Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 3
2 C LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 C 3 KÖRFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Kötturinn og músin LEIK Njarðvíkurog Breiðabliks á heimavelli þeirra fyrrnef ndu i gærkvöldi verður ekki lýst öðruvísi en sem leik kattarins að músinni. Kötturinn, Njarð- vík, lék sér að músinni, Breiða- bliki, en þegar kötturinn slak- aði á klónni átti músin góða spretti. Örlög músarinnar voru þó ráðin í upphafi og lokatölur 100:73. Það gladdi einna helst augað þegar Torrey John tróð boltanum með tilþrifum. ÚRSLIT UMFN - Breiðab. 100:73 íþróttahúsið i Njarðvik, íslandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild - fyrsta umferð, föstudaginn 4. október 1996. Gangur leiksins: 6:0, 12:3, 16:9, 28:13, 31:17, 31:22, 49:24, 51:28, 55:35, 63:41, 74:43, 91:52, 98:64, 100:73. Stig UMFN: Torrey John 24, Kristinn Ein- arsson 22, Páll Kristinsson 12, Rúnar Áma- son 8, Ragnar Ragnarsson 8, Friðrik Ragn- arsson _7, Jóhannes Kristbjömsson 7, Jón Júiíus Ámason 6, Ægir Gunnarsson 6. Fráköst: 15 í sókn - 21 í vöm. Stig Breiðabliks: Andre Bovain 34, Einar Hannesson 12, Eggert Baldvinsson 11, Agnar Olsen 8, Pálmi Sigurgeirsson 5, Erl- ingur Erlingsson 3. Fráköst: 14 í vöm - 29 í vöm. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Bergur Steingrimsson vora ágætir en duttu stundum niður á sama plan og leikmenn. yillur: UMFN 21 - Breiðablik 15. Áhorfendun 130. Skallagrímur - KFÍ 87:85 íþróttahúsiö í Borgamesi: Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 2:7, 12:17, 22:29, 25:35, 35:39, 42:45, 46:45, 50:59, 60:54, 69:59, 72:62, 79:74, 81:76, 87:85. Stig Skallagríms: Bragi Magnússon 22, Tómas Holton 16, Grétar Guðlaugsson 12, Wayne Mulgrave 11, Curtis Raymond 10, Sigmar Egilsson 10, Ari Gunnarsson 4, Þórður Helgason 2. Fráköst: 6 i sókn - 14 í vöm. Stig KFÍ: Evan Roberts 33, Friðrik E. Stef- ánsson 13, Baldur I. Jónsson 9, Guðni Guðnason 9, Magnús Gíslason 8, Hrafn Kristjánsson 7, Andrew Vallejo 5, Ingimar Guðmundsson 1. Fráköst: 19 í sókn - 23 í vöm. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Bend- er sem vora ákveðnir og góðir í dómum sínum. Villur: Skallagrímur 23 - KFÍ 24. Áhorfendun 417. Njarðvíkinar byijuðu af krafti fyrstu tíu mínútumar en þá fór á örla á kæruleysi sem Blikar nýttu s®r ve' uns Stefán heimamenn tóku Stefánsson völdin á ný. Síðari skrifar hálfleikur var nán- ast formsatriði og Njarðvíkingar áttu fullt í fangi með að halda einbeitingu sinni á meðan Blikar áttu góða spretti og skoruðu fjórum stigum minna en Njarðvík- ingar. „Okkar leikur var frekar köflótt- ur þar sem skiptust á góðir og slak- ir kaflar en það var ekki óeðlilegt því við erum sterkari og í svona leik er auðvelt að missa einbeiting- una,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leikinn. „Við vissum að við myndum vinna og þurftum bara að klára það. En það var gott að fara svona af stað en næst er KR og þá verðum við leika betur því mótspyrnan verður meiri,“ bætti hann við. Það er erfitt að dæma liðið út frá þessum leik en Torrey lék vel ásamt Kristni Einars- syni, Páli Kristinssyni og Friðriki Ragnarssyni auk þess sem Ragnar Ragnarsson sýndi góða hluti. Blikar áttu erfitt uppdráttar en þegar slaknaði á kló Njarðvíkinga, fengu þeir að láta ljós sitt skína. Andre Bovain, nýr erlendur leik- maður liðsins, var góður og Eggert Baldvinsson og Einar Hannesson ágætir. Naumur sigur