Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 41 ÞORBERGUR KRISTJÁNSSON + Þorbergur Kristjánsson fæddist í Bolungar- vík 4. apríl 1925. Hann lést hinn 28. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján Ólafsson bóndi, hreppstjóri og odd- viti á Geirastöðum í Bolungarvík (f. 17.6. 1887, d. 14.5. 1969) og kona hans Ingveldur Guð- mundsdóttir, hús- freyja (f. 3.11.1893, d. 17.6. 1992). Systir Þorbergs var Helga (f. 20.2.1928, d. 11.5. 1937), en fóstursystkin Ingveld- ur Kristjana Þórarinsdóttir, f. 7.11. 1920 og Sveinn Jónsson, f. 13.4. 1931. Þorbergur Iauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 og embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla Islands 1951. Á árunum 1954- 1955 stundaði hann framhalds- nám í guðfræði við Háskólann í Durham á Englandi. Prests- þjónustu hóf hann í Mývatns- sveit, er hann vígðist til Skútu- staðaprestakalls og þjónaði því 1951-1952. Var síðan sóknar- prestur í Bolungarvík 1952- 1971 og í Digranesprestakalli í Kópavogi 1971-1995. Á Bol- ungarvíkurárunum þjónaði hann jafnframt Staðarpresta- kalli í Grunnavík og kenndi við barna og unglinga- skólann í Bolungar- vík. Þorbergur sat í stjórn Prestafé- lags íslands 1978- 1984, formaður um tveggja ára skeið. Hann var kirkju- þingsmaður 1964- 1970 og 1976-1990. Hinn 16. apríl 1955 kvæntist Þor- bergur Elínu Þorg- ilsdóttur, f. 24.1. 1932, húsmóður í Bolungarvík og Kópavogi. Foreldr- ar hennar voru Þorgils Guð- mundsson, sjómaður í Bolung- arvík (f. 7.4. 1898, d. 6.2. 1985) og Katrín Sigurðardóttir hús- móðir (f. 30.12. 1895, d. 21.8. 1975). Elín og Þorbergur eignuðust fimm börn. Það fyrsta, drengur fæddur 13. janúar 1956, dó samdægurs. Hin eru: 1) Krist- ján Ásgeir, lögmaður, f. 30.3. 1957. Kona hans er Hrönn Osk- arsdóttir, nemi í Tækniskóla Islands. 2) Helga, hjúkrunar- fræðingur, f. 26.7. 1959. Henn- ar maður er Sigurgeir Már Jensson, læknir. 3) Sigurbjörn Ársæll, lögmaður, f. 28.12. 1964. Kona hans er Helga Loftsdóttir, lögffræðingur. 4) Þorgils Hlynur, guðfræðinemi, f. 17.3. 1971. Bamabömin em níu. Útförin hefur farið fram. Séra Þorbergur Kristjánsson er látinn. Hann verður öllum þeim minnisstæður sem honum kynntust enda var hann sterkur persónuleiki og annálaður kennimaður. Hann var fæddur í Bolungarvík en ólst að mestu upp á Geirastöðum í Hólshreppi í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Þorbergur var góður námsmaður enda fluggreindur. Hann fór til náms við MA og lauk þaðan stúd- entsprófi vorið 1946. Skólaárið 1947-48 kenndi hann við Gagn- fræðaskólann á Siglufirði en emb- ættisprófi í guðfræði lauk hann árið 1951 með mjög hárri einkunn. Hinn 16. apríl árið 1955 kvænt- ist Þorbergur eftirlifandi eiginkonu sinni, frú Elínu Þorgilsdóttur hús- freyju. Þau eignuðust fimm börn, fjóra syni og eina dóttur. Elsti son- ur þeirra lést nýfæddur. Sama árið og Þorbergur lauk guðfræðiprófí var hann vígður prestur og þjónaði hann Skútu- staðaprestakalli í Þingeyjarsýslu fyrsta árið. Frá 1. október árið 1952 var honum veitt sóknarprests- staða í Bolungarvík og þar gegndi hann prestsstörfum í nærri tvo ára- tugi. Auk prestsstarfanna í Bolung- arvík sem Þorbergur gegndi með þeirri reisn og samviskusemi sem honum var eðlislæg kenndi hann stundakennslu við barna- og ungl- ingaskólann á staðnum og tók