Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Litháarsettu á svið „sálarstríð" gegn Islendingum ÍVilníus Landsliðið átti ekki að fá að æia á aðalvellinum Litháar reyndu að klekkja á íslenska landsliðinu í gær í Vilníus, þar sem íslendingar leika ■■■■■■I gegn Litháum á Steinþór Zalgiris-leikvell- Guðbjartsson inum í dag. Það er alltaf svo fyrir leiki í alþjóðlegri keppni, að aðkomulið eiga að fá eina æfingu daginn fyrir leik, á þeim leikvelli sem leikið er á. Litháar reyndu að koma í veg fyrir þá æfingu, með því að segja skrífar frá Vilníus að þeir ættu í erfiðleikum með flóðljósin á vellinum, þannig að íslenska landsliðið yrði að æfa að degi til. Leikurinn fer fram kl. 18.30 að staðartíma, 15.30 að íslenskum tíma. Að sjálfsögðu urðu forráða- menn íslenska liðsins afar óhress- ir þegar þeim var tilkynnt þetta, sættu sig ekki við þá skýringu, að ekki væri hægt að tendra ljós vallarins. Þeir sögðu að ekki kæmi til greina að þeir æfðu á öðrum tíma en þeim sem leikur- inn færi fram á og studdi eftirlits- maður FIFA, sem er frá Wales, kröfur íslendinga. Forráðamenn íslenska liðsins sögðu Litháum að ef æfíngin yrði færð fram, færu þeir fram á að leikurinn yrði einn- ig færður fram — yrði á sama tíma og æfingin. Eftir að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, hafði lamið í borðið, gáfu Litháar sig og ekkert var athugavert við flóð- ljósin, þegar æfingin fór fram. „Þetta var herbragð hjá Lit- háum. Þeir settu á svið sálar- stríð, reyndu að rugla okkur í ríminu. Við látum ekki þannig fúsk setja okkur út af laginu,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðs- þjálfari. Litháar byijuðu „sálarstríðið" í gærmorgun, þegar þeir sendu íslenska landsliðið í langferðabif- reið 40 km frá Vilníus, þar sem boðið var upp á æfingu í moldar- flagi. Morgunblaðið/Árni Sæberg HÖRÐUR Magnússon klœddlst Valstreyjunnl í fyrsta sklptl f gœr eftlr að hann skrlfaðl undlr tveggja ðra samnlng vlA HlfAarendafélaglA. SlgurAur Grétarsson þjilfari Vals er tll hægrl. Hörður genginn til liðs við Val Gerði tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið í gær Lichtenstein vonast til að skora á móti Litháen Lictenstein, sem er í sama riðli og íslendingar og eru að taka þátt í undankeppni HM í fyrsta sinn, hefur leikið tvo leiki í undankeppni HM og tapað þeim báðum. Tapaði fyrsta leiknum fyrir Makedóníu 3:0 og þeim seinni á móti írum 5:0. Lic- htenstein hefur því ekki enn skorað í HM. Dietr Weise, landsliðsþjálfari, segist vonast til að liðið nái að skora á móti Litháen í næstu viku. Lithá- en, sem leikur á móti íslendingum í Vilnius á laugardaginn, tapaði fyrsta leiknum í keppni fyrir Rúmenum, 3:0. Aðeins einn atvinnumaður, Mario Frick, sem leikur með Basel í Sviss, er í landsliðshópi Lichtenstein. Weise, landsliðsþjálfari, sagðist vonast til að fá frí úr vinnu fyrir landsliðsmenn- ina svo þeir gætu leikið í Vilnius. Miðvallarleikmaðurinn Ralf Oehri getur ekki leikið vegna þess að hann fær ekki frí í vinnunni. „Ég er von- góður,“ sagði Weise. „Við höfum spilað vináttuleiki við Eistland og Lettland og því trúi ég því að við gætum náð í stig í Vilnius.“ Kúludráttur hjá Get- raunum BÚIÐ er að fresta fjórum leikjum f Englandi, sem er á getraunaseðlinum í dag. Dregið verður um úrslit leilg- anna með að dragaúr sextán kúlum, sem eru merktar 1, X og 2. Hér koma leikirnir sem hafa verið frestað og og kúlu- fjöldi á hvern möguleika: 1. Oxford - Bolton. 2 6 8 2. Charlton-Barnsley 7 6 8 4. Ipswich-Swindon..l2 2 2 6. Man. City - WBA .....12 2 2 HÖRÐUR Magnússon knatt- spyrnumaður úr FH skrifaði í gær undir samning til tveggja ára við 1. deildarlið Vals. Hörður hefur leikið með FH í 14 ár og er í 5.