Skallagríms Lið nýheijanna frá ísafirði sýndi að það á fullt erindi í úrvals- deildina í vetur. Skallagrímur vann nauman sigur 87:85 Theodó^ á Ísfírðingunum Þóröarson sem eiga örugglega skrifar eftir að velgja fleiri liðum undir uggum í vetur. Leikurinn var jafn og spenn- andi og höfðu ísfirðingarnir yfír- höndina lengi framan af en í seinni hlutanum sagði leikreynsla heima- manna til sín og þeir náðu yfirhönd- inni og sigruðu naumt. „Við lékum ekki nógu góða vöm framan af,“ sagði Terry Robert Upshow, nýi þjálfari liðs Skalla- gríms. Okkur gekk mun betur þeg- ar við tókum upp maður á mann vömina rétt fýrir leikhlé. Curtis Raymond lenti fljótlega í villuvand- ræðum í þessum leik, ef svo hefði ekki verið hefði okkur gengið mun betur. Ég kem til með að leggja mikla áherslu á vamarleikinn, ég hef aðeins verið með liðið á æfíng- um í 4 daga en þetta er allt á réttri leið að mínu mati.“ „Ég er náttúmlega óánægður með að tapa leiknum, en við vomm samt að gera ýmsa góða hluti,“ sagði Guðni Guðnason þjálfari ís- firðinga. „Við sýndum það í þessum leik að við erum komnir til þess að spila körfubolta en ekki bara til þess að horfa á leiki í úrvalsdeild- inni. Mér fínnst það góður áfangi að koma hingað á besta heimavöll í deildinni og tapa naumt, við emm á réttri leið að mínu mati. Borgnes- ingarnir spiluðu góða vörn er á leið og unnu þannig þennan leik. Nýliðarnir frá Ísafírði byrjuðu leikinn af miklum krafti og öryggi og náðu strax yfírhöndinni. Heima- menn virtust framan af slegnir út af laginu og virkuðu óákveðnir og ráðvilltir. Um 5 mínútum fyrir leik- hlé tóku heimamenn upp maður á mann vöm og eftir það var allt annað að sjá til liðsins. Borgnesing- amir jöfnuðu 42:42 þegar 30 sek- úndur voru eftir af fyrri hálfleiknum en Baldur I. Jónsson skoraði 3ja stiga körfu fyrir ísfírðinga rétt áður en flautað var til leikhlés. Heimamenn komu mun ákveðn- ari til leiks eftir leikhlé og náðu fljótlega yfírhöndinni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur, heima- menn sigu fram úr og komust í 12 stiga forskot. En þegar 7 mínútur vom eftir misstu heimamenn Curtis Raymond út af með 5 villur og sneri það leiknum ísfírðingum í hag og þeim tókst að saxa á forskot Skallagríms. ísfírðingar misstu síð- an Friðrik E. Stefánsson út af með 5 villur er 3 mínútur voru eftir. En á síðustu mínútunum var það leik- reynsla liðsmanna Skallagríms sem réð úrslitum. MorgunblaðiðAIalur Benedikt Jónatansson Tveir sterkir ÓLAFUR Þórðarson og Guðni Bergsson hafa verlð félagar með landsliðlnu síðan 1984, er þeir léku slnn fyrsta landsleik í Þórshöfn í Færeyjum. Fyrir leikinn gegn Litháen hafa þelr báðlr leiklð 69 landslelki, þurfa einn lelk tll að Jafna met Atla Eðvaldssonar og geta gert betur á Laugardalsvelllnum á miðvlkudag- Inn kemur þegar lelkið verður gegn Rúmeníu í helmsmeistarakeppnlnnl. Atli er bjartsýnn í Viiníus Atli Eðvaldsson, þjálfari ungmennaliðs íslands, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Litháen og sannfærður um gott gengi. „Við lékum vel gegn Makedóníu og Möltu í sumar og ég hef trú á að strákarnir nái settu marki og fagni sigri hér.