Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 39 SVAVA HÓLMKELSDÓTTIR +Svava Hólm- kelsdóttir fædd- ist á Siglufirði 25. mars 1920. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hólm- kell Jónasson og Jósefína Björns- dóttir. Svava giftist Hólmgeiri Guð- mundssyni 1948, ættuðum úr Loð- mundarfirði. Þeirra börn eru: Guðmundur Bjöm, f. 1948, Hólmgeir, f. 1949, Jósef, f. 1952, Þórhallur, f. 1953, Þórleif, f. 1961, og Hrafnhildur, f. 1963. Svava lærði hjúkrun og sjúkranudd í Kaupmannahöfn 1939-1945. Utför Svövu var gerð frá Keflavíkurkirkju 4. október síðastliðinn. Mig langar til að minnast hennar Svövu ömmu með nokkrum orðum. Ég á margar góðar minningar bæði frá bernsku minni og einnig þegar ég óx úr grasi og þær eru nokkrar sem ég vil segja frá á þessari stundu. Þegar ég var undir skóla- aldri þá var ég oft hjá ömmu og afa á Brautinni, mér er mjög minn- isstætt þegar ég var mjög veik í eyrunum og var þá stödd hjá ömmu og afa, mér þótti svo gott að hafa ömmu hjá mér þegar ég var eitt- hvað lasin því amma var svo mikill læknir í mínum augum og einnig ræddi hún við mig þannig að mér batnaði heilmikið bara við það að hlusta á hana ömmu. Það voru ófá skiptin em ég gisti hjá þeim á Brautinni, mér fannst svo gaman ef ég fékk að sofa heima hjá ömmu og afa. Ég man frekar vel eftir því þegar amma var að vinna í efnalauginni eða klór- stöðinni sem ég kall- aði, þangað leit ég stundum inn og það var alveg sama hversu mikið var að gera hjá henni í vinnunni, alltaf hafði hún amma tíma fyrir mig, hún gat líka alltaf fundið eitthvað handa mér að gera svo að mér leiddist aldrei. Oft sátum við og spil- uðum og var það oftast sama spilið eða rommý. Ommu fannst alltaf gott að taka í spil við og við. Á sínum tíma, þegar hún amma vann við þrif í gagnfræðaskólanum, þá fékk ég stundum að koma með henni ömmu því að ef ég var stödd hjá henni þá leyfði hún mér að koma með sér og það var mér mik- ils virði að vera hjá ömmu því að ég var svo oft eirðarlaus og vissi að amma myndi finna eitthvað handa mér að gera. Þegar ég lauk skóladegi kom ég oft við hjá þeim á Brautinni og allt- af voru móttökurnar jafn góðar, alltaf boðið uppá nýjar kökur sem amma bakaði og alltaf fannst mér skúffukakan hennar ömmu vera besta kaka sem ég fékk og ekki má gleyma frostingtertunni sem amma gerði svo ógleymanlega. Amma var svo dugleg að pijóna, hún pijónaði iðulega lopapeysur og eru þær margar til eftir hana. Amma kenndi mér að baka fyrstu kökuna sem var skúffukaka. Við amma ræddum stundum um að fara til Ameríku til að heimsækja dóttur hennar en því miður varð nú ekki neitt úr þessu hjá okkur, en ég er fullviss um að nú getur hún ferðast þangað þegar hún vill. Þó að við GUÐRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR + Guðríður Hall- dórsdóttir fæddist á Oddastöð- um i Hnappadal 16. maí 1902. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 25. september síðastliðinn. For- eldrar Guðríðar voru hjónin Halldór Jónsson bóndi á Oddastöðum, f. 23. júní 1873 í Hallkels- staðarhlíð í Hnappadal, og Guð- ríður Jónsdóttir frá Dalsmynni í Norðurárdal, f. 4. september 1874. Hún var önnur í röð átta systkina sem upp komust, en þau voru: Jón, f. 23. júni 1901, Guðmundur, f. 26. september 1905, Sæmundur, f. 18. maí 1909, Halldóra Guðrún, f. 8. janúar 1912, maki Óskar Eggertsson í Anda- kílsárvirkjun (lát- inn), Sigurður Val- geir, f. 15. desember 1914, Kjartan, bóndi og fv. hreppstjóri á Rauðkollsstöðum i Eyjahreppi, f. 5. mars 1917 (einn eft- irlifandi þeirra