Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR R. KÁRASON -4- Pétur R. Kára- * son var fæddur í Reykjavík 22. júlí 1922. Hann lést á heimili sinu í Keflavík 28. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Kári Kárason frá Ásbæ í Bolungarvík og Júliana Stígsdóttir úr Hafnarfirði. Al- systir hans var Sig- urborg Káradóttir. Hálfsystkini hans sammæðra voru Lára Guðbrandsdóttir, Stígur Guðbrandsson, Sigurður Guð- brandsson, Dagbjartur Guð- brandsson og Kristján Helga- son, en hálfsystkini samfeðra voru Jón Kárason, Sigurður Kárason og Kári Kárason og er Pétur sá síðasti sem kveður af þeim systkinum. Hinn 11. október 1947 kvæntist Pétur Regínu Guð- mundsdóttur, f. 29. ágúst 1918, á Egilsstöðum í Flóa. Foreldrar hennar voru Guð- Tengdafaðir minn, Pétur R. Kárason, er látinn. Það var fyrir 27 árum að ég kom fyrst á heim- ili fjölskyldunnar á Njarðvíkur- brautinni. Móttökumar voru mjög góðar og ég fann strax að ég var velkominn í fjölskylduna, sem hann hélt svo vel utanum. Pétur var bæði hæglátur og yfirvegaður og lítið fyrir að trana sér fram, en þó fastur fyrir með ákveðnar mundur Eiriksson og Kristín Gísladótt- ir. Börn Péturs og Regínu eru: 1) Sigur- borg, f. 4. aprU 1947, búsett í Njarðvík, gift Einari Má Jó- hannessyni, börn þeirra eru Ingibjörg María og Sandra. 2) Guðmundur, f. 10. nóvember 1951, bú- settur í Keflavík, kvæntur Báru Hans- dóttur, börn þeirra eru Pétur Rúrík, sambýliskona hans er Sandra Guðlaugsdóttir, og Sólveig Gígja. 3) Jóna Karen, f. 19. nóvember 1955, búsett í Garði, gift Ingvari Jóni Óskars- syni, börn þeirra eru Inga Rut, sambýlismaður hennar er Hall- dór Guðmundsson, börn þeirra eru Aníta Ósk og nýfæddur sonur; og Ragnar Helgi. Hjá Pétri og Regínu ólst upp dóttir Sigurborgar, Regina Rósa Harðardóttir, f. 17. nóvember 1968, búsett í Danmörku, gift Ingiþór Björnssyni, börn þeirra skoðanir á hlutunum. Hann var stór og glæsilegur, í sex feta flokknum eins og hann kallaði það. Fjölskyldan var honum og Regínu allt og þegar Bogga, Guð- mundur, Karen og Rósa stofnuðu heimili, vildi hann alltaf hafa þau sem næst sér. Hann var ekki í rónni þau ár sem við Bogga bjugg- um í Noregi og var alltaf að nefna hvort við ætluðum ekki að fara MINNINGAR eru Margrét Ósk og Heiða Björk. Pétur hóf snemma störf á eyrinni í Reykjavík með föður sínum og á yngri árum var hann mikið til sjós, bæði á togurum og strandferðaskip- inu Heklu. Rétt fyrir stríð slasaðist Pétur um borð í tog- ara og var óvinnufær í þrjú ár eftir slysið. Hann sneri sér þá að akstri og ók í nokkur ár leigubílum og strætisvögn- um SVR. Árið 1951 hóf Pétur störf þjá Vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli og fluttist fjölskyldan þá tO Keflavíkur, þau fluttu í Innri-Njarðvík 1956 og aftur til Keflavíkur 1982. Hann starfaði sem yfirmaður stræt- isvagna vamarliðsins í átta ár, en réðst þá tO íslenskra aðal- verktaka þar sem hann starf- aði sem verkstjóri nær óslitið í 30 ár, tíl 67 ára aldurs. Á yngri ámm var Pétur mikOl áhugamaður um knatt- spyrau og lék hann m.a. I mörg ár með KFK. Eftir að hann lét af störfum var pútt hans helsta áhugamál og var hann formaður Púttklúbbs Suðurnesja síðustu tvö árín. Útför Péturs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. að