Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Verkfræðingar Landsvirkjunar meta afleiðingar eldgoss í Bárðarbungu Virkjanir eiga að þola stórflóð VERKFRÆÐINGAR Landsvirkjunar kanna nú hugsanleg áhrif þess að gosið undir Vatnajökli færist í Bárðarbungu. Eins og fram hefur komið gæti gos þar hugsanlega valdið hlaupi í ýmsar áttir, í Jökulsá á fjöllum, Skjálfandafljót, Köldu- kvísl og jafnvel Skaftá. „Þó að gosið færist í Bárðarbungu er ekki þar með sagt að flóð fari í vatnasvæði sem hafa áhrif á okkar virkjarnir,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. „En ef það gerist kæmi flóð í Köldukvísl, um Kvíslaveitu og þaðan gegnum lónin okkar í Tungnaá og Þjórsá. Menn hafa metið það svo að frá núverandi gos- stöðvum hafí farið 5.000 rúmmetrar af vatni á sekúndu í Grímsvötn. Við getum tekið við flóði af þeirri stærðargráðu án þess að það valdi veru- legum spjöllum á mannvirkjum okkar. Við erum með yfírfall hjá ölium okkar lónum og ef það dugar ekki, eru ákveðnir veikir punktar, svonefnd flóðvör, í jarðvegsstíflum, sem við getum rofíð sjálfír, eða þá að vatnið gerir það af sjálfu sér. Með því er dýrari hlutum hlíft, til dæmis lokum og steyptum mannvirkjum." Flóð færi ekki í Þórisvatn Athuganir Landsvirkjunarmanna benda til þess að flóð af þessari gerð myndi ekki fara inn í Þóris- vatn. Það er mikill kostur því þar er meginvatns- forðinn til miðlunar í vetur. Flóð í Köldukvísl myndi að hluta til berast í Sauðafellslón, og verk- fræðingar telja sig geta veitt vatninu vestur í gegnum jarðvegsstíflu sem þar er aftur yfír í far- veg Köldukvíslar, annaðhvort eftir yfírfalli stífl- unnar, sem tekur tvö þúsund rúmmetra af vatni á sekúndu, eða ef hún dugar ekki til, með því að ijúfa stífluna. Yfírföll í stíflum við flestar virkjanimar taka 3.500-4.000 rúmmetra af vatni á sekúndu. Ef vatnsstreymið verður meira er mögulegt að grípa til annarra ráðstafana, rjúfa stíflugarða eða lækka þá. „Mannvirkin eru hönnuð með það í huga að geta tekið á sig flóð af ákveðinni stærð,“ segir Þorsteinn. „Nú er verið að meta hvort hætta sé á stærra flóði, en ekkert liggur fyrir um að von sé á flóði á virkjunarsvæðum okkar í Tungnaá og Þjórsá. Við leggjum því megináherslu á viðbúnað vegna hlaups á Skeiðarársandi.“ Fjölmenni á ráðstefnu fiskverkafólks Komið er að uppskeruhátíð „ÞAÐ ríkir góðæri í íslenskum sjáv- arútvegi og því er sóknartækifæri fyrir fiskverkafólk í komandi kjara- samningum. Hugmyndin með þjóð- arsáttarsamningunum 1990, þegar mikill vandi steðjaði að íslensku þjóð- arbúi, var að allir tækju á sig sameig- inlegar byrðar. Nú þegar tekist hefur að rétta við þjóðarskútuna er því komið að uppskeruhátíð,“ sagði Að- alsteinn Baldursson, formaður físk- vinnsludeildar Verkamannasam- bands íslands, á fjölmennri ráðstefnu fískverkafólks sem haldin var í gær á Hótel íslandi. „En því miður má reikna með að uppskeran verði ekki eins og til var sáð í upphafí vegna þess að sjálftöku- liðið hefur þegar með úrskurði kjara- dóms fyrr á þessu samningstímabili fengið til sín verulegan hluta upp- skerunnar, eða allt að fímmtánfalda þá upphæð, sem fískvinnslumaðurinn fékk í síðustu samningum. Þetta eru sömu mennimir og höfðað hafa hvað mest til ábyrgðarkenndar launafólks og bent á nauðsyn þess að varðveita stöðugleikann. Það er ekki hægt að líða það að þeir, sem aðstöðu hafa til, geti tekið það sem þá lystir og án tillits til annarra." í máli Aðalsteins kom fram að haldnir hafi verið fundir með físk- verkafólki víða um land að undan- fömu til þess að komast að því hver helstu baráttumál þess væru nú fyr- Morgunblaðið/Kristinn BARÁTTUHUGUR einkenndi ráðstefnu fiskvinnslufólks á Hótel íslandi í gær. ir komandi kjarasamninga. í reynd nágrannalöndunum hlýtur að teljast hafí verið sama hvar borið var nið- eðlileg krafa. Meðalmánaðarlaun fyrir ur, alls staðar hafi meginkröfurnar fulla dagvinnu í fískiðnaði í Dan- verið þær sömu, veruleg hækkun mörku eru 111% hærri en hér á Is- grunnlauna og starfsöryggi til sam- landi. Fiskverkafólk vill fækkun ræmis við það sem gerist hjá öðru starfsaldursþrepa niður í fímm ár. verkafólki. Fastlaunahlutinn í launum fískverka- „Áherslan um