Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 29/9 - 5/10 Eldgos í Vatnajökli ► ÍSLENDINGAR lentu í 8.-12. sæti á Ólympíuskák- mótinu í Jerevan í Armeníu sem lauk á þriðjudag. Rúss- ar unnu mótið en íslenzka liðið taðaði fyrir því rúss- neska í síðustu umferð mótsins með minnsta mun, 1 Vi vinningi gegn 2Vi. Alls hlutu íslendingar 33 vinn- inga, 5Vi vinningum færri en sigurliðið. (►HELGI Skúlason leikari lézt á 64. aldursári á mánu- dagskvöld. Helgi var einn þekktasti og virtasti leikari landsins, bæði á sviði og i kvikmyndum, en hann átti ELDGOS hófst í 4-6 km langri sprungu undir Vatnajökli á milli Bárðarbungu og Grímsvatna á ellefta tímanum á mánu- dagskvöld. Fyrsta sólarhring gossins mynduðust þrír stórir sigkatlar yfir eld- stöðvunum, en á miðvikudag brutu gos- efni sér leið upp úr jöklinum. Á fímmtu- dag færðist eldvirknin norðar og er gossprungan nú talin vera um 8 km löng. Mikið magn bræðsluvatns streymir frá eldstöðvunum í Grímsvötn, og var vatns- borð þeirra orðið hærra í lok vikunnar en nokkru sinni eftir að mælingar hóf- ust. Þvf er búizt við hlaupi úr Grímsvötn- um, sem gæti orðið það stærsta síðan 1938, en það varð einnig í kjölfar eldsum- brota á sömu slóðum og nú. Hlaupið gæti valdið hundruð milljóna króna tjóni á mannvirkjum á Skeiðarársandi. 42 ára leikferil að baki. Eft- irlifandi eiginkona Helga er Helga Bachmann, leikkona og leiksljóri. Þau áttu fjög- ur böm, þar af eitt stjúp- bara. ►DÝRASTA kvikmynd, sem gerðhefur verið hér- lendis, Djöflaeyja Friðriks Þórs Friðrikssonar, var frumsýnd á fimmtudag. Myndin er gerð eftir sögum og handriti Einars Kárason- ar um lífið i braggahverfi i Reykjavík á sjötta áratugn- um og hefur verið 3 ár í vinnslu. Var myndinni feiki- vel tekið af frumsýningar- gestum. ►MENNTAÞING var hald- ið í Háskólabíói og Þjóðar- bóklöðu á laugardag. Menntamálaráðherra boð- aði til þingsins þar sem margar hliðar skólastarfs á öllum stigum voru ræddar. Námsmenn héldu eigið menntaþing i tjaldi fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna. Alþingí sett ALÞINGI, 121. löggjafarþing, kom sam- an 1. október. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti þingið, í fvrsta sinn á kjörtímabili sínu. Þingsetningin fór fram með hefðbundnum hætti eftir að tillögur að breyttu fyrirkomulagi höfðu strandað á andstöðu eins þing- flokksins, en þær snerust fyrst og fremst um að gera umræður um stefnuræðu forsætisráðherra liflegri. Davíð Oddsson forsætisráðherrá flutti stefnuræðu sína á miðvikudagskvöld. í henni hvatti hann aðila vinnumarkaðarins til að sýna still- ingu í komandi kjarasamningum og boð- aði skattalækkanir á næstu árum. Fjárlög lögð fram SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpi ríkis- stjómarinnar, sem lagt var fram við setn- ingu Alþingis, er gert ráð fyrir tæplega 1,1 milljarðs króna afgangi í rekstri ríkis- sjóðs á næsta ári, en það yrði í fyrsta sinn sem ekki yrði halli á ríkisrekstrinum frá árinu 1984. Útgjöld ríkissjóðs eru áætluð 124,3 milljarðar og tekjur 125,4 milljarðar, en reiknað er með aukningu ríkistekna vegna áframhaldandi vaxtar þjóðarútgjalda. Málum miðlað í Washington YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, og Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, héldu til Wash- ington fyrir milligöngu Bills Clintons Bandaríkjaforseta og komust að sam- komulagi um að heíja friðarsamninga á ný, Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tugir Palestlnumanna og ísra- ela létu lífið í átökum sem blossuðu upp þegar ísraelsk stjómvöld opnuðu um- deild göng I gamla hluta Jerúsalem. ísraelar voru ánægðir með niðurstöð- ur fujidarihs en Palestínumenn sögðu