flytja heim. Honum leið best þegar hann hafði alla fjölskylduna í kringum sig og flesta daga hitti hann bömin og barnabömin, sér- staklega eftir að hann lét af störf- um og fór að hafa nægan tíma. Alla tíð var Pétur mikill dugnað- armaður til vinnu, hann var stað- fastur og stundaði störf sín vel og var vel liðinn af samstarfs- mönnum og yfirmönnum. Ég starfaði með Pétri hjá ÍAV í eitt ár og þar kynntist ég þeirri hlið á honum og sá hve vel hann var lið- inn. Á seinni árum hef ég oft hitt menn sem hafa sagt frá því þegar þeir unnu við malbikun eða girð- ingar hjá ÍAV, 16-17 ára gamlir, baldnir og óstýrilátir unglingar. Pétur tók þá undir sinn vemdar- væng, leiðbeindi þeim og hjálpaði í fyrstu vinnunni þeirra. Pétur er þeim ógleymanlegur og eiga þeir honum mikið að þakka. Alla tíð hafa Pétur og Regína verið boðin og búin ef einver hefur þurft á aðstoð þeirra að halda. Þegar við Bogga hófum búskap og byggðum okkur hús í Hveragerði, munaði þau ekki um að koma um hveija helgi til að hjálpa til við bygginguna og eins þegar við byggðum í Njarðvík nú nýlega, var enginn munur á, þó að þau hjónin væru komin á áttræðisaldur. Oft hef ég hugsað um og nefnt það, hvað ég hef verið lánsamur að vera hluti af flölskyldu Péturs, sem reynst hefur okkur svo vel alla tíð. í dag kveð ég Pétur með söknuði og þökk fyrir allt og allt. Elsku Regína og fjölskylda, ég bið guð að styrkja ykkur á þessari stundu. Einar Már Jóhannesson. Mig langar með nokkmm fá- tæklegum orðum að kveðja fyrrum verkstjóra, yfirmann, læriföður og vin, Pétur R. Kárason. Ég kynnt- ist Pétri árið 1986, síðsumars, en þá hóf ég störf í vinnuflokki hans hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Mér féll strax vel við Pétur og er ekki grunlaust um að honum hafi líkað vel við mig því fáum mánuðum síðar fór hann þess á leit við mig að ég yrði aðstoðarmaður hans. Pétur var maður með mikla lífs- reynslu og miðlaði gjaman reynslu sinni til annarra. Sumir sögðu þá gjaman að hann segði sögur og spunnust þá oft hinar spaugileg- ustu umræður um hann og sögur hans. Við þessu brást Pétur oftast með brosi, þessu óræða brosi manns sem skilur allt og fyrirgef- ur áheyranda sínum. Pétur var góður verkstjóri, hafði vit á þeim verkefnum sem honum vom sett fyrir og hafði gott lag á að fá menn til að framkvæma þau. Sjaldan kom fyrir að hann þyrfti að brýna raust við nokkum mann. Ég tel það mér til tekna að hafa fengið tækifæri til að vinna undir hans stjóm og tel mig ríkari mann af reynslu þessara rúmlega þriggja ára sem við unnum saman. Ég þakka samfylgdina þó stutt væri, megir þú ganga á Guðs veg- um. Ég votta aðstandendum hans samúð mína og bið algóðan Guð að vemda þá og blessa. Úlfar Hermannsson. Elsku afi. Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur, eins lengi og við munum þig. Við trúðum því ekki að þú færir svona snöggt, eins og þú varst alltaf hress og aldrei veikur. Við eigum eftir að sakna þín sárlega, en minninguna um þig munum við alltaf geyma í hjörtum okkar. Elsku afi okkar, nú kveðjum við þig með miklum söknuði. Fel Drottni vegu þína og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálmur 37:5) Ingibjörg María, Sandra og Regína Rósa. + Pétur Gunnars- son fæddist í Reykjavík 24. mars 1926. