Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 AÐ TJALDABAKI MED VALGEIRI GUÐJÓNSSYNI Skemmtí- iegt inniegg í erfíBa umræðu Það er ýmislegt sem gerist baksviðs og værí efni í annað leikrit. Það fannst Hildi Einarsdóttur að minnsta kosti þegar hún leit baksviðs á miðnætursýningu á söng- leiknum Sumar á Sýrlandi sem sýndur er í Loftkastalanum. HVAR er heftiplásturinn?" kallar unga leikkonan ergi- leg yfir hóp af samleikurum, sem eru í óðaönn að gera sig klára fyrir sýninguna. „Þetta er dæmigert,“ tautar annar leikari, „plásturinn týnist íyrir hverja sýningu.“ Leikkonan unga heldur áfram að leita því þennan húðlita heftiplástur- inn verður hún að hafa til að festa hljóðnemann við sig. Loksins finnur hún plásturinn og áður en yfir lýkur hefur snúran á hljóðnemanum hring- að sig eins og snákur upp eftir bak- inu á henni og alveg út á kinn, þar sem hljóðneminn mun skila söng hennar til áhorfenda. Leikarar og dansarar eru mættir tveim tímum fyrir sýningu til að gera sig klára. Sumir þeirra sitja við upp- lýstan spegil og láta greiða sér. Hár- greiðslukona er að prófa nýja greiðslu á einum dansaranna sem lík- ar bara vel. „Ég er samt svakalega ýkt,“ segir dansarinn. „Þú þarft að vera svona,“ segir hárgreiðslukonan og heldur kunn- áttusamlega áfram með greiðsluna. „Þetta er ekki ég,“ heldur dansarinn áfram. „Þetta á heldur ekki að vera þú,“ svarar hárgreiðslukonan sef- andi. Loks kórónar hún verkið með því að úða ótæpilega af glansefni í hárið; „svo það virki ekki muskulegt á sýningunni“. Nokkrir leikaranna eru að farða sig. Það er búið að kenna þeim hvernig þeir eiga að bera sig að. Þeir flínkari hjálpa hinum sem ekki hafa náð jafngóðu valdi á faginu. Einn leikaranna kvartar þó yfir því að förðunardaman skuli ekki vera á staðpum; „Á ég að vera ósminkaður?" spyr hann og horfir vonleysislega í spegil- inn. „Eru ekki allir í stuði?“ kallar þá einhver. Hvar er prapsið mitt? „Hafið þið séð propsið mitt, það er lítið vasaljós," kallar ung stúlka sem gengur óróleg um gólfin. Það er eng- in furða þótt ýmislegt týnist á þess- um stað því þarna er þröng á þingi. Slár með fotum taka drjúgan hluta af rýminu svo eru þarna stólar og borð en þar hefur fötum og ýmsum mun- um verið staflað saman og þarf að kafa ofan í hrúguna til að fmna það sem leitað er að. Leikstjórinn Valgeir Skagfjörð er mættur baksviðs til að hvetja sitt fólk og passa upp á að allir geri sitt. Hann er líka kominn til að styðja við bakið á nýtri leikkonu sem í kvöld er að taka við hlutverki Stínu Stuð yngri, hún heitir Guðrún Óla Jóns- dóttir. Sú sem hafði hlutverkið í fyrstu sex sýningunum er farin til London í leiklistarskóla. Guðrún Óla er merkilega róleg þótt hún segist aðeins hafa æft hlut- verkið tvisvar sinnum. Hún kveðst vera vön. Syngur í kór í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og kom fram í Hryllingsbúðinni og í Jesus Christ Superstar. Flestir hafa krakkarnir reynslu af því að koma fram opinberlega og SUMAR á Sýrlandi er sýning tveggja kynslóða. hvítu sem undirstrikar sakleysi hans. Svo er það Meskalídó sem líður um svartur og ógnvænlegur. Ennþá höfum við ekkert séð til Valgeirs