-6. sæti yfir markahæstu leikmenn 1. deildar frá upphafi. Sigurður Grétarsson, þjálfari Vals, kvaðst ánægður í gær þegar samningurinn við Hörð var í höfn. „Við skoruðum allt of lítið af mörkum í sumar. í mörgum leikj- um sköpuðum við fullt af færum sem ekki nýttust en ég vona að með Herði lagist nýtingin. Við spil- uðum góða vörn og vel fram á við en okkur vantaði breidd í sóknina," sagði Sigurður. Hörður, sem er þrítugur, hefur leikið með FH allan sinn feril og verið 14 ár í meistara- flokki. Hann hefur gert 82 mörk í 156 leikjum í 1. deild og tvisvar fengið gullskó Adidas fyrir að vera markahæsti leikmaður 1. deildar. í þriðja skiptið sem hann var markahæsti maður deildarinnar gerðu þeir Guðmundur Steinsson jafn mörg mörk og Guðmundur hlaut gullið en Hörður silfur þar sem hann lék fleiri leiki það sumar. „Ég var ákveðinn í að fara frá FH, hvort sem liðið kæmist upp úr 2. deild eða ekki. Ég var búinn að tilkynna forráðamönnum félags- ins og þetta er allt í sátt og sam- lyndi við FH-inga.“ Hörður segjast telja að nauðsynlegt hafi verið fyr- ir hann að skipta um félag, þar sem honum hafi fundist hann orðinn staðnaður sem knattspyrnumaður. „Og það kom ekki annað félag til grein en Valur. Ég tel Valsmenn hafa þörf fyrir mig og ég hef sann- arlega þörf fyrir þá. Eg þarf að sanna mig aftur í deildinni,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Ég hef gífurlegan metnað, ég hef heyrt að það sé góður mórall í Val og hlakka mikið til að bytja - get reyndar varla beðið eftir að næsta keppnistímabil byrji,“ sagði Hörður. „Éf ég slepp við meiðsli verð ég í dúndurformi - Siggi sér um það.“ Þórður áfram þjálfari Stjörn- unnar ÞÓRÐUR Lárusson hefur verið endurráðinn þjálfari 1. deild- arliðs Stjömunnar í knatt- spymu. Þá verður Jörundur Aki Sveinsson áfram með kvennalið Stjörnunnar. Alexander ekki með ÍA gegn ÍBV ALEXANDER Högnason, mið- vallarspilari þjá ÍA, getur ekki leikið með Skagamönnum gegn Eyjamönnum í Meistara- keppni KSÍ á Laugardalsvellin- um 12. október. Hann hefur verið úrskurðaður í leikbann fyrir að hafa fengið sex áminn- ingar í sumar. Nokkrir leik- menn byija næsta keppnis- tímabil í leikbanni; Enes Cogic, Fylki, Grétar Einarsson, Grindavík, Ólafur H. Kristjáns- son, KR, Sigurður örn Jóns- son, KR og Sigurður örn Grét- arsson, Val, voru úrskurðaðir i eins ieiks bann og Rúnar Páll Sigmundsson, Stjömunni, i tveggja leikja bann vegna átta áminninga. ■ ORÐRÓMUR er uppi í New- castle að Kevin Keegan hafi hug á að gera breytingar, ætli að selja Frakkann Ginola og Kólumbíu- manninn Asprilla. Þá er Midd- lesbrough tilbúið að borga 4,2 millj. punda fyrir Belgiumanninn Phillipe Albert, sem hefur ekki leik- ið með liðinu að undanförnu. ■ GLENN Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englands, hefur fengið hljóm- sveitina Hillsborough’s Kop Band til að halda upp stemmningu á Wembley, fyrir leik Englands og Póllands í HM á miðvikudaginn. ■ JENS Dowe, rniðvallarspilari Hamburger, er á förum tii Úlfanna í Englandi. Þýska liðið hefur lánað hann út keppnistímabilið. ■ DENNIS Bergkamp, sóknar- leikmaður Arsenal, getur ekki leikið með Hollandi gegn Wales í dag í Cardiff vegna meiðsla. ■ PIERRE Van Hooydonk, mið- hetji Celtic, mun taka stöðu Berg- kamps. ■ ÞÝSKA blaðið Kicker sagði frá því á fimmtudaginn, að þýski lands- liðsbakvörðurinn Christian Ziege hafi áhuga á að fara til Arsenal. Blaðið segir frá því að Arsene Wen- ger, knattspymustjóri Arsenal, vilji fá þennan 24 ára leikmann til sín, einnig að Juventus og Barcelona hafí áhuga á Ziege, sem hefur leik- ið 25 landsleiki.- ■ SAMNINGUR Ziege við Bayern rennur út um sumarið 1998. Sagt er að Bayern vilji 660 millj. ísl. kr. fyrir Ziege, ef hann fer frá félaginu fyrir þann tíma. ■ BAYERN Miinchen leikur án varnarmannanna Mario Basler og Thomas Helmer, þegar liðið mætir Hamburger í þýsku 1. deildar- keppninni í dag. ■ TVEIR af lykilmönnum Ham- burger-liðsins geta ekki leikið, þar sem þeir em að leika með landsliðum sínum. Það er Svisslendingurinn Stephane Henchoz og miðheijinn Valdas Ivanauskas, sem leikur með Litháen gegn íslandi. ■ JEAN-Pierre Papin leikur ekki með Bordeaux í Frakklandi, þegar liðið mætir Caen. Hann er í Banda- ríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.