að ná sambærilegum fólks verði hækkaður og staðlamir kaupmætti við það sem best gerist í verði teknir til endurskoðunar." Morgunblaðið/Jón Svavarsson BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, fræðist um starfsemi Vesturbæjarskóla í einum hinna fjölmörgu sýningarbása menntaþings í anddyri Háskólabíós, undir leiðsögn Ingunnar Jónsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn IÁMSMENN reistu tjald á háskólalóðinni í gær- lorgun, þar sem þeir héldu eigið menntaþing nffi »» bóíl Dííl A MEÐ blaðinu í dag fylgir tólf síðna auglýsingablað frá Knattspyrnusambandi íslands. Menntamál í öndvegi á menntaþingi MENNTAÞING var haldið í gær í boði menntamálaráðuneytisins í Há- skólabíói og Þjóðarbókhlöðu. í ávarpi sínu við þingsetninguna sagði menntamálaráðherra m.a., að við forgangsröðun verkefna af hálfu rík- isins eigi að setja menntamál í önd- vegi og menntun yrði að vera metin til fy'ár í launaumslagi fólks. Björn Bjarnason varpaði fram nokkrum spurningum, þeirra á meðal eftirfarandi: Hvaða áhrif menntun hefði á hagvöxt og lífskjör; hvort menntamönnum væri umbunað í launum; hvaða þýðingu endur- og símenntun hefði og hvort menntun væri vanmetin innan skólanna sjálfra. Niðurstaða ráðherra var að mennt- un, rannsóknir og vísindi yrðu að njóta forgangs við verkefnaröðun rík- isins, aukin menntun yrði að skila fólki betri launum og skólarnir yrðu að tryggja að sá tími sem nemendur eyða innan veggja þeirra sé vel nýtt- ur. Ráðherra sagði misbresti vera á þessu síðastnefnda atriði hér á landi. Hann sagði tíma og orku nemenda ekki vera nógu vel nýtta í skólunum; námið yrði að verða markvissara. Hann benti á, að nú ljúka nemendur sama grunnskólaprófí og áður, þó grunnskólinn hafi lengzt um eitt ár og að íslenzkir háskólanemar lykju sambærilegu háskóiaprófi seinna en tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Sjálfstætt menntaþing náms- manna hófst í tjaldi fyrir utan Þjóð- arbókhlöðuna kl. 13, þar sem for- svarsmenn samtaka námsmanna og fleiri ræddu m.a. um gildi menntunar og málefni Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. unglingana ►Skiptar skoðanir eru um endur- skipulagningu Féiagsmálastofnun- ar, sem felur meðal annars í sér að bijóta upp starfsemi unglinga- deildar og útideildar. /10 Svo nærri, en þó svo fjarri ►Um líkurnar á þátttöku Svíþjóð- ar í vamar- og öryggismálasam- starfi vestrænna ríkja. /12 Skógi plantað, seiðum sleppt ►Þverá í Rangárvallasýslu mun væntanlega bætast í hóp laxveið- iáa landsins næsta sumar. /22 Gott að eiga hlutina með öðrum. ►í Viðskiptum/Atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Sigtrygg R. Eyþórsson, framkvæmdastjóra XCO. /24 B________________________ ►1-32 Braggadagar ►Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd á sl. fimmtudag. Friðrik segir hana geta orðið síðastu stóru myndina sem gerð verður á íslensku.1-5 Fundinn skipsstiginn af Pourqoui pas? ►Nú sextíu árum eftir að franska skipið Pourqoui pas? fórst lítur út fyrir að skipsstiginn sem eini skip- veijinn bjargaðist á, sé fundinn. /6 Börnin í Búkarest ►Þúsundir heimilislausra barna eru á vergangi í Rúmeníu og sjá fyrir sér með betli, hnupli eða vændi. /14 Spjallað í steininn ►Frá Qaanaaq á Thulesvæðinu á Norður Grænlandi er grænlenska listakonan Kavsaluk Qavigaq, sem gert hefur stórkostlegar högg- myndir í stein. /16 c FERÐALOG ► 1-4 Hundrað skiptil íslands í víking ►Búist er við að um eitt þúsund manns taki þátt í víkingasiglingu frá Noregi á næsta ári. /1 Róm ► Sögu og saihtíð lýstur saman í borginni eilífu. /2 13 BÍLAR________________ ► 1-4 Nýr langbakur f rá Mercedes Benz ►Nýi langbakurinn í C-línunni var kynntur á bílasýningu í Genf á liðnu vori. /2 Reynsluakstur ►Endurbættur og röskur Nissan Primera. /2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 44 Leiðari 28 Fólk í fréttum 46 Helgispjall 28 Bíó/dans 48 Reykjavíkurbréf 28 íþróttir 52 Skoðun 30 Útvarp/sjónvarp 53 Minningar 32 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Gárur 8b Bréf til blaðsins 42 Mannlífsstr. 8b ídag 44 Dægurtónlist llb Brids 44 Kvikmyndir 12b Stjörnuspá 44 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.