Guðjónssonar, fyrrverandi Stuðmanns, en hann útsetti Stuð- mannalögin upp á nýtt í þessu verki. í kvöld er hann í hlutverki sviðs- manns og er frammi að setja upp leiktjöldin. Það er merkilega rólegt yfir hópn- um. Það er varla hægt að merkja stress á nokkrum manni enda þýðir ekki að vera með læti á þessum stað, það er ekki pláss fyrir þau. Leikend- urnir þurfa ekki annað en stíga eitt vitlaust skref í einhverri innkomunni þá geta leiktjöldin dúndrað niður, það gerðist víst á einni af fyrstu sýn- ingunum. Valgeir Guðjónsson er kominn baksviðs til að tilkynna að sýningin byrji eftir tvær mínútur. Það gæth' örlítils phrings hjá þeim sem eru ekki alveg tilbúnir. „Eru ekki allir á sínum stað,“ kallar Val- geir eftir stutta stund. Svo hefst sýningin. Ungt fálk Það er fyrst eftir að sýningin er hafin að við náum tali af Valgeiri og við byrjum að spyrja hann hvert sé markmiðið með sýningunni? „Hugmyndin er sú að virkja krafta ungs fólks til að fjalla um eitt af okk- ar brýnustu málefnum sem eru fíkni- efnamálin og flétta tónlistinni okkar sem er barn síns tíma inn í verkið. Koma þannig með skemmtilegt og fjörugt innlegg inn í annars erfíða umræðu. — Var það félagsráðgjafinn sem kom upp í þér þegar þú fórst af stað með þessa hugmynd? spyrjum við til að stríða honum svolítið. „Já, hann gaf mér duglegt oln- bogaskot. Ef satt skal segja var það sýning Fjölbrautaskólans í Breið- holti á Sumri á Sýriandi sem kveikti hugmyndina að verkinu." Það gefst ekki mikið næði til að tala saman því leikararnir eru að MESKALÍDO er táknmynd fíknarinnar, i hlutverki hans er Bjartmar Þórðarson. TIL að koma söngnum tU skila þarf Hulda Dögg Proppé að festa á sig hfjóðnema. mörg þeirra eru í skóla. Að leika, syngja og dansa í Sumri á Sýrlandi er bara kvöldvinnan þeirra. Bjartmar, sem fer með hlutverk Meskalido, táknmyndar fíknarinnar, kom meðal annars fram í söngleikj- unum Cats og Rocky Horror. Hann segist hafa farið í Versló bara af því að þar eru settir upp söngleikir. Svona er áhuginn mikill á því sem á að heita tómstundargaman. „Þótt þau hafi vissa reynslu eru þau ennþá ung og óreynd en þau eru skapandi og hugmyndarík. Við höf- um leitast við að laða það besta fram í þeim,“ segh- Valgeir leikstjóri. Enginn áberandi stressaður Þegar líða tekur að sýningu eru flestir komnir í gervið sitt. Að for- skrift búningahönnuðarins eru Stína stuð og Höddi Geirs komin í rautt af því að þau eru svo ástfangin. Dópsal- arnir eru í bláu sem vísar til grimmd- ar þeirra og Kalli á Kagganum er í grænu af því að hann deyr í lokin og í Spurning: Ég er orðinn 55 ára gamall og mér finnst að mér sé að fara aftur. Hugsunin er ekki eins skýi' og áður og ég á það til að gleyma ýmsu, sem betur fer oftast smávægilegum hlutum, t.d. hvar ég lagði frá mér eitt og annað. Eru þetta byrjandi elli- glöp? Svar: Eiginleg elliglöp koma sjaldnast fram fyrr en eftir sjö- tugt nema sjúkdómar eða slys valdi truflunum á miðtaugakerf- inu fyrr. Hins vegar er það eðli- leg þróun að hæfileikar fari dofn- andi með aldrinum. Fólk tekur ekki svo mjög eftir þessum hæg- fara breytingum, en það er þó einmitt á þessum aldri sem margir fara að verða varir við minni háttar afturför, einkum hvað snertir minni. ítarlegar rannsóknir með greindar- og hæfileikapróf hafa sýnt hvemig þessi þróun verður. Er mér að fara aftur? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Gi-eind er skilgreind sem hæfni til að leysa ný verkefni og laga sig að nýjum aðstæðum. Hún er samsett úr mörgum hæfileikum sem haldast í hendur og hafa inn- byrðis áhrif hver á annan. Vöxtur þeirra og þroski er mismunandi eftir aldursskeiðum, mjög hraður í bernsku, en síðar hægir á fram eftir unglingsárum uns fullum greindarþroska er náð um tví- tugsaldur. Á milli tvítugs og þrí- tugs verða litlar breytingar á ein- stökum hæfileikum og greind al- mennt, en þótt ótrúlegt megi virðast fer að verða mælanleg hnignun á greind um þrítugt, jafnvel fyrr hvað snertir suma hæfileika, en síðar hvað snertir aðra. Þeir hæfileikar sem fyrst fer aftur eru t.d. snerpa í skynj- un, vinnuhraði, útsjónarsemi og hæfileiki til að setja saman hluta í heildir. Það getur vafist fyrir eldra fólki að setja saman hill- urnar eða skápinn sem það keypti í IKEA, en unglingurinn er fljótur að átta sig og koma því saman. Þeir hæfileikar sem halda sér best eru þeir sem byggjast á málnotkun og félagslegri aðlögun og skilningi, enda hefur nám og reynsla meiri áhrif á þá en aðra hæfileika. Skammtímaminni, þ.e. að muna það sem hefur nýlega gerst, fer mælanlega minnkandi eftir 45 ára aldur að jafnaði, en langtímaminni heldur sér vel fram eftir öllum aldri. Hæfileik- inn til að festa sér eitthvað í minni hefur dofnað, en það sem fyrir er situr sem fastast. Oft er þess getið hvað gamalt fólk hefur ótrúlega gott minni, þegar það er að rifja upp löngu liðna atburði, en man samt ekki stundinni leng- ur hvar það lagði frá sér gleraug- un. Á sama hátt og líkaminn hrörnar eftir lögmálum náttúr- unnar verður afturför á hæfileik- um. Þegar gi'eind er mæld er hins vegar alltaf tekið tillit til eðlilegrar hnignunar hennar og greindarstig viðkomandi er því borið saman við fólk á svipuðum aldri. Ef hins vegar óeðlilega mikil hnignun greindar mæhst hjá gömlu fólki stafar það venju- lega af hrörnunarsjúkdómum í miðtaugakerfi, t.d. Aizheimer, og er þá nefnt elliglöp. Það er þó huggun harmi gegn að reynslan vegur upp á móti þessari eðlilegu hnignun og trú- lega gott betur. Almenn lífs- reynsla, þekking, kunnátta, áunnin leikni og fagleg þjálfun skila sér í daglegu lífi og starfi, en hæfileikinn til að læra nýja og framandi hluti og laga sig að nýj- um aðstæðum, sem er hinn eigin- legi mælikvarði á greind, fer minnkandi með aldrinum. Þess- vegna á eldra fólk erfiðara með að tileinka sér nýjar aðferðir eða tækni, eins og t.d. tölvunotkun, heldur en þeir yngri. Þótt þar geti einnig fyrri reynsla komið þeim að góðum notum og vegið upp á móti, er margt eldra fólk farið að treysta sér minna en áður til að fást við nýjungar. Fólk sem treystir sér í nám á gamalsaldri sýnir oft engu minni námsárangur en hinir yngri og byggir þá á ltfsreynslu sinni og uppsafnaðri þekkingu og kunn- áttu. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur Á bjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.