Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 60
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NB7TFANG MBUBCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Freysteinn Sigmundsson VATNSHAMARINN rís við austurenda Grímsvatna í Vatnajökli. Svo mikið bræðsluvatn hefur nú safnast í þau að íshellan hefur lyfst allt að 20 metrum hærra en hún gerði í gosinu 1938 og nær nú langt upp á þennan hamar. Gijótskriðurnar við rætur hans eru komnar á kaf. Eins og sjá má á myndinni svignar þessi þykka ishella við að rekast á barmana og lyftist eins og kaka. Megn brennisteinsfýla fannst á Skeiðarársandi í gærdag Yfirborð Grímsvatna 20 - metrum hærra en 1938 GRÍMSVÖTN voru í gær orðin tuttugu metrum hærri en þau voru þegar hlaupið varð árið 1938. A miðnætti voru hins vegar engar vísbendingar um að hlaup væri að hefjast. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur flaug yfir gosstöðvarnar um klukkan 18 í gær. Hann sagði litlar breytingar hafa orðið á eldvirkninni síðan á fimmtudag. „Katlarnir hafa víkkað en ekki ánni en sólarhring fyrr en Snorri dýpkað. Gosið virðist heldur kraft- minna en það var á fimmtudaginn en tíðar smásprengingar. Ösku hefur lagt til suðurs og Grímsvötn eru orð- in grá af ösku. Lengst fram á Skeið- aráijökul eru líka öskudreifar." Magnús segir Grímsvötn hafa hækkað mikið. „Við gátum ekki gert mjög nákvæmar mælingar, en svo virtist sem vötnin hefðu hækkað um 10-15 metra. Það þýðir að þau eru orðin allt að tuttugu metrum hærri en var fyrir hlaupið 1938.“ Látil skjálftavirkni kom fram á mælum Raunvísindastofnunar í gær. Finnski landfræðingurinn Heidi Soo- salu, sem fýlgdist með mælunum, sagði að nokkur órói hefði hafist um klukkan hálftíu í gærmorgun og hefði hann staðið í tuttugu mínútur. Fram eftir degi komu öðru hveiju um tíu mínútna langir óróakaflar, en um kvöldið var virknin lítil og jöfn. Rennsli í Sæluhúsavatni Upplýsingar um það hvort hlaup væri að hefjast í Skeiðará voru mis- vísandi í gær. Um miðjan dag varð vart við megna brennisteinsfýlu sem ekki var hægt að fullyrða hvort væri frá gosinu á Vatnajökli eða af jökul- vatni sem væri að bijóta sér leið úr Grímsvötnum. Vatnamælingamenn sem voru við mælingar í Skeiðará í gærkvöldi töldu að minna væri í Zóphóníasson jarðfræðingur sagði aftur á móti að sér fyndist áin aurug en tók fram að hún væri aldrei al- mennilega hrein. Um svipað leyti bárust fréttir af því að vatn væri komið í Sæluhúsa- vatn, litla á á Skeiðarársandi sem sumir töldu að hefði verið þurr áður. Vatnið rann niður í melinn áður en það náði brúnni. Mælingamenn tóku sýni úr „ánni“ og Snorri vildi ekki fullyrða um það hvað hér væri á ferðinni. Hann dró þessar vísbend- ingar saman með þvi að segja: „Vatnið er að reyna að koma úr Grímsvötnum," en sagðist ekki geta sagt meira um það hvort hlaupið væri að byija. Yfirmenn almannavarna í Skafta- fellssýslum og framkvæmdastjóri Almannavama ríkisins funduðu með verkfræðingum Vegagerðar ríkisins í Freysnesi í gær. Síðan var farið og litið á aðstæður á sandinum þar sem Einar Hafliðason yfirverkfræð- ingur Vegagerðarinnar skýrði að- stæður og fyrirhugaðar aðgerðir til vamar brúnum. Sigurður Gunnars- son sýslumaður í Vík í Mýrdal sagð- ist eftir fundinn hafa traust á aðgerð- um Vegagerðarinnar. ■ Varnargarðar/2 ■ Hæpið að/4 ■ Héldu fyrir/30 Morgunblaðið/Ámi Sæberg GOSSTÖÐVARNAR um klukkan 6.30 í gærkvöldi. Til vinstri eru tveir háir strókar en til hægri rísa nýir bólstrar. TF-Líf fór tvisvar eftir sjómanni Taugin flæktist í ratsjá togarans ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- Líf, sótti í gær 23ja ára gamlan sjómann um borð í togarann Hof- fell sem var á veiðum djúpt út af Reykjanesi. Vír slóst í kvið manns- ins svo hann slasaðist. Þyrlan lagði af stað frá Reykja- vík uppúr klukkan 11 og var hún yfir skipinu um kl. 14. Ekki gekk áfallalaust að ná sjómanninum um borð því taug úr spili þyrlunnar festist í ratsjá skipsins. Klippa þurfti á taugina til að losa þyrl- una. Snúa varð aftur til Reykjavík- ur til að setja nýja taug í þyrluna og um kl. 17.30 lagði hún aftur af stað. Seinni tilraunin tókst vel, sjó- maðurinn komst klakklaust um borð og um kl. 20 var lent í Reykja- vík. Hinn slasaði var fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem hann dvaldi í nótt. Samkvæmt upplýsingum á slysadeild slasaðist maðurinn talsvert. á kvið. ♦ ♦ ♦ HSÍ boðar brottrekstur eða heima- leikjabann ÞRJÚ af 1. deildarfélögum karla í handknattleik, Valur, KA og Aft- urelding, hafa selt Stöð 2 og Sýn einkarétt á sjónvarpsútsendingum frá heimaleikjum félaganna næstu fjögur árin. Félögin kljúfa sig þar með út úr samskonar samningi sem HSÍ og Samtök 1. deildarfélaganna gerðu við Ríkissjónvarpið og Stöð 3 á dögunum. Stjórn HSÍ fundaði um málið í gær og hefur boðað formenn allra liðanna 12 í 1. deild til fundar í dag. Þar verður tilkynnt, skv. heimildum Morgunblaðsins, að stjórn HSÍ telji sér aðeins tvær leiðir færar, rifti félögin þijú ekki samningnum við Stöð 2 og Sýn; annaðhvort að vísa félögunum úr íslandsmótinu eða setja þau í heimaleikjabann. ■ HSÍ hótar/Cl Iceland Seafood Corporation í Bandaríkiunum Ný fiskréttaverksmiðja reist fyrir nær 2 milljarða króna STJÓRNIR íslenskra sjávarafurða hf. og Iceland Seafood Corporation hafa tekið ákvörðun um að byggja nýja og fulikomna fiskréttaverk- smiðju í Bandaríkjunum. Nýja verk- smiðjan verður reist í Newport News í Virginíufylki, um 20 km frá hafnar- borginni Norfolk. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins kostar verk- smiðja af þessu tagi jafnvirði 1.500- 2.000 milljóna íslenskra króna. Framkvæmdir liefjast fljótlega og er áætlað að nýja verksmiðjan taki til starfa um mánaðamótin ág- úst/september 1997. Verkefnið verður að öllu leyti fjármagnað í Bandaríkjunum og er fjármögnun þegar tryggð, að sögn Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns ISC. Gert er ráð fyrir að 200 manns starfi við nýju verksmiðjuna þegar hún hefur starfsemi á næsta ári. Fiskréttaverksmiðja Iceland Sea- food Corporation á Camp Hill var upphaflega byggð árið 1965. ■ Mikilvægt forskot/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.