Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 FYRIRTÆKI MORGUNBLAÐIÐ STÓRHÝSI Ingvars Helgasonar hf. og dótturfyrirtækja við Sævarhöfða. Ingvar Helgason hf. fagnar 40 ára afmæli fyrirtækisins Úr leikföngum í lystikerrur Á fjörutíu árum hefur fyrírtæki Ingvars Helgasonar vaxið úr því að vera lítil heildverslun með leikföng og gjafavörur í stærsta bifreiðainnflytjanda landsins. Kjartan Magnússon spurði Ingvar að því hvemig þessi árangur hefði náðst INGVAR Helgason, stofnandi og aðaleigandi samnefnds fyrirtækis, hélt upp á fjörutíu ára rekstraraf- mæli í gær Arið 1956 stofnaði hann heildverslunina Bjarkey með leik- föng og gjafavörur en nú, fjörutíu árum síðar, er samsteypan Ingvar Helgason hf., og dótturfyrirtækið Bílheimar hf., orðin stærsti bifreiða- innflytjandi landsins með um 23% markaðshlutdeild og 4,6 milljarða króna heildarveltu. Ingvar fæddist á Vífilsstöðum árið 1928, sonur hjónanna Helga Ingvarssonas yfirlæknis og Guðrún- ar Lárusdóttur. Hann stundaði verslunarnám í Samvinnuskólanum og sá kennari, sem hann hélt mest upp á var Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas var í miklu uppáhaldi hjá Ingvar og stórkostlegur kennari að hans sögn. „Hann var fullur af hugmyndum, áræðinn, forvitinn og gífurlega framsýnn. Jónas var auð- vitað mikill SÍS-maður en þegar ég var í skólanum 1948-49 var hann farinn að breyta viðhorfi sínu til verslunar og efast um ótakmarkað- an samvinnurekstur. I einni kennslustundinni vorum við t.d. að ræða verslunarhætti í litlu þorpi úti á landi og þá sagði hann að besta verslunarformið væri það að þorpsbúar hefðu ekki bara kaupfé- lag, heldur einnig kaupmann, sem keppti við kaupfélagið. Þessi um- mæli Jónasar komust í blöðin og ollu sprengingu. Að slík ummæli skyldu geta valdið úlfaþyt á þeim tíma sýna hvað tímarnir eru breytt- ir en nú þykir öllum sjálfsagt að hafa samkeppni.“ Ingvar stofnaði Ingvar Helgason hf. árið 1956, þá 28 ára gamall. „Ég hafði þá unnið hjá Innkaupa- stofnun ríkisins í nokkur ár og var orðinn aðalbókari. Þá var ég kominn með átta börn og launin dugðu ekki til framfærslu fjölskyldunnar. Það voru því tveir kostir í stöð- unni. Annað hvort varð fjölskyldan að lifa í örbirgð eða ég að verða mér úti um aukavinnu. Ég fékk leyfi hjá Eyjólfi Jóhannssyni, for- stjóra Innkaupastofnunarinnar, að stunda eigin viðskipti utan hefð- bundins vinnutíma með því skilyrði að vörutegundirnar væru óskyldar þeim, sem stofnunin höndlaði með.“ Reksturinn hófst með innflutn- ingi á leikföngum og gjafavöru frá Austur-Þýskalandi. Vel seldist úr fyrstu sendingunum og fljótlega var leikfangaúrvalið aukið og íþrótta- vörum og tjöldum bætt við. Þegar á árinu 1956 var starfsmaður ráð- inn til fyrirtækisins. Brátt minnkaði Ingvar við sig vinnuna hjá Inn- kaupastofnun og árið 1960 hætti hann þar og helgaði eigin fyrirtæki alla starfskrafta sína. Á árunum í kringum 1960 kom Ingvar fótunum undir fyrirtækið, aðallega með vörum frá austan- tjaldslöndunum. Auk gjafavöru og leikfanga fór hann einnig að fiytja inn austur-þýska barnavagna í miklum mæli. „Vörurnar að austan Morgunblaðið/Ásdís FJÖRUTÍU farsæl ár í viðskiptum að baki. Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir með tvö af flaggskipum fyrirtækisins, Zekiwa dúkkuvagn og Nissan Patrol jeppa. Zekiwa merkið hefur fylgt fyrirtækinu frá upphafi. voru miklu ódýrari en sambærilegar vörur frá Evrópu eða Ameríku og seldust því mjög vel. Viðskiptin voru í raun vöruskipti milli landa, við seldum fisk en fengum ýmsar vörur í staðinn.