Morgunblaðið - 06.10.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.10.1996, Qupperneq 1
108 SÍÐUR B/C/D/E 228. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton o g Dole draga úr væntingum Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Bob Dole, forsetaframbjóðandi repúblikana, reyndu báðir að draga úr væntingum almennings fyrir kappræður þeirra í sjónvarpi í kvöld. „Eg er orðinn mjög ryðgaður í þessu, en ég er að reyna að bæta mig,“ sagði Clinton á föstudag. George Mitchell, fyrrverandi leiðtogi demókrata í öldungadeiid Bandaríkja- þings, hefur gegnt hlutverki Doles í undirbúningi Clintons undir kappræð- urnar. Hann sagði að Dole væri þaul- vanur kappræðum. Talsmenn Doles hafa lagt áherslu á það að hann eigi fyrir höndum viður- eign við meistara kappræðnanna. Dole hefur æft af kappi fyrir kappræðurnar í kvöld. Fred Thompson, leikari og þing- maður repúbiikana frá Tennessee, hef- ur leikið hlutverk Clintons í æfingum Doles. Sagði Thompson að allir vissu hvað Clinton væri lipur ræðumaður, en hann vonaði að „heiðarleiki, viska og heilindi Doles kæmu fram“. Arafat ræðir við Mubarak Kaíró. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, ræddi í gær við Hosni Mubar- ak, forseta Egyptalands, til undirbún- ings friðarviðræðnanna sem hefjast eiga við ísraela í dag. Til umræðu var niðurstaða skyndi- fundarins, sem Arafat og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, áttu með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku. Mubarak neitaði að sitja fundinn. Hann sagði í gær að friður mundi ekki ríkja í Mið-Austurlöndum fyrr en Israel- ar stæðu við friðarsamkomulagið sem þeir „undirrituðu við Palestínumenn á meðan heimurinn fylgdist með“. Lebed gagn- rýnir NATO Bonn. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður örygg- ismála í Rússlandi, sakaði Atlantshafs- bandalagið um að hafa ekki aðlagast stöðu mála að kalda stríðinu loknu. „Ógnin, sem stafa átti af Sovétríkj- unum og Varsjárbandalaginu fyrir fimm eða tíu árum, er ekki til lengur," sagði Lebed í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel sem kemur út á morgun. „En NATO orðar og framkvæmir mark- mið sín með sama hætti og áður.“ Ráð- gert er að Lebed heimsæki höfuðstöðv- ar NATO á morgun. Morgunblaðið/Ásdís ÞESSI litla hnáta hafði leitað skjóls undir tröppu á gæsluvelli við Vestur- götu, en stóðst ekki freistinguna að gægjast fram þegar ljósmyndara IFELUM Morgunblaðsins bar að garði. Nú er farið að hausta og þurfa börnin þá að búa sig vel. Einnig verður að muna endurskinsmerkin vegna þess að rökkrið færist fyrr yfir með hverjum deginum. Nýir valdhafar í Afganistan gera lítið úr áhyggjum nágranna Taleban gerir áhlaup á vígi andstæðinga o o Kabúl. Reuter. LIÐSMENN Taleban-hreyfingarinnar, sem tók völdin í Afganistan fyrir rúmri viku, gerðu í gær árás á vígi herstjórnanda fyrri stjómar, Ahmads Shahs Mass Masoods, að því er haft var eftir vitnum. Samtök sjálf- stæðra ríkja (CIS) lýstu í gær yfir því að þau mundu ekki hlutast til um átökin í Afg- anistan, en svæði, sem iiggja að Afganistan, yrðu varin af hörku. Stjórn Taleban gerði lítið úr áhyggjum samtakanna. Ekki var vitað hvort áhlaupið hefði borið árangur. Liðsmenn harðlínuhreyfingar Tale- ban réðust inn um þröngt gil, sem liggur inn í Panjsher-dal, í skjóli sprengiflauga, sem skotið var í hryðjum á tíu minútna fresti. Leiðtogar Taleban hafa skorað á Masood að gefast upp áður en hann verði sóttur inn í dalinn, sem hann hörfaði til þegar Taleban tók völdin. Sagt er að Masood hafi unnið sleitulaust að því að skipuleggja varnir í dalnum. Sprengiefni hafi verið notað til að láta skrið- ur falla á veg einn inn í dalinn. Því er hald- ið fram að Masood sé vel birgur af skotfær- um, eldsneyti og mat. Lýsti yfir neyðarástandi Masood lýsti yfir neyðarástandi í dalnum og sendi konur, börn og gamalmenni á brott eftir torfærum stíg, sem liggur úr dalnum. Haft var eftir vestrænum hernaðarsérfræð- ingi að hæpið væri að Taleban-hreyfingunni, sem hefur náð tveimur þriðju hlutum Afgan- istans á sitt vald frá því hún varð til úr trúar- skólum í flóttamannabúðum í Pakistan fyrir tveimur árum, tækist að leggja undir sig dalinn. Menn Masoods hefðu öflugan vörð við hinar ógreiðfæru leiðir inn í dalinn. Leiðtogar fimm fyrrverandi Sovétlýðvelda, Kazakstan, Uzbekistan, Tadzikistan, Kyrgyzstan og Rússlands, komu saman í Alma-Ata í Kazakstan og lauk fundi þeirra á föstudag með áskorun til hinna stríðandi fylkinga um að setjast við samningaborðið. Einnig var hvatt til þess að málefni Afganist- ans yrðu rædd á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Gagnrýni grannríkja Gagnrýndi CIS mannréttindabrot og af- tökur, sem átt hefðu sér stað eftir að Tale- ban-hreyfingin tók völdin í Kabúl. Settur upplýsingaráðherra Taleban, Amir Jan Mutaqi, lét sér yfirlýsingar CIS í léttu rúmi liggja og sagði: „Eg gleðst sannarlega yfir því að Guð hefur gefið Taleban slíkan mátt og heiður að stórveldi óttist Taleban." TOGflSTA UM UNGLINGANA Skógi plantað, seiðum sleppt Gott að eiga hlutina með öðrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.