systkina), maki Hulda Tryggvadótt- ir, og Kristín Sal- björg, f. 12. október 1918. Árið 1934 settu þau systkin Guðmundur, Sæmundur og Guðríður saman bú á Syðri-Rauðamel í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadal og ráku þann búskap á meðan líf og kraftar entust. Útför Guðríðar fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Undir litlu rauðu fjalli hvílir lítill bær í faðmi fagurs fjallahrings. Bærinn heitir Syðri-Rauðimelur í Hnappadal og þar bjó Guðríður Halldórsdóttir eða Gauja lengst af ásamt bræðrum sínum Guðmundi og Sæmundi. Hún hefur nú kvatt okkur á nítugasta og fimmta aldurs- ári og fengið hvíldina sem hún hafði svo lengi þráð. Syðri-Rauðimelur hefur fengið nýja ábúendur, sem reyndar reka þar ekki búskap, en reyna þó af fremsta megni að halda þeim anda sem þar ríkti og hlúa að bænum og umhverfi hans. Einhvern veginn var eins og mað- ur gerði ráð fyrir að hún Gauja yrði alltaf til staðar, yrði áfram hluti af lífínu og tilverunni. En lögmálum lífs og dauða verður ekki breytt og í raun má segja að ástvinum hennar hafi auðnast að hafa hana óvenju lengi hjá sér. Söknuður er efst í huga en fallegar minningar um góða vinkonu sitja eftir. Gauja var fædd og uppalin í Hnappadalnum, umkringd fjalla- hringnum fallega sem hún talaði svo oft um og kenndi þeim, sem dvöldu hjá henni á Syðra-Rauðamel, að elska. Þar valdi hún sér líka að búa alla ævi og reyndar fór hún sjaldan langdvölum úr dalnum. Þær voru ófáar stundirnar sem við sátum í stofunni eða eldhúsinu í ylnum frá olíueldavélinni, horfðum saman út um gluggann á Eldborgina, Kol- beinsstaðafjallið með Tröllakirkj- MINIMINGAR sjáum hana ekki með eigin augum, þá getum við eflasut skynjað nær- veru hennar. Ég er ömmu þakklát fýrir æði margt og sér í lagi er ég þakklát Guði fyrir að hafa gefið mér svo góða ömmu sem hún var. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Lðng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur hann af raunum sipr ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Elsku afi, Hrafnhildur, Dolla, Jósi, Þórhallur, Geiri, pabbi og fjöl- skyldur og aðrir ættingjar, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar því missir okkar er mikill. Kristín Birna, Ragnar Már og Inga Margrét systkini mín minnast hennar Svövu ömmu einnig með söknuði í hjarta. Blessuð sé minning hennar Svövu ömmu. Þín sonardóttir, Bryndís Guðmundsdóttir. Ástkær móðir okkar, Svava, er látin. Hún háði hatramma baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún barðist eins og hetja, en varð að láta undan í lokin. Aldrei skyldi hún kvarta þótt æma ástæðu hefði hún til þess. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um móður sína því minningarnar eru svo margar. Elsku mamma, nú er bar- áttunni lokið, nú líður þér vel. Við hittumst síðar. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú.' Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvseði mitt. Er Islands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, - og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Þórleif og Hrafnhildur. Elsku amma. Þú varst hress kona. Við erum þakklátar fyrir þær stundir sem við höfum átt saman, þegar þú heim- sóttir okkur komst þú oftast með bakkelsi, kleinur eða marmarakök- ur og það var alltaf vel þegið. Þú varst alltaf að prjóna. Flest allar lopapeysurnar sem við höfum átt eru unnar í þínum höndum. Lopapeysan er hlý og góð eins og þú. Þó þú sért farin úr þessum heimi ert þú alltaf hjá okkur. Elsku amma, englar Guðs munu blessa þig. Hvil þú í friði. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni eg dey. Þó heilsa og líf mér hafni hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. í Kristí krafti ég segi: „Kom þú sæll, þá þú viltf (Hallgr. Pét.) Ester, Svafa og Oddný Þórhallsdætur. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver er lýsir þína leið, er lítill neisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, unni og Hrútaborgina og spjölluðum um heima og geima. Ég við eldhús- borðið en hún á litla hnallinum við homskápinn. Þær stundir era ógleymanlegar, og ekki laust við að óharðnaðri unglingsstelpu þætti meira til sjálfrar sín koma eftir spjallið við Gauju því henni var það lagið að tala við allt fólk af mikilli virðingu. Á þessum stundum mynd- uðust líka tengsl sem aldrei urðu rofin á meðan báðar lifðu. Það var mikil upplifun fyrir okkur systkinin þegar við heimsóttum Rauðamel hér á árum áður því það var að mörgu leyti eins og tíminn hefði stöðvast þar. Tæknin við bú- skapinn var takmörkuð, olíuluktir lýstu bæinn og gamla Morsö-eldavél- in í eldhúsinu setti sinn svip á lífið. Systkinin þijú töluðu auk þess öðm- vísi íslensku en við áttum að venjast þar var á ferðinni vandaðra og betra mál en almennt tíðkaðist. Þau kunnu líka að segja svo skemmtilegar sög- ur, fara með gátur í bundnu máli og bregða fyrir sig stökum þegar það átti við. Umfram allt höfðu þau þó tíma til að sinna ungmennunum, sem sóttu líka í öllum fríum á Rauða- mel. Þau skipta líklega nokkmm tugum krakkamir sem dvöldu hjá Gauju í skemmri eða lengri tima. Pabbi kom þangað sex ára hnokki með mömmu sinni í kaupavinnu á Oddastöðum og síðar á Rauðamel sumar eftir sumar, fram á unglings- ár. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þegar við systkinin uxum úr grasi fóm sum okkar í sveit til Gauju líka. Það er mikil gæfa að fá að kynn- ast fólki eins og systkinunum á Syðra-Rauðamel, sem seint verður fullþakkað fyrir. Ekki síður er það mikil ánægja fyrir okkur sem nú höldum hús á bænum að geta notið þessa fallega staðar og minninganna sem við eigum þar áfram, þótt Syðri- Rauðimelur verði aldrei samur og hann var í tíð Gauju og bræðranna. Blessuð sé minning þeirra. Bryndís Hlöðversdóttir. Nú er hún Guðríður okkar á Rauðamel öll. Hún kvaddi þetta jarðlíf á jafn friðsælan hátt og hún lifði því hér á meðal okkar. Við systur áttum því láni að fagna að fá að vera sumarstelpur á Rauða- mel hjá Guðríði og bræðrum henn- ar, Sæmundi og Guðmundi, sem báðir eru látnir. Milli þeirra systk- ina og foreldra okkar var mikil vin- átta. Guðríður var mjög róleg í fasi, það fór ekki mikið fyrir henni en afköstin með ólíkindum, alltaf ný- bakaðar kökur og brauð. Hún var einstaklega natin við alla matar- gerð, allt heimagert, smjörið, skyrið og ijóminn. Kjötið niðursoðið í krukkur enda var ekki rafmagninu fyrir að fara í þá daga og bæjarlæk- urinn eini kælirinn. Gestrisni hennar var viðbrugðið og gestagangur mik- ill á heimilinu. Það var alltaf hátíð á heimilinu þegar von var á gestum og öllum jafn vel tekið. Það var ekki farið í manngreinarálit á þeim bæ. Það var oft gaman á kvöldin þegar skyggja tók og kveikt var á olíulömpunum og sagðar sögur. Þá naut sín vel glettni og gamansemi Guðríðar. Húsakostur var ekki mikill en það var alltaf nóg pláss og hlúð að öllum hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Guðríður rétti aldrei hundi brauðsneið án þess að drepa á hana vænni klípu af smjöri. Það voru margir sem fengu að njóta hlýju Guðríðar. Sumarbörnin voru