einn- ig virkan þátt í félagsmálum. Auk krefjandi sóknarprestsstarfa og virkrar þátttöku í félags- og menningarmálum gegndi Þorberg- ur aukaþjónustu í Grunnavíkur- prestakalli nær öll árin sem hann var sóknarprestur í Bolungarvík. Árið 1971 varð mikil breyting á högum prestsfjölskyldunnar í Bol- ungarvík en það ár var Þorbergur kjörinn sóknarprestur í Digranes- prestakalli í Kópavogi. Hann flutti þá ásamt fjölskyldu sinni í Kópavog og við tóku annasöm ár í nýju og stóru prestakalli. Elín studdi mann sinn í hans erfíða og vandasama starfi. Þau hjónin beittu sér m.a. fyrir stofnun Kirkjufélags Digranesprestakalls og tóku virkan þátt í starfi þess merka félags. Digranes- og Kársnessöfnuðir áttu Kópavogskirkju saman og þar messaði sr. Þorbergur á þriðja ára- tug. En fijótlega eftir að söfnuðirn- ir í Kópavogi urðu tveir vaknaði áhugi á því að reisa kirkju í Digra- nesprestakalli. Þorbergur var einlægur áhugá- maður um að Digranessöfnuður eignaðist kirkju innan sinna sóknar- marka og vann ötullega að fram- gangi þess máls. En þrátt fyrir baráttu hans og margra fleiri mið- aði því máli hægt lengi vel af ýms- um ástæðum sem ekki verða tíund- aðar hér. En þar kom að ný og glæsileg Digraneskirkja var vígð, - þá var miklum áfanga náð. Þeim áfanga var náð eftir erfiða baráttu sem reyndi mjög á sóknarprestinn, þá sem stóðu honum nærri og fjöl- marga aðra. Þorbergur tók mótlæt- inu vegna kirkjubyggingarinnar með aðdáunarverðum hætti. Þorbergur sinnti prestsstörfunum af alúð, trúmennsku og samvisku- semi. Hann lagði sig fram um að vinna öll sín prestsverk vel, - enda gerði hann miklar kröfur til sín. Hann var annálaður predikari og hann var óþreytandi að minna á og undirstrika að guðsþjónustan væri og ætti að vera þungamiðja alls starfs í hveijum söfnuði. Þorbergúr var afburðaguðfræð- ingur og meðfædd greind hans og glöggskyggni gerðu það að verkum að hann átti auðvelt með að skilja kjarnann frá hisminu. Predikanir hans báru því glöggt vitni að þar fór enginn meðalmaður enda var hann talinn einn af bestu predikurum landsins. Það var ekki aðeins að boðun hans væri bæði skýr og sterk heldur flutti hann predikanir sínar af trúareldi og djúpri trúarsannfæringu. Þorbergur gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir prestastéttina. Hann var í stjórn Prestafélags Is- lands um nokkurt árabil og formað- ur þess um skeið. Hann var kirkju- þingsmaður í tvo áratugi og iengi varamaður í kirkjuráði. Þá átti hann sæti í kjörstjórnum m.a. vegna bisk- upskjörs og kjörs til kirkjuþings. Þorbergur beitti sér á fundum presta og á þeim vettvangi hélt hann margar áhrifaríkar ræður og hann naut álits og virðingar starfsfélaga. Skoðanir hans voru oft nokkuð aðr- ar en ýmissa annarra og stundum varð Þorbergur að heyja harða bar- áttu fýrir mikilvægum sjónarmiðum og málum án þess að fá teljandi stuðning annarra úr ræðustól. En einmitt við slíkar aðstæður kom svo vel í ljós hve heill maður Þorbergur var. Hann beitti sér ekki í málum til þess að vekja athygli á sjálfum sér eða til þess að upphefja sjálfan sig, - ekkert var honum fjær skapi en slík sýndarmennska. Hann beitti sér fyrir málum vegna málefnanna sjálfra, vegna hugsjóna sinna og þess að þau voru að hans mati mikilvæg fyrir boðun fagnaðarerindisins og kirkju Krists. Boðun orðsins var Þorbergi