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 22. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Jó- hannsson alþingis- maður og Stein- þóra Einarsdóttir. Eftirlifandi eigin- kona Péturs _ er Svanhildur Óla- dóttir, en böm þeirra em þau Svanhildur og Gunnar Óli. Útför Péturs fór fram í kyrr- þey. Mig langar í örfáum orðum að minnast Péturs Gunnarssonar vél- stjóra, sem lést á heimili sínu að- faranótt 22. september eftir stutta en erfiða baráttu við óvæginn sjúk- dóm. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 — Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek Eftir fallegt sumar og gróskumikið er far- ið að húma að hausti og trén farin að fella laufin - daginn tekið að stytta og skamm- degið handan horns- ins; lítið eftir af sumr- inu annað en minning- arnar einar. Þegar ég kom heim til foreldra minna sunnudaginn 22. sept- ember sl. tók ég eftir því að haustið hafði látið meira til sína taka í garðinum hjá Pétri og Svanhildi en í garði foreldra minna. Um kvöldið hringdi móðir mín svo í mig og sagði mér þau sorgartíðindi að Pétur væri látinn. Minningar eins sumars eru eins og dropi í haf þeirra minninga sem hrannast upp í hugskoti mínu þeg- ar ég minnist með trega og sökn- uði Péturs Gunnarssonar. Pétri kynntist ég þegar ég var smástrákur, en þá flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Óladóttur, og tveimur bömum þeirra, Svanhildi og Gunnari Óla, í hús við hlið foreldrahúsa minna. Þar sem við Gunnar Óli vorum jafn- aldrar tókst strax mikill vinskapur milli okkar og vorum við jafnan velkomnir hvor hjá öðrum. Var mér jafnan vel tekið á Sunnuflöt 36 og leið vel í félagsskap Péturs og Svönu. Skömmu áður en Pétur flutti ásamt íjölskyldu sinni í Garðabæ- inn hafði hann dvalið í Póllandi vegna starfa sinna og fór ég ekki varhluta af því. Var mér kennt að segja „hvað er klukkan?" á pólsku og jafnframt leiddi Pétur mig í all- an sannleika um það hvernig hnýta á skóþveng. Hann kenndi mér svo- kallaða pólska slaufu - sem ég stæri mig af enn þann dag í dag að kunna. Pétur var góður við okkur strák- ana og tók okkur Gunnar Óla oft með sér á völlinn til að sjá fótbolta- leiki; tók okkur með í vinnuna í Hleragerðinni og einnig fengum við stundum að fara með honum í skipin Ögra og Vigra, sem var ekki svo lítið ævintýri fyrir strák eins og mig. Þegar í þessa leið- angra var farið sátum við Gunnar Óli með Pétri í pallbílnum hans og eftir að ferðirnar voru nýhafnar bað hann okkur oft að athuga hvort Palli eða Tobbi væru í hanskahólfinu. Þessi nöfn voru sem tónlist í eyrum okkar strák- anna, því við vissum mæta vel að Palli og Tobbi voru ópal og tópas - eitthvað sem litlir strákar slá ekki hendinni á móti. Mér er líka mjög minnisstætt að í bflskúmum hjá Pétri hékk há- karl, sem hann fékk sér reglulega bita af. Við Gunnar Óli urðum einn- ig að vera miklir menn og sterkir eins ojg Pétur og bragða á hákarlin- um. I gegnum þessa manndóms- raun gengum við hvað eftir annað - táruðumst yfir því hversu bragð- sterkur hákarlinn væri og jafnan brosti Pétur út í annað þegar litlir strákar voru að reyna að verða að fullorðnum mönnum, með því einu að borða hákarl eins og hann gerði. Pétur Gunnarsson