mörg og auk þeirra áttu mörg börn og ungmenni skjól á heimili þeirra systkina um lengri eða skemmri tíma. Þar var ekki hörk- unni fyrir að fara í uppeldinu enda þau Rauðamelssystkini Guðs-náðar- sálfræðingar sem gerðu alla að betri mönnum sem hjá þeim dvöldu. Það er margs að minnast frá Rauðamel en efst í huga er þakklæt- ið fyrir að hafa fengið að vera í „holunni" hennar Guðríðar og fá það og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín - í söng og tárum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum kiýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfin blá og breið. - Þó blási kalt, og dagar verði að árum, þá veit ég, að þú villist rétta leið og verður mín - í bæn, i söng og tárum. * ‘ (Davið Stefánsson) Elsku amma er farin frá okkur. Upp streyma minningar um yndis- lega konu. Já, hún amma var yndis- leg og það var svo gott að koma til hennar og afa á Brekkubrautina. Alltaf leið manni vel að koma til þeirra. Það var setið og spjallað um lífið og tilveruna, oft líka ráðnar saman krossgátur eða tekið í spil. Amma bar alltaf hag okkar allra fyrir bijósti en kvartaði ekki sjálf. Það sáum við öll síðustu dagana. Þó að hún væri mikið veik var hún ekki að kvarta og bar sig alltaf mjög vel. Amma var mjög dugleg húsmóðir og var alltaf að gefa- manni eitthvert góðgæti sem hún hafði gert sjálf. Ég man að sérstak- lega eftir að ég byijaði að búa var hún alltaf að koma með eitthvað heimalagað handa mér. Hún vildi alltaf gefa svo mikið af sér, en vildi að sama skapi' ekki láta hafa mikið fyrir sér. Margar góðar minningar streyma um hugann á þessari stundu, það er erfitt að koma þeim á blað, en þær verða alltaf til í mínu hjarta. Ég veit að nú er hún amma kom-*»» in á bjartan og fallegan stað þar sem hún kennir sér ekki lengur meins. Hafðu þökk fyrir allar yndislegu stundimar sem við áttum saman. Þín, Heiða Svava. veganesti frá þeim systkinum sem við búum alltaf að. Elísabet og Jódís. Þegar tímamót em í lífi manns bregður upp mörgum svipmyndum. Nú em tímamót því í dag kveðjum við í hinsta sinn Guðríði Halldórsdótt- ur, fyrmm húsfreyju á Syðri-Rauða- mel í Hnappadalssýslu. Níu ára göm- ul dvaldi ég part úr sumri að Odda- stöðum, þannig kynntist ég Guðriði og Guðmundi að Rauðamel og þar dvaldist ég næstu íjögur sumur. Þau vom mér alltaf einstaklega góð, tilbú- in að hlusta og útskýra alla hluti og alltaf var manni treyst fyrir ýmsum hlutum þó að aldurinn væri ekki hár. Ég var með Gauju í herbergi þenn- an tíma og vom þær margar skemmtilegar sögumar sem hún sagði mér af sér og sínu fólki frá liðnum tímum. Hún var kvenrétt- indakona í sér og ekkert fannst henni sjálfsagðara en að konur gætu unnið sömu verk og karlar og er ég lét löngun mína í ljós um að verða húsa- smiður hvatti hún mig eindregið. Það var mikið um gestagang á Rauða- mel og allir jafn velkomnir enda vom þau vinamörg og mörg böm sem hafa átt þar athvarf. Tel ég mig heppna að vera í þeirra hópi. Eftir að Gauja flutti á Dvalar- heimilið í Borgarnesi var jafn gott að koma til hennar og að heyra hennar jákvæða viðhorf til manna og málefna var manni gott vega- nesti út í lífið. Hún var mjög þakk- lát fyrir allt sem fyrir hana var gert á Dvalarheimilinu. Sú mynd sem er mér greypt sterkust í huga er ég kveð nú Guð- ríði í hinsta sinn er brosið hennar sem hlýjaði manni að innstu hjart- ans rótum. Gleðin er hið eina sem þú getur ekki gefið öðrum nema þú eigir hana sjálfur. (Carl Sandburg). »—• Harpa Rut Harðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.