“ Atli valdi í gær lið sitt, sem er skipað leikmönnum undir 21 árs aldri: Markvörður er Árni Gautur Arason, aðrir eru: Arnar Halldórsson, Guðni Rúnar Helgason, Brynjar Gunnarsson, Bjarki Stefánsson, öftustu menn og á miðjunni eru Sigurvin Ólafsson, fyrir- liði, Gunnar Einarsson, Bjarnólfur Lárusson, Ólafur Stígs- son og fremst leika Bjarni Guðjónsson og Þorbjörn Atli Sveinsson. Utháar segja íslend inga auðvelda bráð „VIÐ gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfiður róð- ur, en við mætum Lithátum fullir sjálfstrausts," sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari ís- lands. Það var létt yfir leik- mönnum íslenska liðsins í gær, þrátt fyrir að Litháar hafi sett á svið „sálarstríð" - þeir sögð- ust aðeins stefna að einu; sigri. skrifar frá Vilníus Íslenski hópurinn kom til Vilníus á fímmtudagskvöld, í hópflugi með Fokker-flugvél Flugleiða, sem millilenti i Bergen. Steinþór „Þessi ferðamáti Guðbjartsson þjappaði hópnum enn frekar saman. Það var enginn utanaðkomandi í flugvélinni til að trufla einbeitingu hópsins,“ sagði Logi. Logi sagði að Lithár yrðu erfiðir viðfangs. „Þeir eru sterkastir Eystrasaltsþjóðanna og náðu til dæmis jafntefli við Króatíu [0:0] og töpuðu með einu marki fyrir ítal- íu [0:1] í undankeppni Evrópu- keppni landsliða.“ Það er sama hvar borið er niður hér í Vilníus, það virðist aðeins eitt koma til greina - auðveldur sigur á íslendingum. Mikil bjartsýni er hjá aðstandendum landsliðs Litháen og íbúum hér í Vilníus sem eru um 600 þúsund. Blöð hafa fjallað mikið um leikinn og segja að landslið Lit- háens eigi að vinna auðveldan sigur - að íslendingar eigi að vera auð- veld bráð. „Leikum ekkl stífan varnarleik“ Logi segir að íslensku landsliðs- mennimir geti ekki bókað sigur gegn Litháum á þeirra heimavelli. „Við stefnum að sjálfsögðu á sigur, „Erum ákveðnir að mæta út á völlinn, til að sýna hvað við getum best,“ sagði Guðni Bergsson, fyrirliði íslands eins og heimamenn. Þeir mæta okk- ur með sterkara lið en þeir tefldu fram í Rúmeníu, þar sem þeir voru heppnir að tapa aðeins 3:0. Við vit- um að hveiju við göngum og reynum að koma þeim á óvart með gagn- sóknum. Það er ekki ætlunin hjá okkur að leika stífan varnarleik. Við reynum að halda knettinum vel á öftustu svæðunum og gera það sem við getum til að sækja hratt.“ Ætla aö sýna hvaö þelr geta best Guðni Bergsson, fyrirliði lands- liðsins, sagði að íslenska liðið rynni blint í sjóinn. „Við vitum ekkert hvað þeir geta, reynum að sjálf- sögðu að leika knattspymu eins og hún hentar okkur best. Við náðum að leika vel í Tékklandi á dögunum og búum að þeirri reynslu sem við fengum í Tékklandi. Við erum ákveðnir að mæta út á völlinn, til að sýna hvað við getum best,“ sagði Guðni. Leikurinn fer fram á Zalgiris- vellinum í Vilníus sem tekur 15.000 áhorfendur. Þar hafa Lithár náð góðum árangri og það er ekki langt síðan þeir lögðu Grikki að velli, 2:1. Kunnasti leikmaður liðsins er Vald- as Ivanauskas miðvallarspilari sem leikur með Hamburger SV. ■ „Sðlarstríö'* / C4 ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Sigurður Birkir Kristinsson fittíni ,2 Bergsson Sfi Rúnar Olafur Kristinsson Adolfsson Eyjólfur Sverrisson Heimir Landsliðið í „einangrun“ ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu er í „einangrun“ fyrir utan Vilníus í Litháen. Leik- menn liðins dveljast á hóteli fyrir utan Vilníus, þar sem fátt hefur trufiað þá. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, er mjög ánægður með dvalar- staðinn og segir að leikmenn fái frið til að einbeita sér að verkefninu - leiknum gegn Litháen. Arnór í stöðu Bjarka LOGl Ólafsson landsliðsþjálf- ari hefur gert eina breytingu á liði sinu frá leiknum gegn Tékkum á dögunum. Arnór Guðjohnsen kemur í stað Bjarka Gunnlaugssonar sem er meiddur. Leikið verður með fimm manna vörn, Rúnar Kristinsson á að taka virkan þátt í sóknarleiknum á vinstri vængnum þar sem hann á að brjótast fram til að aðstoða Heimi Guðjónsson og Ríkharð Daðason sem leikur fremst með Arnóri. Fyrir aftan þá leikur Þórður Guðjónsson, sem á að vera „sprengjukraft- urinn“ í sóknarleiknum. Guðni Bergsson leikur sem aftastí varnarmaður, fyrir- stöður fyrir framan hann eru Ólafur Adolfsson og Eyjólfur Sverrisson. Knattspyrna Þýskaland Bochum - Dortmund...............1:0 (Waldoch 63.) Áhorfendur: 36.334. VfB Stuttgart - Freiburg.........4:2 (Bobic 12., Schneider 39., Elber 64. og 68.) - (Decheiver 17. og 52.) 53.000. Leverkusen - Hansa Roscock......4:1 (Sergio 45. og 49., Feldhoff 57., Meijer 78.) - (Beinlich 8.) 23.000. Efstu lið: VfB Stuttgart.....9 7 1 1 26:8 22 Bayer Leverkusen..9 7 0 2 24:13 21 BayemMúnchen......8 5 2 1 14:8 17 l.FCKöln..........8 5 1 2 13:7 16 Borassia Dortmund.9 5 13 17:14 16 Bochum............9 4 3 2 12:12 15 Werder Bremen.....8 4 1 3 18:10 13 Karlsrahe.........8 4 1 3 16:11 13 Dússeldorf........8 4 1 3 6:10 13 Reuter tvö mörk, er til vinstrl. tandsliðinu á sama tíma og Franz Beckenbauer. Bochum, lið Þórðar Guðjónssonar (sem reyndar var fjarri góðu gamni í gær), gerði sér lítið fyrir og sigr- aði meistara Borussia Dortmund á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Bochum á þessu sterka nágrannaliði sínu síðan 1989. Það var vamarmað- urinn Thomasz Waldoch sem tryggði sigur nýliða Bochum, 1:0, með glæsilegu marki. Körfuknattleikur Úrvalsdeild karla Sunnudagur: Njarðvík: Njarðvík - KR............16 Seljaskóli: IR - Þór Ak............16 Akranes: ÍA - Haukar...............20 Grindavík: Grindavík - Keflavík....20 Sauðárkrókur: Tindastóli - Skallagrímur20 Smárinn- Bneiðahlik.-.KFÍ__________20 Handknattleikur 2. deild karla: Laugardagur: Höllin Akureyri: Þór - Hörður...13.30 Seltjamanes: KR - Fylkir........16.30 Mánudagur: Austurberg: Ármann - HM............20 KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VÍKINGUR KNATTSPYRNUDEILD óskar eftir aö ráöa þjálfara fyrir nokkra af yngri flokkum félagsins Reynsla af knattspyrnuþjálfun æskileg. Umsóknir Perist til afgreiöslu MorgunPlaðsins merktar „V-888,“ fyrir 10. október. Stuttgart hefur nú 22 stig eftir níu leiki, er stigi á undan Leverkusen og verður í efsta sæti eftir umferð helgarinnar, alveg sama hvemig fer hjá Bay- ern Munchen í dag gegn Hamborg, en Bayem er í þriðja sætinu. Sigur Stuttgart í gær var mikið afrek þvi eftir að- eins 29 mínútur var hollenski vamarmaðurinn Frank Verlaat rekinn af velli fyrir að brjóta á landa sínum Harry Decheiver sem var að sleppa einn í gegnum vöm heimamanna. Leikmenn Stuttgart mótmæltu rauða spjaldinu ákaft, en það var auðvitað til einskis að vanda. Enda kom í ljós á sjónvarpsmyndum að dómarinn hafði rétt fyrir sér; Verlaat togaði Decheiver niður. Búlgarski leikstjómandinn Krassimir Balakov var aftur í liði Stuttgart í gær eftir fjarveru vegna meiðsla og það hafði greinilega góð áhrif á sam- heijana. Liðið lék geysilega vel, eins og það hefur gert í flestum leikjum haustsins til þessa. Áður en rauða spjaldið fór á loft hafði Fredi Bobic komið Stuttgart yfir en Decheiver jafnað. Thomas Schneider kom þeim Stuttgart mönnum svo yfir aftur með glæsi- legu skallamarki eftir hornspyrnu FREDI Boblc fagnar marki sínu í gær. Brasllíumaöurinn Glovane Elber, sem á 39. mín. en Decheiver jafnaði aftur á 