að harjn hefði mistekist vegna ósveigj- anleik'a ísraela. Sggði Arafat að framtíð friðarferlisiris væri undir ísraelum kom- in. Mikill öryggisviðbúnaður er enn f Jerúsalem og á sjálfstjómarsvæðum Palestínumanna af ótta við að upp úr sjóði á ný. Pólverji fær bók- menntaverðlaunin PÓLSKA ljóðskáldið Wislawa Szym- borska hlaut Nóbels- verðlaunin í bók- menntum á fimmtu- dag. Þessi ákvörðun sænsku akademíunnar í Stokkhólmi kom nokkuð á óvart og hafði ekki verið búist við því að ljóðskáld hlyti verðlaunin annað árið í röð. Ljóð Szym- borska hafa verið þýdd á nokkur tungu- mál, þar á meðal íslensku. Áhyggjur vegna Afganistan NÝIR valdhafar í Afganistan hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þeirrar bók- stafstrúar sem liðsmenn Taleban-hreyf- ingarinnar boða. Afganskar konur verða nú að hylja allan líkama sinn er þær eru utan heimilis, þeim er bannað að ganga í skóla og vinna úti. Fregnir hafa borist af því að konur hafí verið barðar fyrir að hlíta ekki fyrirmælum. ►BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, flutti útvarpsá- varp i vikunni og kvaðst þar hæfur til að stjórna um leið og hann iýsti yfir stuðningi við Alexander Lebed, yfir- mann öryggismála í Rúss- landi. Sagt var að Lebed hefði hótað afsögn. Á haustfundi Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, hafði verið sótt hart að Jeltsín og var þvi haldið fram að Rússland væri án leiðtoga. ►BRESKI verkamanna- flokkurinn hélt flokksþing í Blackpool og sögðu fjölmiðl- ar að leiðtoga flokksins, Tony Blair, hefði tekist að hleypa nýjum eldmóði i flokksmenn með málflutningi sínum. Sagt var að Blair hefði tekist að bera vinstra arm flokksins ofurliði þegar flokksþingið hafnaði tillögu um að tekjutengja ellilífeyri kæmist flokkurinn til valda. ►ÞOTA af gerðinni Boeing 757 fórst undan ströndum Perú á þriðjudag. Allir um borð fórust, 61 farþegi og niu manna áhöfn. Talið er að vélin hafi farist vegna bil- unar í tölvubúnaði en öflugir straumar hafa borið brak vélarinnar brott og er því ósennilegt að nokkru sinni verið hægt að segja fyrir víst hvað gerðist. ►FJÓRIR slösuðust og gluggar brotnuðu i heilu h verfi þegar tíu kilóa sprengja sprakk I einu af ibúðahverfum Málmeyjar á flmmtudag. Sprengingin var rakin til deilna mótorhjóla- gengja. Sprengjan sprakk við hús í eigu svokallaðra Vítis- engla. FRÉTTIR Fjárreiðufrumvarp lagt fram án breytinga RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á föstudag að leggja fram frumvarp að fjárreiðum ríkis- ins. Þingflokkar stjórnarflokkanna fjalla um frumvarpið á mánudag og ráðgert er að leggja það fyrir Alþingi um miðja næstu viku. Frumvarpið var fyrst lagt fram á síðasta ári en var vísað til þing- kjörinnar sémefndar, sem skilaði áliti til Alþingis á síðasta þingi. Þar var það rætt allítarlega en var ekki afgreitt. Að sögn Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra hefur ríkis- reikningsnefnd síðan farið yfir frumvarpið og skoðað það meðal annars í ljósi niðurstöðu sémefndar- innar en einnig gert breytingar á frumvarpinu með tilliti til athuga- semda sem hafa komið frá öðmm, þ.á m. ríkisstofnunum, sem verða í nýjum C-hluta fjárlaga. Fjárlög verði virt Ríkisstjórnin samþykkti að senda frumvarpið til umföllunar hjá þing- flokkunum með breytingum sem þó ekki eru allar eins og sémefndin gekk frá þeim. Fyrst og fremst felur fmmvarpið í sér reglur um uppsetningu og framkvæmd á fjárlögum, gerð árs- reikninga ráðuneyta, ríkisstofnana o.fl. Eftir sem áður mun verða gert ráð fyrir að ráðuneyti og ríkisstofn- anir geti bmgðist við ófyrirséðum útgjöldum, sem ekki var gert ráð fyrir á fjárlögum, en með takmörk- unum þó. Ríkisstjómin vill leggja