Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Landsleikjamet Atla jaf nað íVilníus ÞEGAR flautað verður til leiks í dag í Vilnius, í leik Litháa og íslendinga i undankeppni HM í knattspyrnu, jafnar Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins, landsleihjamet Atla Eðvaldssonar - leikur sinn sjötugasta landsleik. Ólafur Þórðarson, sem er varamaður, á einnig mögu- leika á að að jafna metið og þeir félagar geta bætt um betur f leiknum gegn Rúmeníu á Laug- ardalsvellinum á miðvikudaginn kemur. Guðni og Ólafur, sem hafa leikið 69 landsleiki sf ðan þeir léku sinn fyrsta fandsleik í Færeyjum 1984. Voru þá tveir af tfu nýliðum sem léku, nær allir hinna hafa nú lagt skóna á hilluna, en þeir félagarnir eru enn að. HANDKNATTLEIKUR / SJONVARP Valur, KA og Afturelding hafa ákveðið að kljúfa sig út úr samningi Samtaka 1. deildarfélaga og HSÍ við RÚV og Stöð 3 og hafa samið til fjögurra ára við Stöð 2 og Sýn hótar að reka félög- in úr íslandsmótinu eða setja í heimaleikjabann KNATTSPYRNA Æ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ásthildur best ÁSTHILDUR Helgadóttir úr Breiðabliki varð markahæst í 1. deild kvenna í sumar með 17 mörk í 13 leikjum og í gær var hún einnig útnefnd besti leikmaður deildarinnar. ■ Ásthildur / C2 Handknattleikshreyfíngín er í uppnámi vegna ákvörðunar Vals, KA og Afturelding- ar um sjónvarpssamningana. Formenn allra 1. deildarliðanna tólf hafa verið boðaðir á fund hjá HSÍ fyrir hádegi í dag og þar ætti framhaldið að skýrast. ÍSLANDSMEISTARAR Vals, bik- armeistarar KA og Afturelding hafa klofið sig út úr samningi sem HSÍ og Samtök 1. deildarfélaga gerðu á dögunum við ríkissjónvarpið og Stöð 3 um einkarétt stöðvanna á sýning- um frá leikjum allra félaga í 1. deild til fjögurra ára. Félögin þijú hafa þess í stað samið við Stöð 2 og Sýn í jafn langan tíma. Stjóm HSÍ fundaði um málið í gær og lýtur það „mjög alvarlegum augum," eins og einn forráðamanna HSI orðaði það við Morgunblaðið í gær, en að öðru leyti hafa stjórnar- menn ekki viljað tjá sig um málið. Forráðamenn 1. deildarliðanna hafa verið boðaðir á fund til HSÍ í dag og þar verður tilkynnt að stjórn HSI sjái aðeins tvær leiðir í stöðunni, rifti félögin þrjú ekki samningnum við Stöð 2 og Sýn; annaðhvort að félögin þrjú verði rekin úr íslands- mótinu eða þau sett í heimaleikja- bann. Þetta var niðurstaða stjórnar- fundar HSÍ í gær, skv. heimildum Morgunblaðsins. „KA ekkl aðill að samnlngnum vlð RÚV og Stöð 3“ Samningur félaganna og HSÍ við RÚV og Stöð 3 var um einkarétt stöðvanna tveggja á sýningum frá leikjum í íslandsmóti og bikarkeppni næstu §ögur ár. Valur, KA og Aftur- elding hafa nú samið á sömu nótum við Stöð 2 og Sýn og stöðvarnar hafa að auki forkaupsrétt að leikjum liðanna í Evrópukeppni. Hvorki náðist í formann hand- knattleiksdeildar Vals né Aftureld- ingar í gær en Páll Alfreðsson, for- maður handknattleiksdeildar KA segir félagið ekki hafa verið aðila að samningi 1. deildarfélaganna og HSÍ við Ríkissjónvarpið og Stöð 3. „Fulltrúi okkar var ekki á formanna- fundi þegar fjallað var um þann samning og aldrei var haft neitt sam- band við okkur um hann. Við vorum reyndar boðaðir á fund þar sem átti að fjalla um samninginn en komumst ekki og það næsta sem við vissum var að samningurinn var tilbúinn. En við höfum ekki gefið HSÍ leyfi til að versla með húsið okkar.“ í tilkynningu frá íslenska útvarps- félaginu í gær er sagt frá því að Stöð 2 og Sýn hafi sameiginlega keypt einkarétt á sjónvarpsútsend- ingum frá heimaleikjum áður- nefndra liða og sagði Páll að KA væri búið að semja við stöðvarnar „með ákveðnum skilyrðum," sem hann vildi reyndar ekki útskýra nán- ar að svo komnu máli. „En ég sé ekki annað en allt liggi ljóst fyrir frá okkur hálfu. HSI er ekki aðili að okkar húsi, við erum ekki að selja neitt annað en það sem þar fer fram. Þeir hafa ekki leyfi til þess og hafa reyndar ekki óskað eftir leyfi til þess.“ En skyldi KA fá meiri peninga fyrir þennan samning en þann fyrri? „Ég veit það ekki. Við höfum ekki fengið neina peninga úr þeim samningi sem HSÍ hefur áður gert við Sjónvarpið," sagði Páll Alfreðs- son. HSÍ hefur boðað formann allra 1. deildarfélaganna á fund í dag og þar ætti að skýrast hvert framhald málsins verður. „Kemur ekkl ð óvart“ „Það kemur mér í sjálfu sér ekk- ert á óvart að þetta hafi gerst, því ég hef kynnst vinnubrögðum Stöðv- ar 2 og Sýnar undanfarið á ymsum vettvangi og veit að búast má við hveiju sem er,“ sagði Ingólfur Hann- esson, íþróttastjóri RÚV við Morg- unblaðið í gær. „Það kemur mér reyndar á óvart að fulltrúar þessara þriggja félaga skuli tefla allri upp- byggingu handbolta í landinu í tví- sýnu með þessum hætti; að þeir skuli ganga jafn augljóslega gegn heildarhagsmunum og raun ber vitni. Ég hins vegar lít svo á að hér sé um innanhússmál handknattleiks- hreyfingarinnar að ræða sem hún ljúki á eigin vettvangi og finni niður- stöðu. Hvað okkur varðar er alveg skýrt og afgreitt mál að Ríkisúvarp- ið og Stöð 3 hafa fullgildan samning sem unnið verður eftir, undirskrifað- an af til þess bærum aðilum," sagði Ingólfur Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.