slíkt hjartans mál, slík heilög köllun, að hann lagði sig allan í það mikla og háleita verkefni. Hann var vand- virkur í öllum verkum sínum, heill og sannur og hann vandaði mál sitt enda góður íslenskumaður. Þorbergur hafði sterka réttlætis- kennd og hann var áhugasamur um velferðar- og þjóðfélagsmál - enda vel heima og glöggur á þeim vett- vangi sem öðrum. Að eðlisfari var hann þó öðru fremur hlýr og einstaklega hógvær um allt það sem snerti hann sjálf- an. En þegar hann beitti sér í mál- um gerði hann það af einurð og festu hins glöggskyggna mála- fylgjumanns. Þorbergur og Elín voru samhent og samstillt í því að vinna kirkjunni og yrkja jarðveg trúarinnar. Hún studdi mann sinn í hans mikilvæga starfi og bjó honum og fjölskyld- unni fallegt heimili. Við Þorbergur vorum samstarfs- menn við Kópavogskirkju á fímmta ár. Á samstarf okkar og samvinnu féll aldrei hinn minnsti skuggi. Til hans gat ég alltaf leitað með ráð og hann miðlaði mér af reynslu sinni og þekkingu. Fyrir vinsemd hans í minn garð, Ieiðsögn, samvinnu og vináttu eru hér færðar einlægar þakkir. Ég bið algóðan Guð að blessa Þorberg Kristjánsson í nýjum heim- kynnum og styrkja þá og hugga sem svo mikils hafa misst við frá- fall hans. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Rokfóst var ræða en rík af trú. Til hæstu hæða æ horfðir þú. (Grétar Fells.) Fánar voru dregnir í hálfa söng í Bolungarvík, strax og fréttir bár- ust af andláti sr. Þorbergs Krist- jánssonar. Hann var sóknarprestur okkar Bolvíkinga í hartnær tvo ára- tugi fyrr á tíð við góðan orðstír. I Hólskirkju flutti hann okkur boðskap fagnaðarerindisins, reyndi að sá frækorni þess góða í sálir okkar. Hann beindi huga okkar í leit að hinum æðstu sannindum. Orðin leiftruðu af vörum hans í predikunarstóli, gædd lífi og krafti. Til ræðu var jafnan vel vandað. Skipulegur og skörulegur ræðu- flutningur á góðu máli, fluttur af einlægni, sannfæringu, hispursleysi og mælsku. Ófeiminn var hann að bijóta mál til mergjar með skorin- orðum prédikunum, en á hinn bóg- inn einnig hjartahlýr og mildur. Hann ræddi um hin margvfslegu og breytilegu vandamál mannlegs lífs, tilgang þess sem og hinstu rök lífsins og hvatti til alvarlegrar íhug- unar um þau efni. Þegar hugsað verður til liðins tíma, koma fram í hugann ótal minn- ingar frá samfylgd okkar. Frá fyrstu kynnum í barnaskólanum og síðar í unglingaskólanum, frá fermingar- degi okkar, frá samgangi og vin- áttu, sem jafnan ríkti á milli bemskuheimila okkar, og sólargeisl- anna mörgu, sem fylgdu heimsókn- um móður hans á bernskuheimili mitt. Sr. Þorbergur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir byggðarlag okkar. Var m.a. formaður skóla- nefndar, barnaverndarnefndar, í sáttanefnd, kennari, prófdómari, svo að eitthvað sé nefnt. Genginn er mikill prédikari, sér- staklega skyldurækinn og samvisku- samur embættismaður, trúr kirkj- unnar þjónn, heill og hreinskiptinn. Við Bolvíkingar kveðjum sr. Þor- berg hinstu kveðju með virðingu og þökk. Megi hinn hæsti höfuðsmiður, vörður og vemdari fylgja honum á nýrri vegferð og vera með ástvinum hans á erfiðri skilnaðarstundu. Benedikt Bjarnason. Grandvar drengur er genginn Guði sínum á vald. Með honum er fallinn í valinn einn svipmesti kenni- maður íslensku kirkjunnar. Atvikin, eða forlögin, höguðu því