52. mín. Balakov lagði svo upp fyrra mark Elbers á 64. mín. - átti góða þver- sendingu inn á vítateig vinstra meg- in, þar sem Brasilíumaðurinn snéri sér snöggt við og sendi knöttinn með vinstra fæti í fjærhomið. Hann var aftur á ferðinni fjórum mín. síð- ar er hann skoraði af harðfylgi eftir mikla baráttu við tvo vamarmenn í vítateignum. Joachim Loew, hinn ungi þjálfari VfB Stuttgart, var him- inlifandi að leikslokum, og lýsti yfír sérstakri ánægju með Brasilíu- manninn Elber, sem hefur leikið afar vel í haust. „Elber hefur verið frábær. Hann er betri en Gerd Muller var,“ sagði þjálfarinn og vísaði til mesta markaskorara sem Þjóðveijar hafa eignast. Miiller er goðsögn í lifanda lífí, eins og knatt- spyrnuunnendur vita en hann var í liði Bayern Munchen og þýska UM HELGINA Þjálfari Stuttgart ánægður Elber betri en Miiller BRASILÍSKI framherjinn Giovane Elber gerði tvö mörk fyrir Vf B Stuttgart þegar liðið sigraði nágrannanna frá Freiburg, 4:2, í þýsku 1. deild- inni í knattspyrnu í gærkvöldi á heimavelli sín- um. Stuttgart er því enn á toppi deildarinnar og Leverkusen í öðru sæti eftir að hafa burst- að Hansa Rostock, 4:1. Ásthildur best og markahæst ÁSTHILDUR Helgadóttir, Breiðabliki, var í gær valin besti leikmaður fyrstu deildar kvenna á lokahófi hagsmunasamtaka knatt- spyrnukvenna, sem haldið var í Stjörnuheim- ilinu í Garðabæ en hún var einnig marka- hæst í sumar og hlaut að Stefán launum gullskó Mizuna, sem Stefánsson var styrktaraðili fyrstu deild- skrifar ar kvenna. Á hófinu var var Kristín Ósk Halldórsdóttir frá Akranesi valin efnilegasti leikmaður deildar- innar og tilkynnt var lið ársins, sem inni- hélt tíu leikmenn frá Breiðabliki og einn frá ÍA. _ „Ég átti þess vegna ekki von á þessu því við erum með svo sterkt lið og þó að ég hafi leikið vel í sumar, voru aðrar að gera það líka,“ sagði Ásthildur í gærkvöldi. „Kvennaknattspyrnan er alltaf á uppleið en ég varð fyrir vonbrigðum með hin liðin í sumar og það þarf að breyta fyrirkomulag- inu því það er alltof mikill munur á efsta og neðsta liðinu. Mesta spennan var um hvort við í Breiðablik töpuðum leik en svo varð ekki. Með meiri spennu í deildinni feng- ist eflaust meiri umfjöllun og ég geri mér grein fyrir að við þurfum að gera betur til þess,“ bætti Ásthildur við en hún er að öllum líkindum á leið í verkfræðinám til Þýska- lands eða Bandaríkjanna og því ekki ljóst hvort hún muni spila með Blikum næsta sumar. í lið ársins völdust Sigfríður Sophusdóttir markvörður, Helga Osk Hannesdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigrún Óttarsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðlaugs- dóttir, Áshildur Helgadóttir, Margrét Ólafs- dóttir, Erla Hendriksdóttir, Stojanka Nikolic og Katrín Jónsdóttir. Morgunblaðið/J6n Svavarsson Frá lokahófi knattspyrnukvenna í gærkvöidi. Efri röö frá vinstri: Halldór S. Kjartansson frá Mizuno-umboðinu, Kristín Ósk Halldórsdóttir efnilegasti leikmaður sumarslns, Sigfríöur Sop- husdóttlr, Helga Ósk Hannesdóttir, Ásthildur Helgadóttlr, Katrín Jónsdóttir, Ólöf Ragnarsdótt- Ir er tók viö verðlaunum fyrir hönd dóttur slnnar Margrétar Ólafsdóttur og Goran Nikollc sem tók vlö verðlaunum fyrir hönd konu sinnar, Stojönku. í neðri röö frá vlnstri: Áslaug Ragna Ákadóttir er hlaut silfurskó Mizuno, Vanda Sigurgeírsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Erla Hendriksdóttir og Sigrún Óttarsdóttlr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.