Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 45
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 45 FRETTIR Nýbúum boðið á námskeið í Reykjavík Matargerð og íslenska kennd UPPLÝSINGA- og menningarmið- stöð nýbúa stendur fyrir 6 vikna námskeiði fyrir nýbúa frá 14. októ- ber til 22. nóvember nk. þar sem kennt verður alla virka daga frá kl. 9-12.30. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Miðstöðvarinnar að Faxafeni 12 og eru atvinnulaus- ir nýbúar sérstaklega hvattir til að skrá sig. Einnig eru þátttakendur af nám- skeiði okkar sem haldið var sl. vor hvattir til að skrá sig þar sem þeim verður boðið upp á fram- haldsnámskeið. Boðið er upp á barnagæslu fyrir þá sem ekki hafa gæslutilboð fyrir börn sín á þessum tíma. Fyrirhugað er að bjóða upp á kennslu í íslensku (bytjendur og lengra komnir), félagsmálafræðslu sem inniheldur m.a. kynningu á íslenskum vinnumarkaði, atvinnu- réttindi útlendinga, upplýsingar um félagslega þjónustu, heilbrigðis- og tryggingakerfíð svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður boðið upp á kynningu í íslenskri matargerð. Skráning stendur yfir og verður tekið á móti umsóknum til 7. októ- ber. Undirbúningsfundur verður síðan haldinn 11. október kl. 13 í húsnæði Miðstöðvarinnar að Faxa- feni 12. Námskeiðið og barnagæslan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hlaupið í þágu friðar ALÞJÓÐLEGA friðarhlaupið - Sri Chimnoy Oneness Home Peace Run, fór fram í fimmta sinn hér- lendis á miðvikudag. Hlaupið var frá Höfða og að Grand Hotel, þar sem málþing stendur yfir í tilefni af að 10 ár eru liðin frá leiðtoga- fundi Ronalds Reagan og Mikhails Gorbatsjovs í Reykjavík. Nemend- ur í 5. og 6. bekk Laugarnesskóla voru meðal hlaupara og afhentu i lok hlaupsins sendiherra Banda- ríkjanna, Day Olin Mount, og sendiherra Rússlands, Júrí Retsj- etov, myndir sem þau hafa gert og fjalla um frið. 9 m Okumaður hafi sam- band RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík biður ökumann milli- blárrar fólksbifreiðar, sennilega af bandrískri gerð, sem lenti í árekstri í gær, föstudag, að hafa samband við deildina. Atvikið varð um klukkan 13.35 í gær. Ökumaður hinnar bifreiðarinn- ar var að aka austur Miklubraut og á gatnamótum Skeiðarvogs mætti hann bifreið sem ók Skeiðarvog til suðurs með þeim afleiðingum að lít- ilsháttar árekstur varð. Ökumenn stöðvuðu bifreiðar sínar og ræddu saman en héldu síðan hvor í sína áttina. Ökumaðurinn sem ók bifreið sinni austur Miklubraut gleymdi að falast eftir nafni og bíl- númeri hjá hinum ökumanninum, en áttaði sig á því síðar í gær að nokk- urt tjón hefði orðið á bifreið sinni. Heimilisaðstoð óskast í Smáíbúðahverfi síðdegis Óska eftir heimilishjálp til að líta eftir roskinni konu frá kl. 14.30-17.30 daglega. Upplýsingar í síma 565 0859. Trésmíðavinna Húsasmiðir geta bætt við sig verkefnum svo sem nýsmíði, breytingum og parketlögnum. Upplýsingar í síma 555 3395, bílasími 854 4425 og boðsími 846 2060. Heilsugæslulæknar! Staða heilsugæslulæknis við heilsugæslu- stöð Raufarhafnar er laus til umsóknar nú þegar. Um er að ræða H1 stöð með staðarsamninga. Aðstaða, sem í boði er, er m.a. einbýlishús, bíll með síma og boðtæki. Nánari upplýsingar á heilsugæslustöðinni í síma 465 1145. Kartöflugeymslur Jarðhúsin í Ártúnsbrekku hafa geymt kartöflur fyrir Reykvíkinga í 50 ár. Upplýsingar í síma 567 0889. Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1997 til starfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum. Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma og verður af- staða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli um- sóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 1997 í þessu skyni kann að segja til um. Umsóknir skulu berast til menntamálaráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk. á eyðublöðum, sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 30. september 1996. 