mikla áherzlu á að útgjaldarammi íjárlaganna verði virtur. Friðrik segist eiga von á að þing- flokkarnir taki fmmvarpið fyrir á mánudag og ráðgert er að leggja það fyrir þingið í næstu viku. Morgunblaíið/J6n Sigurðsson Haustið kom með ísnum Blönduósi. Morgunblaðið. MYNDARLEGUR borgarísjaki lónar nú skammt frá landi um 3 til 4 kílómetra norðan við höfnina á Blönduósi. Bæjarbú- ar sáu ísjakann á föstudags- morgun og að sögn Ágústs Friðgeirssonar mun hann hafa borist hratt með skammvinn- um norðanvindi sem næddi um Húnaflóa. Með sanni má segja að þessi borgarís hafi haft með sér haustið þvi eftir einmuna veð- ursæld kólnaði snögglega á fimmtudag og gránuðu fjöll niður í miðjar hlíðar. Að sögn sjófarenda eru fleiri borgarís- jakar á reki um Húnaflóa og því líklegt að Blönduósingar fái að sjá fleiri jaka næstu daga. Forsetinn opnar norræna sýningu ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti íslands opnaði á föstudag norrænu landkönnuðasýninguna í Haag. Sýningin er samstarfsverkefni Norðurlanda og mun á næstu árum fara víða um Evrópu. í ræðu sinni við opnunina minnti forsetinn á ferðir íslenskra sæfara fyrr á öldum og þá sérstaklega á ferðir Leifs Eiríkssonar, Guðríðar Féll af svölum FIMMTÁN ára gömul stúlka slas- aðist alvarlega eftir að hún féll af þriðju hæð á svölum íjölbýlishúss við Torfufell í Breiðholti. Stúlkan var stödd þar í gleðskap unglinga þar sem áfengi var meðal annars haft um hönd. Foreldrar gestgjafans komu heim um mið- nætti og mun þá stúlkan hafa stokkið út á svalir og á einhvem óskiljanlegan hátt fallið niður af þeim. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er talið að stúlkan hafí hrygg- brotnað við fallið. Þorbjamardóttur og Þorfinns Karlsefnis til Vesturheims. Hvatti hann til þess að árið 2000 yrði þess sérstaklega minnst að 1000 ár yrðu liðin síðan íslenskir víking- ar urðu fyrstir Evrópubúa til að nema land í Ameríku. Leifur Ei- ríksson hefði fundið álfuna, en Snorri sonur Guðríðar og Þorfínns hefði verið fyrsti Evrópubúinn sem fæddist á meginlandi Ameríku. Rakti hann síðan þá hættur sem nú steðja að loftslagi, úthöfum og lífríki jarðar í heild. Nefndi hann sérstaklega nýlega skýrslu IPCC, vísindaráðs sem Qallar um breyt- ingar á loftslagi jarðar. Niðurstaða vísindaráðsins er meðal annars að á næstu öld geti yfirborð sjávar hækkað um hálfan til heilan metra. Slík þróun geti haft alvar- legar afleiðingar fyrir mörg lönd. Einnig telur vísindaráðið að haf- straumar eins og Golfstraumurinn geti tekið verulegum stakkaskipt- um, en það gæti gjörbreytt til hins verra öllumlífsskilyrðum í norðan- verðri Evrópu, einkum á íslandi. Hvatti forsetinn til víðtæks alþjóð- legs samstarfs um verndun hafsins og lífríkis jarðar. Laxós gjaldþrota LAXÓS hf. ( Ólafsfirði var úrskurð- aður gjaldþrota á föstudag. Fynrtæk- ið rak hafbeitarstöð og var á sínum tíma stofnað á rústum forvera síns Laxóss þegar það félag varð gjald- þrota. Engin starfsemi hefur verið á veg- um Laxóss síðustu misseri, en ein- staklingar í Ólafsfírði keyptu fyrir um einu og hálfu ári eignir þess og starf- rækja bleikjueldi. __ Rangárvallarsýsla Heyskapur í október JÓN Bjamason, bóndi á Duf- þaksholti í Hvolshreppi, var við heyannir fyrir helgi. „Við vorum að snúa í dag og þetta er fínasta hey sem ég hef verið að hirða undanfarið, sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Óþurrkur hefur verið í hátt á fímmtu viku og því hafa nokkr- ir bændur notað undanfama daga í heyslátt, að sögn Jóns. „Við erum óvenju seint á ferð- inni en ef blettimir haldast góð- ir, er aldrei að vita nema ég slái meira á næstunni," sagði Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.