istanbul í viku hverri. Það er því kannski ekki að undra að Kyrgistan sé ekki efst á lista margra þegar ferðalög eru annars vegar. Fátt hefur verið ritað um matar- menningu Kyrgisa og því kannski ekki að undra að ég hefði ekki hug- mynd um það, hvað væri í vændum. Óneitanlega setti að mér nokkurn kvíða enda er fyrri reynsla mín af matarmenningu fyrrum Sovétríkj- anna ekki þess eðlis að ég vilji upp- lifa hana á ný. Kommúnisminn var ekki einungis í andstöðu við allt það sem heitir frjáls þjóðfélagsskipan heldur einnig tilræði við matar- menningu þeirra ríkja er urðu fyrir barðinu á honum. Fyrstu kynnin af matargerð í Kyrgistan virtust ætla að staðfesta þennan ótta. Það vantaði ekki að há- degisverðarsalur „glæsihótelsins" Dostuk væri tilkomumikill. Hring- laga salur í stórfenglegum Sovétstíl. Rauð teppi á gólfum, súlur og stein- dir gluggar, lofthæðin tugir metra og í miðjunni einhver sú stærsta Ijósakróna er ég hef augum litið. Svo ósmekklegt að það verður at- hyglisvert. Matseðillinn reyndist nokkrir sneplar og var einungis til á rússnesku. Eftir ítrekaðar tilraunir til að ná vitrænu sambandi við þjón- ustufólk er ekki talaði neitt vest- rænt tungumál taldi ég mig hafa pantað kjúkling með kartöflum, sem mér heyrðist vera árennilegasti rétturinn á seðlinum. Kartöflumar voru ágætar en kjúklingurinn skorpin beinahrúga er virtist hafa eytt síðustu viku ævi sinnar í bökun- arofni. Ég lét mig þó hafa það enda svo svefnlaus og örmagna eftir rúm- lega sólarhrings ferðalag að ekki einu sinni kakkalakkinn sem sat á skjalatöskunni minni er ég tók hana af gólfinu gat íarið í taugamar á mér. Snætt á tvíhreiðum rúmum Fall er hins vegar fararheill og á næstu dögum komst ég að því að meira að segja í Kyrgistan er hægt að fá frábæran mat. Það gekk hins vegar erfiðlega að fmna „kyrgískan" veitingastað í höfuðborginni Bis- hkek. Sá sem komst næst því var undarlegur útiveitingastaður þar sem gestir snæddu á tvíbreiðum tré- rúmum með upphækkuðu borði í miðjunni. Athyglisvert, en eini rétt- urinn á seðlinum reyndist vera súpa og kjúklingur með kartöflum. Það reyndist auðveldara að fá góðan tyrkneskan mat í Bishkek en kyrgískan. Menningartengsl Tyrkja og Mið-Asíuríkjanna eru sterk frá fomu fari og tungumálið kyrgíska áþekkt tyrknesku þó að Kyrgísar séu mongólsk/kínverskir í útliti. Réttir á borð við kebab, pita-brauð og tyrkneskar flatbökur eru víða fá- anlegir og oftar enn ekki ljúffengir. Bishkek er samt sá hluti landsins þar sem Sovétáhrifin em sterkust og Rússar fjölmennastir. Það var því ekki fyrr en komið var út fyrir höfuðborgina að ég komst í snert- ÞAÐ ber ýmislegt fyrir augu í markaðsferð. AÐSTAÐA á veitingahúsum er stundum skrautleg. Hér var gestum bókstaflega boðið upp í rúm. ingu við kyrgíska þjóðmenningu og kyrgíska gestrisni. Kyrgísar era hirðingjar að upp- lagi og hafa rekið hjarðir sínar um hina himinháu fjallgarða landsins í árþúsund. Þetta er opið fólk, þægi- legt í umgengni og ótrúlega gestris- ið. Er jafnvel talað um „hryðju- verka-gestrisni“ þar sem gestir era bókstaflega troðnir út af mat og drykk. Brauð uppistaðan Brauð er uppistaða fæðu Kyrgísa. Þau eru nokkuð fyrirferð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.