þannig til, að við áttum heima í sama litla dalnum, þar sem aðeins vom þijú heimili, en þar byijuðum við að skynja veröldina með allri sinni fjöl- breytni, í þröngum sjóndeildarhring dalsins okkar. Samheldnin var helsta sérkenni fólksins sem þarna bjó. Þrátt fyrir frábrugðin störf og ólíkt lífsmunstur, hefur sá vefur sem ofínn var í æsku okkar aldrei rofnað. Þorbergur sýndi mér alltaf umhyggju og hlýtt hugarþel, þegar hann taldi að ég þyrfti á því að halda. Það vom bjartsýn fermingar- börn, átján að tölu, full eftirvænt- ingar, sem gengu úr Hólskirkju í Bolungavík, út í sólskinið og fram- tíðina hinn 28. maí 1939. Þetta var fólk af kreppukynslóðinni svo nefndu, sem nú er að enda sitt skeið í gjörólíku umhverfi. Þetta hefur reynst þolinn og sterkur stofn, því öll nema eitt höfum við náð því að verða sjötíu og eins árs. Þetta hefur verið samheldinn hópur, við höfum átt stundir saman og vitað hvert af öðru í þau 57 ár, sem liðin eru. í því átti Þorbergur ekki lítinn þátt, þótt ekki bæri mikið á því. Þorbergur var farsæll maður í lífí sínu, alinn upp við ástríki á góðu heimili, sem hann bar fagurt vitni alla ævi. Hann naut skóla- göngu að hefðbundnum hætti og fékk „köllun“ til að nema guðfræði sem hann lauk með góðum vitnis- burði. Fyrir fátækan sveitarpilt þurfti til þess dugnað og þraut- seiglu á þeim tíma. Starfí sóknarprests gegndi séra Þorbergur í 44 ár. Það sópaði að honum sem embættismanni, þrátt fyrir hógværð hans. Hann vandaði mjög til sinna embættisverka, var ágætur ræðumaður og flugmælskur ef hann vildi svo við hafa. Ræður hans voru samdar af mikilli vand- virkni og vel fluttar, með sérstæðri framsetningu. Þó hann væri enginn raddmaður, var messugerð hans fyrir altari með sérstökum glæsi- brag. Þorbergur var vammlaus reglu- maður í öllu sínu líferni og lifði sjálf- ur eftir þeirri kenningu, sem hann predikaði úr „stólnum“. Hann var fáskiptinn og dulur alvörumaður í dagfari og prúðmenni í allri fram- göngu. Enginn málskrafsmaður, en undir skelinni bjó hann yfír sér- stakri hlýju sem ekki er öllum gef- in, en hana átti hann ekki langt að sækja. Þorbergur gat verið glaður á góðri stundu í fámennum hópi, bjó yfir léttum og græskulausum húm- or, sem gneistaði af brosi og birtu. í einkalífi sínu var hann gæfumað- ur. Hann gekk að eiga góða, vel menntaða konu, sem stóð við hlið hans eins og klettur á löngum emb- ættisferli hans. Hún bjó honum frið- sælt, hlýlegt og fagurt heimili og ól honum mannvænleg börn. Síð- ustu 25 árin stóð heimili þeirra í Reynihvammi 39 í Kópavogi. Við fermingarsystkini hans þökkum honum samfylgdina og biðjum honum allrar blessunar. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir okkur og sendum kveðju yfir móð- una miklu. Konu hans, börnum, fóstursystk- inum og öðru skylduliði sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Jón Ólafur Bjarnason. í fyrradag var jarðsettur sóknar- prestur minn í nær tvo áratugi, sr. Þorbergur Kristjánsson. Við svip- legt og ótímabært fráfall hans er mér efst í huga þakklæti fyrir vin- áttu og velgerninga hans í minn garð. Ég kynntist honum fljótlega eftir að hann tók við embætti sóknar- prests hins nýstofnaða Ðigranes- prestakalls í Kópavogi og hafa þau kynni verið mér mikils virði. Hann vann mörg prestsverk fyrir mig, misjafnlega ánægjuleg, eftir