“ Trabantinn kemur til sögunnar Árið 1963 hófst sá þáttur í rekstri Ingvars, sem hann átti eftir að verða hvað þekktastur fyrir en það var bifreiðainnflutningur, eða nánar tiltekið innflutningur á Trabant bif- reiðunum austurþýsku. „Austur- Þjóðveijarnir höfðu íslenskan um- boðsmann sem varð gjaldþrota. Þegar þarna var komið sögu hafði ég átt farsæl viðskipti við austur- þýsk fýrirtæki í sjö ár og því vildu þeir fela mér umboðið. Mér leist ekki á það í fyrstu en þá lækkuðu þeir bara verðið þar til ég lét und- an. í fyrstu sendingunni var bíllinn á 375 dollara og með því sá ég möguleika á að bjóða bíl á verði, sem flestir réðu við og það gekk eftir. 1964, fyrsta heila árið,. sem ég flutti inn Trabant, nam salan 250 bílum og hún jókst mikið næstu árin á eftir. Ég seldi samtals átta þúsund Trabanta fram til ársins 1987 en þá var innflutningnum hætt.“ Rússarnir erfiðir Ingvar flutti inn ýmsar fleiri vör- ur á sjöunda áratugnum og má nefna rússnesk reiðhjól og sjónvörp. „Mönnum sýndist sitt um vöruna en hún rauk út því við vorum oft- ast með lægsta verðið. Sjónvarp var mikil munaðarvara á þessum tíma en við hófum innflutning á rúss- neskri sjónvarpstegund, sem þótti vera á lygilega góðu verði. Það gat þó verið erfitt að eiga við Rússana, sérstaklega í reiðhjólainnflutningn- um. Hjólin komu hingað í hlutum og við sáum um að setja þau saman en eitthvað var nú illa talið ofan í kassana hjá þeim. í einni sending- unni komu e.t.v. of mörg stell en of fá stýri og hrúga af brettum en færri dekk o.s.frv. Við fluttum einn- ig inn Riga skellinöðrur frá Rúss- landi og þær seldust mjög vel. Við áttum hins vegar í hinu mesta basli að fá nokkra varahluti og á endan- um fengum við nóg af þessum við- skiptum og gáfumst upp. Það var hins vegar mjög gott að eiga við- skipti við Austur-Þjóðveija á þess- um tíma enda bjuggu þeir að allt annarri viðskiptahefð en Rússarnir. Fljótlega hófum við einnig innflutn- ing á Wartburg bifreiðum frá Aust- ur-Þýskalandi og hann sló í gegn eins og Trabantinn. Fólk gat látið drauminn rætast og eignast bíl þótt það hefði lítil auraráð. Trabantinn var líka svo einfaldur að allri gerð að hann bilaði lítið og þá sjaldan það gerðist var yfirleitt einfalt að kippa því í liðinn. Við héldum við- gerðarnámskeið fyrir Trabanteig- endur og þau mæltust mjög vel fyrir." Japanskir bílar kjölfestan Á áttunda áratugnum lagði Ingvar grunninn að því stórveldi í bílainnflutningi,_ sem fyrirtæki hans eru í dag. Árið 1970 hóf hann innflutning á Nissan bifreiðum, sem þá gengu undir nafninu Dat- sun, og árið 1976 fékk hann um- boð fyrir Subaru. „Það voru mikil viðbrigði að fara að flytja inn jap- anska bíla og margir höfðu á þeim vantrú í fyrstu," segir Ingvar. „Eftir stuttan tíma seldu þeir sig sjálfir enda bæði léttir og liprir og urðu brátt kjölfestan í rekstri fyrir- tækisins.“ Á sjöunda áratugnum var Ingvar Helgason hf. lengst af til húsa við Vesturgötu en árið 1969 fluttist fyrirtækið í stærra húsnæði að Vonarlandi við Sogaveg. Árið 1980 var það húsnæði orðið of lítið og þá var flutt inn í Rauðagerði. Ekki leið á löngu uns það sprengdi starf- semina einnig utan af sér og þá var ráðist í byggingu sex þúsund fer- metra stórhýsis við Sævarhöfða. Húsið var stækkað um tvö þúsund fermetra árið 1993 en þá jók fyrir- tækið umsvifin enn frekar með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.