'AUGL YSINGAR Uppboð Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 10. október 1996 kl. 9.30 á eftir- farandi eignum: Áshamar 71, 3. hæð C, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Áshamar 75, 2. hæð C, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Dverghamar 8, þingl. eig. Tómas Sveinsson, gerðarbeiðandi Vest- mannaeyjabær. Foldahraun 41, 3. hæð A, þingl. eig. Guðbjörn Guðmundsson, gerðar- beiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Hásteinsvegur 45, efri hæð og ris, þingl. eig. Þorvaldur Guðmunds- son, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rikisins. Heiðarvegur 22 (50%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Jóna Þorbjörns- dóttir, gerðarbeiðandi Glóbus hf. Heiðarvegur 43, neðri hæð (50%), þingl. eig. Gunnar Helgason, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og S.G. einingahús hf. Hilmisgata 1, miðhæð, þingi. eig. Ómar Garðarsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hrauntún 35, þingl. eig. Edda Tegeder, gerðarbeiðandi Búnaðar- banki íslands, austurbæ. Vestmannabraut 52, austurendi (50%), þingl. eig. Kristján Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag (slands hf. Vesturvegur 13A, þingl. eig. Anna Sigmarsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 3. október 1996. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 11. september 1996 kl. 16.00: Vesturvegur 30, kjallari, þingl. eig. Magnús Þórisson, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 3. október 1996. Brynhildur Georgsdóttir, ftr. Uppboð á bifreiðum verður haldið í dag, laugardaginn 5. október, á Eldshöfða 4, athafnasvæði Vöku hf., og hefst það kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Bátaeigendur athugið Vegna mikillar eftirspurnar vantar aflahá- marksbáta á skrá. Höfum fasta, örugga kaup- endur með staðgreiðslu. Ennfremur vantar aflamarksbáta og báta í sóknarkerfinu á skrá. Höfum kaupanda að 30-60 tonna vertíðar- bát. Upplýsingar gefur Skipamiðlunin Bátar og kvóti, Síðumúla 33, sími 568 3330. Opið mánud. til föstud. frá kl. 9.30-18.00. auglýsingor FEIAGSLIF K1 KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Sunnudagur 6. okt. kl. 10.30: Háhryggur - Hengill (803 m). Gott útsýni og hressandi fjall- ganga. Kl. 13.00: Háhryggur - Botna- dalur (Hengilssvæðið). Þægileg gönguleið í fallegu um- hverfi. Verð í ferðirnar kr. 1.200. Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Verið með í gönguferðum um eitt fegursta svæði í grennd höfuðborgarinnar. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Ferðafélag íslands. Cranio Sacral-jöfnun Nám í þremur hlutum. 1. stig 8.-15. nóvember. Síðasti byrjendahópurinn. Kennari Svarupo Ffaff, „heil- praktikerin" frá Þýskalandi. Upplýsingar í símum 564 1803 og 562 0450. fofflhjólp Vetrarstarfið hafið í dag er fyrsta opna hús vetrar- ins. Opið er frá kl. 14-17. Lítið inn og rabbið um líðandi stundu. Dorkas-konur hafa heitt kaffi á könnunni. Maríanna Másdóttir frá Kirkjulækjarkoti syngur ein- söng við eigin undirleik. Gunn- björg Óladóttir leiðir almennan söng og kynnir Taizé-kóra. Takið með ykkur gesti. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Sunnudagur: Aimenn samkoma kl. 16.00. Mánudagur: Biblíufræðsla. Þriðjudagur: Viðtöl ráðgjafa og hópastarf. Miðvikudagur: Hópastarf. Fimmtudagur: Viðtöl ráðgjafa, tjáning og bænasamkoma. Samhjálp. \S\ Hallveigarstig 1 • sími 561 4330 Dagsferð 6. október Kl. 10.30 Þjóðtrú, 1. ferð; úti- legumannabyggðir við Lækjar- botna og Hengii. Geysifróðleg og skemmtileg ferðaröð. Verð kr. 1.000/1.200. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 í dag kl. 15 - 18 verður haldið kaffisamsæti til styrktar starf- semi félagsins, í húsi þess, Ing- ólfsstræti 22. Tilefnið er 75 ára afmæli l'slandsdeildarinnar. Félagar og veiunnarar eru boðn- ir velkomnir til dagskrár og sam- veru í upphafi vetrarstarfsins. .tlSSfA, Upplýsingar í 551 0201 og Námskeið íheilun verður haldið þriðjudagana 8., 15., 22. og 29. október. Heilun, Ijósgjöf, vigsla. Leiðbeinandi Erla Stefánsdóttir, sjá- andi. símum 552 1189, 581 1419. Kínversk leikfimi íþróttamiðstöð Seltjarnarness Kínverskur þjálfari Áhugaverður valkostur fyrir kon- ur og karla á öllum aldri. Æfing- ar sem sameina mýkt, einbeit- ingu og öndun. Bæta svefn, meltingu og alla almenna líðan. Upplýsingar og innritun ( sima 552 6266.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.