því hvers eðlis þau voru, en allt var gert með sömu alúðinni. Oft fannst mér lífið taka á mér ómjúkum höndum og gott var þá að geta leitað til sr. Þorbergs, feng- ið ráð hjá honum og talað við hann um það sem á bjátaði og alltaf var mér léttara um hjarta er ég fór af hans fundi. Margs er að minnast úr safnaðar- starfínu. Sr. Þorbergur var mjög góður ræðumaður sem vandaði vel ræður sínar svo og allar athafnir. Hann lét sér mjög annt um Kirkju- félag Digranesprestakalls og ég efast um, að hann hafí nokkurn tíma látið sig vanta á fundi þess. Þar hafði hann margt gott til mál- anna að leggja. Ekki lét hann sig heldur vanta í sumarferðir félagsins og minnisstæð eru hans hlýlegu kveðjuorð sem hann kvaddi samferðafólkið með. Að lokum sendi ég fjölskyldu sr. Þorbergs, konu hans, bömum og barnabömum, innilegar samúðar- kveðjur. Þau hafa mikið misst. Þótt að oss sæki sótt og hel, vér samt því megum trúa, að hér, ef lifað höfum vel oss heim er gott að snúa til Drottins og í dýrðarvist, frá dauða leystir fyrir Krist við sælu' og blessun búa. (EinarJónsson) Jóhanna. Þegar nú séra Þorbergur Krist- jánsson er látinn vakna í huga margra minningar um farsælan og eftirminnilegan prest. Minning séra Þorbergs er alveg sérstöku marki brennd. Það era ræðurnar sem koma okkur í hug. Þróttmikill flutn- ingur og tilbrigðaríkur, guðfræðileg umfjöllun textans, sem sumum þótti tyrfin, en sett fram á hinn sanna hátt manns sem er að takast á við rétt og rangt, lögmál og fagnaðar- erindi. Sjálfur á ég áhrifamikla minn- ingu um predikun séra Þorbergs. Ég var þá ungur prestur á Selfossi og hlustaði á útvarpsguðsþjónustu á föstudaginn langa. Það var séra Þorbergur sem predikaði. Þetta ár hafði vorað snemma. Um páska var farið að sjá fyrir brami tijánna. Séra Þorbergur sagði frá því hvern- ig sér hefði liðið þegar hann settist niður til þess að semja þessa predik- un. Inn um gluggann kom lyktin af gróanda vorsins og raddir barn- anna sem voru að leika sér í góð- viðrinu. Þá greip það prestinn sterk- lega að hann langaði ekki að semja predikun um píslir og krossfestingu Krists. Hugur hans var bundinn við eitthvað miklu skemmtilegra, vorið og gróanda þess. Þessa tilfinningu sína notaði séra Þorbergur með áhrifamiklum hætti til þess að varpa ljósi á það hve hið sára og óumflýjanlega í lífinu er staðreynd sem ekki verður umflúin. Hann setti fram sannindi mótsagnanna sem felast í krossfestingu og upprisu, þessi sannindi sem eru vegna þess að Guð er sannur og hann er lif- andi og enn að verki. Ágætan embættisferil séra Þor- bergs ætla ég ekki að rekja. Minni aðeins á þann ágæta predikara sem hann var. Um það eru margir til vitnis og sú verður sérstaða hans í sögu kirkjunnar. Þegar við síðast hittumst hér í Skálholti lögðum við drög að því að hann kæmi hingað til dvalar. Erindið átti að vera það að taka saman predikanasafn. Um það talaði hann feimnislega og eins og þar væri nú ekki miklu til að dreifa. Ekkert hrósaði hann sér af því öllu. Hrós hans og vegsemd var allt í Drottni. Þaðan kom honum styrkurinn. Sjálfur var hann ekki neitt. Þess háttar prestar hafa ver- ið burðarásar kirkjunnar á íslandi í þúsund ár og með slíkum vottum trúarinnar mun Drottinn auðga kirkju sína í önnur þúsund ár. Sigurður Sigurðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.