var góður maður og ávann sér virðingu og væntumþykju hjá þeim sem hann umgekkst. Það skarð sem hann skilur eftir sig verður ekki fyllt, en minningar um góðan mann sefa sorg þeirra sem Pétur þekktu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er góðan getur. (Hávamál) Eftirlifandi eiginkonu Péturs, Svanhildi, og börnum þeirra, Gunn- ari Óla og Svanhildi, ásamt fjöl- skyldum þeirra, sendi ég, fyrir mína hönd og foreldra minna, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Péturs Gunnarssonar;> Lúðvík Orn Steinarsson. PETUR GUNNARSSON INGÓLFUR BALDVINSSON + Ingólfur Bald- vinsson fæddist á Básum í Grímsey 28. maí 1920. Hann lést á sjúkradeild Hornbrekku á Ól- afsfirði 26. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Bjarnadótt- ir, f. 2. desember 1898, og lifir hún son sinn í hárri elli, og Baldvin Sigur- björnsson. Fyrri kona Ing- ólfs var Guðrún Hjaltalín Loftsdótt- ir, f. 16.7. 1920, d. 6.6. 1943. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu, f. 6.6. 1943, sem ólst upp þjá móður Ingólfs og Sigmarí Ág- ústssyni manni hennar. Seinni kona Ingólfs var Hildigunnur _ Ás- geirsdóttir frá Ólafs- firði, f. 23.4. 1927, d. 20.9. 1989. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Ás- laug, f. 1945, Sigrún, f.1946, Frímann, f. 1950, Sigurður Pét- ur, f. 1953, og ÓIi Hjálmar, f. 1957. Ingólfur var sjó- maður til ársins 1970, er hann kom í land og fór að vinna hjá Hraðfrystihúsi Olafsfjarðar og vann þar til 73ja ára aldurs. Afkomendur hans eru orðnir 36. Útför Ingólfs fer fram frá Ólafsfjarðarkirlyu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. í dag kveðjum við elsku afa Ingó eins og við kvöddum ömmu Hillu fyrir sjö árum. Það verður tómlegt að koma til Ólafsfiarðar og hvorugt þeirra verður til að taka á móti okkur. Allt frá því að við vorum böm var tilhlökkunin að fara norður til ömmu og afa strax og skólanum lauk mikil. Móttökumar voru alltaf jafn hlýjar og innilegar. Alltaf var glatt á hjalla á þeirra heim- ili, mikið hlegið og grínast þegar þegar amma brá sér í hin ýmsu gervi til að skemmta okkur krökkunum, eða þegar afi tók fram harmonikkuna og spilaði fyrir okkur. Mikið var um gestagang hjá ömmu og afa, hvort sem sóst var eftir glaðværðinni eða pönnukökunum og bakkelsinu hennar ömmu. Eftir að amma dó hélt afi áfram að taka á móti okkur með sömu innilegheitunum og var hann jafnan búinn að sjóða saltkjöt og baunir handa okkur. Afi kom suður til okkar og eyddi heilli viku með okkur öllum. Þrátt fyrir að hann væri orðinn veikur áttum við ekki von á að sjúkdómur- inn væri orðinn það alvarlegur að afi yrði farinn mánuði seinna. Við verðum ævinlega þakklát fyr- ir þennan dýrmæta tíma sem við fengum að eiga með honum afa okkar og minningin mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Elsku afi, þó að söknuður okkar sé mikill erum við viss um að amma hefur tekið á móti þér opnum örmum hinum megin. Guð blessi þig, elsku afi okkar. Hildigunnur, Elin, Gunnar og Gunnlaug. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á hcimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-á miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. V c < \ t ( ( < i t i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.